Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 Utlönd DV Sakleysiö uppmálaö Slobodan Milosevic neitar aö standa aö baki ráns á fyrrum Serbíuforseta. Milosevic segist saklaus af hvarfi andstæðings síns Slobodan Milosevic Júgóslavíu- forseti hefur þvertekiö fyrir að hann tengist hvarfi Ivans Stam- bolics, fyrrum Serbíuforseta, sem var rænt þegar hann var úti aö skokka nærri heimili sínu fyrir tíu dögum. Stambolic var eitt sinn stuöningsmaður Milosevics en síö- an slettist upp á vinskapinn. Júgóslavneska fréttastofan Beta sagði i gær að Kiro Gligorov, fyrr- um forseti Svartijallalands, hefði hringt í Milosevic í síðustu viku til að ræða hvarf Stambolics. Fréttastofan hafði eftir heimildar- mönnum sínum að Milosevic hefði sagt Gligorov að rannsókninni mið- aði ekkert áfram. Rannsókn hætt á grindastuldinum Færeyska lögreglan hefur hætt rannsókn sinni á stuldi á fjörutíu grindhvölum úr íjörunni í Hvanna- sundi á Austurey um helgina. Ástæðan er sú að sjónarvottar að því þegar hvalirnir voru dregnir burt vOja ekkert segja um hvaða bátar voru þar að verki. Grindhvalastuldur er brot á refsi- löggjöfinni, eins og hver annar þjófnaður, og því lítur Karl Johan- sen, starfandi sýslumaður í Klaks- vík, málið alvarlegum augum, að sögn færeyska blaðsins Sosialurin í morgun. Reyna á að koma í veg fyr- ir svona þjófnað í framtíðinni. Talið er að andvirði hvalanna sem stolið var sé rúmar sex mOljón- ir íslenskra króna. Pútín og Mori Rússiandsforseti og forsætisráö- herra Japans koma til fundar. Rússar ræða eyjadeilu í Japan Stjómvöld í Rússlandi og Japan urðu ásátt um það í morgun að halda áfram viðræöum sínum um lausn á deOunni um KúrOeyjar und- an Japansströndum sem Sovétríkin lögðu undir sig í síðari heimsstyrj- öldinni. DeOan hefur staðiö í vegi fyrir því að ríkin undirrituðu end- anlegan friðarsamning. Vladímír Pútín Rússlandsforseti, sem er í heimsókn í Japan, og Yos- hiro Mori, forsætisráöherra Japans, greindu fréttamönnum frá þessu. Fjármálafursti ögrar Pútín Fjármálafurstinn Borís Berezov- skí sagði í gær að yfirvöld í Kreml neyddu hann tO að láta af hendi hlutabréf sem hann ætti í stærstu sjónvarpsstöð landsins, ORT. Sak- aði Berezovskí Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að ógna fjöl- miðlafrelsi í landinu. í opnu bréfi til Pútíns kvaðst Ber- ezovskí hafna úrslitakostum frá Kreml um að selja ríkinu hlutabréf sín innan tveggja vikna. Að sögn Interfax-fréttastofunnar skrifaði Berezovskí að gengi hann að kröf- um yfirvalda myndu ráðgjafar for- setans einungis sjónvarpa áróðri. Berezovskí tilkynnti að hann æö- aði að láta hlutabréf sín í hendur fréttamanna og menntamanna. Fjármálafurstinn greindi jafn- framt frá þvi að honum heföi verið tilkynnt að hann ætti á hættu að veröa flæmdur úr landi eins og Vla- dímír Gúsínskí, stærsti hluthafinn í Borís Berezovskí Fjármálafurstinn neitar aö selja rík- inu hlut sinn í stærstu sjónvarps- stöö Rússlands. Media Most-fjölmiðlasamsteypunni sem gagnrýndi harkalega Pútín. Berezovskí skrifar í opna bréfinu að honum hafi verið settir úrslita- kostir vegna óánægju Pútíns með umfjöOun ORT-sjónvarpsstöðvar- innar um kafbátsslysið í ágúst. Það vakti mikla alþjóðlega at- hygli þegar Gúsínskí varð að sitja í þrjá daga í hinu alræmda Butyrka- fangelsi í Moskvu. Gúsínskí er nú í samningaviðræðum við yfirvöld um sölu á hlutabréfum sínum í sjón- varpsstöðinni NTV. Ríkið á 51 prósent hlutabréfa í sjónvarpsstöðinni ORT en talið er að Berezovskí ráði yfir 43,5 prósent- um. Ríkið hefur hins vegar ekki get- að haft sömu áhrif á stefnu sjón- varpsstöðvarinnar og fjármálafurst- inn. Áhrif Berezovskís á stjórnmál- in í Rússlandi hafa reyndar minnk- að undanfarið ár og bréf hans til Pútíns í gær þykir gott herbragð. Mannræningi handtekinn Hadji Ahman Upao, meintur félagi í samtökunum Abu Sayyaf á Filippseyjum, er hér fluttur frá aöaistöövum hersins f Zamboanga-héraöi til Basiian-héraös þar sem hann er grunaöur um mannrán. íslamskir uppreisnarmenn annars staö- ar I iandinu halda enn í gíslingu Bandaríkjamanni, Filippseyingi og sex Evrópumönnum. Erlendir læknar reyna að bjarga lífi Saddams Saddam Hussein íraksforseti er sagður vera alvarlega veikur af krabbameini í eitlum. Fimm erlend- ir læknar eiga nú að reyna að bjarga lífi hans. í júlí síðastliðnum greindi banda- ríska dagblaðið New York Post frá því aö Saddam væri dauðvona. írösk yfirvöld hafa reynt að leyna ástandi forsetans. En nú hefur blað- ið Asharq Al-Awsat, sem er með bækistöðvar í London og er fjár- magnað af Sádi-Aröbum, greint frá þvi að Saddam sé í meðferð vegna eitlakrabbameins. Blaðið hefur það eftir ónafn- greindum íröskum heimOdarmanni að þrír franskir læknar, einn þýsk- ur og einn sænskur annist forset- ann. Læknamir vom valdir af nefnd íraksforseti Saddam fagnar forseta Venesúeta. undir forystu einkaritara forsetans, Abds Humuds. Einni af íjölmörgum höUum Saddams hefur verið breytt í einka- sjúkrahús og búnaður verið fluttur inn frá Jórdaníu. Að sögn heimfld- armannsins hefur íröskum læknum verið bannað að taka þátt í meðferð- inni á forsetanum. Blaðið segir lækninn, sem greint hefur frá heilsufari Saddams, mjög trúverðugan. Samkvæmt blaðinu á íraksforseti erfitt með öndun auk þess sem hann er orðinn sjóndapur. Hann er einnig sagður þjást af minnistapi og eiga erfitt með að einbeita sér. Ým- is ummæli forsetans undanfama mán- uði þykja benda tfl að ástand hans sé orðið vandræðalegt. Hussein Jórdaníukonungur lést af völdum eitlakrabba í fyrra. Að sögn sænsks prófessors, Hákans Olssons, fá óvenjumargir arabískir þjóðhöfðingjar þessa tegund krabba- meins. Benda rannsóknir tfl að efnaúrgangur frá olíuhreinsistöðv- um geti verið orsökin. mmmm - Suu Kyi lokuð inni aarandstöðunnar í Burma, hefur verið lokuð inni á heimili inni Rangoon. Á sama tíma hefur herforingjastjómin skorið upp herör gegn stjómarand- stæðingum, þrátt fyrir harða gagn- rýni Vesturlanda. Fangelsisstjóri frá Stjómandi fangelsisins sem serbneskir stríðsglæpamenn strvdiu úr í Kosovo um helgina hefur verið leystur frá störfum, að því er yfir- maður stjórnar SÞ í héraði greindi frá i gær. Strokufangamir munu afl- ir vera fjarri vestrænum armi lag- anna í Serbíu. Flaug stjórnlaust Átta manns týndu lífi í morgun þegar lítfl flugvél þeirra hrapaði í afskekktu héraði í norðausturhluta Ástralíu. Vélin hafði þá flogið stjómlaus 3000 kOómetra. Talið er að aUir um borð hafi misst meðvit- und þegar þrýstibúnaður gaf sig. Mowlam ætlar að hætta Mo Mowlam, fyrrum Norður-ír- landsmálaráðherra í stjórn Tonys Blairs, lýsti því yfir í gær að hún ætlaði að hætta á þingi þegar núver- andi kjörtímabfli lýkur. Mowlam, sem er vinsæl meöal alþýðu manna, sagðist ætla að sinna öðrum áhuga- málum sínum. Bönnum hægriöfga SGerhard Schröder Þýskalandskanslari hvatti löggjafarsam- kundu landsins í gær tU að beita sér fyrir því að starf- semi nýnasista- flokksins NDP yrði bönnuð, þrátt fyrir ótta manna um að það kynni að koma í bakið á þeim. Land I skiptum fyrir frið Utanríkisráðherrar arabalanda bundu enda á tveggja daga fund sinn meö því að hvetja tO þess að gerður yrði friðarsamningur fyrir botni Miðjarðarhafsins, byggður á grundvaUarreglunni um land i skiptum fyrir frið. Annan skammar Kofi Annan, framkvæmdastj óri SÞ, var hvassyrtur í garð leiðtoga að- Udarríkjanna í gær þegar hann sagði að ekki væri nóg gert tfl að styðja við friðargæslustarf- semi samtakanna. Bensínskortur Bensínskortur var farinn að gera vart við sig í Frakklandi í gær vegna aðgerða flutningabUstjóra sem settu upp vegartálma við birgðastöðvar og olíuhreinsistöðv- ar. Fá aögang aö systurskípi Norska fyrirtækið sem sendi kaf- ara niður í rússneska kafbátinn Kúrsk í Barentshafi sagði í gær að það fengi að skoða systurskip Kúrsk tU að undirbúa að ná líkum skip- verjanna upp af hafsbotni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.