Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 Skoðun Spurning dagsins Hvernig er að búa á Djúpavogi og hvað vantar helst þar? Spurt á Djúpavogi. Reynir Arnórsson, starfsmaður Slysavarnafélags íslands: Hér er mjög gott aö búa og okkur vantar ekkert hér. Þórdís Sigurðardóttir leikskólanemi: Þaö er frábært aö eiga heima hér, okkur vantar bara heilsárssundlaug. Stefán Arnórsson skipstjóri: Þaö er frábært aö eiga heima hérna og ég held aö okkur vanti ekkert. Vilborg Ágústa Garðarsdóttir húsmóöir: Þaö er æöislegt aö eiga heima á Djúpavogi, þaö vantar bara sundiaug. Kristján Ragnarsson viögerðarmaöur: Yfirleitt gott. Okkur vantar lengra sumar. Kók á leikinn. ■Stemning í bikarúrslitum. Mjólk verður kóka kóla Ólafur Þ. Jóhannesson skrifar: Knattspyrna er skemmtileg og vin- sæl iþrótt sem heiílar jafnt unga sem aldna. Vegna vinsælda íþróttarinnar er kannski eðlilegt að auglýsendur vOji tengjast íþróttinni. Oftast er þetta í formi auglýsingaskilta en einnig í formi fjárstyrkja sem eru síðan endurgoldnir með auglýsingu á tiltekinni vöru eða þjónustu. Lengi vel var Mjólkursamsalan helsti styrktaraðili bikarkeppni KSÍ. Þar sem mjólkin er af flestum talin hin mesta hollustuvara og knattspymuíþróttin, líkt og flestar aðrar íþróttagreinar, ímynd heil- brigðis og uppbyggilegra lífshátta, þóttu þessi tengsl að mörgu leyti eðlileg og því ekkert eðlilegra en að tala um mjólkurbikarinn (bikar- keppni KSÍ). Nú ber hins vegar svo við að Víf- ilfell, framleiðandi Coca-Cola á ís- Ekki er neitt í umrœddum gosdrykk sem telst til holl- ustu nema vatnið. Væri ekki nær að auglýsa bara íslenska vatnið okkar? - Eða þá Blátoppinn? landi, og ameríska skyndibitakeöj- an Subway verða helstu styrktaraö- ilar bikarkeppni KSÍ (og fá þar með sína auglýsingu) sem leiðir siðan til þess að bikarinn fær heitið Coca- Cola-bikarinn. Þama er að mínu mati komin svolítið sérkennileg tenging, þar sem íþróttahreyfmgin (þ.m.t. knattspyrnan) telur sig hafa mikilvægu hlutverki að gegna hvað varðar heilsuuppeldi ungu kynslóð- arinnar, m.a. forvarnir og heil- brigðra lífshátta. í ljósi þess að íslendingar eiga heimsmetið í sykuráti og eitt af meginmanneldismarkmiðum þjóð- arinnar er að draga út sykumeyslu Finnst mér það skjóta nokkuð skökku við að KSÍ skuli gera gos- drykkjaframleiðanda að sínum helsta styrktaraðila. Ekki er neitt í umræddum gosdrykk sem telst til hollustu nema vatnið. Væri ekki nær að auglýsa bara íslenska vatnið okkar? Eða þá Blátoppinn sem Vífil- fell framleiðir einnig og tala þá um Blátoppsbikarinn! Grunnskólar landsins höfða til manneldismarkmiða og þess sem Manneldisráð sendir frá sér. Þá minnir Tannverndarráð á tann- verndardaginn einu sinni á ári. Nær stæði íþróttahreyfíngunni að leggja þessum aðilum lið og beita sér fyrir auknu heilbrigði og bætt- um lífsháttum kynslóðarinnar sem erfa á landið. - Eða em peningar markaðsaflanna meira virði? Krossinn og kærleikurinn Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: í forsíðufrétt DV i dag (28. ágúst) er greint frá því að trú- félagið Krossinn sé klofið. Það kann rétt að vera, en sértrúar- flokkar, hvorki hér á landi né erlendis, _______________ hafa þann kærleika, sem Kristur boðar og biður um. Jesús sagöi eitt sinn að sá sem tryði á hann skyldi öðlast eilift líf. Adolf Hitler trúði á Krist, en skyldi hann hafa öölast eilíft líf? - Varla, nema þá að hann hafi verið handbendi Guðs til að refsa gyðing- um! Og gyðingar sáu til þess að Kristur var krossfestur. „Adolf Hitler trúði á Krist, en skyldi hann hafa öðlast eilíft líf? - Varla, nema þá að hann hafi verið handbendi Guðs til að refsa gyðingum!“ Jesús sagði líka að það væri ekki nóg að trúa á sig, það yrði að láta verkin tala. Það er ansi þægilegt að trúa á Jesús, en að láta verkin tala getur verið býsna erfitt. - Jesús sagði einnig: Gjör við náungann eins og þú vilt að hann gjöri við þig. Að mínu mati er þessi yfirlýsing grundvallaratriöi gagnvart mann- kyni öllu. Þótt ég sé trúleysingi að nokkru leyti held ég samt að kristin trú muni halda velli í heiminum. Það munu og önnur trúarbrögð gera. Og því stærra hlutverk sem kær- leikurinn gegnir í þeim, þeim mun betur gengur trúflokkunum að ná fótfestu og afla sér áhangenda. - Manneskjan er það sem hún hugsar og hún lætur ekki kúga sig til hlýðni við einn eða annan í það óendanlega. Þess vegna fylgir hún þeim sem hún treystir best. Það á jafnt við um hið andlega sem ver- aldlega. Staðið á Peking öndinni Li Peng hinn kínverski hélt af landi brott í morgun eftir dvöl hér- lendis frá því á laugardag. Líklegt er að margir andi léttar, til dæmis lögg- an sem var að fara á taugum. Hún passaði Kínamanninn svo vel að myndatöku- og fréttamanni sjón- varpsstöðvar var hrint frá svo þeir næðu ekki myndum af félaganum. Líklega var talin hætta á því að þeir næðu öndinni úr karli (Peking önd- inni) en þekkt er að frumstæðir þjóð- flokkar óttast myndasmiði þvi þeir telja þá stela úr sér sálinni, festist þeir á filmu. Þó er sennilegt að forsetar Alþingis andi enn léttar en löggan. Þeir buðu Kínverjanum hingað en gerðu sér enga grein fyrir því hversu langminnugir landsmenn eru. Alþýða manna mundi nefni- lega eftir skriðdrekunum sem stefnt var gegn vopnlausu fólki á torgi sem kennt er við himneskan friö. Þá stýrði nefndur Li Peng málum austur þar. En reglur diplóma- tíunnar láta ekki að sér hæða. íslenskur þingfor- seti fór til Kína fyrir nokkrum ánun og því vildi kínverskur kollega endurgjalda það besök. Þing- glöðu geði en þeir gegndu skyldum sínum. En íslenski þingforsetinn, að- alkallinn í móttökunni hér og gest- gjafi skriðdrekaeigandans, slapp. Kínverjinn mætti nefnilega ekki. Hann sleppti partíinu í þinghúsinu, helsta tilgangi ferðarinnar, og tókst með þeim snilldarlega hætti að gera heimsókn sína að undarlegustu opin- berri heimsókn sem sögur fara af. Hann kom hingað í opinbera heim- sókn í boði Alþingis án þess þó að þiggja boð þess. Hann var, eins og skáldið góða, í fæði á Ingólfskaffi - án þess að éta það. Karlinn er því farinn, eiginlega án þess að hafa komið, og Guðmundur Ámi þingforseti stendur ýmist á önd- inni eöa varpar henni léttar. Spumingin er myndatöku- Og fréttamanni sjónvarpsstöðv- bara þessi: Verðum viö ekki að bjóða mann- ar var hrint frá svo þeir nœðu ekki mynd- garminum ^ hingað fyrst hann hehnsótti Hún passaði Kínamanninn svo vel að um af félaganum. forseti varð því að gegna sínu gestgjafahlutverki sem og forseti og forsætisráðherra sem tóku á móti Li. Ekki er víst að þeir hafi gert það meö ekki þingið? Þrátt fyrir hingaðkomuna á hann enn eftir að endurgjalda heimsókn ís- lenska þingforsetans til Kína. Vegir diplómatíunnar em nefnilega órannsak- anleeir' 'MVí DV Eins og stolna tölvan. - Hvergetur upplýst þjófnaöinn? PC-tölvu stoliö Sigurbjartur skrifar: Ég varð fyrir því óhappi að inn í íbúð mina á Suðurgötu 78 í Hafnar- firði var brotist og stolið þaðan ný- legri Fujitsu/Siemens Myric PC-tölvu frá BT, ásamt tilheyrandi útbúnaði. Frekari lýsing, ef einhver verður var við hina stolnu tölvu: Grá Intel P III MHz, 128 MB RAM, DVD-ROM, 32 MB og Item No. 830 014502. Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að atburð- inum, eða verða varir við eina slika tölvu þar sem hún ætti ekki heima, vinsamlega hringið í ofanritaðan í síma 565 5707 eða 861 9855. Drykkurinn Póló Tómas skrifar: Ég er einn þeirra sem er orðinn gosdrykkjafrík en er alls ekki sama hvaða tegund ég kaupi. Hér í eina tíð fékkst alveg prýðilegur gosdrykkur sem hét Póló (var reyndar auglýstur undir slagorðinu „Kjarnadrykkurinn Póló“). Þessi gosdrykkur, ásamt öðr- um sem hét „Sítrón", voru bestu svaladrykkir sem ég hef þekkt. Þess- ir báðir heyra því miður sögunni til nú en ef einhver gæti lifgað kjama- drykkinn Póló (því einhver hlýtur að eiga „patentið") þá væri mér borgið. Og það myndu margir ánetjast hon- um, spái ég. Sæbjörn og Stórsveit Reykjavíkur. Bjarga því sem bjargaö veröur. F átækratónlist? Ragnar skrifar: Eins og maður hlakkaði til „Jazzhátíðar í Reykjavik". En hvað skeður? Jú, jú, þama er jazz, en það er aðallega þessi „fátækra-jazz“ sem ég kaila svo. Tríóin, kvartettar, í mesta lagi kvintett. Og lyktar alltof skandinavískt. Jazzinn kemur ekki frá Skandinavíu. Brassið, allt „sound-ið“, er í minnihluta. Stórsveit Reykjavíkur með Mariu Schneider í íslensku óperunni bjargar því sem bjargað verður í þessum efnum. Stór- sveitin hefur sífellt orðið betri og betri hjá Sæbimi Jónssyni. En mér er sama - það hefði nú mátt fá eina slíka að utan, t.d. eina í Count Basie- stfl, eða þannig... Viljandi hreingerð Gunnþórunn hringdi: Einkennilega smáfrétt las ég í dag- blaði fyrir stuttu undir fyrirsögninni „Hreingjörningur". Hún sagði frá því að Anna Richardsdóttir væri að fremja „hreingjöming" á lokadegi Listasumars. Hún hafi fram þennan gjörning í göngugötu Akureyrar, síð- ar yrði hún í Reykjavík, einnig í Ósló, Gautaborg og Kaupmannahöfn og enn fremur í „Viljandi" i Litháen. Ég staldraði við; er nú farið að kalla höfuðborg Litháen „Viljandi"? Sama afbökunin og „Björgvin" á Bergen í Noregi, „Grímsbær“ fyrir Grimsby á Englandi og „Rúðuborg" fyrir Rouen í Frakklandi. Hvað sýnist mönnum um þessa fádæma heimsku okkar ís- lendinga? Fellur þetta undir mál- hreinsun, eða hvað? IDV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.ls Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.