Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 27 Útgáfufélag: Frjáls fjolmiölun hf. Stjornarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Fjöldinn kallar á lcekkun Hagnaður Landssíma íslands á fyrri hluta ársins nam 656 milljónum króna. Þetta kom fram þegar fyrirtækið skilaði milliuppgjöri í síðustu viku. Hagnaðurinn á þessu tímabili var heldur meiri en gert var ráð fyrir en áætlan- ir fyrirtækisins gera ráð fyrir því að hagnaður ársins muni nema tæpum 1300 milljónum króna. Miðað við eigið fé Landssíma íslands verður arðsemi eigin fjár tæplega 10 prósent á árinu. Stórfyrirtæki sem Landssími íslands verður að skila góðum arði en það er eftirtektarvert að skoða hvernig hagnaður fyrirtækisins verður til. Langstærsti hluti hagn- aðarins, 549 milljónir króna eða 84 prósent, er til kominn vegna farsímaþjónustunnar. Sú þjónusta hefur verið í örum vexti. GSM-símnotendur Landssíma íslands eru nú um 125 þúsund, auk þeirra 28 þúsund símnotenda fyrir- tækisins sem eru með svokallaða NMT-farsíma. Farsíma- notendur Landssímans eru því yfir 150 þúsund auk þeirra sem skipta við Tal en farsímanotendur þess símafyrirtæk- is eru um 50 þúsund. Það að farsímar í notkun hér á landi eru komnir yfir 200 þúsund sýnir að landsmenn hafa tek- ið þessa nýjung í símaþjónustu með trompi og enn er vöxt- ur í farsímanotkun þótt eðlilega séu teikn á lofti um að senn fari að draga úr honum þar sem markaðurinn er að mettast. Farsíminn er orðinn almenningseign. Þótt hin mikla aukning farsímanotkunar sé helsta gróðalind Landssíma íslands hlýtur hlutfall gróðans sem verður vegna hennar að valda forráðamönnum fyrirtækis- ins áhyggjum. Aðrir þættir í rekstrinum, til dæmis fast- línukerfið skilar fyrirtækinu litlu. Þórarinn V. Þórarins- son, forstjóri Landssímans, viðurkennir að afkoma hans byggist í óheppilega miklum mæli á á GSM-simarekstrin- um og því verði að breyta, meðal annars með því að ná niður kostnaði í fastlínukerfinu. Mikilvægt er að fyrirtæk- ið hagræði í rekstri sínum til þess að ná kostnaði niður fremur en hækka gjöld símnotenda. Að sama skapi er eðlilegt að spurt sé, miðað við afrakst- ur Landssímans af farsímakerfinu, hvort okrað sé á not- endum þess. Jón Magnússon, varaformaður Neytendasam- takanna, sagði í viðtali við dagblaðið Dag um helgina að athyglisvert væri hversu GSM-símtölin vega mikið í af- komu Landssímans. Varaformaðurinn telur gjaldtökuna allt of háa og verðlagningu út úr kortinu, eins og hann orðar það. Augljóst sé að farsímanotendur Landssímans beri hitann og þungann í rekstrinum. Jón bendir á að rök hefðu verið fýrir háum gjöldum meðan verið var að greiða niður stofnkosnað af GSM-kerfmu. Það sé hins vegar lið- in tíð vegna þess að búið sé að greiða hann niður. Af þeim sökum sé eðlilegt að þessi gjöld séu seld með hóflegri álagningu en ekki okur-álagningu. Þetta er það sem notendur farsímakerfisins hljóta að kalla eftir. Fyrir utan hið hefðbundna fastlínukerfi síma er persónubundin farsímanotkun er orðin regla hér á landi en ekki undantekning. Farsímanotkun hér er sú mesta sem þekkist. Miðað við þær tölur sem lesa má úr milliuppgjöri Landssímans hlýtur að mega vænta lækkun- ar á verðskrá. í Dagsviðtalinu bendir forstjóri Landssím- ans á að GSM-símtöl hafi lækkað um 6 prósent nýlega og gerir ráð fyrir að þróunin verði til frekari verðlækkunar þótt enn hafi ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Neytendur bíða þeirrar ákvörðunar. Farsímarnir eru að sönnu þægilegir en verðlagningu fyrir þjónustuna verður að stilla í hóf. Hinn mikli fjöldi notenda ætti að auðvelda það. Jónas Haraldsson I>V Skuldir sjávarútvegs aukast Kjallari Skuldir sjávarútvegs hafa aukist um nærfelit 80 milij- arða ffá 1995, þ.e. á fjórum árum um 20 milljarða á ári. Ekki er alveg ljóst hvemig þessi skuldaaukning er til komin en margt bendir til að verulegur hluti sé vegna kaupa á fiskveiðiheimildum. Skuldastaða sjávarútvegs er orðin geigvænleg. Hættan er sú að við séum ekki búin að sjá fyrir endann á skulda- söfnuninni. Kvótakaup munu halda áfram og vel er liklegt að skuldastaðan geti orðið um 250 milljarðar að nokkrum árum liðn- um með sama áframhaldi. Skuldir vegna skipa og tækja ættu ekki að nema meiru en um 100 milljörðum. Það þýðir að skuldir vegna kvóta- kaupa gætu vel numið um 150 milij- örðum að nokkrum árum liðnum. Líklegt er að sjávarútvegurinn greiði um 6% raunvexti. Þá er auðvelt að reikna að vaxtagreiðsla sjávarút- vegs gæti numið um 9 milljörðum að- eins vegna kvótakaupa. Enn má reikna og sjá menn þá að útgerðin mun greiða um 20 kr. á ári í vexti fyr- ir hvert þorskígildiskíló. Þannig mun Guðmundur G. Þórarinsson verkfræöingur Mér sjávarútvegurinn greiða veiðileyfagjald í formi vaxta til útlanda í framtíðinni. Ótrúleg staða Raunar væri ástæða til að fara nánar ofan í hvað hér er að gerast. Einhvern tíma hefur verið settur á fót vinnuhópur af minna tilefni. Ljóst er að skuldastaða sjáv- arútvegs gerir hann mun viðkvæmari fyrir utanað- komandi áfóllum og breyt- ingum á gengi. er hulin ráðgáta hvað ráða- menn eru að hugsa. Aðilar sem áttu skip í þrjú ár í byrjun níunda áratug- arins fá allar veiðiheimildir við landið í sína eigu. Þeir selja og hljóta tugi og í heild yfir hundrað milljarða í sinn hlut. Einkavæðingin í Sovétríkjunum verður að bamaleik hjá þessu ævin- týri. Sjávarútvegurinn greiðir og millj- arðar renna í formi vaxta tO erlendra lánastofnana árlega, greinin stefnir í veruiegan vanda. - VeiðOeyfagjaldið er komið á í formi vaxtagreiðsla. Arðurinn rennur til útlanda Á nær tuttugu ára gOdistíma kerfis- „Fólkið í sjávarþorpum úti á landsbyggðinni er eins ogfarþegar í hrapandi flugvél þar sem enginn hefur fallhlíf nema flugmaðurinn, þ.e. handhafi kvótans. “ ins hefur þorskstofninn stórlega minnk- að, flskiskipaflotinn stækkað og skuldir sjávarútvegs stefna í óefni. Kunnir hag- fræðingar hafa skrifað lærðar ritgerðir um að til langs tíma litið muni þjóðar- auðlindir skOa almenningi minni arði ef aðgangur er veittur fáum útvöldum en ef almenn saia er á aðgangi með að- gengi fyrir aOa. En meginniðurstaðan er þessi. Skuldir sjávarútvegs munu halda áfram að aukast með auknum kvóta- kaupum. Þessi atvinnugrein verður ekki í stakk búin tO að taka við utan- aðkomandi áföUum sem ævinlega má búast við. Arðurinn mun i vaxandi mæli renna tO útlanda í formi vaxta. Krafan um aukið erient fjármagn í út- gerð í formi erlendrar eignaraðOdar mun aukast. Er kirkjan ófrjáls? Þessa dagana deOa menn um Þjóðkirkjuna og stöðu hennar í samfélaginu. Marg- ir gleyma því að hún hefur verið stórt afl í okkar þjóðfé- lagi síðustu 1000 árin. fyrr á öldum var hún lengi ráðandi afl. Kirkjan bar uppi mennt- un okkar og menningu. Hún átti sinn þátt í því að veita hingað þeim menningar- straumum frá Evrópu sem urðu grundvöUur þess að fombókmenntir okkar urðu tO. Þær varðveittu svo ís- lenska málið. Án þeirra vær- um við varla sjálfstæð þjóð í dag. Það er íslenska tungan og bók- menntirnar sem gera okkur öðru fremur að sjálfstæðri þjóð. Það getum við þakkað kirkjunni að hiuta. Við Lúövsk Gizurarson hæstaréttarlögmaöur höfum þvi mikið að þakka þegar haldið er afmæli 1000 ára kristni á íslandi. Þetta má ekki faUa í skuggann af þrasi um smámuni eins og sjá má í blöðum þessa dag- ana. Málfrelsi í dag þarf að auka mál- frelsi þjóðkirkjunnar. Við þurfum ekki að rjúka upp tU handa og fóta þótt ein- hver prestur, biskup eða jafnvel fyrrverandi biskup segi eitthvað sem veldur deOum eða er ekki öUum að skapi. Við megum ekki gleyma því að málfrelsið er einn aðalgrundvöUur lýðræðis okkar á íslandi. Þegar farið er að ritskoða presta og biskupa þá er aUa vega þrengt að málfrelsinu og lýðræðinu. Hið frjálsa orð á að fá að vera í friði. Svo geta menn farið í meiðyrðamál. - Það ætti að duga flest- um eða öUum ef þeir telja ranglega að sér vegið með skrifum eða opinberum ummælum. Orð Morgunblaðsins Fimmtudaginn 24. ágúst síðast lið- inn segir svo orðrétt í leiðara Morg- unblaðsins um „Kvótaþakið": „Þessi ákvæði hafa verið sett í lög tO þess m.a. að mæta þeirri þungu gangrýni, sem beinzt hefur að sjávarútveginum frá almenningi vegna núverandi kerfis, þar sem fyrirtæki, sem fengið hafa veiðirétt i fiskveiðOögsögunni fyrir ekki neitt hafa getað selt hann fyrir stórfé. Ekki þarf að hafa mörg orð um þann mOljarðahagnað, sem „Siðferðilegt ranglæti í þjóðfélaginu, hvert svo sem það er, œtti að vera kirkjunnar og prestanna að rœða. í dag eru prestar undir það mikilli ritskoðun og þrýstingi að varla nokkur þeirra árœðir slíkt. Það er staðreynd málsins. “ - Frá prestastefnu í Háskólanum í júní sl. einstaklingar og fyrirtæki hafa náð tU sin með þessum hætti og haft hef- ur afdrifarík áhrif á þróun íslenzks þjóðfélags á þessum áratug." Ef einhver prestur, biskup, svo ekki sé talað um fyrrverandi biskup, hefði leyft sér að segja orðrétt það sem Morgunblaðið segir; „fyrirtæki sem fengið hafa veiðirétt í fiskveiði- lögsögimni fyrir ekki neitt hafa getað selt hann fyrir stórfé", þá hefði sá hinn sami líklega verið úthrópaður fyrir að skipta sér af hiutum sem honum kæmu ekki við. - Það væri annarra að ræða um gjafakvótann. Samt er það svo að höfundur þess- arar greinar telur aUan siðferðOegan og raunar lika kristOegan grundvöU vanta, þegar menn fá stórfé „fyrir ekki neitt“, eins og gjafakvótinn er útskýrður með orðum leiðara Morg- unblaðsins 24. ágúst. SiðferðOegt ranglæti í þjóðfélag- inu, hvert svo sem það er, ætti að vera kirkjunnar og prestanna að ræða. í dag eru prestar undir það mikiUi ritskoðun og þrýstingi að varla nokkur þeirra áræðir slikt. Það er staðreynd málsins. Ný þjóðkirkja Vonandi þróast kirkjan okkar tU meira sjálfstæðis á næstu árum, ára- tugum og öldum. Rödd kirkjunnar á að vera frjáls og óháð. Þá getur hún látið til sín taka sem málsvari lítU- magnans í þjóðfélaginu. Einnig verð- ur kirkjan að leggja kristUegt mat á mál líðandi stundar á öUum tímum. Það eflir frjálsa skoðanamyndun og þar með lýðræðið. Á því er fuU þörf í dag. Lúðvík Gizurarson Með og á móti mptp lÍIiík: igar að sœkja um ESB-aðild? Fyrst þarf að berja á dyrnar Engir sérstakir kostir j „íslendingar eru Jg* tvímælalaust Evr- K ópuþjóð. Við eig- t VHP um mest viðskipti við Evrópu af öU- um svæðum. Bæði hvað varð- ar efnahagsmál sem og menn- ingar- og menntamál. íslend- ingar eru þegar aðUar að hinu evrópska efnahagssvæði. EES- samningurinn veitir stöðugt minni og minni íhlutunarrétt um málefni sem varða íslendinga. Það er því tímaspursmál hvenær EES-samningurinn kemur ekki leng- ur að því gagni sem hann á að koma. Sighvatur Björgvinsson alþingismaöur Hið eðlOega er því að hugleiða aðUd að Evrópusambandinu. íslendingar eru búnir að eyða fleiri árum i að ganga i kring- um húsið og kikja inn um gluggana. Menn ræða um það sín á mUli hvað fari þar fram innan dyra og hvort þeim verði tekið vel eða ekki. Á það reynir að sjálfsögðu ekki hvort þeir eru velkomnir inn ... á hið evrópska heimUi nema menn berji fyrst að dyrum og spyrji. Menn geta þó auðvitað legið á kjaO- aragluggunum eitthvað lengur ef menn endUega vOja.“ r„Ég er afskap- lega hlynt miklu og góðu samstarfi á milli þjóða. Ég vO þó fara aðrar leiðir en Evr- ópusambandið býöur upp á. Mér finnst draumurinn um sameinaða Evrópu, þ.e. United States of Europe, hafa farið flatt, kannski vegna þess að skrifræðið hefur vaxið þjóðunum yfir höfuð. Kannski ■■■■““ lika vegna þess að Austur-Evrópa er of stór og of fátæk fyrir drauminn um sameinaða Evrópu. Ég sé ekki neina sérstaka kosti í Kolbrún Halldórsdóttír alþingismaöur Það Evrópusambandinu umfram sterk gagnkvæm samskipti á mOli þeirra þjóða sem það vUja. Ég trúi því ekki á þenn- an gamla draum. Mér finnst mOdu nær að við horfum á heiminn allan sem eina heOd. Það að byggja blokkir eins og Bandaríki Norður-Ameríku hefur ekki verið sérstaklega farsælt fyrir heimsbyggðina. að búa tO aðra blokk með Bandaríkjum Evrópu er heldur ekki farsælt fyrir heimsbyggðina.“ Á íslandi mun risa upp hópur eignamanna á svipaðan hátt og í Rúss- landi í kjölfar einkavæðingar sem aU- ur heimurinn telur að hafi gjörsam- lega misheppnast. Fólkið í sjávarþorp- um úti á landsbyggðinni er eins og farþegar i hrapandi flugvél þar sem enginn héfur faUhlíf nema flugmaður- inn, þ.e. handhafi kvótans. Guðmundur G. Þórarinsson m Aðild eða ekki aðild að Evrópusambandinu eru spurningar sem án efa eiga eftir að vera ofarlega í umræðunni á næstu misserum. Mjög skiptar skoðanir eru um þessí mál meðal íslenskra þingmanna. Óvíst um Evrópumálin „Ég tel að Fram- sóknarflokkurinn sé Sw að sinna skyldum 0t 0$ Mr sínum, ef hann vOdi ■ leiða Evrópumálin hjá sér væri hann ekki að sinna stjóm- málalegri skyldu sinni. Ég held að það verði engin leið að komast í gegnum næstu alþingis- kosningar án þess að einhver um- ræða verði um Evrópumál... Hvað gerist eftir næstu kosningar fer að sjáifsögðu eftir því hvaða styrk Fram- sóknarflokkurinn hefur. Hann mun hvorki leiða ríkisstjórn né vera í rík- isstjóm nema hafa til þess fylgi." Halldór Ásgrímsson utanríkisráöherra í Degi 2. sept. Ekki bara útgerðin „Morgunblaðið er og hefur verið þeirrar skoðunar, að útgerðin eigi að greiða gjald fyrir réttinn tO þess að nýta fiskimiðin, sem eru samkvæmt lögum, sem Aiþingi hefur sett, sam- eign íslensku þjóðarinnar allrar. Það er að sjálfsögðu ekki bara útgerðin, sem á að greiða fyrir slíkan skatt... Frá sjónarhóli Morgunblaðsins skipt- ir meginmáli, að það kerfi verði tekið upp i grundvaOaratriðum, að greitt sé gjald fyrir afnot af takmarkaðri auðlind, hver sem hún er.“ Úr forystugrein Mbl. 2. sept. Sjómenn skyldu gráta „Ef einhverjir eiga að gráta af kvölum þá eru það sjómenn en ekki LÍÚ. Við höfum bor- ið bróðurpartinn af þeim kostnaðar- hækkunum sem orð- ið hafa á þessu ári vegna eldsneytis ... Ætli við tökum ekki á okkur svona 70% af þessum olíuverðshækkunum. Sumar útgerðir sem eyða lítOli olíu, en fiska þokkalega, hafa beinlínis komið út í plús vegna þessa.“ Grétar Mar Jónsson, forseti FFÍ, í Degi 2. sept. Þreytandi síbyljujarm „Síbyljujarm utan- rikisráðherra HaO- dórs Ásgrímssonar, formanns Framsókn- arflokksins, í Evr- ópumálum er satt að segja að verða nokk- uð þreytandi... Hvorki HaOdór Ásgrímsson, Samfylk- ingin né aðrir eiga að komast upp með að dulbúa í orðavaðli þá æfian sína, sem virðist vera orðin, að troða okkur inn í Evrópusambandið." Steingrímur J. Sigfússon, form. Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboös, í Mbl. 2. sept. Skoðun Hann ersaklaus aföllu ósiðlegu.. Þettaer nóg... Ég hélt að þú þyrftir smá persónuleg meðmœli! o Að vera einn á stóru svæði Þegar ég var lítO sá ég sorgina í fyrsta sinn. Hún var grannvaxin, svartklædd kona með hvítt hár. Sorgin sat á hörðum stól á miðju gólfi í stofunni á kirkjustaðnum og horfði í gaupnir sér. Ég hafði komist klakklaust gegnum að sitja kyrr und- ir ræðunni, skemmtOegu sálmarnir voru sungnir og nú var bara að hlakka tO að fá heita súkkulaðið. En þarna sat sorgin, svo döpur á svip- inn að það var eins og hún hefði aldrei verið glöð. Ég vissi auðvitað ekki hver þetta var svo að ég spurði mömmu. Hún sagði að þessi kona hefði misst barn- ið sitt. Mig langaði ekki lengur í neitt súkkulaði. Síðan hef ég aUtaf haldið að engin sorg væri dýpri en sú að missa barnið sitt. Seinna vissi ég að auðvitað verður sorgin aldrei mæld eða vegin. - Hver sorg er sorg út af fyrir sig. Reynsla af sorg „Á sólfögrum júlídegi var mér sagt að ég væri komin með krabbamein. Ég var úti á Cape Cod að ljúka við fyrsta uppkast að nýrri skáldsögu þegar síminn hringdi. Mér fannst mál tO komið að ég yrði svolítið heppin, og þegar ég heyrði að lækn- irinn minn var í símanum hélt ég að ég væri hólpin. I skáldsögum er kaU- að á fólk tO að segja þvi vondar frétt- ir og alla vega var veðrið aUtof gott fyrir áfaU. Rósimar voru í fuUum blóma, býflugumar suðuðu við gluggarúðumar, dasaðar af frjókorn- um og hita. Ég var viss um að læknirinn væri að hringja tU að segja mér að sýnið hefði komið vel út. Ég var alveg handviss um það, en hún sagði: „Alice, mér þykir það leitt." Ég heyrði umhyggjuna og dapurleikann í rödd hennar og mér skOdist að sumt er satt, hvemig og hvenær sem þér er sagt frá því. Á einu andartaki var jörðinni eins og ég þekkti hana kippt undan fótum mér, ég var stödd á fjarlægri plánetu, þar sem var ekkert þyngd- arafl, ekkert súrefni og ekkert kom lengur heim og sarnan." - Þannig segir rithöfundurinn Alice Hoffman frá reynslu sinni af sorginni í New York Times í sumar. Sorgin gleymir engum Það var logn og mUt sumarkvöld við Skerjafiörð þegar skyndUega barst sú frétt að hræðUegt slys hefði orðið. Fólkið þusti út úr húsunum, aUir hefðu vOjað geta eitthvað gert, menn fórnuðu höndum tO him- ins, en hendumar gripu í tómt. „Sorgin gleymir engum“ segir í ljóði Tómasar. Það getur vel verið að sorgin gleymi engum, en hvemig getur manneskjan sefað sorgina? Alice Hoffman er rithöf- undur og hennar leið var aö halda áfram við handrit- ið sem hún var að skrifa. Þar skap- aði hún persónur sem lifðu eigin lífi og hún fékk óstöðvandi löngun tU að vita hvað yrði um þær þegar hún vissi ekki hvað yrði um hana sjáifa. „Ég lokaði mig frá öUum nema nán- ustu vinum og fiölskyldu. Ég sagði næstum engum frá veikindunum en sneri mér að því sem mér hafði aUtaf fundist hjálpa mér mest....“ Alice trúir því að alvarleg veikindi hefli utan af fólki hjúpinn sem er utan um innsta kjamann. Þegar á reyndi var hún fyrst og fremst rithöfundur, - aðrir em eitthvað annað, en aUir eru eitthvað. Einn, og oft enginn næstur.... Og hún hélt sér fast við handritið sitt. - „Ég skrifaði tO að sjá fegurð og tUgang, tU að vita að ástin er möguleg, að hún varir og er raunveru- leg, tO þess að sjá Uljur vaU- arins, sundlaugar, skyldu- rækni og tryggð, þótt augun væru lokuð og ég væri alein í dimmu herbergi. Ég skrifaði af því að það var þannig sem ég var innst inni og þótt ég væri of lasburða tO að ganga smá spöl var ég samt glöð. Þegar ég komst að skrifborðinu, þegar ég komst tO að skrifa, trúði ég því enn að aUt væri mögulegt." Sumir eru svo heppnir að hafa trúna, aðrir hafa lítið haldreipi þar. Margir hafa bara sjálfa sig, sinn innsta kjarna, eða eins og Marka-Leifi orðaði það af öðm tUefni: „Ég var einn á stóru svæði - og enginn næst- ur mér. Hólmfríður Gunnarsdóttir Hólmfriður Gunnarsdóttir „Síðan hef ég alltaf haldið að engin sorg vœri dýpri en sú að missa bamið sitt. Seinna vissi ég að auðvitað verður sorgin aldrei mæld eða vegin. - Hver sorg er sorg út af fyrir sig. “ %■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.