Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 24
36 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 Tilvera DV lí f iö E F T I R V- I [i IJ IJ Kvartett Árna Heiðars á Kaffi Reykjavík Jazzhátíð Reykjavíkur heldur áfram á djassknæpum eins og Kafli Reykjavík en þar verður einmitt boðið upp á Kvartett Áma Heiðars á efri hæðinni. Tónleikamir hefjast klukltan 22, þeim lýkur klukkan 1 og það kostar þúsundkall inn. Krár ■ BJARNI TRYGGVA A PUNKTIN- UM Það er aldrei of mikið af trú- badorum í þessum heimi og aðdá- endum Bjarna Tryggva gefst ástæða til að gleðjast á Punktinum í kvöld þar sem goðið mun troöa upp og skapa rífandi Qöldasöngs- stemningu sem mun án efa vara fram eftir nóttu. Pjass ■ TRIOTQYKEAT A KAFFl REYKJAVIK Ef einhver er að velta því fyrir sér hvort Finnar kunni eitt- hvað fleira en aö dansa tangó, drekka sig fulla og slást meö hníf- um er upplagt fyrir þann hinn sama að skella sér á Kaffi Reykjavik klukkan 20.30 þar sem djassbandið Tríó Töykeát sýnir hvaö í Rnnum býr. Miðaverð er 2500 krónur. Klassík ■ SEPTEMBERTONLEIKAR A SEL- FOSSII dag veröa aðrir tónleikarnir í röðinni Septembertónleikar Sel- fosskirkju. Þetta er í tíunda skipti sem tónleikarnir eru haldnir. Árið 2000 eru liðin 250 ár frá Játi Jo- hanns Sebastians Bach. Á öllum tónleikunum mun minning hans heiöruö með því aö a.m.k. eitt stór- verk hans veröur leikið á hverjum tónleikum. Á tónleikunum þann 19. september verða eingöngu leikin verk eftir J.S. Bach, Allir tónleikarnir eru orgeltónleikar. í dag, á öðrum tónleikunum, leikur Hörður Áskels- son. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og eru innan við 50 mín. langir. Að- gangur er ókeypis. ■ VÍNARTQNLEIKAR Á ÍSLANDI í kvöld veröa ekta Vínartónleikar í íþróttahúslnu á Ísafirðí. Það eru Wi- ener Opernball Damenensemble sem munu spila. Hljómsveitin er ein- göngu skipuð konum og eru það 7 hljóðfæraleikarar, sem leika tónlist frá gullaldartímabili óperettunnar m.a. eftir F. Lehár, F. Kreisler og Jo- hann Strauss. Með hljómsveitinni T för til Islands er sópransöngkonan Unnur Astrid Wilhelmsen. Hún mun syngja þekkt vínarlög og aríur úr óperettum eftir R. Stolz, N. Dostal og F. Lehár. Einnig koma fram á tón- leikunum 4 íslenskir samkvæmis- dansarar og dansa vínarvalsa við undirleik hljómsveitarinnar. Fundir ■ HVAP ER STJORNMALASAGA? Hádegisfundur verður haldinn \ Nor- ræna húsinu frá kl. 12.05 til 13.00 í dag. Fundurinn er hluti af vetrardag- skrá Sagnfræðingafélags íslands 2000-2001. Velt verður fyrir sér spurningunni Hvað er stjórnmála- saga? sem er þema hádegisfund- anna í vetur. Fyrirlesari í dag er Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur og framkvæmdastjóri Reykjavíkur- akademíunnar. Erindiö hennar heitir Stjórnmálasaga með augum stjóm- laganna. Sjá nánar: Lífið eftlr vinnu á Vísi.is Nýtt fyrirtæki sérhæfir sig í að kenna fólki einfaldar lagfæringar: Almenningi kennd réttu vinnubrögðin „Þetta er hugmynd sem ég er búin að ganga með í maganum lengi,“ segir Guðný Hansen sem hef- ur stofnað fyrirtækið Gerið það sjálf. Fyrirtækið sérhæfir sig í nám- skeiðahaldi fyrir fólk sem vill læra að gera einfalda hluti sjálft á heim- ilum sínum. Guðný segir að hug- myndin hafi orðið til þar sem henni fannst vanta að fólk gæti farið á námskeið til að læra að gera ein- faldar lagfæringa. Hún segir að það sem ýtti líka við henni hafi verið að hún komst að því að í flestum íbúð- um þarf að lagfæra ýmislegt og það getur kostað fólk mikið, fyrir utan það hversu erfitt er að fá iðnaðar- menn til starfa í dag. Guðný ákvað því í vor að stofna slíkt fyrirtæki og hefur ráðið til sin menntaða iðnaðarmenn með margra ára reynslu hver i sínu fagi. „Iðnaðarmönnum finnst mjög spennandi að fólk læri aö gera hlut- ina rétt því þetta er það sem flestir eru að gera heima hjá sér,“ segir Guðný. Að mati Guðnýjar skiptir máli að fólk læri rétt handbragð, sérstaklega þegar verið er að vinna með dýra hluti eins og parket og flisar, því ef fólk gerir eitthvað vit- laust getur það kostað háar upp- hæðir. Þetta sé því spumingin um að læra réttu aðferðirnar og vera fljótari að gera það sem þarf. Flísalögn og að skipta um Ijós Námskeiðin munu taka annað- hvort eina eða tvær kvöldstundir og það verður hægt að læra ýmislegt á þeim. Rafvirki kennir t.d. fólki að skipta um ljós. Þeir sem hafa áhuga á flísalögn geta lært grunnvinnu- brögðin hjá múrara og pípari fræð- ir menn um hvemig yfírfara eigi ofna og síur. „Menn geta valið hvað þeir taka,“ segir Guðný. Þá verður líka hægt að fara á námskeið hjá smið og málara. Guðný segir að námskeiðin séu ekki bara fyrir þá sem vilja gera hlutina sjálfir heldur líka fyrir þá sem vilja geta fylgst með hvort hlut- imir séu rétt gerðir. Á námskeiðun- um verður boðið upp á kennslu, leiðbeiningar um efni og fjallað verður um áhöld og ýmislegt sem fólk þarf að nota. Þátttakendur fá Guðný Hansen „lönaðarmönnum finnst mjög spennandi aö fólk læri aö gera hlutina rétt því þetta eru hlutir sem flestir eru aö gera heima hjá sér. “ einnig bækling mn allt er varðar lagfæringamar og svo er sýni- kennsla þar sem það fær að spreyta sig sjálft. Fyrsta námskeiðið hefst fjórtánda september og þegar em fyrirspumir famar að berast. Að sögn Guðnýjar hefur hugmyndinni alls staðar ver- ið vel tekið, enda sé fólk alltaf að breyta, bæta og flytja. -MA Bíógagnrýni Stjörnubió - Music Of The Heart: ★ ★ "i, Heimsókn í táradalinn Kennt á fiðlu Meryl Streep í hlutverki fiðlukennarans Robertu ásamt einum nemanda sínum. Wes Craven tók sér smáhvíld á milli „Öskur“-mynda sinna númer tvö og þijú og leikstýrði Music of the Heart, sem er eins langt frá hryllings- myndum hans og hægt er, hugljúft drama um kennslukonu sem kennir fátækum bömum á fiðlu. Og með henni sýnir Craven að honum er fleira til lista lagt en að gera spenn- andi hryllingsmyndir sem fá hárin til að rísa. Það er oft sagt að raunveruleikinn sé ótrúlegri en skáldskapurinn og má með nokkrum sanni segja að Music of the Heart falli undir jjennan flokk. í myndinni fylgjumst við með Ro- bertu sem situr eftir með sárt ennið þegar eiginmaðurinn hverfur á braut með vinkonu þeirra. Hún þarf að endurmeta líf sitt og ala upp tvo syni sem eiginmaðurinn skildi eftir i hennar umsjá. Áður fyrr hafði Ro- berta verið efnilegur fiðluleikari sem ekki sá drauma sína rætast. Hún tek- ur því á sig rögg og sækir um fiðlu- kennarastöðu við skóla í Harlem- hverfinu í New York. Eins og í ævin- týrinu hefur enginn trú á starfi henn- ar fyrr en árangurinn kemur í ljós. í einkalífinu er Roberta ekki jafhstað- fóst og í kennslunni. Hún á erfitt með að skilja af hveiju eiginmaðurinn yf- irgaf hana og nýr vinur í lífi hennar reynist ekki eins traustm' og hún hafði vonað. Tíu árum síðar er hún búin að festa sig í sessi þegar skellur- inn kemur. Fjárveiting fæst ekki til áframhaldandi fiðlukennslu og henni er sagt upp. En eins og í sörmurn æv- intýrum, hvort sem þau eru raun- veruleg eða skáldskapur, er hjálpin handan við næsta hom... Music of the Heart reynir nokk- uð á tilfinningar áhorfandans. Það er ekki annað hægt en hrífast af þessari konu og trú hennar á að tónlistin bjargi börnunum. Sú leið sem Wes Craven fer í frásögninni af henni er aftur mjög svo meló- dramatísk, mikið er gert úr því hversu bömin hafa gott af þessu, hversu þau trúa á Robertu og Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. hvemig allir hrífast af verkum hennar; minna úr átökum hennar við sjálfa sig, syni sína og vini, því telja má öruggt að Roberta er þijósk í meira lagi. Það sem svo gerir það að verk- um að Roberta verður einstaklega lifandi persóna í myndinni er stór- kostlegur leikur Meryl Streep sem bætir enn einni skrautfjöðrinni við einstæðan leikferil í kvikmyndum. Streep er þekkt fyrir að taka hlut- verk sín alvarlega og sem dæmi um frábæran leik hennar má nefna að það nánast gleymist að hún hafði aldrei leikið á fiðlu áður en hún lék í myndinni, svo eðlilegt er það henni að bregða sér i annarra manna líki. Hún ber höfuð og herð- ar yfir aðra í myndinni og gerir það að verkum að Music of the He- art verður eftirminnileg kvik- mynd. Leikstjóri: Wes Craven. Handrit: Pamela Dray. Kvikmyndataka: Peter Deming. Tónlist: Mason Daring. Aðalleikarar: Meryl Streep, Aidan Quinn, Gloria Estef- an og Angela Bassett.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.