Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 3
16 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 25 Sport Gljúfurá í Víöidal: „Laxinn lét sig vaða niður ána“ - 33 laxar hafa veiöst „Þetta var sprækur lax og hann lét sig vaða niður með ánni, þó var hann orðin leginn,” sagði Júlíus Sigurbjartsson en hann veiddi 30. laxinn í Gljúfurá í Víðidal á þessu sumri í fyrradag á maðkinn. „Fiskurinn tók maðk og við veiddum tvo laxa í viðbót, það voru fleiri laxar þarna ofarlega i ánni, fiskurinn veiddist í Klapparhyln- um,” sagði Júlíus en með honum við veiðar voru bræðumir Hannes og Magnús Péturssynir. Áin hefur geflð 33 laxa og hann er 16 pund sá stærsti enn þá, það var Magnús Kristinsson sem veiddi fískinn í Klettastiga. Það er ekki mikið af fiski í ánni og bleikjuveiðin hefur oft verið meiri en núna. Embla, Killer og Black Zulu Flugurnar Embla, Killer og Black Zulu hafa verið að gefa best í bleikjunni en líklega hafa veiðst á milli 200 og 300 bleikjur. Maðkurinn hefur verið sterkur í ánni í sumar og flestir laxarnir veiðst á hann. Laxinn var kominn snemma í ána á þessu ári og má þakka það framkvæmdum við ósinn, enda eru þeir laxar sem eru í ánni orðn- ir mjög legnir. Lítið hefur gengið af fiski sið- ustu vikur, enda áin orðin vatns- lltil, en einhver hreyfing var við ós- inn í gærmorgun. Eitthvaö af urriða Eitthvað hefur veiðst af urriða og er það ofarlega en þar halda laxam- ir sig mest þessa dagana og taka ekki vel, sama hvað þeim er boðið girnilegt enda kannski að hugsa um annað núna og merkilegra. Við skulum aðeins kíkja á næstu veiðiár við Gljúfurá, Víðidalsá er komin í 600 laxa og Miðfjarðará er á svipuðu róli með 595 laxa. Blanda er komin í 700 laxa og það er afrek að veiða fisk í henni núna. Liturinn á henni er þannig, hún er ljót ásýndum. -G.Bender Júlíus Sigurbjartsson með þrítugasta laxinn sem veiddist í Gljúfurá í Víöidal á þessu sumri en áin hefur gefið 33 laxa. DV-mynd G.Bender Meistarataktar - á meistaramóti KPMG sem haldið var um helgina hjá Andvara Meistaramót KPMG sem fram fór á félagssvæði Andvara um helgina sannaði það að lenging keppnistimabils hestamanna á svo sannarlega rétt á sér. Mjög góður árangur einstakra hesta í gæðinga- keppni og mettímar í skeiði segja allt sem segja þarf. Logi Laxdal og Þormóður Rammi eru heldur bet- ur á fljúgandi skeiði þessa dagana. Þeir fóru 150 metra skeið á 13,64 á kappreiðum Fáks á fimmtudag- inn síðasta og á Andvaramótinu fóru þeir á 13,75 en báðir þessir tímar eru undir gildandi íslands- meti. Reyndar náðu Logi og Þor- móður Rammi hreint ótrúlegum tímum seinni dag mótsins þegar þeir renndu sér 150 metrana á 13,16 og 13,26 en varla verða þeir tímar teknir gildir sökum mikils meðvinds. Mætti á Oddi frá Blönduósi Sigurbjöm Bárðarson mætti með gamla brýnið hann Odd frá Blönduósi og sigruðu þeir töltið með glæsibrag. Svo virðist sem Oddur, sem er einn sigursælasti hestur í sögu hestaíþrótta á ís- landi, sé sífellt að bæta sig. Sigurbjörn og Valíant frá Hegg- stöðum sigruðu B-flokkinn en gaman er að sjá hvemig Valíant, þessum mikla keppnishesti, er stfllt upp á annan hátt að þessu sinni en hjá eiganda sínum, Haf- liða Halldórssyni. Klakkur frá Bú- landi og Vignir Jónasson voru ör- yggið uppmálað í A-flokki gæðinga og uppskáru fyrsta sætið en á eftir þeim komu Sveinn Rangnarsson og Brynjar frá Árgerði. í 250 metra skeiði sigraði Ósk frá Litla-Dal og Sigurbjörn á tím- anum 21,48 sek. í beljandi roki á sunnudeginum. Logi og Hraði frá Sauðárkróki fóru á 21,50 á laugar- deginum þegar veðr- ið lék við keppend- ur. Þórður Þorgeirs- son og Hnoss frá Ytra-Dalsgerði urðu hlutskörpust i 100 m fljúgandi skeiði á 7,56 sek. og Sveinn Ragnarsson og Framtíð frá Runnum fóru á 7,9 sek. Kappreiðar Fáks Það verður spenn- andi að fylgjast með komandi kappreið- um Fáks en þrjár umferðir eru eftir og verður sú næsta á fimmtudaginn. -HÓ Sigurbjörn Báröarson og Oddur frá Blöndu- ósi mættu á meistara- mótið. Oddur er sjálf- sagt sigursælasti hestur í íslandssög- unni. DV-mynd GVA DV DV Sport Úrslitaleikur deildabikars karla: andræðalitiö Grindvíkingar unnu auðveldan sig- ur, 4-0, á Valsmönnum í úrslitaleik deildabikars karla í gærkvöldi, leik sem frestað var í vor. Má segja að að í leiknum hafi komið klárlega i ljós munurinn á Landssímadeild og 1. deild og ljóst að Valsmenn þurfa að styrkja lið sitt rækilega ef ekki á illa að fara þegar þeir mæta til leiks í efstu deild að ári. Það var lítill munur á því hvort lið- ið var meira með boltann í fyrri hálf- leiknum. Valsmenn áttu fyrsta færi leiksins þegar Kristinn Lárusson skaut að marki og góður markvörður Grindvíkinga, Albert Sævarsson, rétt náði að slá boltann yfir. Aðeins tveim- ur mínútum síðar kom síðan fyrsta markið á hinum enda vallarins þegar besti maður vallarins, Grindvikingur- inn Sverrir Þór Sverrison, fékk bolt- ann eftir misheppnaða hreinsun Vals- manna og skoraði með viðstöðulausu skoti, óverjandi fyrir Hjörvar Hafliða- son. Eftir þetta áttu Valsmenn nokkuð af skotum að markinu en þau voru öll af löngu færi og stöðvuðust á Alberti í markinu fyrir utan einn skalla frá Kristni sem fór í þverslá og yfir. Þrátt fyrir öll skotin voru Valsmenn tals- vert mistækir í spili sínu og góð til- þrif Arnórs Guðjohnsen urðu oft til einskis þegar hreyfingar meðspilar- anna voru engan veginn nógu góðar. Ánnað mark Grindvíkinga hefði getað komið eftir rúmlega hálftíma leik þegar Óli Stefán Flóventsson komst einn inn fyrir en Hjörvar bjarg- aði frábærlega með góðu úthlaupi. Markið kom þó skömmu síðar þegar Sverrir Þór prjónaði sig í gegnum alla vöm Valsmanna og sendi góða send- ingu á Goran Lukic sem lagði boltann laglega í hornið. Staðan í leikhléi 2-0. Siðari hálfleikur var ekki ósvipað- ur þeim fyrri. Bæði lið skiptu fjórum leikmönnum inn á í síðari hálfleik og þar á meðal báðum markvörðunum. Þrír fastamenn Grindvfkinga komu inn á og eftir það varð Grindavíkur- liðið enn sterkara. Sinisa Kekic hafði verið 10 mínútur inni á þegar hann setti mark sitt á leikinn með skalla eftir góða sendingu Ólafs Arnar Bjarnasonar. Grindvík- ingar voru meira með boltann en sköpuðu sér frekar fá færi en Vals- menn fengu tvö þokkaleg færi en Ad- olf Sveinsson og Ólafur Ingason náðu ekki að nýta þau. Ólafur Öm lokaði síðan marka- reikningnum á 90. mínútu þegar hann skaut bylmingsskoti framhjá John Mills í Valsmarkinu eftir gott þrí- hymingsspil við Goran Lukic. Kristinn, fyrirliði Valsmanna, sagði leikinn ekki þeirra besta. „Við ætluðum okkur að vinna leikinn en það er erfitt að hvetja menn til dáða í vormóti að hausti, kannski hafði það áhrif. Menn hafa kannski hugsað of mikið um leikinn á laugardaginn gegn KA, en auðvitað er það þannig að menn eiga að einbeita sér að leikn- um sem verið er að spila en ekki ein- blína á þann næsta.“ „Við vorum að spila þokkalega, við náðum að spila boltanum vel á milli manna, vorum að skapa okkur færi og nýttum þau eins og við þurftum, stað- reyndin sigur og sanngjarn að mér finnst,“ sagði Guðjón Ásmundssson Grindvíkingur með bikarinn í hönd- unum. „Við fórum í þennan leik til að vinna og notuðum hann einnig til að slípa menn inn í liðið vegna manna- breytinga sem þurfa að koma til vegna leikbanna í deildinni." -ÓK Undanúrslit í bikarkeppninni í knattspyrnu: Tvísýnn slagur í Eyjum í dag - þar sem heimamenn og Fylkir mætast Eyjamenn og Fylkismenn eigast við í undanúrslitum bikarkeppninn- ar í knattspyrnu í Eyjum í dag og hefst leikurinn klukkan 17.30. Hin viðureignin, þar sem etja kappi saman Skagamenn og FH, verður háð á morgun á Akranesi. Leikur ÍBV og Fylkis verður án efa mjög tvísýnn og hart barist til síðustu mínútu enda sæti í úrslitaleiknum í boði. Njáll Eiðsson, þjálfari 1. deildar- liðs ÍR, segist eiga von á hörku- viðureign og það verði eflaust mjög erfitt fyrir Fylki að sækja Eyjamenn heim þar sem þeir hafa ekki tapað leik í langan tíma. „Mér finnst Fylkisliðið vera það gott að það eigi góða möguleika í þessum leik. Fylkir á að skipa besta sóknarliðinu í dag og ef eitthvað lið á möguleika úti í Eyjum þá eru það Fylkismenn. Bjarni Jóhannesson, þjálfari liðsins, þekkir allar aðstæð- ur vel þarna og getur því undirbúið sína menn vel fyrir þennan leik,“ sagði Njáll. Sóknarleikur Fylkis beittari en ÍBV hefur reynsluna - Hver er munurinn á þessum lið- um að þínu mati? „Sóknarleikur Fylkis er beittari. Þeir eru með hraðari leikmenn í stöðum frammi en Eyjamenn. Styrk- ur Fylkis liggur í því að liðið er fljótt að sækja en margir leikmenn eru með góðan hraða. Theódór, Gylfi og Sævar eru geysilega fljótir og þurfa Eyjamenn að hafa góðar gætur á þeim. Segja má að Fylkir sé í alla staði vel spilandi lið í dag og staða liðsins í deildinni kemur ekki á óvart í Ijósi þess. Maður sér varla nokkum veikleika á liðinu og það er í heild sinni þrælgott lið. Eyjamenn hafa hins vegar reynsluna sem getur gert útslagið. Leikmenn á borð við Hlyn, Birki og Inga þekkja það vel að taka þátt í leikjum sem þessum. Ég spái því að þetta verði hörkuleikur og það kæmi mér ekki á óvart að hann yrði framlengdur," sagði Njáll Eiðsson. -JKS Nígeriski leikmaðurinn Kanu hjá Arsenal hefur ósk- að eftir því við nígeriska knattspyrnusambandið að leika ekki með landsliðinu á Ólympíuleikunum í Sydney. Kanu er einn þriggja leik- manna sem fengu sérstakt leyfi til að leika á ÓL. Einu at- vinnumennirnir sem mega taka þátt í knattspymukeppni leikanna verða að vera 23 ára eða yngri. Flest bendir til þess að króat- íski landsliðsmaðurinn Ro- bert Prosinecki sé á leið til belgíska liðsins Standard Liege. Prosinecki, sem er fyrr- um leikmaður Rauðu Stjöm- unnar og Barcelona, er að von- ast eftir að skrifað verði undir tveggja ára samning. Arsenal gekk í gær frá kaup- unum á lettneska landsliðs- manninum Igor Stepanovs frá Skonto í Riga. Stepanovs er 24 ára og á að baki 37 landsleiki. Arsenal verður án Patrick Viera gegn Chelsea annað kvöld þegar liðin mætast í úr- valsdeildinni. Viera byrjar þá að taka út fimm leikja bannið sem hann fékk á dögunum fyrir tvær brottvikningar. Veigar Páll Gunnarsson, Stjörnunni, er rangnefndur Veigar Páll Guðmundsson í umfjöliun um U-21-landsleik- inn sem birtist í gær. Þá er einnig sagt í myndatexta að myndin sem birtist sé af Veig- ari Pál en réttar er að Guð- mundur Steinarsson, Kefla- vík, er sá sem á myndinni er. Jean Tigana, knattspyrnu- stjóri Fulham, hefur verið kosinn knattspyrnustjóri mánaðarins í ensku 1. deild- inni fyrir ágústmánuð. Lið hans hefur unnið alla fjóra leiki sína til þessa. Ray Graydon, stjóri Walsall, hlaut sama heiður í 2. deild- inni en lið hans er einnig með fullt hús stiga. Tennisstjarnan Martina Hingis tryggði sig áfram í fimmtu umferð á Opna bandaríska meistaramótinu eftir tveggja daga baráttu. Leik hennar og og hinnar frönsku Sandrine Testud var frestað vegna rigninga i fyrra dag og þegar honum var framhaldið í gær náði Hingis að vinna örugglega, 6-2 og 6-1. Mary Pierce frá Frakklandi, sem er fjórða á styrkleikalista tenniskvenna, féll hins vegar úr keppni á mótinu fyrir Anke Huber frá Þýskalandi sem er tíunda á sama lista. Glasgoui Rangers mun ein- ungis taka með sér 250 áhang- endur þegar liðið heldur til Tyrklands til að mæta Evr- ópumeisturum Galatasaray í meistaradeildinni 27. septem- ber. Þessi ákvörðun var byggð á dauða tveggja Leeds- aðdáenda fyrr á árinu í Istan- búl þegar enska liðið mætti Tyrkjunum þar. Bandariska ólympiuliðió í körfuknattleik mætti á æf- ingamót í Japan í gær þar sem það mun mæta liðum heimamanna og Spánverja, aðeins tveimur vikum áður en titilvöm þess hefst í Sydn- ey. Eunice Barber, sem Frakkar hafa vonað að myndi sækja hart gullið í sjöþraut á ÓL, er tognuð á læri. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru en hún vonar að hún verði komin í stand fyrir leikana. -JKS/ÓK f -fe < 4«

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.