Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 4
26 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 Varði tvær vitaspyrnur Guðmundur Páll Hreið- arsson, markvörður Skaga- manna í 4. flokki, var hetja liðsins í úrslitaleiknum á móti FH á dögunum. Guðmundur varði tvær vítaspyrnur í vítakeppninni og sú þriðja fór yfir markið. „Ég er búin að æfa mig dálítið í vítum. Eg hugsaði bara um að velja mér hom og gerði það út frá því hvort þeir skutu með hægri eða vinstri fæti og hvemig þeir stóðu áður en þeir tóku vít- in. Við erum búnir að leggja mikið á okkur og er- um að uppskera það núna,“ sagði Guömundur í leikslok og með allt á hreinu hvem- ig markverðir fara að því að verja vítin. Guðmundur er hér fyrir neðan með fyrirliða ÍA, Ágústi Örlaugi Magnússyni. -ÓÓJ uné'*nM? dvsport@ff.is ■■ •• m + + •• M Fjogur ar i roö í úrslitum FH-ingar léku úrslitaleikinn í fjórða flokki fjórða árið í röð. Annað árið f röð urðu þeir þó aö sætta sig við tap í vítakeppni en FH vann flokkinn 1997 og 1998. FH-liöið sem lék úrslitaleikinn í ár er hér á mynd fyrir neöan. íslandsmeistarar Skagamanna í 4. flokki 2000. Liðið skipa Guðmundur Páll Hreiðarsson, Heimir Einarsson, Ágúst Ötiaugur Magnússon, Stefán Halldór Jónsson, Högni Haraldsson, Agnar Sigurösson, Birkir Öm Gylfason, Amar Þór Sigurbjömsson, Jón Vilhem Ákason, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Amar Már Guðjónsson, Unnar Valgarð Jónsson, Salvar Georgsson, Amór Smárason, Jón Steinar Guðlaugsson og Benedikt Magnússon. Með á myndinni eru þjálfarinn, ÞoriákJI Ámason, og formaður knattspymudeildar, Smári Guðjónsson. áfttki ur við að byggja upp gagnsóknir. Jöfnunar- mark FH kom í upphafi seinni háifleiks. Það gerði Haukur Ólafsson eftir að hafa fengið góða sendingu frá Fróða Kristins- syni. Eftir það skiptust bæði lið á að sækja en færi FH-inga voru þó mun hættu- legri og Anton Sigurðsson komst ná- lægt því aö skora rétt undir lok leiks- Ágúst Örlaugur Magnússon er fyrir- liði Skagamanna og jafnframt sá sem kom þeim á bragðið í úrslitaleiknum. „Við misstum aðeins einbeitinguna eft- ir að hafa byrjað vel. Við fengum að kynnast því hvernig var að tapa úr- slitaleik í íslandsmótinu í innanhúss- knattspymu í vetur og gáfum allt i þennan leik og það var frábært að klára þetta. Úrslitakeppnin var mjög jöfn og erfið en við þökkum þjálfaranum okkar að við skildum ná að klára þetta,“ sagði Örlaugur sem skoraði einnig tvö mörk þegar Skaga- menn tryggöu sér sæti í úrslitaleiknum með 4-0 sigri á KR í undanúrslitariðlin- um. Skagamenn skildu þar eftir KR, Fylki og Völsung en Fylkismenn höfðu ver- ið íslandsmeistarar í tvö skipti sem þessir árgangar hafa verið saman í flokki. Þjálfari Skagamanna er Þorlákur Ámason. -ÓÓJ Guömundur Páll Hreiöarsson, markvörður Skagamanna, varöi tvær vítaspyrnur í vítakeppninni og tryggði sínum mönnum titilinn. Ágúst Örlaugur Magnússon, fyrirliði Skagamanna í 4. flokki karla sést hér lyfta íslandsbikarnum hátt á loft. Skagamenn tryggðu sér íslandsmeistara- titilinn i 4. flokki i síðustu viku með sigri á FH í úrslitaleik eftir framlengingu og víta- keppni. Leiknum lauk 1-1 en FH-ingar, sem þarna töpuðu annað árið í röð í þessum flokki á vítakeppni, misnotuðu þrjú af fjór- um vítum sínum. Þetta er þriðji íslands- meistaratitill Skagamanna í 4. flokki en einnig er þetta fyrsti íslandsmeistaratitill ÍA í yngri flokkum karla í átta ár eða frá því að annar flokkur félagsins varð meist- ari 1992. Skagamenn fengu draumabyrjun þegar Ágúst Örlaugur Magnússon kom þeim yfir með marki eftir aðeins eina og hálfa mín- útu eftir góðan undirbúning Arnars Þórs Sigurbjömssonar. Skagamenn áttu leikinn í upphafi og fengu fjölmörg góð færi til viö- bótar til aö gera út um leikinn á fyrstu 20 mínútunum. En þá gerði Guðlaugur Bald- ursson, þálfari FH, breytingu á liðinu, færði Bjama Viðarsson, 12 ára strák sem er enn í 5. flokki, aftur í stöðu aftasta vamar- manns og við það gjörbreyttist leikurinn. Flestallar sóknir Skagamanna eftir það stöðvuöust á Bjama sem var einnig dugleg- \1> - Skagamenn unnu FH-inga eftir framlengingu og vítakeppni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.