Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Síða 1
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 17 -------------1 Blístrar | hver með sínu nefi Bls. 22 Kiss í tölvuleik Bls. 23 Faðernispróf á Netinu Bls. 19 tölvui tækni og vísinda PlayStation Hægri krókur á Elli kellingu Nú hafa vísindamenn hugsanlega náð fyrsta fasta hægri króknum á Elli kellingu. Hópur breskra og banda- rískra vísindamanna gerði tilraunir á örsmárri ormategund sem aðeins sést í smásjá og gaf þeim kokkteD tveggja til- búinna lyfja sem virka eins og andox- imarefni. Þau virka eins og náttúrleg ensím og eyða áhrifum rafeinda sem talin eru skemma frumur. Ormar sem lágu í lyfjakokkteilnum lifðu um 50% lengur en hinir. 40% af genum ormanna er einnig að finna í mönnum og vonast þeir sem stóðu að rannsókninni til að þetta sé fyrsta skrefið í átt að lækningu á hrömunar- sjúkdómum, eins og alzheimer og park- inson. Ekki em allir jafh bjartsýnir og segja að rannsaka þurfi fleiri og flókn- ari lífverur áður en menn fara að fagna einu né neinu. Pentium 4 hægvirk- ari en Pentium 3 Það skýtur dálítið skökku við að brátt verður hægt að fá Pentium 3 örgjörva frá Intel sem munu vinna hraðar en nýju Pentium 4 ör- gjörvamir sem fyrirtækið kynnti nú fyrir stuttu. Þetta tekst með því að nota svokallað 0,13-micron vinnslu en hún byggist á því að notaður er kopar sem rafrás á milli smáranna. Einnig hefur heyrst að þar sem P4 sé stærri sé hann lengur að vinna en P3. For- svarsmenn hjá Intel segja þetta aðeins vera tímabundið því ekki sé langt í það að P4 komi líka út með kopar- tengingum og á þá að verða hægt aö keyra örgjörvann upp í 2 GHz eða meira. Þetta ættu að vera góðar frétt- ir fyrir tölvuleikjaunnendur sem sjálfsagt fara að sjá raunverulegri og hraðari leiki þegar fram lfða stundir. ; ju j- Jjíijjinjiif Indverjar eru ein af tækni- l' ö | V II V væddustu þjóð- unum sem flokkast undir mmmmmmm þriðja heims riki. Stjómvöld þar í landi höfðu á sínum tíma framtíðarsýn sem lýsti sér í því að strax á 6. ára- tugnum byrjuðu þau að veita fjár- muni til styrktar tæknimenntun í stað sauðfjárræktar og síldveiða eins og tíkaðist hér á landi á sama tíma. Þetta hefur leitt til þess aö nú ná útfiutningstekjur á hugbúnaði um þremur milljörð- um Bandaríkjadollara á ársgrund- velli. Indverjar virðast kunna að meta tæknina og þær tekjur sem koma inn í þjóðarbúið. Það verð- ur alla vega ekki annað séð hér á myndinni þar sem litli drengur- inn horfir sposkur á svip á líkneski af hindúaguðinum Ganesh sitjandi við tölvu. Nú stendur yfir 10 daga árleg hátið til dýrðar Ganesh og eru líkneski sem þessi framleidd vítt og breitt um landið. Styttan þessi vekur upp þær vangaveltur hvort að al- mættið eða almættin séu ekki bara til heldur nettengd lika. Sem leiðir af sér aðrar vangaveltur um hvað þau geri eiginlega á Netinu og hvað ímeiladdressan þeirra sé. Það er alla vega greinilegt að guðir Indverja eru mun mann- legri, tæknivæddari og nútíma- legri heldur en hinn kristni Guð. Hvað sem því líður þá er sjálfsagt langt í það að Jesú á krossinum fari að vikja fyrir nettengdum kristi og sjálfsagt myndi heyrast ramakvein úr sannkristnum börkum ef einhver gerðist svo djarfur að gera slíkt líkneski. Er&rðir 8 síðna sérblað um ferðir til útlanda fylgir DV á morgun. í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu möguleika sem ferðaþyrstum íslendingum bjóðast í vetur, s.s. helgarferðir, sólarferðir, skíðaferðir, borgarferðir, framandi lönd á fjarlægum slóðum og svo mætti lengi telja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.