Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 4
20 4- 21 Ksxa ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 tölvu-i takni og vísinda Svar við skorti á tölvum á heimilum: Tvær töl vu r í einni Skólar hér á landi hafa sett upp heilu netkaffihúsin með þessum kortum með mun minni tilkostnaði en annars hefði orðið. í dag eru tölvur orðnar ráðandi þáttur í okkar daglega lífi. All- ir virðast þurfa tölvu til að kom- ast hjá sínum daglegu verkum og það sem eitt sinn var gert með orfi og ljá er nú gert með hinum ýmsu forritum. í dag er að verða æ algengara það vandamál að ein tölva á heimili dugar ekki. Pabbinn þarf að borga reikningana í heimabankanum, mamman þarf að sækja uppskriftir á Netið, eldri systirin þarf að spjalla við kunningja á spjallsíðum og sá yngsti vill endilega vera í Pokémon, allt á sama tíma. Eina ráðið við þessu er að fjárfesta í fleiri tölvum til að allir geti unað sáttir við sitt eða hvað? Tvær í einni! Á markaðnum í dag er skemmti- leg og nokkuð einföld lausn til að gera eina tölvu að tveimur. Tvær í einni. Hvernig er þetta hægt? Windows-stýrikerfið er þannig upp- byggt að fleiri en einn notandi getur notað í einu þau forrit sem eru gerð fyrir Windows. Þetta kallast fjöl- notaumhverfi. Nú er hægt að kaupa kort sem heitir Shared-ware og gjörið svo vel: tölvem orðin að tveimur. Þetta er byggt á fjölnotatækninni. Á kortinu er tengi fyrir lyklaborð, skjá og mús. Þú einfaldlega færð þér skjá, mús og lyklaborð og tengir þetta við Shared-ware kortið og ræsir upp. Með kortinu er hægt að samnýta mótöld, prentara og forrit. Einfalt í notkun Shared-ware-kortin eru nokkuð einföld í uppsetningu. Þau eru tengd í PCI- eða ISA-rauf á móður- borði tölvunnar og síðan fylgir með diskur með reklum (driver) fyrir kortið. í flestum tilfellum ætti allt að ganga snurðulaust. En hérna eru nokkrar ábendingar um hvernig best er að fara að þessu. Fyrir það fyrsta er langbest að setja stýrikerfið hreint upp. Það sér til þess að Shared-ware-kortið sé sett upp í byrjun og allt það sem á eftir fer inn er gert í „samráði" við kortið. Reynið að komast yfir nýjasta rekilinn sem hægt er að fá, hann er hægt að fá hjá umboðs- manni kortanna. Setjið upp nýjan notanda í Windows þannig að hægt sé að skrá sig inn á tölvuna sem annar notandi og heldur hann þá sérmöppum með sínu efni. Til aö þetta virki Tölvan þarf að vera 266 Mhz eða stærri, vinnsluminni 96 mb (ég mæli með í það minnsta 128), 300 mb af plássi á hörðum diski (sem ætti ekki að vera mikið vandamál í dag). Á kortinu er skjákort og hljóðkort svo að hver notandi geti hlustað á sina tónlist og spilað sína leiki. Það má nota tölvuna til að spila netleiki, eins og Quake eða Half life, en með viðmiðunarbúnaðinum sem not- aður var (450 Mhz AMD-örgjörvi og 256 mb minni) voru leikirnir frekar þungir í keyrslu. En öll önnur forrit keyrðu vel. Eini gallinn er að flest tölvufyr- irtæki vilja frekar selja tvær tölv- ur en eina og því er ekki nægilega mikill stuðningur við kortið. Framleiðendur vita greinilega ekki nægilega mikið um þessi kort og þora því kannski ekki að mæla með því eða formæla. tölvuskjái á einni tölvu en aö húka og bíöa eftir aö hinn klári sig af. Á markaðnum f dag er skemmtileg og nokkuð einföld lausn til að gera eina tölvu að tveimur. Tvær í einni. Hvernig er þetta hægt? Windows-stýrikerfið er þannig uppbyggt að fleiri en einn not- andi getur notað í einu þau forrit sem eru gerð fyrir Windows. Þetta kall- ast fjölnotaumhverfi. En kortið sækir í sig veðrið og verður fróðlegt að sjá næstu kyn- slóð af þessum kortum sem verða án efa mun betri en þau sem nú eru á markaðnum. Einnig er vert að minnast á að ýmsar stofnanir á íslandi nota kortin til að nýta tölvukost þeirra betur. Eins og skólar sem hafa sett upp heil net- kaffihús með aðstoð kortanna með mun lægri tilkostnaði en ella. Kortin fást hjá Nútima sam- skiptum og má finna upplýsingar um þau á slóðinni www.nu- tima.is/Sharedwareindex.htm og hjá framleiðandanum, www.sharedware.com. Kosta kortin 28.900 til einstaklinga og ætti að spara mörgum tölvukaup til að halda friðinn á heim -HÞG Er hönnun G5-Makkans virkilega hafin eöa er þetta hugverk einhvers Makkafríksins sem getur bara ekki beöið. Haft var samband við fólkið í ACO, um- boösaðila Apple á íslandi, og fengust þær fréttir aö ekki væri hafin vinna viö næsta Makkann samkvæmt upplýsingum sem þeir heföu. Þaö viröist því vera að nú þegar Makka-aðdáendur eru rétt byrjaðir að draga andann eftir útkomu Mac G4-Teningsins framúrstefnulega hans Steve Jobs fara þeir aö láta hugann reika um hvernig sá næsti muni koma til meö að líta út. Þessi útfærsla fannst á Netinu nú fyrir stuttu og veröur aö segjast aö þetta sé dá- lítið skref aftur á bak frá Teningnum góöa, alla vega hvaö hönnun snertir. Er þetta virkilega næsti Makkinn? Boeing færir út kvíarnar: „Sörfaö“ á Netinu í 40.000 fetum - kerfið tilbúið seint á næsta ári Nú fer að líða að því að flug- vélafarþegar þurfl ekki leng- ur að sitja og lesa bók eða fylgjast með mis- leiðinlegum fyrirfram ákveðnum dagskrám flugfélaganna á sjón- varpsskjám flugvéla meðan þeir svífa um í loftunum. í stað þessa mun verða hægt að taka á móti og senda tölvupóst, „sörfa“ á Netinu, horfa á fréttir eða annað sjónvarpsefni í gegnum Netið eða vera í sambandi við skrifstofuna svo ekki falli niöur vinna. Þetta eru framtíðaráætlan- ir um nýja þjónustu sem Boeing flugvélafram- Hægt að velja um 4 sjón- varpsstöðv- ar Loral hefur yfir að ráða 10 f gervihnöttum sem ná yfir Norð- ur- og Suður-Amer- íku, Evrópu og hluta Asíu og munu þeir verða nýttir í flutning upplýsinga en Japanarnir og ítalamir leggja til tækni- þekkingu fyrir Evrópu og Asíu. gervi- kerííshugbúnaði. Þegar því er lokið getur farþeginn skoöað lista yfir þá þjónustu sem í boði er, sjónvarpsút- sendingar, samband við skrifstof- una, netverslun o.s.frv. Verið er í viðræðum við CNN, Eurosport og fleiri stöðvar um að nýta þær fjórar rásir sem í boöi verða á kerfinu. Umferð til og frá flugvélinni verð- ur síðan í gegnum sér- stök loftnet, ekki ólík hnatta- diskum Umterð til og frá flugvéiínni veröur sfð- an ( gegnum sérstök loftnet, ekkí ólik gervi- hnattadiskum en mun minni, sem getur leit- hnött. Áætíað er að bandhraði M vélinni muni verða um 5 Mbfs sem verður að teljast mjög gott m mun hægar að vél eða 1,5 Mbfs, sem er lika mjög gott leiðslurisinn ætlar að bjóða viðskiptavinum sín- um upp á og þær ganga undir heitinu Connexion (Samband). Boeing stefnir að ásamt samstarfsaðilum sínum, Loral fjarskiptafyrirtækinu, Mitsu- bishi samsteypunni japönsku og ítalska tæknifyrirtækinu Fin- meccanica, að koma þessari þjón- ustu á koppinn seint á næsta ári og munu farþegar í bandarisku innan- landsflugi verða hennar aðnjótandi til að byrja með. Þaö verður sjálfsagt skárra aö horfa á beina útsendingu frá enska fótboltanum en heimildarþátt um einhvern útbrunninn tón- listarmann í háloftunum meöan maöur bíöur eftir að komast á leiðarenda. Þjónustan virkar þannig að farþegar stinga fartölvun- um sínum í tengi í sætinu. Conn- exion-kerfið mun kanna hvers lags tölvu og stýrikerfi er um að ræða og því næst hlaða niður viðeigandi en mun minni, sem geta leitað uppi næsta gervihnött. Áætlað er að band- ________ hraði frá vélinni muni verða um 5 Mb/s sem verður að teljast mjög gott en mun hægari að vél eða 1,5 Mb/s, sem er líka mjög gott. Þessi þjónusta verður engan veginn ókeypis og gæti það staðið henni fyrir þrifum til að byrja með. Klukkutíminn mun kosta frá 17,5 dollurum (í.kr. 1400). Fleiri aðilar stefna nú á þennan nýja markað og gætu sumir jafnvel orðið á undan og boðið ódýrara en Boeing&Co - hins vegar mun eng- inn geta boðið jafn viðamikla og hraðvirka þjónustu. Þetta er eitt þeirra þriggja vélmenna sem hannað var. Þaö kallast Örin og skríöur áfram meö hjálp armanna og þríhyrningsins. Nú hefur í fyrsta sinn tek- ist að búa til vélmenni án þess að manns- höndin hafi komið þar nærri. Þeir Jordan Pollack og Hod Lipson, vísindamenn við Brandeis- háskólann í Massachusetts í Bandaríkjimum, bjuggu til forrit í tölvu sem sá alfarið um hönnun og framleiðslu fyrir utan að setja þurfti mótora í vélmennin. „Náttúruval" á vélmennum Það merkilega við þetta forrit er það að því voru ekki gefnar skip- anir um hvemig vélmenni sem virkar ætti að lita út. Þess í stað fékk það aðeins upplýsingar um 200 handahófsframleidda hluti sem það fékk til að byggja grindina með, þyngdarafls- og núningslög- málin og það markmið að vél- mennið ætti að geta hreyft sig til. Að því loknu tók forritið til starfa og notaði náttúrlegt val, þró- unarkenningu Darwins, sér til hlið- sjónar. Á nokkrum dögum hannaði forritið hundruð hugsanlegra sam- setninga sem síðan voru prófaðar með hermiforriti. Þeim sem ekki virkuðu var hent eins og náttúran gerir við þær dýrategundir sem ekki virka. Þær hannanir sem virk- uðu að einhverju leyti voru betrumbættar á ný. Nokkrum hundruðum kynslóðum seinna sendi forritið þrjár hannanir til vélar sem tölvan var tengd við og út komu þrjár tilbúnar tegundir vélmenna sem aðeins þurfti að setja mótora og stýrikerfi í. Geimleiðangrar gervimenna Þessi nýja aðferð við framleiðslu vélmenna vekur vonir manna um að hægt verði að fara að þróa tækni sem gerir tölvum kleift, og seinna meir öðrum vélmennum, að fram- leiða vélmenni án þess að manns- höndin komi þar nokkum tima að. Framfarir í smíöi vélmenna: Tölvuforrit sá alfarið um. hönnun og framleiðslu - notaðist við þróunarkenningu Darwins Á nokkrum dögum hannaði forrítið hundr- uð hugsanlegra sam- setninga sem sfðan voru prófaðar með hermiforriti. Þeim sem ekki virkuðu var hent eins og náttúran gerir við þær dýrategundir >em ekkí virka. TO að byrja með er horft á þann möguleika að hægt verði að láta tölvur hanna og framleiða einföld vélmenni sem sinnt gætu störfum á borð við heimilisþrif til hreins- unarstarfa við hættulegar aðstæð- ur. Eins og staðan er í dag myndi það kosta hundruði þúsunda ef ekki milljónir dollara að hanna eitt slíkt vélmenni sem myndi engan veginn borga sig. Ef öll vinna færi fram í rafrásum tölvu væri kostnaður orðinn mun minni. Einnig er horft til framtíð- ar þar sem vélmenni yrðu send út í geim i könnunarleiðangra eða í leit að nýju lífi og sæju þar alger- lega sjálf um þróun og viðhald á sjálfum sér. Vandamálið sem þarf að yfir- stíga eins og málin standa i dag er það að tölvuforritið hefur ekki hugmynd um hvernig tækin virka í raunverulegu umhverfi. Vísinda- menn segja enga lausn vera í sjón- máli með það vandamál. Hættuleg mönnum Ekki eru allir jafnánægðir með þessa nýju tækni. Nokkrir hafa látiö í ljós áhyggjur sínar með það hvar þetta gæti endað. Bill Joy, yf- irvísindamaður hjá bandaríska fyrirtækinu Sun Microsystems, er einn af þeim sem hræðist gerð vél- menna sem geta gert nýjar og bættar útgáfur af sjálfum sér. Hann segir meðal annars, í grein sem birtist í aprílhefti tímaritsins Wired, aö það sé sumt sem vís- indamenn ættu ekki að gera þótt það væri hægt. Alveg eins og hægt sé að drepa skordýraplágur með DDT ætti ekki að gera það. Hann bendir þó á að vísindamenn ættu að geta nýtt þessa nýju þekkingu en forðast hættumar I leiðinni. Þeir sem ekki eru sammála dr. Joy benda á að aðeins sé verið að hugsa um að framleiða vélmenni með ákveðin verkefni í huga en ekki vélmenni með sjálfstæða hugsun. Slík vélmenni væm ein- faldlega of dýr, bæði hvað við kemur rannsóknum sem og framleiðslu Auk þess bendir dr. Lipson, annar þeirra er hannaði áðurnefnt forrit, á að þessi tækni sé komin það stutt á veg að ekki taki því að hafa áhyggjur af sjálf- stætt hugs- andi vélver um sem tækju upp á þvi að yfír- taka jörð- ina. „Það er nóg af öðr- um áhyggj- um í nú- inu svo við förum ekki að velta okkur upp úr framtíðinni Hver veit nema Star Wars- vélmenniö R2-D2 sé hugsanleg útkoma eftir tugi eöa hund- ruöi ára af vélmennaþróun þeirri sem nú er hafin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.