Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2000 DV Breiðbandið lagt til 5-7000 heimila árlega: Tafir a tengingum - Internetið sett inn á kerfið á þessu ári Lagning breiðbands Landssímans gengur samkvæmt áætlun. Árlega er það lagt til 5-7000 heimila í land- inu. Kostnaður á heimili er áætlað- ur á bilinu 20-30.000 krónur. Teng- ing breiðbandsins er hins vegar á eftir áætlun. Þannig er ekki búið að tengja öll heimili inn á það sem það var lagt til á síöasta ári. Þessi seink- un stafar af miklu framboði verk- efna á þessu sviði, til dæmis lagn- ingu ljósleiðara. Reglan hefur verið sú að hús sem lagt hefur verið í aö sumri er tengt fyrir áramót. „Breiðbandið er lagt eftir vissum reglum," sagði Friörik Friðriksson, forstöðumaður breiðbandsþjónustu Landssímans, við DV. „Það er lagt í öll ný hverfl, svo og eldri hverfi, þar sem verið er að endumýja eldri lagnir í samvinnu við Orkuveituna, svo sem hitaveitu o.fl. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hve víða breiðbandið muni fara. Auk þess sem að framan greinir em til staðir sem hægt er aö leggja í sem eru tiltölulega hagstæðir. Það á til dæmis við um fjölbýlishús með miklum fjölda íbúða. En reglan ræð- ur og við höldum okkur við þann framkvæmdahraða sem verið hefur. Á næstu 3-5 árum verður lokið við að leggja breiðbandið á stóran hluta höfuðborgarsvæðisins. Endumýjun- in í eldri hverfumun gerir það að verkum að það hefur dreifst mjög víða.“ Friðrik sagði að mikið rask hlyt- ist af því þegar væri farið ofan í eldri götur. Þess vegna væri sam- starf Orkuveitunnar og Símans hag- kvæmt, því kostnaðurinn skiptist á fyrirtækin. Á landsbyggöinni Breiðbandið hefur einnig verið lagt í nokkra staði úti á landsbyggð- inni. Lokið hefur verið við að leggja það á Húsavík og Stykkishólmi. Þá er lagning komin vel áleiðis á Egils- stöðum, Akureyri, ísafirði og Kefla- vík. Ekki er þó búið að tengja kerf- ið og farið að veita þjónustu á þess- um stöðum, nema á Húsavík. Mikið er um að fólk hafi samband við Símann og spyrji hvort það geti átt von á að fá breiðbandið heim til sín. Friðrik sagöi að tvennt kæmi til: „Annars vegar bætir það mynd- gæðin, enda engin vandamál með „skuggahverfi“ eða „drauga". Hins vegar sækist fólk eftir fjölbreytni. Kerfið er það stórt að við getum aukið fjölda rása nokkuð lengi. Nú eru 22 erlendar stöðvar inni á því. Þeim mun fjölga um 4-6 á næstunni. Þá eru þar innlendar stöðvar, svo og útvarpsstöðvar, þ. á m. tíu erlendar tónlistarrásir sem við tökum um gervihnött. Næsta skref hjá okkur verður að setja Internetiö inn á breiðbandið. Það verður gert á þessu ári. Með því móti fá notendur sítengingu en þurfa ekki að binda símalínu heim- ilisins við Intemetið. Þetta býður upp á margbreytilegan flutnings- hraða og flutningsgetu sem aðrir geta ekki boðið upp á. Breiðbandskerfið er hægfara í uppbyggingu en það er varanlegt," sagði Friðrik. „Við munum setja inn á það þjónustuþætti um leið og þeir verða tiltækir." -JSS Stanz-hópurinn: Heldur borgarafund - 200 manns skráðu sig á einum degi í dag kl. 17.30 verður haldinn borgarafundur í Ráðhúsi Reykjavík- ur á vegum Stanz, nýstofnaðra sam- taka gegn umferðarslysum. í lok fundarins verða pallborðsumræður þar sem ýmsir þekktir aðilar á sviði umferðaröryggismála sitja fyrir svörum. Að sögn Ólínu Þorvarðar- dóttur þjóðfræöings, eins aðstand- enda samtakanna, hafa viðbrögð al- mennings við fréttum af stofnun hópsins verið mjög sterk og jákvæð. Um 200 manns skráðu sig í gær í hópinn á heimasíðu hans og er tala félaga nú komin upp í um 840. „Viö teljum að meö þessu sé almenning- ur að sýna hug sinn til þeirrar óheillaþróunar sem verið hefur undanfarin ár. Viö teljum tímabært að fjölmiðlar, stjórnvöld og almenn- ingur taki höndum saman og reyni að stöðva þessa þróun því 20 manns- líf á ári er of stór fómarkostnaður fyrir menningarlegt slugs. Umferð- arslys eru ekkert náttúrulögmál og því viljum við að tekist verði á við vandann með ábyrgum og meðvit- uðum hætti,“ sagði Ólína. Þriggja daga busavígsla - líkur á meiri háttar uppákomu á morgun Busavígsla Verkmenntaskólans á Akureyri hófst fomlega í gær en henni mun ekki ljúka fyrr en á morgun. Ólafur Pálsson, formaður nemendafélags Verkmenntaskólans, var mjög var um sig þegar DV hafði samband við hann í gær. Hann sagöi þó að merkilegir hlut- ir væru í uppsiglingu og Akureyr- ingar myndu trúlega varla komast hjá þvi að verða þessarar busa- vígslu varir. Hann segir böðla skólans stýra aögeröum og helst sé óvissa um það hvort hlutirnir fari úr böndum þeg- ar sjálf vígslan fer fram á fimmtu- daginn. „í hópnum eru um 250 manns og spurning er hvernig tekst til við að hemja mannskapinn,“ sagði Ólafur. Sagðist hann vita til að flestir helstu fjölmiðlar landsins væru í startholunum vegna hugsanlegrar uppákomu á morgun. -HKr. Að gefnu tilefni Vegna greinar Jakobs Frí- manns Magnússonar í Morgun- blaðinu í gær skal eftirfarandi. tekið fram: Lýsing Jakobs Fri- manns á samskiptum viö rit- stjórn DV á ekkert skylt við sannleikann. Ærumeiðandi um- ínæli Jakobs Frímanns um nafn- greindan blaðamann DV hitta hann sjálfan fyrir. - ritstj. DV-MYND ÞÖK Mikil öryggisgæsla Kanslari Þýskalands, Gerhard Schröder, átti fund meö Davíö Oddssyni forsætisráöherra í Biáa lóninu í gær. Gríöarmikil öryggisgæsla var á svæöinu og hér má sjá vígalega gæsiumenn meö enn vígalegri hund á vettvangi. Davíð í New York Davíð Oddsson forsætisráðherra sækir árþúsunda- mótafund Samein- uðu þjóðanna sem hefst í New York í dag. Þetta er stærsti leiðtoga- fundur sem hald- Eðlan salmonellulaus Eðlan sem fannst viö Eiðisgranda hýsti ekki salmonellubakteríu, að sögn Eggerts Gunnarsonar, dýra- læknis á Keldum. Mbl. sagði frá. íslendingar fluttu vopn Flugvél og áhöfn íslensks fragt- flugfélags, Ice-Cargo, tók þátt í flutn- ingum á vopnum fyrir Líbýustjóm árið 1981, að því er fram kemur í væntanlegri ævisögu fyrrverandi sérsveitarmanns í breska hernum. Mbl. sagði frá. 209 á biðlista Alls eru 209 á biðlista eftir hús- næði fyrir fatlaða, að sögn Stur- laugs Tómassonar, deildarstjóra fé- lagsmálaráðuneytisins. Samkvæmt upplýsingum frá Þroskahjálp eru einnig langir biðlistar eftir skamm- tíma- og dagvistun. Mbl. sagði frá. Verður sprengd Skemma stálbræðslunnar í Kapelluhraimi, sem er um 3.000 fer- metrar og 30 metra há, stendur nú auð og bíður þess að verða sprengd til jarðar. Mbl. sagöi frá. Kærir Áburðarverksmiðjuna Konan sem ætlar að fara i mál við Áburðarverksmiðjuna vegna eitrun- ar sem hún telur sig hafa orðið fyr- ir með tilheyrandi heilsubresti seg- ist hafa sannanir fyrir því að ammóníaki hafi verið hleypt út í andrúmsloftið frá verksmiðjunni. Stöð tvö sagði frá. Prestur í Hiallasókn Séra Guðmundur Karl Brynjars- son hefur verið valinn prestur í Hjallásókn í Kópavogi. Valnefnd komst að einróma niðurstöðu á fúndi í síðustu viku. Séra Guðmund- ur Karl hefur verið sóknarprestur á Skagaströnd undanfarin ár. UndirskrHtir flæktu máliö Vígslubiskup og prófastur völdu að sitja hjá við val valnefndar á sóknarpresti fyrir Seltjarnarnes- prestakall vegna þess að með undir- skriftasöfnun fyrir valið hafi val- nefndin verið beitt þrýstingi. Mbl. sagði frá. inn hefur verið. Halldór í sundi Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sat i gær hádegis- verðarboð í sumarbú- stað forsætisráðherra á Þingvöllum. Á með- an syntu utanríkis- ráðherramir Joschka Fischer og Halldór Ásgrímsson um í Bláa lóninu. Dilkakjötið miðpunkturinn Goði hf. hefur ákveðið að greiöa fimm krónum hærra verð fyrir inn- lagt dilkakjöt í fyrsta verðflokki en áður hafði verið gefið út til að mæta verðhækkunum keppinauta. Mbl. sagði frá. Sammála höfnun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri er sammála kæranefnd útboðs- mála í að hafna kröfu Landssímans um að því verði beint til borgarinnar að fram fari útboð á þjónustu vegna skóla- nets grunnskólanna. Hún segir fjár- málaráðuneytið vanhæft í málinu. Dagur sagði frá. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.