Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2000 Viðskipti________________________________________________________________ Umsjón: Viöskiptablaðið Gagnvirk Miðlun og Lína.Net semja um dreifingu á stafrænu sjónvarpi - samningar við sjónvarpsstöðvar og rétthafa myndefnis Gagnvirk Miðlun (GMi) og Lína.Net hafa gert með sér sam- starfssamning sem felur í sér að Lína.Net tekur að sér að miðla stafrænum gagnvirkum sjónvarps- sendingum GMi Digital í gegnum nýtt ljósleiðaradreifikerfi sitt „Fiber to the home“. Þjónusta GMi Digital verður boðin öllum heimil- um á landinu á næstu þremur árum og er þessi samningur við Línu.Net fyrsti áfangi i því ferli. í frétt frá fyrirtækjunum kemur fram að stafrænt sjónvarpsnet Gagnvirkrar Miðlunar, GMi Digi- tal, mun ná til eitt þúsund heimila á höfuðborgarsvæðinu um ljósleið- arakerfi Línu.Nets á þessu ári. Efnisframboð er tryggt með fyrstu samningum við sjónvarpsstöðvar og rétthafa myndefnis. Innlendar og erlendar sjónvarpsstöðvar, myndefnisveita (Video-on-Dem- and), Intemet, rafræn verslun og bankaþjónusta er meðal þess sem býöst strax í upphafi. 1000 heimili tengd á þessu ári Gert er ráð fyrir að þjónusta GMi Digital á dreifikerfi Línu.Nets verði útvíkkuð i samræmi við stækkun dreiflkerfisins. Lína.Net hefur þegar valið svæði á höfuð- borgarsvæðinu til tengingar í upp- hafi, en það er hluti Skúlagötu, Rofabæjar og Ljósheima auk Leita- hverfis í Reykjavík, Smárahverfis í Kópavogi og hluta Austurstrand- ar á Seltjarnarnesi. Eitt þúsund heimili verða tengd á þessu ári, en Lína.Net hyggst tengja í áföngum átján þúsund heimili með beinni ljósleiðaratenginu með 100 Mbps flutningsgetu. Öllum sjónvarpstöðvum, rétthöf- um myndefnis og öðrum efnisveit- um stendur til boða að nýta sér þjónustu GMi Digital við að koma efni sínu á framfæri til áhorfenda. Þegar hafa verið gerðir samningar við bæði erlendar og innlendar sjónvarpsstöðvar og framleiðend- ur á kvikmyndum, framhaldsþátt- um og öðru myndefni, ásamt samningum um ýmiss konar spennandi nýjungar sem ekki hafa áður sést í sjónvarpi á íslandi. Þetta verður kynnt nánar á næstu vikum. Til að tengjast GMi Digital á auðveldan hátt útvegar GMi heim- ilum móttökubúnað, „Set top box“, án endurgjalds. Með móttökubún- aði þessum geta notendur tekið á móti, horft á og haft gagnvirk sam- skipti við þjónustu GMi Digital með hefðbundnum sjónvarpstækj- um. Gagnvirk samskipti í gegn- um sjónvarpstæki í stað þess að miðla eingöngu í gegnum sjónvarpstækið fyrirfram ákveðinni dagskrá í eina átt til áhorfandans öðlast hann mögu- leika á að eiga gagnvirk samskipti i gegnum sjónvarpstækið og verða þátttakandi í því sem hann tekur á móti. Hann fær tækifæri til að sníða dagskrána frekar að eigin óskum, velja og greiða fyrir hluta af dagskrá áskriftarsjónvarps og panta fræðsluefni og nýjustu kvik- myndir þegar hentar. Stafrænt gagnvirkt sjónvarp gerir sjónvarpsáhorfendum kleift að verða sjónvarpsnotendur sem stýra sinni sjónvarpsnotkun enn frekar en nú þekkist. Notendur fá aðgang að fjölda sjónvarpsrása, þáttasölusjónvarpi (Pay-perview), myndefnaveitu (Video-on-demand) þar sem hægt er að panta kvik- myndir og framhaldsþætti hvenær sólarhringsins sem er, fjarnámi og kennslu, Interneti og tölvupóst- þjónustu, tölvuleikjum, bankavið- skiptum og sjónvarpsverslun. Stuttar fréttir Hagnaður Verð- bréfastofunnar hf. 23 milljónir Rekstur Verðbréfastofunnar hf. hefur verið í samræmi við vænt- ingar forráðamanna félagsins en hagnaður á fyrstu sex mánuðum ársins nam 23 milljónum króna. Heildartekjur fyrirtækisins eru 110 milljónir en heildargjöld nema 77 milljónum króna. Heild- areignir Verðbréfastofunnar eru alls 678 milljónir króna en þar af er eigið fé 184 m.kr. Aukning hefur verið á flestum sviðum verðbréfaviðskipta hjá fé- laginu en þó hefur aukningin orð- ið mest í erlendum verðbréfavið- skiptum. Hefur Verðbréfastofan selt sjóði Carnegie hér á landi í um þrjú ár og hefur ávöxtun þeirra sjóða verið góð, þá sérstak- lega hjá Heilsusjóði Carnegie. Kögun tekur þátt í útboði á fjarskiptarás í Danmörku Gunnlaugur M. Sigmundsson Kögun hf. hefur í samstarfi við Icecom ehf. og Mira MAR Copenhagen APS tek- ið þátt í opinberu út- boði á fjarskiptarás- um í Danmörku. Fyr- irtækin sem stóðu að tilboðsgerðinni hafa jafnframt framselt til- boðsréttinn til Data- værket A/S sem er danskt fyrirtæki i eigu sömu aöila. í frétt frá Kögun segir að Telestyrel- sen í Danmörku hafi auglýst sl. vetur útboð á þremur ijarskiptarásum, FWA (Fixed Wireless Access) á tíðnisviðinu 3.41 til 3.59 GHz. Útboðið var í tveimur hlutum. í fyrstu var forval þar sem val- in voru þau fyrirtæki sem heimiluð var þátttaka i hinu eiginlega útboði. Kögun hf. og Icecom ehf. voru meðal þeirra fyrirtækja sem heimiluð var þátttaka í síðari hluta útboðsins. Kögun hf. og Icecom ehf. auk Mira MAR Copen- hagen Aps stofnuðu dótturfyrirtækið, Dataværket A/S sem samstarfsvett- vang fyrirtækjanna um þátttöku í út- boðinu. Kögun hf. og Icecom ehf. eiga hvort fyrirtæki um sig 37,5% eignar- hlut í Dataværket A/S en 25% eru í eigu Mira MAR Copenhagen Aps. 18. desember verður úthlutað leyfum í útboði Telestyrelsen var ekki verið að leita eftir greiðslum fyrir afnotarétt af tíðnisviðum, þess í stað bar tilboðs- gjöfum að skilgreina það þjónustustig og verð til neytenda sem þeir hygöust bjóða. Þá var bjóðendum gert að skila frumhönnun á væntanlegu fjarskipta- kerfl ásamt lýsingu á þeim búnaði sem nota á. Tilboðsgjöfum bar jafnframt að sýna að þeir gætu tryggt sér leyfi til staðsetningar sendistöðva víðs vegar um Danmörku. Lokafrestur til að skila inn tilboðum rann út fóstudaginn 1. september sl. og bárust Telestyrelsen tilboö frá sex aðil- um í þrjú leyfi á 3,59 GHz tíðnisviðinu. Telestyrelsen ákveður hinn 18. desem- ber nk. hvaða aðilum verður úthlutað leyfi til ráðstöfunar frá og með 1. janú- ar 2001. Sex aðilar um boðiö Þeir sex aðilar sem sendu inn tilboð í framangreint tiðnisvið eru: Medi- ascape AG, Radiotel Systems Ltd / ZIPCOM Aps, Sonofon, Tele2 A/S, Kög- un hf. / Icecom ehf f.h. Dataværket A/S, Formus Communications Dan- mark A/S Fram kemur í frétt Kögunar að kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að dreifikerfið í Danmörku muni kosta innan við einn milljarð ísl. króna. Ráð- gert er að fjármagna uppbyggingu dreifikerfisins með aukningu á hlutafé í Dataværket A/S sem selt verður á ís- landi og í Danmörku. Þá segir að stjómendur Kögunar hf. telji nauðsynlegt fyrir upplýsingaiðnað á íslandi að fyrirtækjum í greininni takist að skapa sóknarfæri erlendis með það að markmiði að auka vöxt þeirra og arðsemi. Tilboð Kögunar hf. i rekstur fjarskiptakerfis i Danmörku er einn liður í þeirri viðleitni Kögunar hf. að skapa vaxtartækifæri á erlendum mörkuðum. Végagerðin semur við Alit - umsjón með þróun og rekstri tölvukerfis um land allt Hlutafjáraukning fyrirhuguð Ákveðið hefur veriö að auka hlutafé fyrirtækisins um 30 m.kr. og þar af verða 10 m.kr. selt til starfsmanna með valréttarsamn- ingum. Verður afgangurinn af hlutabréfunum boöinn hluthöfum til kaups á sölugenginu 4,6 og er reiknað með að allt hlutafé seljist til þeirra. Segir í fréttatilkynn- ingu að hlutafjárauking sé nauð- synleg til að mæta þeim vexti sem hafi verið í starfseminni. Hluthafar eru nú 64 talsins og á enginn hluthafi meira en 10% hlut. Starfsmenn eru alls 13 manns og er ráðgert að fyrirtæk- ið flytji innan skamms í hús að Suðurlandsbraut 18 þar sem hús- rými mun tvöfaldast frá þvi sem áður var. Vegagerð ríkisins hefur gengið til samninga við Álit ehf. um umsjón með rekstri og þróun á tölvukerfi stofnunar- innar. Vegagerðin óskaði i sumar eftir tilboöum í sérfræðiþjónustu við rekst- ur og þróun tölvukerfis síns en tölvu- búnaður Vegagerðarinnar er á öllum starfsstöðum hennar sem eru 20 talsins og dreifðar um landið. Níu fyrirtæki tóku þátt í útboðinu og átti Álit þriðja lægsta tilboðið en að undangenginni athugun á hæfni til- boðsgjafanna varð Álit fyrir valinu og verður endanlega gengið frá samningn- um á næstu dögum. Samkvæmt honum mun Álit hafa einn starfsmann i fullu starfi með starfsmönnum Vegagerðar- innar í notendaþjónustu en einnig hef- ur fyrirtækið tO reiðu tilfallandi sér- fræðiþjónustu við átaksverkefni. Þetta er fyrsta formlega útboðið á tölvm-ekstrarþjónustu sem opinbert fyrirtæki hefur gert hér á landi. Álit sérhæfir sig í rekstri tölvukerfa Álit sérhæfir sig í rekstri tölvukerfa fyrir fyrirtæki og stofnanir og meðal viðskiptavina má nefna ÍSAL, Mjólkur- samsöluna, íslandsflug, íslenskar get- raunir og íslenska jámblendifélagið. Starfsemi sú sem Álit innir af hendi hefur á ensku verið kölluð „outso- urcing". Að sögn Guðna B. Guðnason- ar, framkvæmdastjóra Álits, er grund- vallarhugmyndin að baki hugtakinu sú að fyrirtæki og stofnanir eigi að ein- beita sér að kjamastarfsemi sinni, þ.e. að þvi sem þau gera best og skilar tekj- um inn í fyrirtækið, en færa síðan önn- ur verkefni til fyrirtækja sem sérhæfa sig í slíkum rekstri. „Stór fyrirtæki, eins og Álit, geta boðið upp á breiðari þjónustu en fyrirtæki hafa almennt bol- magn tO að byggja upp i sinni eigin tölvudeOd. Samningar við Álit era gegn fóstu mánaðargjaldi þannig að kostnaður verður fyrirsjáanlegur og tekur Áht þar með ábyrgð á að uppfyOa rekstrarleg markmið án þess að greitt sé sérstaklega fyrir útköO,“ segir Guðni B. Guðnason, framkvæmdastjóri Álits. DV Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 1313 m.kr. : - Hlutabréf 280 m.kr. - Húsbréf 363 m.kr. MEST VIÐSKIPTI L Kögun 75 m.kr. © Össur 49 m.kr. 0 íslenski hugb.sj. 30 m.kr. MESTA HÆKKUN © Kögun 9,5% © Tangi 7,1% © Jarðboranir 5,5% MESTA LÆKKUN © Þróunarfélagið 5% © Sjóvá-Almennar 4,2% 0 Síldarvinnslan 3,6% ÚRVALSVÍSITALAN 1525,3 stig - Breyting o -0.406 % Landsbankinn spáir 0,5% verðbólgu í september Landsbanki íslands spáir því að verðbólga í septembermánuði verði um 0,5% og hækkar vísital- an í 200,1. 1 MESTU VIOSKIPTI Bi siðastlibna 30 daga 629.120 399.356 j | 0 Marel J © Íslandsbanki-FBA ! © Össur © Baugur 394.197 ; 265.559 © fsl. hugb.sjóðurinn 170.629 j isrg/aigæHiBP síðastliðna 30 daga j Q Hl.b.sj. Búnaðarbanka 42 % | © Skeljungur 16 % j © Delta hf. 14 % j © Pharmaco 11 % j © Íslandsbanki-FBA 10 % | ciganmap síðastliðna 30 daga j 0 Vaki fiskeldiskerfi hf. -21 % | © SR-Mjöl -19 % : ©SH -15 % | © Þormóöur Rammi -14 % 1 © ísl. hugb.sjóöurinn -13 % j Kína hyggst gefa vexti frjálsa Kínverski seðlabankinn til- kynnti að hann myndi gefa vexti, af útlendum inn- og útlánum frjálsa frá 21. september. Vextir eru núna jafnir viðmiðunarvöxt- um fyrir útlán og innlán og eru settir af seðlabankanum. Núver- andi stefna hefur komið að hluta í veg fyrir útlán erlendra og inn- lendra banka til fyrirtækja og einstaklinga. IÍ^WiÍlVi/ÁM43lAtMl>k»J;8 Hdow JONES 11260,61 © 0,19% 1 • Inikkei 16399,87 O 0,32% F 's&p 1507,08 O 0,90% Ejnasdaq 4143,18 O 2,15% S^ÍFTSE 6378,40 O 1.40% FW 7416,54 © 0,29% B lCAC 40 6851,36 O 0,08% 06.09.2000 M. 9.15 KAUP SALA ® • Dollar 81,440 81,860 Pund 118,020 118,620 Kan. dollar 55,050 55,390 £ h*. Pönsk kr. 9,6290 9,6820 iHNorek kr 8,9120 8,9610 SH5 Sænsk kr. 8,5310 8,5780 R. matk 12,0786 12,1512 Blil Fra. franki 10,9483 11,0141 1 Belg. franki 1,7803 1,7910 C3 Svi&s. franki 46,3200 46,5800 C5hoII. gyllini 32,5888 32,7846 F3 Pýskt mark 36,7190 36,9397 B 1 ít. líra 0,03709 0,03731 □D Aust. sch. 5,2191 5,2504 fe Port. escudo 0,3582 0,3604 Spá. peseti 0,4316 0,4342 | • | Jap. yen 0,76920 0,77380 |~1 írskt pund 91,187 91,735 SDR 105,9700 106,6000 Hecu 71,8162 72,2477

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.