Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2000 9 DV Fréttir Sveinn til Geðhjálpar Geðhjálp hefur ráðið nýjan fram- kvæmdastjóra eftir ólgu sem ríkt hefur i félaginu og meðal annars leitt til framkvæmdastjóraskipta og afsagnar stjórnarformanns félags- ins. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Sveinn Magnússon og var áður full- trúi í fyrirtækjaþjónustu íslands- banka-FBA. Það var ný stjórn Geðhjálpar sem réð Svein til starfans en hana skipa: Eydís Sveinbjarnardóttir, formaður, Sigursteinn Másson, varaformaður, Þórunn Gunnarsdóttir, Karl Valdi- marsson, Sigríður Kristinsdóttir og Tryggvi Björnsson sem er fulltrúi starfsmanna i stjóminni. -EIR DV AKRANESI: __________________ Landmælingar Islands og Vega- gerðin hcifa undirritað samning um GPS-mælingar á vegakerfi landsins með tveggja til flmm metra ná- kvæmni. Báðar stofnanirnar hafa undanfarið ár unnið að GPS-mæl- ingum á vegum án formlegs sam- starfs. Samkvæmt samkomulaginu verður meginreglan sú að Vega- gerðin mælir stofnbrautir/aðalvegi en LMÍ aðra vegi og slóða. Land- mælingar munu sjá um að byggja upp gagnagrunn um vegakerfi ís- lands í landfræðilegu upplýsinga- kerfi. Sala og dreifing gagna eða upplýsinga úr grunninum verður í höndum LMÍ. -DVÓ Rækjubátur- inn Hamar sem nýr DV. AKRANESI: Rækjubáturinn Hamar SH 224 frá Rifl er nýkominn úr mikilli „skver- ingu“ hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi. Hamar var smíðaður í Englandi árið 1964 en hét áður Jörundur II en skipið hef- ur verið í eigu Kristins Jón Frið- þjófssonar, útgerðarmanns á Rifi, síðan 1972. Skipið var dregið upp í slipp í maí þar sem var settur á hann nýr skutur, stýri og skrúfa ásamt ýms- um öðrum lagfæringum. Öftustu átta metrarnir voru lagfæröir en báturinn sjálfur var ekki lengdur nema um einn metra. Hamar er nú á rækjuveiðum. -DVÓ GPS-mælingar á vegakerfinu andskotinn - segir Magnús Þorsteinsson oddviti Magnús Þorsteinsson, oddviti Borgaríjarðarhrepps, segir áform um að fylla upp í gamla skurði í Loðmundarfirði ekki mundu skila þeim árangri sem til væri ætlast; að endurheimta votlendi. Magnús segir afleiðingamar þær helstar hins veg- ar mundu verða að uppfylltu skurð- imir breyttust í hættuleg kvik- syndi. „Það er ekki nóg með að það eigi að fylla upp í skurðina heldur á að veita tveimur lækjum i fjallinu þvert yfir blána sem var þurrkuð upp. Við óttumst að þetta verði ein- faldlega kviksyndi þar sem skurð- imir eru því það má reikna með að vatnið úr lækjunum hlaupi í skurð- ina þar sem mokað hefur verið ofan i. Það getur verið varasamt, bæði fyrir menn og skepnur," segir Magnús. Lítið votiendi að endurheimta Haft var eftir Nielsi Árna Lund, formanni Votlendisnefndar land- búnaðarráðuneytisins, í DV á laug- ardag að nefndin legði mikla áherslu á sátt um framkvæmdir af þessu tagi og enn væri vonast til að hægt yrði að fá að heimamenn í Borgarfjarðarhreppi til að fallast á að mokað yrði ofan í skurðina. Ætl- unin var að endurheimta votlendi í Vettvangur votlendlsdeilnanna Frá Klyppsstöðum í Loðmundarfirði. Ef myndin prentast vel má sjá gamla sláttuvél neðst í vinstra horninu. stað þess sem tapast hefur vegna veggerðar á Háreksstaðahálsi. Magnús segir heimamenn hins vegar ekki vera að linast í sinni af- stöðu. „Þessar hreppsnefndir eru þrárri en andskotinn ef þær bíta eitthvað í sig,“ segir hann einfald- lega. Að því er Magnús segir er umrætt svæði í raun meira og minna vot- lendi. „Þetta er merkilegt land. Það hef- ur verið grafið allt með skurðum en þeir þurrka sáralítið. Þetta er í raun forblaut mýri og aðeins rétt skurð- bakkamir sem hafa þomað. Það er mýri eftir sem áður á milli skurð- anna þannig að það vinnst ákaflega lítið votlendi við það að fylla ofan í skurðina," segir Magnús. Hann tel- ur hins vegar sjónmengun af skurð- unum og að þeir hefðu betur aldrei verið grafnir. „En fyrst þetta var gert fyrir 40 árum þá er best að láta við svo búið standa," segir Magnús Þorsteinsson oddviti. -GAR Hamar viö bryggju á Akranesi Hann lítur glæsilega út eftir breytingarnar. DV-MYND DANÍEL V. ÓUFSSON lAHAiw.romeo.is Stórglæsileg netverslun meö ótrúlegt úrval af unaösvörum ástarlífsins fyrir dömur og herra. Frábær verð, ótrúleg tilboð. Heimamenn vilja ekki kviksyndi í Loðmundarfirði: Erum þrárri en Chevrolet Silverado '98 1500, SLT, Z-71, 6,5 turbo, dísil, ekinn 46 þús. km, litur gull-brons. Verð 2.950.000. Dodge Grand Caravan '96 3,3 vél, ssk., 7 manna, blár, rafdr. rúður og speglar, 5 d., cruisecontrol, aircondition, ek. 81 þús. km. Verð 1.680 þús. Grand Cherokee Limited '98 Silver Smoke með sóllúgu, ekinn 44 þús. km, 4,0 vél. Verð 3 millj. Enn fremur 5,2 vél, ekinn 29 þús. km. Verð 3.120 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.