Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2000 Skoðun DV Spurning dagsins Hvert er uppáhalds- sjónvarpsefnið þitt? Ásdís Ásgeirsdóttir Ijósmyndari: Fréttir og Friends. Ragnheiöur Júlíusdóttir, fulltrúi í upplýsingaþjónustu: Fréttir og breskir þættir. Jóhanna íris Jakobsdóttir ritari: Friends. Magnús Teitsson biaöamaöur: Simpson og enski boltinn. A „Hinsegin dögum“ samkynhneigöra Guö hefur ekkert óbeit á hommum og lesbíum. Kærleikurinn og syndin „Hann gaf þeim líka Jesúm til að deyja fyrir þá og leysa þá. Þess vegna erjesús frelsarinn. En að segja þeim að þeir séu samþykkt- ir af Guði, frekar en lygar- ar, þjófar og hórur, er ein- faldlega ekki kristin trú. “ Hún Adda Guð- rún Sigurjónsdóttir upplýsti mig í DV 29. ágúst sl. um ljót- leikann við að nota kristna trú til refs- ingar á mannlegu eðli. Hún vildi fræða mig um gildi kærleikans að við- urkenna breysk- leika manna á sama hátt og ég viðurkenni að litar- háttur svarta mannsins hafi ekkert með persónuleika hans að gera. Ég vil byrja á því, sem hvítur mað- ur, að biðja svarta kynstofninn af- sökunar á því hversu oft hann er notaður sem viðmiðun í siðferðileg- um umræðum. Það er geflð í skyn að þau séu með fæðingargalla af því að þau hafa annan litarhátt. Mér finnst litað fólk fallegt og vinalegt. Mér finnst það meira að segja gera þjóð- ina litríkari. Ég er með það á hreinu að svart fólk er með tilfinningar, kosti og galla sem hvítir. Hvorki neð- ar, lakari né fremri - við erum öll jafningjar. - Það boðar kristin trú, ekki satt, Adda? En kristin trú boðar mér það að synd nær tökum á öllum. Laun henn- ar er dauði og glötun, líka fyrir góða og kærleiksríka menn ef ekkert er að gert. Kristin trú kennir mér að þjófh- aður, hórdómur, lauslæti, kynvilla og lygi er synd. Fyrir hana glatast menn. En þessir þættir eru samt ná- tengdir mannlegu eðli. Lög landsins samþykkja ekki þjófnað, hórdóm eða lygina, heldur banna. Hvers vegna er þá kynvillan viðurkennd? Ég er alveg sammála þvi að Guð hefur ekkert óbeit á hommum og les- bíum. Hann gaf þeim líka Jesúm til að deyja fyrir þá og leysa þá. Þess vegna er Jesús frelsarinn. En að segja þeim að þeir séu samþykktir af Guði, frekar en lygarar, þjófar og hórur, er einfaldlega ekki kristin trú. Ef þjófúrinn og lygarinn verða að láta af gjörðum sínum þá líka homminn, lesbian og sá sem drýgir hór. Ég hef ekki leyfl til að breyta kristnum gildum eftir tíðarandan- um, ekki kirkjuþing, ekki Alþingi og ekki heldur Adda Guðrún Sigur- jónsdóttir. En Adda, að trúa á „guð sem kann ekki að skrifa" er auðvit- að ekki sá Guð sem er almáttugur skapari himins og jarðar. - Þarftu ekki að endurskoða fermingarheitið og trúarjátninguna? Á Vestf jarðaleið: ferðaþjónusta Léleg Sigurður B. skrifar: Ég lagði leið mina vestur til ísa- fjarðar síðasta dag ágústmánaðar og treysti á að fá bensín á bilinn minn á leiðinni eins og venja hefur verið undanfarin ár. Þegar ég kom að Hót- el Bjarkalundi, þar sem ávallt hefur verið gott að koma undanfarin ár, var búiö að loka og ekki opnað meir þetta sumarið. Ég ákvað að freista þess að ná á bensíninu yflr að Djúpmannabúð sem hefur mörg undangengin ár verið opin fram í september og hugði gott til glóðarinnar að fá góð- an viðurgjöming að venju. Þegar þangað var komið var einnig búið að loka allri afgreiðslu þar. Þar sem „Það er nokkuð langt geng- ið að loka þessum greiðasöl- um nánast á miðju sumri og vil ég hvetja Vestfirðinga til að taka sér tak í þjón- ustu við ferðalanga.“ ég í vandræðum mínum húkti síma- laus í bílnum um 120 kílómetra frá næstu bensínstöð var ég svo hepp- inn að ferðalangur sem leið átti þama um hafði nægar birgðir af eldsneyti og gat séð aumur á mér þannig að ég náði á leiðarenda. Hann sagði ferðaþjónustu á Vest- fjörðum svo laka að hann treysti því ekki að fá mat og bensín á leið sinni um fjórðunginn, nema á stærstu þéttbýlisstöðum. Ég verð að taka undir með honum, að það er nokk- uö langt gengið að loka þessum greiðasölum nánast á miöju sumri og vil ég hvetja Vestfirðinga til að taka sér tak í þjónustu viö ferða- langa, það em ekki of mörg at- vinnutækifæri eftir í héraðinu. Þaö þýðir ekkert að tala um að lengja ferðamannatímabilið en haga sér svo með þessum hætti. Ferða- fólk lætur ekki bjóða sér svona þjónustu. Það eru nægir staðir á landinu til að heimsækja, þar sem fólki er tek- ið opnum örmum og peningar þess vel þegnir. Dagfari Leikarar í stofufangelsi Dagfari fylgdist spenntur með þegar Stef- án Baldursson kynnti vetrardagskrá Þjóð- leikhússins á dögunum. Þjóðleikhúsið hef- ur alltaf spilað stóra rullu í lífi Dagfara og hann mætir alltaf á Kardimommubæinn þegar hann er sýndur. En nú varð Dagfari hissa. í miðri ræðu um dagskrá vetrarins, fyrir fullum sal leikara, lýsti þjóðleikhús- stjóri því yfir að leikaramir yrðu settir í stofufangelsi. Sagðist Stefán neyðast til að bregðast svona við vegna rógskrifa fjöl- miðla um Þjóðleikhúsið og óvandaðra vinnubragða blaðamanna. Að sjálfsögðu brá leikurunum sem þama sátu úti í sal og hlýddu á stjómanda sinn tala svona. Eins og Dagfari höfðu þeir flestir lesið fréttir í blöðum þess efnis að þjóðleikhússtjóri hefði stolið Oliver Twist - en minna má nú gagn gera. Þó þjóðleikhústjóri steli Oliver Twist er ekki þar með sagt að setja verði heilan flokk ríkisstarfsmanna í stofufang- elsi. Hvers eiga fjölskyldur þeirra að gjalda? Fá leikaramir ekki einu sinni að fara í bíó? Ekki voru það þeir sem stálu Oli- ver Twist. Þetta eru harkalegustu viðbrögð sem Dag- fari hefur orðið vitni að í menningarheimin- um vegna frétta i blöðunum. Aldrei fyrr hafa svo margir verið settir í stofufangelsi af svo litlu tilefni. Bretar settu Pinochet í stofufangelsi fyrir miklu meiri sakir en slepptu honum svo. Leikárarnir í Þjóðleik- húsinu hafa enga tryggingu fyrir því að Stefán sleppi þeim á meðan þeir eru samn- ingsbundnir. Og þeir eru allir á föstum samningi þó svo aðrir leikhússtjórar segi eitthvað annað. Það er allt lygi og rógur. Það sagði Stefán í ræðunni þegar hann kynnti vetrardagskrána. Dagfari hlakkar til að fara í Þjóðleikhús- ið í vetur. Allir leikararnir á sviðinu í stofufangelsi á bak við rimla að lesa samn- ingana sem þeir gerðu við þjóðleikhús- stjóra fýrir löngu og losna ekki undan. Þeir era í stofufangelsi og óvíst hvenær þeir losna. Menntamálaráðherra er nefni- lega nýbúinn að endurráða Stefán sem þjóðleikhústjóra til flmm ára i viðbót en þá verður Stefán búinn að ná 90 ára regl- , , , T r , TT .. unni og kemst á eftirlaun. Þá sleppa leikar- Þa sleppa leikaramir aftur Ut a HverflS- amir aftur út á Hverfisgötu og geta farið að götu og geta farið að leika sér við Reykja- leika ser við Reykjavikurtjörn eins og þá mkurtjom eins og þa dreymdi alltaf um. Hafnfirðingar flytja flugið J.K.Ó. skrifar: Nú hefur Flugmálastjórn orðið við óskum bæjarstjórnar okkar Hafnfirð- inga um að flytja æfmgasvæði kennsluflugvéla frá byggðinni í Hafn- arflrði vestur fyrir álverið í Straums- vik. Geta nú ekki Reykvikingar sam- einast um þessa aðstöðu fyrir kennsluflug og flutt allt æfinga- og snertiflug á sama stað, þ.e. vestur fyrir Krýsuvíkurveg? Mér finnst aö Flugmálastjórn ætti að hafa séð fyrir löngu að flugvöllurinn í Reykjavík er ekki framtíðarmúsík í fluginu, þótt ekki sé nema bara vegna hættunnar og hávaðans sem af því stafar fyrir íbúa borgarinnar. Sjónvarpiö siær út Á að loka að fullu? Sjónvarpið: Vandræðin áfram Ástríður skrifar: Ég setti mig í steliingar til að horfa á frönsku myndina „Un coeur en hi- ver“ sl. sunnudagskvöld. Loks mynd sem lofar góðu, hugsaði ég með mér. Og myndin byrjaði og rann í gegn ein- ar 10 mínútur eða svo, án þess að ís- lenskur texti fylgdi með. Loks var myndin stöðvuð og þulan elskulega af- sakaði í bak og fyrir (og sleppti þvæl- unni: „tæknin var að stríða okkur svolítið"). Og enn var hlé. Loks kom myndin, frábær og vel leikin. En í lok myndarinnar var eins og klippt hefði verið á; engin upptalning leikara að venju og ég beið því ég ætlaði að átta mig á hverjir væru í hinum ýmsu hlutverkum. En Sjónvarpið fer sínu fram og kærir sig kollótt. Nú er loka- stundin runnin upp hjá þessari stofn- un að mínu áliti. - Lokum því bara. Hvað vitum við um Kína? Birgir skrifar: Eftir heimsókn forseta kínverska þingsins hér á landi og mótmælaað- gerðimar vegna hennar hef ég verið að lesa mér til um Kína og ástandið þar, eða það litla sem ég hef fundiö, ásamt því sem er í fréttum frá þeirri fjölmennu þjóð. Ég sé að við vitum afar lítið um Kína og Kínverja. Hvað eiga ráðamenn í Kína t.d. að taka til bragðs þegar og ef almenningur þar gerir uppreisn? Eiga þeir að láta það ganga yfir sig? Myndi það vera í þágu okkar hinna sem búum við frelsi og lýðræði? Er það þægileg tilhugsun að sleppa rúmlega milljarði Kínverja lausum um allan heim? Er ekki ráð- legra að halda þessu veldi saman með aga og skipulagi? Hvað hefði skeð á torginu hefði vísir að uppreisn ekki verið bældur niður? Kýrin átti að lifa Einar Þorgeirsson hringdi: Kýr ein sem átti að slátra á Hvammstanga gerði það ekki endasleppt og átti fótum sín- um fjör að launa fyrir slátrun. En hvað gera menn? Þeir hlaupa og keyra á eftir henni, ná að binda hana og skjóta hana svo. Slátur- hússtjórinn fékk að vísu á baukinn frá kusu áður. En svona kýr átti sann- arlega að lifa, hana hefði mátt hafa til sýnis fyrir unga sem aldna í plássinu, á ferðamannatímanum. Frá Hvammstanga. - Vantar ekki alltaf túristagildru? wrnmm Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11,105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.