Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 15
14 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2000 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2000 27 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11, 105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.ls Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Þörf einkavœðing Ein mikilvægasta einkavæðing sem bíður ríkis- stjórnarinnar er sala á Landssímanum. Svo kann hins vegar að fara að ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um hvernig staðið skuli að einkavæðingunni komi í veg fyrir að hún nái fram að ganga. Hreinn Loftsson, formaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu, lýsti því yfir í viðtali við breska dag- blaðið Financial Times fyrir nokkrum dögum að sala á eignarhlut ríkisins hæfist í fyrsta lagi í mars á kom- andi ári. Vonandi dregst salan ekki lengur en formað- urinn gerir sér vonir um. Fyrr á þessu ári fól samgönguráðherra einkavæðing- arnefnd að meta hagkvæmni þess að skilja að einstaka þætti í starfsemi Landssímans. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra og Hreinn Loftsson virðast hins vegar báðir sannfærðir um að slíkt sé ekki skynsamlegt. Þar eru þeir ekki samstiga framsóknarmönnum sem telja augljóst að fyrirtæki sem á og rekur grunnkerfi sím- kerfisins standi mun betur að vígi en önnur fyrirtæki sem hasla sér völl á fjarskiptamarkaðinum. DV hefur bent á það áður að rökin fyrir að brjóta Landssímann ekki upp í tvö eða fleiri fyrirtæki verði að vera sterk og þau rök megi ekki sækja í smiðju Landssímans. í mars síðastliðnum sagði meðal annars í leiðara DV: „Ákvörðun um að skipta Landssímanum upp í tvö fyrirtæki má heldur ekki vera tekin með hlið- sjón af því hvort það hafi áhrif á verðmæti fyrirtækis- ins og þar með það verð sem ríkissjóður fær í sinn hlut. Það eina sem skiptir máli í þessu sambandi er hvort slíkt tryggir betur en annars samkeppni og fram- þróun á íslenskum Qarskiptamarkaði. AUt annað er aukaatriði.“ Frelsi fjölmiðla Árni Snævarr, fréttamaður Stöðvar 2, hefur ákveðið að kæra lögregluna fyrir að brjóta stjórnarskrárbund- in réttindi þegar hann ætlaði að flytja fréttir af opin- berri heimsókn Li Pengs, forseta kínverska þingsins. Árni telur sig hafa sætt ofbeldi af hendi lögreglu og ör- yggisvarða þingforsetans. Auðvitað er það eitt af hlutverkum lögreglu að tryggja öryggi erlendra þjóðarleiðtoga sem sækja ís- land heim, hvort heldur um er að ræða góða fuUtrúa lýðræðisríkja eða hrottafengna harðstjóra alræðis- ríkja. En að sama skapi hefur lögreglan aðrar og ríkar skyldur. Varðstaða um lög og reglur lýðræðisríkis er æðsta skylda íslenskra lögregluyfirvalda og þar með að tryggja að fjölmiðlar geti sinnt starfi sínu með eðlUeg- um hætti. Frjáls miðlun upplýsinga er ein forsenda þess að ísland fái að dafna og þroskast sem samfélag frjálsra manna. Þegar yfirvöld reyna að standa í vegi fyrir blaða- og fréttamönnum með þeim hætti sem gert var við opinbera heimsókn Li Pengs er hoggið að helg- um rétti allra landsmanna. Svo virðist sem hugarfarsbreyting hafi orðið meðal margra yfirmanna lögreglunnar á síðustu mánuðum og misserum þar sem reynt er að koma í veg fyrir að fjölmiðlar geti sinnt starfi sínu með eðlUegum hætti. Reynsla Áma Snævarrs sýnir að lögreglan og yfirvöld lögreglumála hafa engan skilning á því sem mikUvægt er í lýðræðisríki. Gegn slíku verður að berjast af öUum mæ^' Óli Bjöm Kárason DV Skoðun‘ Evrasíusátt Eftir síðari heimsstyij- öldina hófu frumkvöðlar baráttu fyrir því að Evr- ópa stæði saman til sam- eiginlegra hagsmuna. Ár- angurinn er hingað til góður, átök milli aðila og samningsaðila Evrópu- sambandsins eru ólíkleg. En friður er stærra mál en staðbundð. Það er mál að hefja samninga um tengsl um Evrasíu alla. Til þess eru gildar ástæður. Mannfjöldi Þrír af hverjum íjórum jarðarbú- um byggja Evrasíu. Það er nokkuð ljóst aö milli aðila er enn mikil spenna sums staðar og ástand skelfi- legt mjög víða. Það er forsenda þess að meirihlutinn, sem vill frið og far- sæld, geti haldið úti þeim skoðunum að til sé sameiginleg forsenda fyrir aðila sem spenna er á milli. Þar er hægt að benda á þróunina í Vestur- Evrópu. Þar tókst á löngum tíma að ná fram sameigninlegum og skyn- samlegum markmiðum, á grundvelli sameiginlegra hagsmuna. Verði komið á fót Evrasíusam- starfi þá verður það smám saman mikilvægt í viðskipt- um og samskiptum. Óþaríir múrar á milli ríkja og fólks falla fyrst. Notkun efna, mengun, umgengni við skóg- lendi, trygging fyrir ár og vötn, eftirlit með hættulegum iðnaði, samræmt samgöngu- kerfi, samræmd ferðaþjón- usta, samræmt mat á mennt- unargráðum og svo framveg- is eru atriði sem koma fyrst. Síðan koma fríverslunar- samningar og í þróuninni leiðir eitt af öðru. Samskiptin verða stofnanagerð i einhverju Evrasíu- ráði, sem fyrst í stað er umræðu- grundvöllur um sameiginlega hags- muni. Friðarhald Að gera upp deilur með vopna- valdi við þá tækni sem þegar er orð- in er ekki fært án þess að kosta til miklu meiri hagsmunum en sem nemur hagsmunum deilunnar. Og það er ljóst að þegar þrir fjórðu hlut- ar mannkyns ná að vinna saman og þróa það samstarf, þá er það sem ræður. Samstarfið myndar í sjálfu „ Við getum miðað við að það tók hundrað ogfimmtíu ár eftir að lestakerfi komust á í Vestur-Evrópu að koma sameiginlegum hagsmunum fyrir eins og þeir birtast í dag. Og vegtengingar um Evrasíu eru enn vanþróaðar. “ sér gagnkvæman skilning og hindrar Rétt væri t.d. að gefa út Evr- öfgaaðila frá því að efna til ófriðar. asíupassa með skráningu fólks sem NAUST og aflsmunir við Snæfell Náttúruverndarsamtök Austur- lands, kölluð NAUST, eru 30 ára um þessar mundir. Þau urðu til í þann mund sem bylgja náttúru- og um- hverfisvemdar reis í fyrsta sinn hátt víða um lönd og hafa starfað samfellt síðan. Um hríð voru þessi austfirsku samtök ein á velli hliðstæðra félaga hérlendis fyrir utan samtökin Land- vemd sem byggja á nokkuð öðrum grunni. NAUST hefur á þrjátíu ára ferli sínum fengið miklu áorkað, bæði á félagssvæði sínu Austurlandi en einnig á landsmælikvarða í sam- vinnu við Náttúruverndarráð og systursamtök. NAUST hefur einnig verið þátttakandi í alþjóðlegu sam- starfi, átti meðal annars fulltrúa á vettvangi frjálsra félagasamtaka í Ríó 1992. Frumkvæöi aö friðiýsingu landsvæöa Þegar á þriðja starfsári sínu 1973 gaf NAUST út drög að náttúruminja- skrá fyrir Austurland. Þar var að flnna ábendingar um íjölmörg svæði, sum víðlend, sem ástæða væri til að vemda og friðlýsa að náttúruvemd- arlögum. Mörg þessara svæða eru nú landsþekktar og eftirsóttar nátt- úruperlur, eins og Lónsöræfi, sem Náttúruvemdarráð gerði að friðlandi með samkomulagi við land- eigendur 1977. Friðlýsing Ingólfshöfða, Hólmaness við Reyðarfjörð og Álfaborgar í Borgarfírði eystra eru mál sem komust í höfn með aðstoð NAUST auk fjölda svæða á Austurlandi sem sett hafa verið á opin- bera náttúraminjaskrá. Þar má nefna stór svæði eins og Víkur og Loðmundarfjörð, Gerpissvæðið og Kverkijöll og Krepputungu. Síðast en ekki síst má nefna tillögu NAUST í fyrrasumar um Snæfellsþjóðgarð. Ömurlegt tiltæki Það var sérstæð afmælisgjöf sem stóriðjusinnar á Austur- landi færðu NAUST á aðal- fundi samtakanna við Snæ- fell 27. ágúst. Sú heimsókn og ruðningur nær 60 stuðn- ingsmanna stóriðjufram- kvæmda inn i samtökin daginn fyrir aðalfund verð- ur lengi í minnum höfö. Sjaldan hefur verið efnt til fáránlegri uppákomu hér- lendis, enda hefur hún þeg- ar hlotið óvæginn dóm meðal almennings. Flestir skilja að með innrásinni á aðalfund þessara nátt- úruvemdarsamtaka var verið að greiða lýðræði í landinu alvarlegt högg. Forsprakkar félagsins Afl fyrir Austurland eru reyndar þegar famir að sýna iðrunarmerki og skynja að þeir hafa hlaupið alvarlega á sig. Hjörleifur Guttormsson fyrrv. alþingismaöur „Það var serstœð afmœlisgjöf sem storiðjusinnar a Austurlandi fœrðu NAUST a að- alfundi samtakanna við Snœfell 27. ágúst. Sú heimsókn og ruðningur nœr 60 stuðn- ingsmanna stóriðjuframkvœmda inn í samtökin daginn fyrir aðalfund verður lengi í minnum höfð. “ Forysta SSA athugi sinn gang Formaður austfirska sveitar- stjórnarsambandsins, sem ekki tók undir þetta tiltæki, sá samt ástæðu til að reyna að gera litið úr NAUST, - þetta séu fámenn samtök sem fái of mikla áheym í fjölmiðlum. Ég held að þeir sem þannig mæla ættu að lesa sig til um sögu, stefnu og starfs- hætti NAUST. Fjöldi Austfirðinga hefur tengst samtökunum undan- fama þrjá áratugi, átt sæti í stjórn þeirra, verið formlegri félagar eða tekið þátt í kynnisferðum og öðru starfi samtakanna. Núverandi formaður NAUST, Halla Eiríksdóttir, hefur undanfarið með mikilli prýði borið hönd fyrir höfuð þeirra mörgu sem lagt hafa NAUST og málstað náttúruvemdar á Austurlandi lið siðustu þrjá áratugi. Hjörleifur Guttormsson Svarað með skætingi 1 „Það hefur —komið æ betur á H daginn að forysta Sambands ís- lenskra sveitarfélaga brást illa í samningagerð sinni við ríkisvaldið vegna yfirtöku sveitarfélaganna á grunn- skólanum. Dæmið gat aldrei gengið upp nema þá aðeins aö sveitarfélögin hafi ætlað sér að reka grunnskólann með sama hörmungarhætti ““ og ríki hafði gert um árabil. Mjög fljótlega eftir samningagerðina gerði bæjarráð Hafnarfjarðar harðorða Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi í Hafnarfírbi samþykkt þar sem krafíst var endurskoðunar samningsins þá þegar. Síðan hefur forysta sambandsins sofið þyrnirós- arsvefni én virðist nú vera að ranka við sér. Þaö er gott. Forsætisráðherra hefur svarað sveitarfélögunum með skætingi þegar þau náðar- samlegast fara fram á að þeim verði tryggðar tekjur til að standa undir rekstri grunnskólans. Ríkisvaldið því brugðist gmnnskóla- hefur bömum landsins sveltur af ríkinu? Stenst ekki skoðun „Kostnaður við grunnskólann var jgfr metinn þegar verkefnið var flutt til sveitarfélaganna. í sam- komulagi ríkis og sveitarfé- laga sem þá var gert voru ákvæði um kostnaðarauka sem hefur verið fylgt. Það er því ljóst að verkefn- inu hafa fylgt aukin framlög og fjárhagslegt svigrúm. Sveitarfélögin fengu einnig heim- ild til að hækka útsvarsprósentu til að auka tekjur sínar og þar að auki veitti ríkið sérstaklega fjármunum Tómas Ingi Olrich alþingismaöur til að styrkja einsetningu skóla. Það stenst því ekki skoðun að fullyrða að gmnn- skólinn sé sveltur. Hins vegar er nauðsynlegt að leggja raunhæft mat á stöðuna og það er einmitt það sem verið er að gera nú á vegum ríkis og sveitarfé- laga.“ Sveitarfélögin hafa farió fram á að þeim verði tryggðar tekjur tii að standa undir rekstri grunnskólans. Evrasíubúa, sem aðila að þeim samn- ingum og samkomulagi sem næst. Þar yrði um að ræða rétt vegna rétt- arfars, vegna framkomu stjórnvalda, um kurteisskyldu aðila og annað því- líkt í byrjun þegar á kemst. Það hindrar ekki samstarf við aðrar heimsálfur, en þarna er um að ræða lönd sem liggja saman. Og það tekur hundrað ár eða meira að þróa sam- starfið. Við getum miðað við að það tók hundrað og fimmtiu ár eftir að lesta- kerfi komust á í Vestur-Evrópu að koma sameiginlegum hagsmunum fyrir eins og þeir birtast i dag. Og veg- tengingar um Evrasíu eru enn van- þróaðar. Við getum hugsað okkur sjávarsamgöngur með eins konar kaf- gámum, sem dregnir væru undir ís til flutninga milli Vestur-Evrasíu og Austur-Evrasíu. Við getum hugsað okkur tvö hraðlestakerfi einstefnu- lesta milli stranda í vestur og austur. Yrði eitthvað slíkt að veruleika, en það er óhugsandi án hugmyndarinn- ar um þróun sem leiðir til sáttar um Evrasíu, gæti það orðið forsenda friðar á þessari jörð. - Ef þá eitthvað gæti orðið það. Þorsteinn Hákonarson Mikið ólært um Kína „Ég hef setið kvöldverðarboð með erlendum gestum sem hafa verið á létt- ari nótum en kvöld- verðarboð alþingis i Perlunni á sunnu- dagskvöldið. Satt að segja hef ég ekki orðið vitni hérlendis fyrr að slíkri nærveru lögreglu og ör- yggisvarða sem þar var. Sessunautur minn var fylkisþingmaður úr suðvest- urhluta landsins og íbúafjöldi fylkis- ins er 45 milljónir manna ... Ég fór heim með þá tilfinningu að sitthvað ætti ég nú ólært um þetta ríki, og seint myndi ég komast til botns í því hvernig því er stjórnað." Jón Kristjánsson alþm. í Degi 5. sept. Smábátarnir heppilegri? „Reynsla Vestfirðing ekki sízt sýnir að smábátamir standa fyrir sínu og vel það. Vel má vera, að þeir séu hag- kvæmari rekstrareining en stóru skipin og margir halda því fram, að þeir komi með betra hráefni aö landi. Alla vega er blómlegur sjávarútvegur í Bolungar- vík um þessar mundir vísbending um, að sjávarútvegur á Vestfjörðum gæti eflzt á ný í krafti smábátanna." Úr forystugreinum Mbl. 5. sept. Áróðurinn gegn Li Peng „Einhver mis- skilningur virðist hafa valdið þeim úlfaþyt sem varð um hingaðkomu kín- verska leiðtogans Li Peng. Talsmenn stuttbuxnadeilda stjómmálaflokkanna vom í ræðu og riti búnir að stimpla þennan hljóðláta og geðþekka mann sem ógurlegan skálk og fjöldamorðingja ... Og áróður- inn gekk í þjóðina eins og fram kom í netkönnun Dags, þar sem um 70% þátttakenda töldu það ekki rétt af al- þingi að bjóða II Peng til landsins." Jóhannes Sigurjónsson í Degi 5. sept. Höfuðborgin ein auðlindanna „Auðvitað var það svo að hraður vöxtur höfuðborgarsvæðis- ins m.a. vegna að- flutninga fólks frá landsbyggðinni varð þess valdandi að við eignuðumst á ótrú- lega skömmum tima miðstöð fjöl- breyttrar atvinnu, menningar og lista, sem stenst samanburð við stórborgir í útlöndum langt umfram fræga höfða- tölureglu svo ekki sé minnst á aukið félagslegt öryggi." Lárus Jónsson, fyrrv. alþm., í Mbl. 5. sept. Stjörnuleikur Við sem ekki erum eld- heitir áhugamenn um boltaíþróttir þurfum tölu- verða hvatningu til þess að athygli okkar beinist að einstökum leikjum. Ef hins vegar pressan er mikil eig- um við það til að láta und- an. Þegar þjóðarsálin hefur tekið málið upp á sína arma er einfaldlega bara svo gaman að vera með. Svona er það yfirleitt með landsleiki bæði í handbolta og nú fótbolta. Við rifjum upp gömul nöfn sem við þekktum á árum áður, rekjum ættartengsl við núverandi ís- lenska leikmenn, hlustum á gáfulegt spjall um möguleikana í leiknum á öllum hugsanlegum rásum og festum okkur í minni snjöllustu frasana ef ske kynni að einhver spyrði okkur eða reyndi að spjalla við okkur um leikinn. Við forum yfir nöfn leik- manna, rifjum upp merkingu lykil- orða eins og rangstaða og æfum ýmis blísturhljóð og hróp ef tækifæri gefast. Glitrandi perlur Svo kemur að sjálfum leiknum. Og fyrir okkur er þetta jú fótboltaleikur en líka svo miklu fleira. Á vellinum má sjá úrval þrautþjálfaðra ungra manna með kröftuga fótleggi og hraustlegar svitaperlur. Þetta minn- ir okkur á ónotuðu líkamsræktarkortin og vekur þessa þægi- legu kennd að nú muni það nú breyt- ast. íþróttafötin og allir gallamir sem menn sýna þarna vekja nánast sömu forvitni og sam- kvæmiskjólar á tískusýningu. Ekki að maður myndi nokkum tíma nota þetta sjálfur, en það er svo gaman að sjá hve vel menn taka sig út í þessum múnderingum. Hvað boltaleikinn varðar þá eru nokk- ur augnablik mjög spennandi. Nægir þá að hafa eyrun opin því skarinn í kring mun láta vita hvenær eitthvað er í uppsiglingu. Þess ,á milli getur maður látið augun hvarfla milli manna og litast um eftir hinu og þessu áhuga- verðu sem gerist samhliða boltaleiknum. Markmaður- inn í því marki sem ekki er stefnt að með boltann er oft bráðskemmtilegur. Hann er oft að hoppa dálítið skringi- lega, jafhvel kýla út í loftið. Hann spýtir og snýtir sér í grið og erg og lagar reglu- lega á sér gallann. Sigfríöur Það má stundum jafnvel Björnsdóttir fylgjast með leiknum í tóniistarkennari gegnum hann því hann hreyfir sig, grettir og teygir i samræmi við gang leiksins. Maður þarf bara að læra að lesa hreyfing- arnar og svipbrigðin og þá er þetta opin bók. Tjáning og þátttaka leik- mannanna sem ekki eru með bolt- anna er líka athyglisverð. Stundum tekur einn þeirra þennan líka rosa- sprett og maður hefur ekki hugmynd um hvað hann hefur í hyggju. Kannski bara orðinn leiður? Ef þetta er vinsæll maður í liðinu þá reynir einhver félaga hans fljótlega að sparka boltanum fyrir fætur hans svo upphlaupið liti ekki eins kjána- lega út. Að öðrum kosti stoppar hann bráðlega, lítur í kringum sig og reynir svo að hlaupa eitthvað annað. Stundum lenda menn saman, t.d. þegar margir reyna að skalla sama boltann, og veit þá enginn hvert tuðran hefur farið. Þeir standa því knippi eftir lendinguna og bíða eftir því að boltinn dúkki upp einhvers staðar i nágrenninu. Og viti menn - yfirleitt gerir boltinn það og þá rjúka þeir af stað aftur. Leiklistarverðlaun Eitt er þó órætt hér en er þó með því alskemmtilegasta sem gerist á svona leik. Það eru hin leikrænu at- riöi sem alltaf eiga sér stað og eru sum mjög góð. Þau eru bara í meðal- lagi þessi þegar menn velta þremur hringjum meira en nauðsynlegt var þegar einhver hefur náð af þeim boltanum. Þau eru hins vegar betri atriðin þegar menn taka yfirveguð reiðiköst og sperrast um stund við leikmann úr hinu liðinu eða jafnvel dómarann. Maður trúir stundum á þetta, svo góðir eru sumir leikmenn- irnir eða ætti hér að skrifast leikar- amir. Þegar hér er komið sögu er ekki síðra að horfa á leikinn gegnum að- dráttarlinsu sjónvarpsmanna. Bestv eru þó þau atriði þegar leikmaður nær eins og innri sannfæringu í leik sinn og trúir jafnvel sjálfur túlkun sinni. Daninn sem missti um stund báða fætur á vígvellinum í Laugar- dal um daginn átti þannig stjömu- leik. Hann ætti skilið leiklistarverö- laun - verðlaun fyrir hugmyndaflug og listræna túlkun sem seint mun gleymast. Sigfríður Björnsdóttir „Daninn sem missti um stund báða fœtur á vígvéllinum í Laugar- dal um daginn átti þannig stjömuleik. Hann œtti skilið leiklistar- verðlaun - verðlaun fyrir hugmyndaflug og listrœna túlkun sem seint mun gleymast. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.