Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 22
34 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2000 'f Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 75 ára________________________________ Ágúst Steindórsson, ' Hraunbraut 26, Kópavogi. Inger Johanne Arnórsson, Langagerði 11, Reykjavík. Valgerður Blomsterberg, Brekkuhvammi 9, Hafnarfirði. 70 ára________________________________ Elín Elívarðsdóttir, Skólastíg 12, Stykkishólmi. Eyrún Hulda Marinósdóttir, Smárabarði 2b, Hafnarfirði. Magnús Ingi Sigurðsson, Hjallabraut 33, Hafnarfiröi. Þorgrímur A Guðmannsson, Hraunbæ 108, Reykjavík. Guðrún Halldórsdóttir, (Rúna) Fjarðarási 16, Reykjavlk. Eiginmaður hennar er Guömundur Karlsson pípulagningarmeistari. Þau taka á móti gestum í Skaftfellinga- búð, Laugavegi 178, laugard. 9.6. kl. 20.00. Anna Friðbjörg Joensen, Lyngbergi 27, Þorlákshöfn. Eiríkur Kristinn Sævaldsson, Aðalgötu 38, Ólafsfirði. Herdís G Jónsdóttir, Vaðlafelli, Akureyri. Hermann Ragnarsson, Uppsalavegi 26, Húsavík. Óskar Guðjón Jóhannsson, Vesturbergi 171, Reykjavík, 50 ára__________________________________ Ari Bergsteinsson, Birkivöllum 12, Selfossi. Ásmundur Eiríksson, Álfhólsvegi 137d, Kópavogi. Ástgeir Þorsteinsson, Suðurgötu 96, Hafnarfirði. Ingibjörg Gísladóttir, Grundargerði 6b, Akureyri. Jóel Þór Andersen, Hólagötu 29, Vestmannaeyjum. Júlíus Lennart Friðjónsson, Laugateigi 40, Reykjavík. Steinþór Sigurðsson, Miklubraut 26, Reykjavík. Þórunn Sandholt, Austurströnd 8, Seltjarnarnesi. Katrín Hjartardóttir nemi. Ágústa Áróra Þórðardóttir, Logalandi 13, Reykjavík. Ágústa Hólm Jónsdóttir ' sjómaður, Vesturgötu 127, Akranesi. Eiginmaður hennar er Lúðvík Karlsson. Hún verður aö heiman á afmælisdaginn. Baldur Ólafsson, Gröf, Borgarnesi. Halldóra Guðrún Hákonardóttir, Ekrustíg 2, Neskaupsstaö. Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, Lækjartúni 15, Hólmavík. Jacques Francois Rossouw, Stekkjarbergi 8, Hafnarfiröi. Jón Jóhannesson, Barmahlíð 34, Reykjavík. Jónbjörg K. Þórhallsdóttir, Hávegi 28, Siglufirði. Leifur Ingólfsson, Klapparstíg 1, Reykjavík. Ólafur Jóhann Engilbertsson, , Holtsgötu 33, Reykjavík. Reinhard Reinhardsson, Fífulind 9, Kópavogi. Guðmundur Júlíus Jónsson, áður Fram- nesvegi 8, Reykjavík, andaðist föstud. 1.9. á Hrafnistu í Reykjavík. Gunnar Stefánsson, Norður-Eyvindar- stöðum, Álftanesi, lést á Hrafnistu í Hafnarfiröi sunnud. 3.9. Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur og fyrrv. ritstjóri, lést á Sjúkrahúsi Suður- lands sunnud. 3.9. Jóhanna Aðalsteinsdóttir, lést að 1 morgni sunnud. 3.9. á Dvaiarh. Hlíð. Anna Jónsdóttir, áðurÁsbraut 7, Kópa- vogi, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, föstud. 25.8. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gyða Þorbjörg Jónsdóttir frá Kleifárvöll- um, Vesturgötu 22, Reykjavík, lést á Hrafnistu, Reykjavík, sunnud. 3.9. Stefania Sigurveig Sigurðardóttir, Háa- - leitisbraut 115, Reykjavik, lést 1.9. 1>V Sigríður M. Guðmundsdóttir fréttamaður við ríkissjónvarpið Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, fréttamaöur við ríkissjónvarpið Sirrý er kjarnakona sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Hún hefur verið kennari, dagskrárgerðarmaður, leikari, leikstjóri, stundað skútusiglingar um Atlantshafið, hestaferðir um háiendið og er nú fréttamaður á Sjónvarpinu. Sigríður Margrét Guðmundsdótt- ir, fréttamaður við ríkissjónvarpið, Hringbraut 53, Reykjavík, er fimm- tug í dag. Starfsferill Sigríður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Barmahlíðinni, við Grettisgötuna og á Hagamelnum. Hún lauk kennaraprófi frá KÍ 1971, stundaði síðar nám í fjögur ár við Kent University i Canterbury og lauk „Single honours" prófi í leik- listarfræðum og leikstjóm 1988. Að loknu kennaraprófi kenndi Sigríður í ellefu ár. Jafnframt kennslunni var hún umsjónarmað- ur Stundarinnar okkar í Sjónvarp- inu 1973-78. Sigríður bjó í Bretlandi á árunum 1982-88, var síðan fréttamaður í af- leysingum á Stöð 2 eitt sumar og við framleiðsludeild stöðvarinnar í ýmsum verkefnum til vors 1989. Hún vann á árunum 1989-98 að ýms- um verkefnum tengd listum og leik- stjorn, dvaldi eitt ár í Mexíkó og hefur, ásamt Kjartani Ragnarsyni, unnið við skriftir og handritagerð fyrir leikhús og sjónvarp, haft um- sjón með KRISTAL, menningar- þætti á Stöð 2, og hefur verið frétta- maður í atleysingum á ríkissjón- varpinu í sumar. Sigríður sat um tíma í stjóm Kennarasambands íslands. Hún sigldi tvisvar yflr Atlantshaflð á seglbáti á árunum 1974-78 en hin síðari ár hefur hún ferðast með er- landa ferðamenn um hálendi ís- lands á vegum íshesta. Eftir dvölina í Mexíkó hefur hún unnið að þróun- armálum og er nú formaður UNI- FEM á íslandi. Fjölskylda Fyrri maður Sigríðar var Svavar Egilsson, f. 19.5. 1949, hagfræðingur, búsettur í Bandaríkjunum. Hann er sonur Egils Halldórssonar og Ásdís- ar Svavarsdóttur sem eru látin. Seinni maður Sigríðar er Kjart- an Ragnarsson, f. 18.9. 1945, leik- stjóri. Hann er sonur Ragnars Kjart- anssonar myndlistarmanns, sem lést 1988, og Katrínar Guðmunds- dóttur, fyrrv. bankafulltrúa. Synir Sigríðar frá fyrra hjóna- bandi eru Svavar Orri Svavarsson, f. 8.3. 1979, nemi í tölvufræði í Bandaríkjunum; Guðmundur Karl Svavarsson, f. 17.3.1982, nemi. Sonur Kjartans er Ragnar Kjart- ansson, f. 3.2.1974, myndlistamemi. Systkini Sigríðar eru Karl Guð- mundsson, f. 19.3.1937, d. 29.11.1974, viðskiptafræðingur; Elísabet Guð- mundsdóttir, f. 7.12. 1942, kennari í Kramhúsinu og í Baðhúsinu, búsett í Reykjavík; Jens A. Guðmundsson, f. 23.2. 1947, kvensjúkdómalæknir, búsettur í Reykjvík. Hálfsystkini Sigríðar, samfeðra, eru Þórdís Guðmundsdóttir, f. 16.4. 1956, tónlistarkennari í Granda- skóla, búsett í Reykjavík; Arnór Guðmundsson, f. 18.8. 1958, deildar- stjóri í menntamálaráðuneytinu, búsettur í Reykjavík; Rafn V. Guð- mundsson, f. 20.5. 1961, húsvörður, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Sigríðar: Guðmundur Júlíus Jensson, f. 7.7. 1905, d. 11.2. 1982, loftskeytamaður, ritstjóri Sjó- mannablaðsins Víkings, forseti Loftskeytamannafélagsins og fram- kvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasambands íslands, og Aðalheiður Jóhannesdóttir, f. 21.4. 1913, d. 13.4. 1953, húsmóðir. Stjúpmóðir Sigríðar: Guðmunda Magnúsdóttir, f. 3.4. 1925, snyrtisér- fræðingur. Ætt Guðmundur var sonur Jens Al- berts, kaupmanns og útgerðar- manns á Þingeyri, Guðmundssonar, b. í Belgsdal í Saurbæ í Dalasýslu, Magnússonar. Móðir Jens Alberts var Anna Margrét Jónsdóttir frá Litlu-Ávik. Móðir Guðmundar var Margrét, ljósmóðir Magnúsdóttir, b. og sjó- manns í Unaðsdal og á Neðri-Bakka, bróður Sigriðar, móðurömmu Hannibals Valdimarssonar ráð- herra, föður Jóns Baldvins sendi- herra og Amórs heimspekings. Magnús var sonur Arnórs Jónsson- ar, prófasts i Vatnsfirði, bróður Auðuns, langafa Jóns, föður Jóns Auðuns dómprófasts og Auðar Auð- uns, borgarstjóra og ráðherra. Móðir Magnúsar í Unaðsdal var Guðrún Magnúsdóttir í Tröð, Jóns- sonar. Móðir Magnúsar í Tröð var Guðrún Magnúsdóttir, b. í Súðavík, bróður Ingibjargar, ömmu Jóns for- seta og Jens rektors, langafa Jó- hannesar Nordals. Móðir Margrétar var Guðný, systir Sigríðar, móður Þorláks O. Johnsons kaupmanns, langafa Einars Laxness. Guðný var dóttir Þorláks, pr. á Móum á Kjalar- nesi, Loftssonar og Sigríðar Mark- úsdóttur. Aðalheiður var systir Lúðvíks, forstjóra og stofnanda Bílasmiðj- unnar, föður Vilhjálms, fram- kvæmdastjóra Rannsóknarráðs ís- lands. Aðalheiður var dóttir Jó- hannesar Kr., byggingameistara í Reykjavik, Jóhannessonar og Elísa- betar Davíðsdóttur, systur Stein- gríms skólastjóra og Lúðvíks, lækn- is á Selfossi, afa Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Elísabet var dótt- ir Davíðs, verkamanns í Reykjavík, bróður Steingríms, föður Páls, rit- stjóra Vísis. Annar bróðir Davíðs var Þorgrímur, afi Ásbergs borgar- fógeta, föður Jóns, forstjóra Útflutn- ingsráðs. Systir Ásbergs er Valborg, fyrrv. skólastjóri, móðir Sigríðar Snævarr sendiherra, Árna Snævarr fréttamanns og Sigurðar Snævarr, hagfræðings í Seðlabankanum. Dav- íðs var sonur Jónatans, b. á Marðar- núpi, Davíðssonar og Sigurrósar Hjálmarsdóttur. Sigríður er i útlöndum. ■''II'I'IHIIII I ■ 11 Mlll María Hermansdóttir SK3 Kristlaug Vilfríöur Jónsdóttir og Kristinn Bjarnason Hjónin Kristlaug Vilfríður Jóns- dóttir og Kristinn Bjamason eiga flmmtíu ára brúðkaupsafmæii í dag. Þau hjónin era að heiman en dvelja nú á heimili dóttur sinnar og tengdasonar í Brússel, á 153 Avenue Des Dames Blanches 1950 KRAAINEM. húsmóðir í Reykjavík María Hermannsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, nú til heimilis að Hrafnistu í Reykjavik, varð níutíu og fimm ára sl. mánudag. Starfsferill María fæddist að Ketilseyri í Þingeyrarhreppi í Dýrafirði og ólst þar upp til níu ára aldurs. Þá flutti hún til Reykjavíkur með Jónínu, móðursystur sinni þar sem þær bjuggu hjá syni Jónínu, Jakobi Bjamasyni, og fjölskyldu hans við Skólavörðustíginn. Eftir að María giftist stundaði hún húsmóðurstörf og hélt fallegt menningarheimili þar sem hljóð- færaleikur og upplestur listamanna auðgaði tilveruna. Jafnfram húsmóðurstörfum vann María utan heimilis meðan aldur leyfði, m.a. við Hvítabandið. Fjölskylda María giftist 1929 Guðlaugi A. Magnússyni, f. 16.12. 1902, gullsmið og hljómlistarmanni. Foreldrar hans voru Magnús Hannesson, bóndi í Svinaskógi í Fellsstrandar- hreppi í Dalssýslu, og k.h., Kristín Jónsdóttir húsfreyja. Börn Maríu og Guðlaugs eru Reynir Guðlaugsson, f. 3.4. 1930, gullsmiður, kvæntur Auði Berg- sveinsdóttur og eiga þau fimm börn; Óttar Hermann Guðlaugsson, f. 8.10. 1931, d. 3.9. 1991, verslunarmaður í Reykjavík, kvæntur Elínu Sólveigu Benediktsdóttur og eignuðust þau þrjú börn auk þess sem hann átti bam með Ólöfu Ingibjörgu Pálínu Benediktsdóttur og þrjú böm með Lilian K. Söberg; Jónína Ema Guð- laugsdóttir, f. 15.11.1933, húsmóöir í Garðabæ, gift Ágústi Kristmanns og eiga þau fjögur börn; Magnús Hauk- ur Guðlaugsson, f. 20.12. 1943, versl- unarmaður, kvæntur Korneliu Ósk- arsdóttur og eiga þau tvö böm. Systkini Maríu: Kristján, f. 1897; Sara, f. 1899; Hermann, f. 1902; Sig- ríður, f. 1908. Foreldrar Mariu: Hermann Bjami Kristjánsson, f. 1857, d. 1915, bóndi á Ketilseyri, og Jónina Haf- liðadóttir, f. 1878, d. 1952, húsfreyja. MBESSSMCI Útför Margrétar Kristrúnar Sigurðar- dóttur, Austurströnd 4, áöur Nesbala 7, Seltjarnarnesi, veröurgerö frá Seltjarn- arneskirkju miövikud. 6.9. kl. 13.30. Útför Bryndísar Zoéga, fyrrv. forstöðukonu Drafnarborgar, fer fram frá Neskirkju þriöjud. 12.9. kl. 15.00. Konráð Gunnarsson, Ólafsbraut 50, Ólafsvík, veröur jarösunginn frá Ólafsvíkurkirkju miðvikud. 6.9. kl. 14.00. Sætaferðir verða frá BSÍ. Jarösett veröur á Hellnum. Sigurður Egilsson, Laugarásvegi 55, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikud. 6.9. ki. 13.30. Ólöf Sigurjónsdóttir, Boöagranda 7, Reykjavík, veröur jarösungin frá Fossvogskapellu miövikud. 6.9. kl. 13.30. Merkír Íslendíngar Guðmundur Ólafs bankastjóri fæddist Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi 6. september 1906. Hann var af þekktum útgerðar- mannaættum á Seltjarnamesi, sonur Bjöms Ólafssonar Ólafs, skipstjóra í Mýrarhúsum, og k.h., Valgerðar Guð- mundsdóttur Ólafs, dóttur Guðmund- ar, útvegsbónda í Nesi á Seltjamar- nesi, Einarssonar, og Kristínar Ólafs- dóttur. Bróðir Guðmundar var Bjöm Ólafs, lögfræðingur Landsbankans og siðar Seðlabanka íslands, faðir Skúla rekstrarhagfræðings. Guðmundur lauk stúdentsprófi frá í Reykjavík 1925 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla íslands 1930. Guðmundur starfaði að bankamálum lengst Guðmundur Ólafs af sinnar starfsævi. Hann var lögfræðingur Útvegsbanka íslands í Reykjavík 1930-55, var bankastjóri Iðnaðarbankans hf. í Reykjavík 1956-64 og starfaði síðan sjálf- stætt sem héraðsdómslögmaður í Reykjavík til æviloka. Eiginkona Guðmundar var Elín Magnúsdóttir, dóttir Magnúsar Sig- urðssonar, bæjarfógeta í Hafnarflrði og síðar bankastjóra við Landsbank- ann, og Ástríðar Magnúsdóttur Step- hensen. Guðmundur og Elín eignuðust dæt- urnar Valgerði tækniteiknara, sem er lát- in, Bergljótu, BA í íslensku, og Ástríði, skrifstofumann hjá Flugleiðum. Guðmundur lést 1. júli 1983.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.