Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2000 35 Tilvera Roger Waters Roger Waters, bassaleikari hljóm- sveitarinnar Pink Floyd, er 57 ára í dag. Waters var aðallaga- höfundur hljómsveit- arinnar og samdi bæði Dark Side of the Moon og The Wall. Eftir að Waters sagði skilið við Pink Floyd vegna listræns ágreinings gerði hann mis- heppnaða tilraun fyrir rétti til að koma í veg fyrir að fyrrum félagar hans gætu notað áfram nafnið Pink Floyd. Waters er kvæntur leikkon- unni Priscillu Phillips. niuiunmi iZJL. Tviburarnir (2 Jr Gildir fyrir fimmtudaginn 7. september Vatnsberínn (20. ian.-is. febr.): ■ Það kemur sér vel að nota skynsemina í samskiptum við hitt kynið. Ekki treysta um of á hjálp sem þér hefur verið lof- að. Fiskarnir(19. febr.-20. mars): Það er heillavænlegast I fyrir þig að vera sem mest einn í dag. Ef þú gef- ur kost á þér til félags- starfa er líklegt að þú munir á endan- um ekki hafa tíma tíl neins annars. Hrúturinn (21. mars-19. apriil: . Vinskapur er þér mikil- I vægur og færir þér mikla ánægju. Fólk er vinsamlegt í þinn garð. Þér verður vel ágengt ef þú stingur upp á skemmtím í vinahópnum. Nautlð (20. april-20. maí): / Eðlisávísxm þín er ein- kennileg um þessar mundir. Hún getur verndað þig gegn ýmsu sem er þér ekki að skapi. Happatölur þínar eru 11, 13 og 34. Tvíburarnir (21. maí-21. iuní): Þú hugsar um sjálfan þig ” í dag. Griptu tækifæri sem þér gefst til að reyna á hæfileika þína og sýndu getu. Það er trúlegt að þú hafir ekki nýtt hæfileikana sem skyldi. Krabbinn (22. iúní-22. iúin: Ekki hreykja þér af ) sérfræðikunnáttu þinni. Vertu raunsær ____ og ekki taka meira að þér en þú getur annað. Hætta er á misskilningi. Ljónlð (23. iúlí- 22. áeústl: Þú átt auðvelt með að umgangast annað fólk og þaö virkar hvetj- andi á þig og eykur sjálfstraust þitt. Kvöldið veröur skemmtilegt. Mevlan (23. áeúst-22. seot.l: Þú biður um aðstoö og virðast allir vera við- búnir til að hjálpa þér. * f Einhvem þér nákominn skortir sjálfstraust og þarf ef til vill á þér að halda til að telja í sig kjark. Vogin (23. sept-23. okt.): JF Þú átt í einhverjum Oy erfiðleikum með að \ f komast yfir að gera r f allt sem þú þarft að gera. Þú verður að læra að for- gangsraða verkefiium. Sporðdreki (24. okt.-21. nðv,): Það mun ýmislegt óvænt gerast í lifi þinu á næstu I dögum og verður þú að stökkva á þau tækifæri sem að gefast. Þú ættir að gefa öldruð- um ættingja þínum meiri gaum. Bofiamaður (22. nóv.-21. riesl: mmm Daguiánn verður rsennilega heldur til- breytingarsnauður en það kemur litið að sök þar sem þú hefur skemmt þér afar vel að undanfömu. Steingeltin (22. des.-19. ian.l: Þér finnst þú vera óvelkominn þar sem þú kemur. Aðrir virð- ast uppteknir af sjálíum sér og hafa ekki tíma fyr- ir gesti. A kvennaklósettinu Ungar stúlkur í hrókasamræöum á skemmtistaö. íslenski draumurinn: Skýjaborgir athafnamanns Ný íslensk kvikmynd, íslenski draumurinn, verður frumsýnd ann- að kvöld í Bíóborginni. Myndin, sem er gamanmynd, fjallar um ung- an athafnamann sem á það til að byggja sér skýjaborgir. Hann á sér draum um frægð og frama í við- skiptum en þarf að glíma við þær truflanir sem fylgja hversdagslífmu eins og að vera helgarpabbi og spila fótbolta í frístundum. í aðalhlutverkum eru Þórhallur Sverrisson, sem leikur Tóta, Jón Gnarr leikur besta vin hans, Gunn- ar Eyjólfsson og Guðrún Ásmunds- dóttir eru tengdaforeldrar Tóta, Haf- dís Huld, kærastan og Laufey Brá Jónsdóttir er bamsmóðir hans. Með önnur hlutverk fara Laddi, Felix Bergsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Sigurjón Kjartansson, Júlíus Brjánsson og Matt Kessler, sem er bandarískur leikari á uppleið, lék meðal annars í Last Days of Disco og Scream 3. Leikstjóri Islenska draumsins er Robert I Douglas og er þetta fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd. Áður hefur hann gert fjórar stuttmyndir, þar af tvær sem fjalla um Tóta, aðal- karakter íslenska draumsins. Unnu þær einmitt til verðlauna á Stutt- myndadögum 1998 og 1999. Þá má geta þess að tónlistin úr myndinni er komin út á geislaplötu en meðal þeirra sem flytja lög í myndinni er Sálin hans Jóns míns, Land & Synir, Sóldögg, Sara Guðmundsdóttir, Páll Rósinkrans og fleiri. -HK Tóti Þórhallur Sverrisson leikur aöalhlutverkið í íslenska draumnum. Playboykóngurinn dapur: Saknar svo einn ar kærustunnar Playboykóngurinn og viagraætan Hugh Hefner getur ekki á sér heil- um tekið þessa dagana. Uppáhalds- kærastan hans þurfti nefnilega að bregða sér af bæ til að leika í kvik- mynd og allar hinar kærustumar gátu ekki komið í staðinn fyrir hina burtflognu. Og eru þær þó hvorki fleiri né færri en þrjár (og léti marg- ur yngri maðurinn sér það þó duga). Kærastan sem Hugh gamla (hann er 73 ára) er svona hjartfólgin heitir Brande Roderick. „Ég er ekki lengur glaður í sinni eftir að Brande fór. Brande var eins og fjórði fóturinn undir borðinu og ég vissi ekki hvað ég myndi sakna hennar mikið þar til hún var farin,“ segir gleðipinninn Hugh í viðtali við bandaríska götublaðið New York Post. „Það kom á óvart að maður á mínum aldri og með þessa reynslu að baki skyldi verða fyrir svona miklu tilfinningalegu áfalli." Ekki er hægt að gefa önnur ráð en þau að hinar kærustumar, tví- burasystumar Sandy og Mandy og vinkona þeirra, hún Jessica, verða að standa sig ögn betur. Einn og yfirgefinn Eöa þannig. Hugh Hefner er búinn aö missa eina af fjórum kærustum úr hjónasænginni. Hann er eyöiiagö- ur maður vegna þessa. Hér er Hugh þó hress, enda í faömi hinnar fögru Stacy Fuson. Britney rekur dansarana sína Það er ekki nóg aö kunna dans- sporin þegar maður starfar fyrir poppprinsessuna Britney Spears. Hún hefur nú rekið alla karldansar- ana sina. Ástæðan er sú að þeir eru ekki nógu sætir. Britney leitar nú að nýjum hópi dansara sem eru með rétta útlitið. Að sögn heimildarmanna er- lendra fjölmiðla vill Britney að allt sé fullkomið á sviðinu á tónleikum hennar. Þess vegna verði dansar- arnir að vera fallegir og flottir. Menn bíða nú spenntir eftir að sjá , sveinana á sviði. Christina valdi norskan stjóra Þótt Christina Ricci sé ung að ár- um, hún er jú bara tvítug, hefur hún nú samt leikið í 24 kvikmynd- um á þrettán árum. Nú hefur þessi einhver bjartasta vonin þeirra í Hollywood kosið að vinna með norskum leikstjóra við gerð kvik- myndar eftir umtalaðri og vinsælli bók, Prozac Nation. Leikstjórinn heitir Erik Skjoldbjærg. Christina segir að eftir handritsvinnuna hafi verið ljóst að leikstjórinn þyrfti að geta fjallað um erfiðar tilfinningar •. kvenna og eftir að hafa séð helming kvikmyndar Eriks, Insomnia, hafi hún séð að hann var hinn rétti. Himneskt að sjá soninn fæðast Richard Gere segir fæðingu sonar síns hafa verið það stórkostlegasta sem hann hafi upplifað. Eiginkona hins 52 ára Gere, Carey Lowell, fæddi soninn Homer 6. febrúar síð- astliðinn. Sá stutti var tekinn með keisaraskurði og segir Gere það hafa veriö himneskt að hafa verið f' sá fyrsti sem horfði í augu sonarins. Gere segir komu Homers í heiminn hafa gjörbreytt lífi sínu. Kvik- myndaleikarinn var í Feneyjum á dögunum og kvaðst hann hafa hringt heim á 10 mínútna fresti til að spyrja um líðan sonarins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.