Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2000, Blaðsíða 24
36 MIÐVKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2000 1 Tilvera I>V Kammertónlist í Fríkirkjunni í kvöld verður flutt kammertón- list frá Bretlandi 1 Fríkirkjunni í Reykjavík. Fram munu koma Þór- unn Guðmundsdóttir sópran, El- ísabet Waage, hörpuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Eydís Franzdóttir óbóleikari, Ármann Helgason klarinettleikari og Kristin Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari. Tón- leikarnir hefjast kl. 20.30. - Klúbbar ■ BRESKT BREAKBEAT A 22 Hinn breski Dj Panik rúllar töktunum á næsta Breakbeat.is-kvöldi á Café 22. Með honum verða fastir plötu- snúðar kvöldanna, DJ Adda & DJ Eldari úr Skýjum ofar og DJ Reyni úr Tækni. Kvöldið hefst klukkan 21. Krár ■ bÉEP HOÚSE Á PRIKINU Djúp- húskvöldin eru búin að festa sig í sessi hjá borgarbúum og hafa nú flutt sig af Thomsen og upp á Prik- % iö. Þaö eru þeir Herb Legowitz og ■' Dj Tommi White sem bjarga kvöld- inu í kvöld. ■ BJARNI TRYGGVA Á PUNKTIN- UM Það er aldrei of mikið af trúba- dorum í þessum heimi og aðdáend- um Bjarna Tryggva gefst ástæða til aö gleðjast á Punktinum í kvöld þar sem goöiö mun troða uþþ og skaþa rífandi fjöldasöngsstemningu sem mun án efa vara fram eftir nóttu. Djass ■ MARIA SCHNEIDER OG STÓR- SVEIT REYKJAVIKUR Maria Schneider og Stórsveit Reykjavíkur halda tónleika í íslensku óperunni kl. 20.30 í kvöld. Maria Schneider, Toshiko Akiyoshi og Carla Bley eru y, skærustu kvenstjörnur í stórsveitar- ' jassinum. Maria er þeirra yngst og hefur vakiö verðskuldaða athygli hin síöari ár. Hún var nemandi Gils Evans og stjórnar eigin hljómsveit utan þess sem hún feröast sem gestastjórnandi um heiminn. Stór- sveit Reykjavíkur hefur starfað á annan áratug undir stjórn Sæbjörns Jónssonar og meöal gestastjórn- enda í sögu sveitarinnar eru Frank Foster og Ole Kock Hansen. Tón- leikarnir eru á vegum Jazzhátíöar Reykjavíkur. Aögangseyrir er kr. 2.500. ■ TRÍÓIÐ FLÍS Á KAFFI REYKJA- VÍK Tríóiö Flís sló eftirminnilega í gegn á Sirkusi mánudagskvöld eitt í ágúst með stórgóöum plötusnúði og munu þrímenningarnir nú reyna að f endurvekja hina frábæru stemningu þó skífuþeytinn vanti og er vettvang- ur listar þeirra að þessu sinni Kaffi Reykjavík. Aðgangseyrir er 1000 krónur og giggið hefst klukkan 22. Klassík ■ BLAA KIRKJAN Síðustu tónleikar T tónleikaröðinni Bláa klrkjan á Seyöisfiröi verða í kvöld, kl. 20.30, en þá munu sjö tónlistarmenn flytja tónlist úr óperum. Það verður söng- ur, einleikur á hljóðfæri, dúettar, tríó og fleira. Þarna kemur saman hópur frábærra listamanna sem rekur endahnútinn á tónleikaröðina þetta ' árið. Þeir sem fram koma eru: Anna Guðný Guömundsdóttir píanóleikari, Bergþór Pálsson baríton, Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzosópran, Martial Nardeau flautuleikari, Sigrún Ed- valdsdóttir fiðluleikari, og Gunnar Kvaran sellóleikari. Sjá nánar: Líflö eftir vinnu á Vísi.is Bjarni F. Eiríksson fornleifafræðingur kafaði í Reykjarfirði í sumar: Fundum engin skipin en tvær bæjarrústir - ef skipið er þarna þá er það líklega alveg óskaddað. Fjölskyldumál arnir láku en að öðru leyti gekk vel. Ég er ekki alveg viss hvemig framhaldið verður. Það þarf að breyta um áherslur og gera þetta að alvörumáli því í þetta sinn var það forvitnin sem réð ferðinni. Það væri mjög spennandi að reyna að fá rétt tæki til leitar og renna sér á 100 metra dýpi eftir álnum fyrir utan Naustvíkina og sjá hvort skipið ligg- ur þar á botninum. Ef skipið er þar er það líklega alveg óskaddað. Það er mikið dýpi þarna, engin birta og, það sem mestu máli skiptir, engin alda. Ég veit ekki hvað verður gert ef skipið finnst. Það kostar náttúr- lega óheyrilegt fé að taka það upp og íslendingar geta það ekki einir. En við gætum myndað það og rannsak- að á ýmsan hátt.“ Fann tvær fornar bæjarrústir „Ég tel mig aftur á móti hafa ftmdið Kersvogskot. Það er talsvert utar í firðinum en talið var og að- stæður þar eru góðar til köfunar og leitar, þar er aðgrynnra og birtu- skilyrði góð. Ef það er rétt að skip- in hafi brotnað þar þá hlýtur bara eitthvað að vera þama undir. Mér vitanlega hefur enginn leitað þar áður vegna þess að menn hafa ekki vitað hvar Kersvogkskot var. Ég tel alveg öruggt að kotið sé þama því við fundum bæði bæjarrústir og gömul hús. Skúli Alexandersson, fyrrverandi álþingismaður, kom til mín eitt kvöldið og bað mig að skoða tún- garðsbrot sem hann hafði nýlega fundið. Skúli er alinn upp í Kjós, sem er einn af tveimur bæjum i botni Reykjarfjarðar, og í sumar fann hann garðinn og, viti menn, þama er fombýli. Ég efast um að býlið sé yngra en frá tólf hundruð og enginn hafði hugmynd um að það hefði verið þarna.“ -Kip Þörhaliur Heimisson skrifar um fjölskyldumál á miövikudögum kannski ekki eins hátt og allt hitt því í þeim málaflokki gildir að hver reynir að bjarga sér. Þar á ég við þá afleitu stöðu á heimilunum þegar sumarfrí foreldra er á enda en hið endalausa skólaleyfi heldur áfram. í ágúst eru öll böm búin að fá nóg af leikjanámskeiðum og öðrum nám- skeiðum sumarsins. Foreldrarnir, sem búnir eru með sumarfríið sitt, lenda í endalausri skipulagningu við að bjarga pössun handa bömun- um sem mörg hver verða að ganga sjálfala heima svo vikum skiptir. Þegar skólinn byrjar svo loksins 1. september mæta bömin í einn tíma og eru svo send heim. Og þannig uppákomur endurtaka sig sí og æ yfir vetrarmánuðina. Af hverju er þetta svona hér á ís- landi en hvergi annars staðar á Vesturlöndum? Þurfa islensk böm meiri frí en önnur? Eru íslensk böm færari um að bjarga sér ein heima á daginn en önnur? Ekki sýn- ir há slysatíðni íslenskra bama það. Er ef til vill kominn tími til að horfast í augu við 21. öldina í skól- anum sem á öðrum vettvangi? Og gæti ekki verið að allir væra tilbún- ir að láta kennurum eftir hærri laun ef skólinn lengdist, friin stytt- ust og götótar kennsluvikur heyrðu sögunni til? Það er leikur að læra Haustið 1615 sukku þrjú spænsk hvalveiðiskip í Reykjarfirði á Ströndum. Bjami F. Einarsson fom- leifafræðingur kafaði í Reykjarfirði i sumar og leitaði að skipunum. Bjami segir að forsaga málsins sé sú að legufæri skipanna hafi slitn- að, þau strandað og svo sokkið. Stærsta skipið rak upp í ijöru við Naustvík eða Ytri-Naustvíkur en ekki er víst á hvorum staðnum. Skipið strandaði svo nálægt landi að flestu lauslegu var bjargað en skipið sjálft virðist hreinlega hafa horfið. Hin skipin rak á land utar í firðinum, við svokallað Kersvog- skot, og brotnuðu með þeim afleið- ingum að þrír menn drukknuðu. Það voru u.þ.b. 80 Spánverjar sem lentu í þessum hremmingum. Helm- ingur þeirra komst við illan leik til Patreksfjarðar þar sem þeir stálu skipi, sem að öllum líkindum var enskt, og létu sig hverfa. Áður en þeir fóru frá landi hótuðu þeir öllu illu og lofuðu hefndum vegna Spán- verjavíganna sem áttu sér stað í kjölfar strandsins. Það hlýtur eitthvað að vera þarna „Mörgum hefur dottið í hug að leita að skipunum en mér vitandi hefur aðeins einn maður kafað á undan okkur á staðnum til að leita að þeim. Þegar við fórum þangað var markmiðið að átta sig á aðstæð- um og komast að því hvar Kersvog- skot var. Við byrjuðum að kafa við nesið milli Naustvíkur og Ytri- Naustvíkur en ef skipið er þar þá er það á of miklu dýpi fyrir okkur. Við settum mörkin við 25 metra dýpt og fórum ekki dýpra. Það er mjög að- djúpt þama þannig að næsta skref yrði að leita með tækjum, sónar og þess háttar. Við vorum 11 sem köf- uðum og leituðum í fjóra daga. Að- stæður vom að ýmsu leyti erfiðar, það bilaði hjá okkur dæla og gall- Bjarni F. Einarsson, fomleifafræóingur og kafari Þaö væri mjög spermandi aö reyna aö fá rétt tæki til leitar og renna sér á 100 metra dýpi eftir álnum fyrir utan Naustvíkina. Foreldrarnir, sem búnir eru með sumarfríið sitt, lenda í endalausri skipulagningu við að bjarga pössun handa börnunum sem mörg hver verða að ganga sjálfala heima svo vikum skiptir. Þegar skólinn byrjar svo loksins 1. september mæta böm- in í einn tima og eru svo send heim. Og þannig uppákomur endurtaka sig sí og æ yfir vetrarmánuðina. Þá eru skólarnir byrjaðir aftur eftir þriggja mánaða sumarfrí, með öllu sem tilheyrir. Skólabyggingarn- ar sem hafa staðið eins og drauga- hús í allt sumar iða nú aftur af lífi og fjöri og götumar eru fullar af litl- um og stórum krökkum á leið í skól- ann og heim aftur. Sumir eru að koma í skólann í fyrsta sinn, pínu- lítið hræddir og kvíðnir, aðrir krakkar era veraldarvanir, hafa séð þetta allt fyrr og þekkja allar að- stæður út og inn. Lífið heldur sem sagt áfram sinn vanagang eftir sum- arið eins og ekkert hafi ískorist. En þeir eru fleiri, haustboðamir, en skólastarfið. Það er orðið árvisst vikumar áður en skólastarfið hefst að öll blöð fyllast af auglýsingum þar sem auglýst er eftir kennurum. Jafn árvisst er svo það að kennarar sækja illa um stöðumar sem eru auglýstar, leiðbeinendur eru ráðnir í þeirra stað og foreldrar kvarta yfir stöðunni eins og hún er. Og síðan fylgir skýringin á slælegri mætingu kennara í skólana: launin eru of lág, ekki samkeppnisfær við markaðs- laun, og því láta kennarar ekki sjá sig. Þetta er sami söngur- inn ár eftir ár og fer hækk- andi ef eitt- hvað er, enda fleiri og fleiri kennarar sem taka pokann sinn og hverfa burt úr skól- anum til ann- arra starfa. Laun kenn- ara eru vissu- lega allt of lág, alveg eins og laun leikskólakennara og fleiri stétta sem stunda svokölluð umönn- unarstörf. Það er í raun og veru furðulegt hvað viö erum tilbúin til að borga þeim lág laun sem eiga að annast börnin okkar á daginn, kenna þeim og leiðbeina. Og þar er ekki bara við fræðsluyfirvöld að sakast. Nei, það er í raun við alla að sakast þvi um leið og einhverjar lik- ur hafa verið á því í gegnum árin að nú eigi að bæta laun kennara þá hleypur einhver púki í okkur öll hin. Þá viljum við sko líka fá hærri laun. Það virðist ekki vera hægt að leiðrétta kennaralaunin og laun um- önnunarstéttanna umfram þær pró- sentur sem allir aðrir hafa fengið án þess að allt fari í bál og brand á vinnumarkaðinum. Kannski er þetta að einhverju leyti vegna þess að „mórölsk" staða skólanna er ekki allt of sterk. Það er nefnilega fleira en auglýsingar um kennarastöður og deilur um kjara- mál kennara sem er árvisst í ágúst- mánuði á hverju hausti. Það fer Sumir eru að koma í skólann í fyrsta sinn, pínulítið hræddir og kvíðnir, aðrir krakkar eru veraldarvanir, hafa séð þetta dllt fyrr og þekkja allar aðstœður út og inn. Lífið heldur sem sagt áfram sinn vanagang eft- ir sumarið eins og ekkert hafi ískorist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.