Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2000, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2000, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 !)«««# Maðurinn hefur lengi haft þá áráttu að þurfa sífellt að vera að skipuleggja tíma sinn. Framleið- endur ýmiss konar tækja og tóla hafa því í gegnum tíðina reynt að framleiða ýmiss konar hjálpartæki fyrir manninn til að hann geti skipulagt tíma sinn sem best. Dagbækurnar hafa reynst vel og lifa enn góðu lífi þrátt fyrir að lófa- tölvur, þar sem hægt er ;að skipu- leggja tíma sinn rafrænt, Séu komn- ar á markað. Þeir sem framleiða lófatölvur eru í harðri samkeppni þessa dagana og reyna sífellt að auka gæði þeirra og virkni. Japanar eru þar engin undan- tekning og nú hefur Sonyfyrirtækið kynnt nýjustu lófatölvuna sína. Hún var kynnt í höfuðstöðvum fyr- irtækisins í Japan í síðustu viku en með henni er hægt að skipuleggja tíma sinn með stafrænum hætti. Tölvan er að mestu leyti sams konar og aðrar lófatölvur sem eru á markaðnum i dag. Það sem er nýtt í lófatölvunni frá Sony er að hún er með sjónvarpsskjá þannig að það er hægt að horfa á sjónvarp i henni og tengja hana við myndbandstæki. Lófatölvan er þegar komin í sölu og kostar með litaskjá 55 þúsund jen en það eru rúmlega 43 þúsund ís- lenskar krónur. Þeir sem eru ekki mikið fyrir liti geta hins vegar feng- ið lófatölvuna með svarthvítum skjá. Skakka turninum bjargað mii tm oi Skakka turnin- um í Pisa hef- ur verið bjargað frá falli. Tum- inn haUast núna 5,5 gráður og hefur hallinn verið minnkaður um 23 cm. Þetta gerir það að verkum að turninn mun ekki falla, a.m.k. ekki næstu 350 árin. Tuminn er núna í fyrsta sinn stöðugur í 800 ár en hann gæti far- ið að hreyfast aftur. Það eru meðal annars breskir verkfræðingar sem unnið hafa við að bjarga turninum og að- ferðin sem þeir nota er að fjarlægja jarðveg undan norðurhlið hans. Það er þyngd turnsins sem gerir það að verk- um að hann hallast en með þessari aðgerð verður hann stöðugri. Verkfræðingamir von- ast til að verkinu verði fulllokið næsta sumar og hægt verði að opna tuminn aftur fyrir heimsóknir ferða- manna. Turninn verður þá eins og hann var árið 1838, áður en arki- tektinn Gheradesca gróf í kringum hann og gerði hann þannig óstöðugan. Margmiðlunarráðstefna í Reykjavík Næstkomandi fóstu- dag hefst í Reykjavík ráðstefna um nýmiðl- un og margmiðlxm og þau verkefni sem margmiðlunarfyrirtæki vinna. Það er Margmiðlunarskólinn sem heldur ráð- stefnuna í samstarfi við fleiri fyrir- tæki og er hún fyrsta ráðstefnan í ráð- stefnuröð undir yfirskriftinni Nýmiðl- un. Meðal fyrirlesara verða dr. Brad Hansen, sem er prófessor við Portland- rikisháskólann, þar sem hann hefur byggt upp margmiðlunardeOd. Dr. Hansen kennir nú við Margmiðlunar- skóiann en hann hefur stjómað marg- miðlunarverkefnum fyrir fyrirtæki eins og Microsoft. Hægt er að skrá sig á vefsíðu ráðstefnunnar, sem er www.nymiðlun.is, og hjá Margmiðlun- arskólanum. Meðal þess sem rætt verður um eru vefhönnun, þrívíð lik- ön og rafrænt kynningarefni. spennandi fylgir DV á nýjungar morgun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.