Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2000, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 Vinsælustu PlayStation-leikirnir Net-leikjamiðillinn Ign.com gerði fyrir skömmu athyglis- verða skoðanakönnun meðal lesenda sinna. Þar var spurt hver væri besti PlaySta- tion-leikur alira tíma. Niðurstöðunum var svo safnað saman og búinn til listi sem innihélt efstu 25 leikina. Margt í þessari könnun kemur ekki á óvart eins og það að leikir eins og Tekken- serían, Ridge Racer-serían, Final Fantasy-leikimir, Driver, Tony Hawks Skateboarding, Gran Turismo, Res- ident EvO og Syphon Filter raði sér á listann enda allt gæðaleikir. Annað kemur svo spánskt fyrir sjónir eins og það að leikir eins og Tomb Raider-ser- ían, Cool Boarders-serían, Wipeout-ser- ían og Colin MacRae-leikimir tveir skuli ekki ná inn þar sem þetta era leikir sem hafa selst gríðarlega vel. Inn tuÍJlí' Final Fantasy-leikirnir voru meðal vinsælustu leikjanna í könnun netleikjamiðilsins lgn.com. á milli em svo leikir sem undir- ritaður kannast ekki einu sinni við eins og Twisted Metal, Lunar: Sil- ver Star Story Complete og Cast- levania: Symphony Of The Night. Það kemur svo kannski ekki á óvart hvaða leikur hafnaði í efsta sæt- inu í þessu vin- sældavali enda einn besti leikur sem framleiddur hefur verið, auð- vitað meistara- verkið Metal Gear Solid. Þeir sem ■BBBsaaBanBasas ta Margt í þessari könn- un kemur ekki á óvart eins og það að leikir eins og Tekken-serían, Ridge Racer-serían, Final Fantasy-leikimir, Driver, Tony Hawks Skateboarding, Gran Turismo, Resident Evil og Syphon Filter raði sér á listann enda allt gæðaleikir. hafa áhuga á að kynna sér þennan lista betur geta skeilt sér á Ign.com-vefinn og skoðað listann i heild sinni. Þaö styttist í að The Blair Witch Project töivuleikurinn verði gefin út. The Blair Witch Project tölvuleikurinn Tölvuleikjafram- leiðendur eru hrifnir af því að búa til leiki sem eru byggðir á kvikmyndum. Ekki eru þetta alltaf vel heppnaðir leikir enda era ekki allar kvikmyndir þær sem verða að tölvuleikjum góðar. Stund- um era gerðir tölvuleikir eftir kvik- myndum sem við fyrstu sýn virðast ekki vera grundvöllur fyrir góðan tölvuleik. Tölvuleikjafyrirtækið Gathering of Developers er nú um stundir með tölvuleik í smiðum sem er einmitt byggður á slíkri kvikmynd. Þar á ferð er tölvuleikur sem er byggður á kvikmyndinni The Bla- ir Witch Project. Myndin sem öll- um að óvörum sló í gegn á síðasta ári virðist ekki vera kjörin til að gera tölvuleik eftir. Gathering of Developers lætur allt slíkt hjal sem vind um eyru þjóta og hyggst búa til nokkra tölvuleiki, byggða á kvikmyndinni. Fyrsti leikurinn mun verða hryilings/skotleikur I þriðju per- sónu. Leikurinn mun koma út fyr- ir Pésann seinna í þessum mán- uði. Seinna mun Gathering of Developers svo gefa út annan leik svipaðan hinum sem mun vera einskonar forsaga málsins. Ekki er kominn ákveðinn útgáfudagur á þann leik. Það er svo rétt að geta þess að framhald kvikmyndarinn- ar er á leiðinni og nefnist það The Blair Witch Project 2: Book of Shadows og mun þá Gathering of Developers væntanlega gera einn tölvuleik í viðbót til að gjömýta útgáfuréttinn. Anarchy Online fer á X Box Tölvuleikjafyr- irtækið Funcom, sem framleiðir net- leikinn Anarchy Online, hefur ákveðið eftir miklar vangaveltur að framleiða leikinn fyrir X Box-leikja- vélin frekar heldur en PlayStation 2. Þetta kemur svo sem ekki á óvart þar sem Funcom hefur í gegnum tíðina framleitt leiki aðailega fyrir Windows-einkatölvur. Anarchy On- line er vmsæli netleikur og mun út- gáfa hans fýrir X Box koma leikja- vélinni væntan- legu frá Microsoft til góða. Ekki hefur Funcom-fyrirtæk- ið þó enn fengið leyfi til að fram- leiða leiki fyrir X Box en það er næstum formsat- riði fyrir fyrir- tækið. X Box- leikjavélin er áætluð á markað árið 2001. Netleikurinn Anarchy On- line veröur framleiddur fyrir X Box-leikjavélina. \ r I # : > Fleiri hjóla- brettaleikir í kjölfar vin- sælda hjóla- brettaleiksins Tony Hawks Skateboarding hafa margir stokkið til og hellt sér út í framieiðslu á slíkum leikjum. Einn hjólabrettaleikur er nú í framleiðslu fyrir Dreamcast leikjavélina og nefnist hann MTV Skateboarding. Samkvæmt THQ, fyrirtækinu sem gefur leikinn út, mun MTV Skateboarding hafa allt það til að bera sem vantaði í Tony Hawks Skateboarding, sem var ekki margt. Þeir sem hafa fengið að grípa í leikinn segja hann vera mjög góðan og vera á við Tony Hawks Skateboarding í gæðum. Það í kjölfar vinsælda hjólabrettaleiks- ins Tony Hawks Skateboarding hafa margir stokkið tii og hellt sér út í framleiðslu á slíkum leikjum. era góðar fréttir fyrir Dreamcast eigendur þar sem aldrei er nóg til af góðum leikjum. MTV Skateboar- ding mun eiga að koma í hillur verslana í nóvember næstkomandi. Lucas Arts, sem framleiðir meðal annars Indiana Jones-leiki, ætlar að fram- leiða töivuleiki fyrir Game Boy-leikjavélina. Lucas Arts gerir leiki fýrir Game Boy Hið vel þekkta leikjafyrirtæki, Lucas Arts, er þekkt fyrir leiki byggða á kvikmyndum, eins og Indiana Jones og Star Wars fyrir leikja- vélar eins og PlayStation, Nin- tendo og Dreamcast. Nú hefur Lucas Arts ákveðið að fara að framleiða leiki fyrir Game Boy- leikjavélina frá Nintendo. Ekki er þetta vitlaus ákvörðun hjá Lucas Arts þar sem Game Boy-leikir seijast eins og heitar lummur úti um allan heim. í byrjun mun Lucas Arts gefa út leikina Indi- and the Infernal Machine og Obi Wan’s Adventures. Fyrirtækið sem framleiðir leikina fyrir Lucas Arts nefnist HotGen en það framleiddi leikina Uno og Res- ident Evil fyrir Game Boy-vélina. Resident Evil-leikurinn kom þó aldrei út. Lucas Arts hyggst koma þessum titlum á markað í byrjun ársins 2001.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.