Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Blaðsíða 4
22 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 J3"\T Molar Keppt við íjósið Þegar veriö var að grafa hina miklu Flóaáveitu bar það við kvöld eitt eftir að dimmt var orðið að gröfumaður einn kappsfuilur mjög sá ljós út undan sér sem hann taldi vera á annarri gröfu sem var þama í áveitunni. Herti hann á sér við þessa sýn og ákvað að hætta ekki fyrr en hann væri kominn vel á undan kollega sín- um. Leið nóttin við gröft þar sem ekkert var slegið af og vélinni boð- ið allt og öllum þeim afköstum náð sem hægt var og vel það. Aldrei höfðu önnur eins afköst sést en þegar eldaði af degi kom i ljós að hinn kappsfulli gröfumaður haföi verið að etja kappi við útiijósið á einum sveitabænum í Flóanum. Hver á dekkið? Hinn frægi rútubílstjóri Ólaf- ur Ketilsson lenti í því að þurfa að taka ökupróflð á ný er hann hugðist endurnýja ökuskírteini sitt. Þótti Ólafi að vonum á sér brotið en hinu opinbera varð ekki hnikað. Kappinn mætti á eigin rútubíl í próQð og var ekið af stað. Þar kemur að prófdómar- ar krefjast þess aö gamli maður- inn skipti um dekk undir rút- unni sem hann og gerir. Eftir að dekkjaskiptunum var lokið rúll- aði kappinn gamla dekkinu út fyrir veg og ofan í skurð. Þegar embættismennirnir gerðu at- hugasemdir við þetta ráðslag brá Ólafur við hvassur mjög: Á ég dekkið eða eigið þið það? Rafstöðvar Mikið úrval bensín og dísil rafstöðva. Hagstætt verð! Skarphéðinn Jóhannesson hefilsstjóri vinnur á þrívíddartölvuna í heflinum sínum á Reykjavíkurflugvelli. Nýjung frá R. Sigmundssyni ehf.: DV-mynd GS Þjóðvegir í þrívídd „Ég veit ekki hvernig við hefðum farið að þessu ef við hefðum ekki haft þennan þrívíddartölvubúnað. Brautimar eru að snúa sér og það er ekki til beinn kafli í þeim, þetta er bara heflað eftir hnitaskránni,“ segir Skarphéðinn Jóhannesson, veghefilsstjóri hjá ístak hf., og vísar í nýjan búnað sem R. Sigmundsson ehf. hefur haQö innflutning á og ger- ir mönnum kleift að stjóma vinnu- vélum eftir hnitapunktum frá sendi sem staðsettur er á vettvangi. Sendirinn stjómar aðgerðum vinnu- vélarinnar þannig að nákvæmni verksins nálgast fullkomnun. Frumraun þessa búnaðar hér á landi var við endurgerð Reykjavík- urfluvallar nú í sumar. „Eftir að maður fór að ná tökum á búnaðinum náðist undraverður árangur. Þá fórum við að ná í einni heflun því sem áður hefði tekið þrjár til fjórar heflanir að gera auk þess sem þessi nákvæmni hefði aldrei náðst. Það er gott að vinna með þennan búnað eftir að búið var að sníða af byrjunarvankanta sem óhjákvæmilega fylgja svona nýjung- um. Öflugar tölvur sem þessar bjóða upp á marga möguleika og það tek- ur auðvitað töluverðan tíma að læra á þetta allt. Það voru nánast gerðar óraunhæfar kröfur um heQunina hér á vellinum, tvöfalt strangari en gengur og gerist á alþjóðaQugvöll- um. Við eðliegar aðstæður eins og til dæmis í vegalagningu er nokkuð víst að þessi búnaður myndi nýtast vel og vafalaust væri hægt að ljúka mörgum verkefnum bæði Qjótt og vel af,“ segir Skarphéðinn, sem hef- ur starfað við jarðvinnslu um langt árabil, bæði hér heima og erlendis. Ótrúleg nákvæmni Sæmundur Sævarsson hjá R. Sig- mundssyni segir umrætt þrivíddar- tæki þaö fullkomnasta sem bjóðist á þessu sviði hér á landi. Auk þess að vera með hæðartölvu i vegkantin- um sem sendir boð í tölvu heOlsins er hægt að tengja heQlinn beint við GPS tæki og þannig er hægt að taka langa vegarkaQa fyrir í einu án þess að færa hæðartölvuna eða kíkinn. Gervihnattatenging gerir mönnum kleift að ná nákvæmninni upp í plús eða mínus þrjá sentimetra. Með búnaðinum sem notaður var á ReykjavikurQugveUi var unnið með nákvæmni upp á aUt að 1 miUi- metra. Búnaðurinn stjómar tönn veghefllsins eftir áður gerðum þri- víddarmyndum af verkinu, alveg án tiUits tU stöðu hefUsins, hvort sem eitt hjól hans fer upp á stein eða þess háttar. Tönnin heldur ávaUt sinni fyrri stöðu. „HeBlsstjórinn sér jaf'nóðum á tölvu í mælaborðinu hjá sér stöðu verksins hveiju sinni svo sem yfir- borðshæð og þess háttar. Þennan búnað er hægt að fá í ýmsar gerðir vinnuvéla svo sem malbikunarvél- ar, fræsara, kantsteypuvélar og margt Qeira. Auk mikils tímaspam- aðar og mjög nákvæmrar vinnu er helst ávinningur af þessu mikiU spamaður á efni, sem oft er Qutt langt að með miklum tilkostnaði," segir Sæmundur um hinn nýja bún- að. -GS VÉLAVARAHLUTIR orginal og frá viöurkenndum framleiöendum Höfum þjónað markaðnum í nær - hálfa öld í 4 VAR AH LUTAVERSLU NIN KISTUFELL BRAUTARHOLT116 • ® 562 2104 Fax 562 2118. E-mail: kistufell@isholf.is Hæðartölvan sendir boö beint f hefilinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.