Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Blaðsíða 8
26 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 JLí Vökvastýrður stjórnbúnaður í traktorsgröfur: Þægindi og nákvæmni meiri en áður Stórar stýristangir og jámkallar eru nú að víkja fyrir léttari stjóm- stöngum í sætisörmum traktors- grafa. Það er fyrirtækið Vélaver sem býður nú þessa nýjung í JCB traktorsgröfum af 3x, 3cx super, 4 cx, 4 cx super og 4 c super stærðum. „Við lítum svo á að þessi nýjung sé mikil bylting fyrir þá sem starfa á gröfunum. í stað gömlu stýristang- anna hefur nú verið komið fyrir litl- um stýripinnum (joy sticks) í sætis- armanna þannig að ökumaðurinn getur stýrt allri vinnslu á þægilegri hátt en áður. Nýju stýripinnamir hafa auk þess í för með sér að ná- kvæmni og samhæfíng verður meiri en áður. Þannig er hægt að ná betri árangri við sjálfa vinnsluna auk þess sem starfmaðurinn kemur mun hvíldari úr vélinni að loknu dagsverki en áður,“ segir Sigurjón P. Stefánsson, sölustjóri hjá Véla- veri. Stjórnbúnaðurinn, sem kallast Servo Command, er vökvastýrður sem þýðir að nákvæmni og tilfinn- ing fyrir gröfunni verður meiri en ella. „Þessi tækni er löngu orðin þekkt og hefur um áraraðir tíðkast í stóru beltavélunum. Þá er vert að geta þess að tvöföld stjómun er fyr- ir moksturs- og gröfubúnað sem þýðir að gröfubúnaðurinn virkar þótt stjórnandi snúi fram og eins getur mokstursbúnaðurinn virkað þegar stjómandi snýr aftur. Þetta eykur bæði vinnuhraða og vald yfir vélinni,“ segir Sigurjón. Nýja búnaðinum getur auk þess fylgt fótvirkur sætissnúningur sem gerir ökumanni mögulegt að halda um báðar stjómstangir þótt stóln- um sé snúið samtímis. Þá gefur slétt gólf að aftan aukið fótarými og út- sýni niður á skófluna. Önnur nýjung er svokölluð vökvahliðarfærsla en Sigurjón segir að með henni sé kleift að færa gröfubúnaðinn til hliðar fyrir vökvaafli, með einum rofa i stjóm- stöng. „Við eigum líka von á annarri nýjung á haustdögum. Það eru innbyggðir gafflar í hraðtengið að fram. Það fer sáralítið fyrir þeim og þeir eru notaðir án skóflunnar sem gefur þeim mun meiri lyftigetu, útsýni og nákvæmni við gaffla- vinnu,“ segir Siguijón P. Stefáns- son. -aþ Alternatorar og startarar Tovota. Subaru, Mazda, Mitsub., Honda, Buick, Oldsmobile, Chev. 6,2 dísil, Cherokee, Amc, Willys, Bronco II, Explorer, Ford 6,9 og 7,2 dísil, Escort, Golf, M. Benz, Peugeot, Renault o.fl. _____________Broyt, Caterpillar, Case, Clark, Cummins, Deutz, Fiat, Hyster, Perkins, Payloader, M. Ferguson, Same, Zetor, Ursus o.fl. M. Benz, MAN, Iveco, Scania, iVolvo Penta, Bukh, Cat, Cummins, :ord, Marmet, Iveco, Lister, Perkins ________Gasmiðstöðvar í húsbílinn, bátinn o.fl. 4 fc) PrestaUte> I electrlc Bílara 1 Auðbrekku 20 1 sími 564 0400 Standast allan samanburð \BELTAGROFUR Til afgreiðslu strax á einstöku verði Yanmar B17 -1,7 tonn með breikkanlegum undirvagni llllKCSfe v Sími 568 1044 Nýju stýripinnarnir f JCB-gröfunum eru handhægari en áður og bjóða upp á meiri nákvæmni og samhæfingu við alla jarðvegsvinnu. DV-mynd E.ÓI. Sandra Guðmundsdóttir segir gröfumannsstarfið ekki líkamlega erfitt: Krafturinn og orkan heillar Sandra Guðmundsdóttír hefur ekki farið troðnar slóðir þegar kemur að atvinnumálum. Hún hefur í gegnum tíðina yfirleitt unnið við störf sem hafa flokkast sem hefðbundin karla- störf. Hún var um tima á sjó, vann við hellulagnir og á dekkjaverkstæði, mokaði snjó á traktorsgröfu og vinnur nú á 30 tonna beltagröfu hjá Ræktun- arsambandi Flóa og Skeiða og er um þessar mundir að grafa grunn fyrir nýrri byggingu Húsasmiðjunnar á Selfossi. „Fyrir nokkru var ég að vinna á dekkjaverkstæði. Kærasti minn var þá nýkominn með traktorsgröfu sjálf- ur og þegar vetrartömin í snjó- mokstri hófst vantaði hann einhvern á móti sér. Það þurfti að halda gröf- unni gangandi allan sólarhringinn. Þá fór ég á vinnuvélanámskeið hjá Iðn- tæknistofnun og vann síðan á gröf- unni á móti honum. Vinnuvélanám- skeiðið er aðallega bóklegt nám og svo þarf að æfa sig á tækjunum og þurfa þátttakendur námskeiðsins að útvega sér þá þjálfun sjáifir. Það voru hæg heimatökin hjá mér og ég fékk alla þá æfingu sem ég þurfti hjá kærastanum. Mér fannst rosalega gaman að þessu.“ Eftir vinnuna á traktorsgröfunni vann hún á hjólagröfú hjá Heimi og Þorgeiri. Þaðan fór hún síðan til Ræktunarsambandsins og hefur unn- ið á beltagröfunni í rúmt ár. Sandra segir að það sem heilli hana mest við þetta starf sé orkan og krafturinn í vélinni, auk þess sem sú tilfinning að hún sé að gera þetta allt sjáif sé góð. Sandra á tveggja og hálfs árs gamlan son sem er mikill gröfukall eins og aðrir í fjölskyldunni. Hann hefur fengið að fara með mömmu sinni í traktorsgröfuna og fengið að moka með henni. „Honum finnst það mjög skemmtilegt enda er hann alveg gröfuóður. Nánast öll leiktækin hans eru gröfur og hann veit hvað allir hlutar hennar heita, eins og bakkó og fleygur, hann kann þetta allt sarnan," segir Sandra. Hún segir að hún vilji endilega sjá fleiri konur í þessu starfi því það sé ekki eins erfitt og þær haldi. „Það tekur á að venjast hreyf- ingum gröfunnar og það þarf að hugsa mikið í þessari vinnu. En starfið sem slíkt er ekki líkamlega erfitt og ég vil endilega sjá miklu fleiri stelpur í þessu," segir Sandra að lokum. Sandra Guðmundsdóttir, gröfumaöur hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.