Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Blaðsíða 18
36 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 1>V c°m(nRe á íslandi w * Hið sérstaka lag Corimag-fleygstála, vandað framleiðsluferli og háþróuð iækni hefur skilað vöru sem endist lengur og eykur afköst. Sími 520 3100 nausf Við eigum úrval af aukaljósum, þokuljós viðyörunarljósum og vmnulj ó sum. Aukþess þurrkubtöð, spegla, dempara, síur glussa fyrir vörubíla < vinnuvélar. iÉjk Reykjavík • Hafnarfjoröur • Keflavík Akureyri • Egilsstaðir • Höfn f lliiÉlii t r i i C' "J »■ J 1 Vinnuvélanámskeið: Skjót leið til starfsmenntunar - að ýmsu leyti er kvenfólk hæfara til að stjórna vinnuvél- um, segir Svavar Svavarsson, skólastjóri Nýja ökuskólans Árlega sækja um flmm hundruð manns námskeið í meöferð og notk- un vinnuvéla. Svavar Svavarsson, skólastjóri Nýja ökuskólans, segir að því miður séu karlmenn í mikl- um meirihluta því að ýmsu leyti sé kvenfólk hæfara til að stjórna vinnuvélum. „Þær eru vandvirkari og fara betur eftir fyrirmælum en karlmenn og það er mikilvægur eig- inleiki hjá vinnuvélastjóra að vita ekki alltaf betur en sá sem hann er að vinna fyrir. Karlmenn eru gjam- ari á að sveigja reglur og stundum virðast reglumar vera andskoti góð- ar fyrir alla nema þá, menn hugsa sem svo að þeir ætli að gera hlutina eins og þeim hentar best. En það gengur náttúrlega ekki að reglmnar séu bara til viðmiðunar." Námskeiöin spanna allt lit- rófiö „Vinnueftirlitið setur reglugerð- arumhverfið sem við fóram eftir og samkvæmt þvi þurfa menn að hafa bílpróf til að geta sótt námskeið. Það er þó hægt að byrja að læra sextán ára og fá það sem kallað er æfingarleyfi eins og í almennu öku- námi. Krafan er sú að menn fara á 80 stunda námskeið þar sem farið er yfir alla helstu þætti sem snúa að vinnuvélum eins og öryggismál, vinnubrögð, krana, ýtur, víra o.fl. Einnig er farið í þætti eins og þjöpp- un jarðefna, teikningar, tryggingar og vökvafræði. Það má segja að við förum yfir allt sem skiptir máli í tengslum við vinnuvélar, bæði stór- ar og litlar. Vinnueftirlitið er með sérstök námskeið þar sem menn geta fengið réttindi á litil tæki, eins og gröfur allt að fjórum tonnum og aðrar minni vélar. Námskeiðin hjá okkur spanna allt litrófið og menn fá réttindi til að stjórna öllum gerð- um vinnuvéla þegar því er lokið. En það er rétt að geta þess að þetta er ekki meirapróf, menn fá ekki aukin ökuréttindi út úr þessu eins og margir virðast halda. Vaninn er sá að menn ljúka bóklega hlutanum hjá okkur en taka svo verknámið á vinnustað eða fá lánað tæki hjá ein- hverjum kunningja til að taka próf- ið. Námskeiðið kostar tæpar 40.000 krónur fyrir hvem flokk og próftökugjaldið er rúmar 2000 krón- ur. Þetta eru að vísu nokkuð marg- ir flokkar þannig að skirteinið getur orðið dýrt hjá þeim sem eru með viðtæk réttindi en það er dýrara að hafa það ekki því þá njóta menn engra trygginga. Venjulega er kennt á kvöldin, frá klukkan 18 til 23 á virkum dögum en frá 9 til 17 um helgar og menn taka þetta á hálfum mánuði eða svo.“ í leit aö starfsmenntun „Þeir sem kom á þessi námskeið eru yflrleitt menn sem hafa hætt námi eftir grunnskóla og era að leita sér að starfsmenntun. Sumir leggja mikið á sig til að komast á námskeiðin og það þarf að lesa um 700 blaðsíður til að klára það. Menn mæta í vinnu klukkan sjö á morgn- ana og fara svo á skólabekk eftir vinnu og eru þar til ellefu á kvöldin og það sem verra er er að vinnuveit- endur og verkalýðsfélögin gera lítið sem ekkert til að hjálpa þessu fólki. Mér finnst þetta alveg óskiljanlegt - það er mulið undir menn á alls kon- ar forstjóranámskeið og oftast í vinnutíma en ekkert hugsað um þetta fólk. Útgjöldin sem fylgja nám- skeiðunum era í sumum tilfellum meiri en almennt verkafólk getur staðið undir þannig að það verður að koma eitthvað annað til. Slys og skemmdir af völdum vinnuvéla eru tiltölulega fá miðað við fjölda vinnuvéla hér á landi. Þetta eru dýr tæki og eigendur passa þau vel, tékkheftið er góður kennari." -Kip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.