Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Blaðsíða 20
38 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 JL^’V Fullkominn leigubíll: Það Ijúfasta sem ég hef - segir Jóhann Helgason eigandi w Leigubílstjórar eyða miklum hluta æfl sinnar í bílum sínum og því brýnt að þeir séu vel búnir og þægilegir fyrir ökumann og farþega. Enda hafa það verið talin meðmæli með einstökum bílegundum ef leigubílstjórar velja þær fyrir sig. Einn þeirra sem hafa búið sér vel í haginn er Jóhann Helgason bif- reiðastjóri á Hreyfli sem hefur fest kaup á Mercedes Benz S 300 turbo diesel. Bíllinn er hlaðin þægindum og öryggisbúnaði til að mynda er tvöfalt gler í öllum gluggum nema framrúðu þannig að móða sést ekki á rúðum auk þess hljóðeinangrun er það mikil að udanaðkomandi hljóð í umferðinni heyrast vart inn í bíl- inn. Árekstarvöm gefur til kynna ef bínum er ekið nálægt einhverju. Líknabelgir em fleiri en gerist og gengur. Endalausir möguleikar virðast á sætastillingum sem allt er rafdrifið sem og stillingar á stýri. Miðstöðin befur möguleika á mis- jöfnum hita hjá hverjum farþega auk þess sem oliumiðstöð sér um að halda ílnum heitum þegar vélin er ekki í gangi þannig að komið er að honum heitum að morgni áháð veðri. Miðstöðin er með frjókomasí- um sem hentar vel farþegum sem hafa ofnæmi fyrir slíku. Baksýnis- speglar dökkna sjálfkrafa þegar björt ljós koma aftan að bílnum í myrkri og i framrúðu er nemi sem skynjar úrkomumagn á rúðunni og stjómast vinnukonunar sjálfvirkt af þvi. Þá sérstök vetrarstilling á Glæsitegur lúxus-leigubíll Jóhanns Helgasonar á Hreyfli. fimmgira sjálfskiptingunni auk spólvamar. Bíllin er búinn 6 strokka turbo diesel fjölventlavél sem gefur um 180 hestöfl þannig að aflið er yflrdriflð. „Þessi bíll er eins og draumur manns maður hefði, að óreyndu, ekki trúað þvi að öll þessi þægindi væru til í einum og sama bílnum. Enda em farþegamir sem ég ek með mjög ánægðir með bílinn og það hef- ur jafnvel komið fyrir að fóík hefur tekið bilinn eingöngu til að prófa að sitja í honum og látið skila sér aftur á sama stað að túr loknum. Svo eru auðvitað bestu meðmælin þegar fólk sem einu sinni hefur komið upp í bílinn panta mann svo aftur og aftur. Það eru til margar gerðir af Bens en þetta er alvöru,“ segir Jó- hann. Blaðamaöur reyndi bilinn og komst að því að engu var logið um gæði bílsins og aksturshæfni, aflið var gríðarlegt og bíllin strax kom- inn á ferö sem ekki verður sagt frá á prenti og sagði Jóhann að sjálf- Vélarhúsið troðfullt af hestöflum. Allt gljáfægt og glansandi eins og vera ber í lúxusbílum. skiptingin notaði ekki efsta þrepið fyrr en komið væri á 190 kílmetra ferð og líklega er það rétt hjá hon- um. Sama hvort ekið var á malbiki eða illafornum malarvegum fór vel um ökumann í íburðarmikilli leður- innréttingu bílsins. “Ég er búinn að vera leigubíl- stjóri í 20 ár og þetta er það ljúfasta sem ég hef reynt á ferlinum. Það eina sem skyggir á fullkomna ham- ingju er að lenda enn þá í fólki sem ekki skilur að bannað sé að reykja í leigubílum en sem betur fer er þeim óðum að fækka," segir þessi ánægði Bens bílstjóri. -GS Vinnulyftur ehf.: Hallgrímskirkja ekki vandamál - ná hundrað metra hæð „Við erum frumkvöðlar í öllu sem lýtur að lyftum, við erum bæði með körfu- og skæralyftur sem við leigjum út og seljum. Okkar aðall er að bjóða heildarlausnir fyrir verktaka og aðra þá er nota þurfa svona tæki,“ segir Eyvindur Jóhannsson, framkvæmda- stjóri hjá Vinnulyftum ehf. Fyrirtækið var stofnað fyrir níu árum og hefur haft það að leiðarljósi að bjóða allt það nýjasta sem þekkist á þessu svið í heiminum. Nýjast hjá fyrirtækinu er að bjóða léttar en um leið öflugar lyftur með mikla vinnu- hæð sem henta vel þar sem þarf að fara út á gras. Þær eru búnar breiðum hjólbörðum, með drif og beygjur á öll- um hjólum sem gerir það að verkum að hægt er að fara með lyftumar út á Eyvlndur Jóhannsson, frumkvööull og framkvæmdastjóri hjá Vinnulyft- um ehf. gras án þess að rask verði af. Þessar lyftur eru ýmist knúðar með rafmagni eða dísilvélum. Til að standast sem best samkeppni býður fyrirtækið ýmsar sérstæðar gerðir, til dæmis er það með lyftu sérstaklega ætlaða til brúarviðgerða. Lyftan er höfð á brúnni og þaðan teygir hún 'sig undir brúargólfið með brúarsmiðina. Þessi lyfta hefur mikið verið notuð við þess- ar aðstæður. Mest vinnuhæð sem búnaður fyrirtækisins nær er um 100 metrar þannig að fyrirbæri eins Hall- grímskirkjutum em ekki vandamál lengur. „Við erum með umboð fyrir nokkr- ar gerðir af vinnulyftum og höfum selt nokkuð af þeim auk þess að vera með öfluga útleigu á lyftum og að Körfulyfta, sem nær undir sjálfa sig, er notuð við brúarviðhald. sjálfsögðu komum við lyftunum á staðinn fyrir leigendur og sækjum þær að verki loknu.“ Eyvindur segir margt af verkefnum fyrirtækisins árstíðabundið, til dæm- is sé alltaf mikið að gera í jólaundir- búningnum þegar bæjarfélög og fyrir- tæki skreyti stór jólatré enda þurfi þá að vanda til verka sem og við að koma upp jólaseríum sem oft em í mikilli hæð. „Við komum að mörgu öðm en mannvirkjagerð sem er okkar helsta viðfangsefni. Það eru jólaskreyting- amar og svo er alltaf eitthvað um að lyftur þurfi þegar kemur að garðyrkj- unni og snyrta þarf hæstu trén,“ seg- ir þessi fjölhæfi athafnamaður. -GS SCHAEFF Þýsk gæði, ótrúleg fjölhæfni. Schaeff HML 41 Drif á öllum Stýrl á öllum Flotbarðar Þrískipt bakkó Vökva servó Liður við hús Heilsnúningur Ca. 11 tonn Schaeff SMB 2041 Drif á öllum Stýri á öllum Skotbóma Vökva servó Liður við hús Heilsnúningur Opnanleg framskófla Ca. 8,5 tonn ístraktor ?° BÍLAR FYRIR ALLA SMIÐSBÚÐ 2 - GARÐABÆ - S I MI 5 400 800 SMB 2041 ' A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.