Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2000, Blaðsíða 2
16
FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000
FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000
17
Sport
Martha Ernstsdóttir viö æfingar í sundlaug í Sydney. Martha keppir i
maraþonhiaupinu á sunnudagsmorgun að áströlskum tíma, á laugardags-
kvöld aö íslenskum tíma. DV-mynd Pjetur
Martha Ernstsdóttir maraþonhlaupari:
Hrein forréttindi
- að fá að taka þátt í Ólympíuleikum
Martha Ernstsdóttir keppir á
sunnudag í sínu fyrsta maraþon-
hlaupi á stórmóti þar sem hún keppir
á Ólympíuleikunum í Sydney. Martha
hefur átt við meiðsli að stríða síðast-
liðið ár sem hún hefur þó, að eigin
sögn, að öllum líkindum komist yfir.
Martha segist spennt að taka þátt í
þeirri veislu sem leikar af þessu tagi
er en hvar stendur hún fyrir þessa
keppni?
„Ég tel að ef ég heíði getaö hagað
mínum undirbúningi með þeim hætti
sem ég helst vildi og sloppið við öll
meiðsli þá ætti ég að geta orðið í
20.-25. sæti. Þegar litið er hins vegar á
aðstæður þá er markmið mitt að kom-
ast sómasamlega frá þessu og allt ann-
að er bara bónus. Ég kem að sjálf-
sögðu til leiks með það hugarfar að
hafa gaman af þessu og ég vil taka það
skýrt fram að það'er eru hrein forrétt-
indi að fá að taka þátt í Ólympíuleik-
um.“
Martha segir að í heilt ár hafi hún
verið að hlaupa meidd á læri. Hún
hafi alltaf verið með verki og því hafi
hún ekki getað beitt sér að fullu og
ekki æft eins og hún vildi. „Þetta
heyrir hins vegar sögunni til og nú
hugsa ég ekki um það meir. Nú er
bara að standa sig í maraþoninu og
reyna að gera sitt allra besta. Ég er al-
veg klár á því að þetta hlaup verður
algjört ævintýri og það verða alveg ör-
ugglega hundruð þúsund manna á göt-
um úti að hvetja og þetta verður alveg
örugglega ofsalega skemmtilegt."
Martha hefur keppt í hlaupum í um
15 ár en segist nú rétt vera að hefja
maraþonferilinn og ekkert að hugsa
um að hætta. „Þetta er bara byrjunin
á honum og þetta er fyrsta stórmótið
þar sem ég tek þátt í maraþoninu og
þetta er alls ekki mitt síðasta. Ég er
unglingur í maraþoni."
Martha segir það tvennt ólíkt aö
hlaupa maraþon eða styttri vega-
lengdir, s.s. hálft maraþon og þaðan af
styttri hlaup. „Maður er í raun í eigin
heimi. Þetta er erfiðara á allan hátt.
Það eru gríðarlega margir þættir sem
þarf að hugsa um á leiðinni, s.s. nær-
ing, vatn, og að rekast ekki á þennan
fræga vegg sem maraþonhlauparar
þekkja margir hverjir of vel. Þetta er
gríðarleg áskorun fyrir einstakling-
inn. Mér fmnst gaman að keppa, ferð-
ast og hitta nýtt fólk og það eru
kannski þessir hlutir sem reka mann
áfram í þessu.“
-PS
Örn Arnarson sundmaöur:
Frábær árangur
Öm Amarson náði glæsilegum árangri í fyrrinótt á
Ólympíuleikunum og DV hitti hann að máli í gær.
„Ég er mjög ánægður eftir þetta sund og fjórða sæti á
Ólympíuleikum er náttúrlega frábær árangur. Ég gaf allt
sem ég átti í þetta sund en átti í raun ekki möguleika á
sæti ofar en því fjórða. Það er náttúrlega ekki á hverjum
degi sem íslendingur lendir í íjórða sæti á Ólympíuleikum.
Fyrstu 150 metrana synti ég í raun hraðar en ég hafði gert
fýrri sundin tvö en síðan fór mjólkursýran að segja til sín
á síðustu 50 metrunum. Ég hélt samt mínu sæti þó tæpt
hafi staðið. Að vissu leyti er ég feginn að þetta er búið en
ég hefði þó ekki haft neitt á móti því að synda einu sinni
enn því þetta hefur gengið svo vel nú. Það var gríðarleg til-
hlökkun fyrir þetta sund og ég lét utanaðkomandi pressu
og væntingar ekki trufla mig.
Það var talsvert mikilvægt fyrir mig að fá að synda ann-
að sund í keppninni áður en ég fór í baksundið og því
hjálpaði skriðsundið mér mikið. Ég geri þetta gjaman þar
sem baksundið er oft mjög seint í stórmótum. Með þessum
hætti næ ég aðeins tilfmningu fyrir lauginni sem er mjög
gott.
Nú tekur við frí svona meira og minna næstu tvær vik-
ur, nema maður skokkar kannski svona sér til heilsubót-
ar. Æfingar byrja svo á fullu þegar heim er komið en um
miðjan desember fer fram Evrópumeistaramót í 25 metra
laug. Síðan tek ég aftur stutt frí eftir það,“ sagði Örn,
þreyttur en ánægður að loknu góðu móti. -PS
Elín Siguröardóttir sundkona:
Andlega hliðin klikkaði
Elín Sigurðardóttir keppti síðastliðna
nótt í undanrásum 50 m skriðsundsins á
Ólympiuleikunum og var alllangt frá sínu
besta. Hún synti á 27,58 sek., en íslandsmet
hennar er 26,79 sek., sett árið 1996.
„Ég var dálítið frá mínu besta og er ekki
alveg nógu ánægð, sérstaklega
miðað við það að ég er í mjög
góðu líkamlegu formi. Það hefur
gengið mjög vel á æfingum og mér
hefði átt að geta gengiö miklu bet-
ur en þetta. Þó að maður búi orð-
ið yfir mikilli reynslu og sé búinn
að vera í þessu svona lengi þá
þarf miklu meira. Það var tví-
mælalaust andlega hliöin sem
ekki var sem skyldi í dag. Ég byrj-
aði sundið ágætlega, viðbragðiö
var gott, en eins og ég segi þá
hefði ég átt að geta gert betur og
er ekki nógu sátt með þetta sund,“
sagði Elín í samtali við DV í nótt.
„Framhaldið er nokkuð óljóst
hjá mér. Ég hef ekki alveg ákveð-
ið það en þó er víst að ég mun
synda á Evrópumótinu í Valencia
í desember, en eftir það mun ég sjá til hvað
ég geri. Njóti ég þess hins vegar aö synda
þá held ég áfram eftir það,“ bætti Elín við.
-PS
Bandaríkin og Litháen mættust i gær:
Naumur sigur
Bandaríkjanna
„Þeir hafa sjálfsagt búist við
meira en 20 stiga sigri, þeir banda-
rísku," sagði leikmaður Litháens,
Kestutis Marcilionis, eftir að landar
hans höfðu veitt Bandaríkjamönn-
um verðuga keppni á ÓL í Sydney.
Meistaramir höfðu þetta þó: 85-76
voru lokatölur leiksins.
Bandarikjamenn tóku strax for-
ystu í leiknum og áður en fyrri hálf-
leik lauk var hún orðin 14 stig,
47-33. Þegar tvær mínútur voru
liðnar af síðari hálfleik höfðu Lit-
háar náð að minnka muninn í 50-49
en Bandaríkjamenn juku forskotiö
fljótt aftur.
Þegar skammt var til leiksloka
geröu þeir litháensku sig líklega til
að stela sigrinum og minnkuðu for-
skotið í fimm stig þegar tvær minút-
ur voru enn óleiknar, þökk sé
tveimur mikilvægum körfum frá
Tomas Masiulis. Þeir gátu minnkað
muninn í þrjú stig rúmri mínútu
síðar en Eurelijus Zukauskas mis-
notaði bæði vítaköstin og eftir það
var sigur þeirra bandarísku örugg-
ur.
Allir 15 leikmenn bandaríska liðs-
ins komu við sögu í leiknum og var
enginn einn leikmaður áberandi á
vellinum. Stigahæstur var Gary
Payton með 14 stig og hann tók
einnig 4 fráköst. Vince Carter var
með 12 stig og 6 fráköst en Kevin
Barnett tók 11 slík ásamt 8 stigum
skoruðum.
Hjá Litháen var Darius Songaila
öðrum betri með 16 stig og 8 fráköst.
Mindaugas Timinskas kom næstur
með 15 stig.
Ástralar unnu mikilvægan sigur
á Rússum eftir að leikar stóðu jafn-
ir og tæpar tvær mínútur voru til
leiksloka. Fyrirliði Ástralanna,
Andrew Gaze, átti þó mikilvæga
þriggja stiga körfu undir lokin og
tryggði sínum mönnum sigurinn.
-esá
1 Bandaríkin
# S • I
Þórey Edda Elísdottir stekkur á æfingu í Sydney og Vala Flosadóttir fylgist með. Á innfelldu myndinni sést Vala síðan stökkva sjálf en stúlkurnar hefja keppni I
undankeppni stangarstökksins á laugardagsmorguninn að íslenskum tíma og verður sýnt frá keppninni f sjónvarpinu. DV-myndir Pjetur
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Kína
Ástralía
Frakkland
ítalía
Holland
Rússland
Kórea
Japan
Rúmenía
Staða 10 efstu eftir 99 greinar^Q
Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir um stangarstökkskeppnina:
Komið að uppskerunni
íslensku stúlkumar Þórey Edda El-
ísdóttir og Vala Flosadóttir hefja
keppni í stangarstökki kvenna á laug-
ardag en þetta er í fyrsta sinn sem
keppt er í greininni á Ólympiuleikum
og eru allar sterkustu stangarstökks-
konur heims mættar til leiks og því á
brattann að sækja fyrir þær Þóreyju
Eddu og Völu.
Stúlkurnar hafa að undanfomu
dvalið með íslenska frjálsíþróttalið-
inu við æfingar í Sydney og var nokk-
uð gott í þeim hljóðið þegar blaðamað-
ur DV hitti þær þar sem þær dvelja í
Ólympíuþorpinu.
Dagsformið ræður úrslitum
„Maður stefnir að sjálfsögðu á að
gera sitt besta því það er mikill heið-
ur að fá að taka þátt í leikunum fyrir
hönd íslands,“ segir Vala fyrir stóru
stundina. Auðvitað hafi hún sett sér
eitthvert takmark með sjálfri sér en
hún kjósi að hafa það þar. Vala segir
að keppinautar hennar hafi verið að
stökkva eilítið hærra en hún sjálf að
undanfomu en segist í sjálfu sér ekki
velta sér upp úr því hvað þær hafi
verið að gera heldur sé það mikilvægt
að einbeita sér að sjálfri sér. Það sem
skipti máli er hvað gerist á laugardag
og dagsformið muni skera úr um hver
úrslitin verða.
„Allar aðstæður á vellinum eru æð-
islegar og völlurinn frábær og það er
örugglega gaman að keppa á honum,
sérstaklega ef áhorfendum eru
margir. Ég hef ekki áhyggjur af áhorf-
endum því mér finnst það vinna með
mér ef það er góð stemning," segir
Vala.
Stundin aö renna upp
Þórey Edda segist bjartsýn fyrir
keppnina en biðin sé búin að vera
löng og nú loks sé stundin að renna
upp. „Æfingar hafa gengið ágætlega,
ég er i ágætu formi og virðist vera á
réttum tíma hvað það varðar. Þetta er
búin að vera mikil vinna og nú er
komið að uppskerunni,“ segir Þórey
Edda. Hún tekur undir það markmið
Völu að gera fyrst og fremst sitt besta,
auk þess sem hún stefni að því að
hafa sem mest gaman af keppninni og
alls ekki svekkja sig á því ef ekki
gengur allt upp.
„Auðvitað setur maður sér einhver
markmið og gerir vissar kröfur til
sjálfrar sin, en maður er ekki að gefa
þær ailtof mikið upp ef maður getur
ekki staðið við þær að öllu leyti.
Mann hefur alltaf dreymt um að kom-
ast á Ólympíuleika og nú, þegar kom-
ið er hingað, gerir maður sér ekki
grein fyrir því út í hvað maöur er
kominn.
Má búast viö miklum fólks-
fjölda
Þetta er hins vegar gríðarlega
spennandi verkefni. Við keppum að
kvöldi til og á sama tíma eru úrslit í
öðrum greinum og því má búast við
miklum fólksfjölda. Maður verður að
einbeita sér að því að hafa gaman af
þessari stund og láta umgjörðina ekki
slá sig út af laginu,“ sagði Þórey Edda
að lokum.
-PS
Sport1
Úrslit:
Handbolti karla, A-riðill:
Egyptaland-Suður-Kórea.28-21
Kúba-Júgóslavia.........26-33
Handbolti kvenna, A-riðill:
Rúmenía-Angóla.............35-22
Suður-Kórea-Ungverjaland . . . 41-33
Staðan:
Suður-Kórea 3 3 0 0 100-76 6
Ungverjal. 3 2 0 1 98-65 4
Rúmenía 2 1 0 1 60-59 2
Frakkland 2 0 0 2 40-48 0
Angóla 2 0 0 2 47-77 0
Handbolti kvenna, B-riðiU:
Austurríki-BrasUía..........45-26
Danmörk-Ástralía ...........38-12
Staðan:
Danmörk 3 2 0 1 85-57
Noregur 2 2 0 0 47-35
Austurríki 2 10 1 71-56
Brasilía 2 10 1 58-64
Ástralía 3 0 0 3 49-98
4
4
2
2
0
Körfubolti karla, A-riðiU:
Kína-Frakkland ..............70-82
Bandaríkin-Litháen ..........85-76
Staðan:
Bandaríkin 3 3 0 297-209 6
Frakkland 3 2 1 221-201 5
ítalia 3 2 1 189-207 5
Litháen 3 1 2 205-198 4
Kína 3 1 2 217-261 4
Nýja-Sjáland 3 0 3 176-229 3
Körfubolti karla, B-riðiU:
Júgóslavía-Angóla ...........73-64
Ástralía-Rússland............75-71
Staöan:
Kanada 3 3 0 297-221 6
Júgóslavía 3 3 0 219-190 6
Rússland 3 1 2 202-204 4
Spánn 3 1 2 204-207 4
Ástralía 3 1 2 231-252 4
Angóla 3 0 3 163-236 3
Körfubolti kvenna, A-riðiU:
Slóvakia-Kanada ............68-56
Körfúbolti kvexma, B-riðiU:
Rússland-Suður-Kórea .......73-75
200 m bringusund kvenna:
1. Agnes Kovacs, Ungverjal. 2:24.35
2. Kristy Kowal, BNA......2:24.56
3. Amanda Beard, BNA . . . 2:25.35
200 m baksund karla:
1. Lenny Krayzelburg, BNA . 1:56.76
2. Aaron Peirsol, BNA.....1:57.35
3. Matthew Welsh, Ástr. . . . 1:57.59
4. Örn Arnarson, íslandi .. . 1:59.00
100 m skriðsund kvenna:
1. Inge de Bruijn, Hollandi .. 53.83
2. Therese Alshammar, Svíþj. 54.33
3. Dara Torres, BNA .......54.43
3. Jenny Thompson, BNA . . . 54.43
200 m Qórsund karla:
1. M. Rosolino, ítaliu....1:58.98
2. Tom Doland, BNA........1:59.77
3. Tom Wilkens, BNA.......2:00.87
20 km ganga karla:
1. R. Korzeniowski, Pól. 1:18,59 klst.
2. N. Hemandez, Mex. . 1:19,03 klst.
3. V. Andreyev, Rússl. . . .2:00.87 klst.
Ólympíumet eru skáletruó.
Inge De Brujin fagnar öðrum gullverðlaununum sinum í Sydney ásamt kærasta
sínum sem jafnframt er þjálfari hennar. reuters
Fimm verðlaun 1 höfn
- ítalinn Rosolino hefur unnið eitt gull, silfur og þrenn bronsverðlaun
Það var stór dagur hjá ftalska
sundmanninum Massimiliano
Rosolino þegar hann vann gullverö-
laun í 200 metra fjórsundi á Ólymp-
íuleikunum í Sydney. Hann synti á
1:58,98 mínútum sem er Ólympíu-
met.
Rosolino hafði fyrir sundiö i gær
unnið eitt silfur og þrenn brons-
verðlaun og hann átti þann draum
að fara með gull heim til Ítalíu.
Með þessum árangri hefur ítalinn
skráð nafn sitt á spjald leikanna.
Heimsmethafmn, Finninn Jani
Sievinen, varð að gera sér áttunda
sætið að góðu í úrslitasundinu. Met
hans er 1:58,16 mínútur og sett í
Róm fyrir sex árum.
Inge de Bruijn sigraði í 100 metra
skriðsundi, synti á 53,83 sekúndum,
og voru þetta önnur gullverðlaun
hennar. Svíar kættust mjög þegar
Theresa Alshammar vann silfur-
verðlaun í sundinu og er þetta besti
árangur Svía í sundinu á leikunum
til þessa.
Ungverjar komust í fyrsta sinn á
verðlaunapall í sundinu þegar hin
geysisterka Agnes Kovacs kom
fyrst í mark í 200 metra bringu-
sundi, synti á 2:24,35 mínútum.
Komið hefur í ljós að Ian Thorpe,
sem unnið hefur til þrennra gull-
verðlauna og einna silfurverð-
launa, hefur átt við öndunarfæra-
sýkingu aö stríða alla leikana.
Hann lætur það ekki á sig fá og ætl-
ar að bæta við fjórða gullinu með
boðsundssveit Ástrala. -JKS
Handbolti kvenna:
Markasúpa
Það var nóg skorað í handbolta-
keppni kvenna á Ólympíuleikun-
um í Sydney i gær.
Austurríki skoraði 45 mörk
gegn Brasilíu en ekkert lið hefur
skoraö fleiri mörk í einum leik í
keppninni. Þá gerði leikmaður
Suður-Kóreu, Sang-Eun Lee, 18
mörk í mikilvægum sigri þeirra
suður-kóresku á Ungverjum.
Bæði löndin eru búin að
tryggja sér sæti i fjórðungsúrslit-
um keppninnar ásamt Danmörku
og Noregi. Þá er nánast öruggt að
Austurríki, Brasilía og Rúmenía
komist áfram á næsta stig. -esá