Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2000, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 15 Sport Stórkostlegt - sagði Vala eftir að bronsið var í höfn „Mér líöur alveg með ólíkindum vel. Þaö var alveg stórkostlegt aö ná þriðja sæt- inu og ólýsanleg tilfinning að standa á verðlaunapallinum eftir keppnina með brons- peninginn um hálsinn," sagði Vala Flosadóttir, sem í gær skráði nafn sitt á spjöld íslenskrar íþróttasögu þegar hún komst fyrst íslenskra kvenna á verðlaunapaU á Ólympíuleikum eftir að hafa lent í þriðja sæti í stangarstökkskeppninni. „Ég fór með það hugarfar í keppnina að gera mitt besta og njóta þess aö keppa á þeirri hátíð sem Ólympíuleikamir em. Ég náði góðri einbeitingu á vellinum, taldi kjark i sjálfa mig og söng lög til þess að gleyma stressinu og spennunni. Ég var bú- in að ákveða það fyrir keppnina að hafa gaman af þessu hvemig sem gengi og líta jákvætt á hlutina. Stemningin á vellinum var ólýsanleg, 110 þúsund áhorfendur sem hvöttu okkur látlaust allan tímann og því má kannski segja að þetta hafi verið kjöraðstæður. Mér leið alveg ótrúlega vel að vera í hringiðu þessarar stemningar og ég naut þess út í ystu æsar,“ sagði Vala. -ÓHÞ Vala Flosadóttir er í sviðsljósinu á síðunni. Efst uppi til vinstri er hún með gull- verðlaunahafanum í stangarstökki, Stacey Dragila frrá Bandaríkjunum. Efst uppi til hægri er Vala með aðstandendum íslenska hópsins í Sydney. Þetta eru, frá vinstri talið: Líney Rut Halldórsdóttir aðstoðarfararstjóri, Stefán Konráðsson aðalfararstjóri, Vésteinn Hafsteinsson, flokksstjóri frjálsíþróttahópsins, og Ell- ert B. Schram, forseti ÍSÍ. Hér að ofan fagnar Vala eftir síðasta stökkið sitt þeg- ar Ijóst var að bronsið var í höfn og hér til hægri sÝnir hún bronsverðlaunin sín með bros á vör. DV-myndir Pjetur endur á Ólympíuleikvanginum mynduðu ... þetta er frábær árangur hjá henni og hún er sennilega ekki búin að gera sér grein fyrir þessu ennþá,“ sagði Vésteinn ennfremur frá Sydney rétt eftir að Vala lauk keppni. Hamingjuóskir streymdu til Völu Hamingjuóskir streymdu tO Völu Flosa- dóttur. Hún fékk meðal annars óskir frá for- seta íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, Davíð Oddssyni forsætisráðherra, Bimi Bjarnasyni menntamálaráðherra, Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra og Gísla Halldórssyni, heiðursforseta ÍSÍ. Vala Floadóttir vildi koma á framfæri þakklæti til fjölskyldu sinnar og allra þeirra sem höfðu sent henni skeyti til stuðnings og sagðist vera afar þakklát öllum þeim sem höfðu hugsað til hennar síðustu dagana fyrir keppni. „Það var stórkostlegt að finna allan þennan stuðning frá Islendingum. Ég var orð- in svo tilfinninganæm þegar líða tók að keppninni að það lá við að ég færi að gráta þegar ég las öll skeytin sem mér bárust," sagði Vala af einlægni eftir að bronsið var í höfn. -ÓHÞ/ÓK Vala Flosadóttir varð í gær þriðji íslend- ingurinn til að vinna tU verðlauna á Ólymp- íuleikum þegar hún varð í þriðja sæti i stang- arstökki á leikunum i Sydney. Vala sýndi fá- dæma öryggi, byrjaði á því að stökkva á 4,00 m og stökk aUar hæðir án mistaka, aUt þar til kom að 4,55 m en þar feUdi hún þrisvar sinn- um. Þá var hún búin að þribæta íslands- og Norðurlandametin og hafði bætt eigin árang- ur um 14 sentímetra. Sigurvegari í greininni á nýju Ólympíumeti, 4,60 m, varð bandaríska stúlkan Stacy DragUa en hún á einmitt heimsmetið í greininni frá því fyrr í sumar, 4,63 m, og átti góðar tilraunir við 4,65 m í gær. Þriðja varð síðan heimastúlka af rúss- neskum uppruna, Tatiana Grigorieva, með 4,55 m. Vala er „stórmótamanneskja" „Það var búið að ganga vel á æfingum fyr- ir keppnina og við höfðum trú á því að hún gæti stokkið 4,40 og 4,50,“ sagði Vésteinn Haf- steinsson, flokksstjóri frjálsíþróttahópsins í Sydney, eftir að Vala Flosadóttir tryggði sér bronsverðlaun í stangarstökkskeppninni. „Hún er stórmótamanneskja og þrífst vel.í þeirri stemningu sem hinir 120 þúsund áhorf-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.