Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2000, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 27 I>V Spá þjálfara og fyrirliða í Nissandeildum karla og kvenna: Sport $ Kft - ensson lantlsliðspjaKari i handknattleiK, utskyrir sina spa idelldína i vetur Á hlnni myndinnl fylgjast Valsmennirnlr Geir og Július Jónasson asamt fleirum með þegar tilkynnt er um atkvæðagreiðslunnar. DV-myndir PÖK Handknattleikssamband íslands stóð í gær fyrir fundi þar sem fram fór árleg spá fyrir Nissandeildir karla og kvenna í vetur. Það voru þjálfarar og fyrirliðar liðanna í hvorri deild um sig sem greiddu atkvæði sín og varð nið- urstaðan sú aö flestum þótti Aftureld- ing líkleg til að vinna karlakeppnina en Haukastúlkur kvennakeppnina. Þá var Breiðabliki og HK spáð falli í 2. deild karla en KA og ÍR var spáð i botnbaráttu hjá konunum. Viö sama tækifæri kynntu lands- liðsþjálfarar karla og kvenna, Þor- bjöm Jensson og Ágúst Jóhannsson, sínar spár fyrir tímabilið. Þeirra spá má finna hér á síðunni. Eölilegt að spá okkur í fallsæti „Þetta er bara spá, þetta er ekki lokaniðurstaðan, eða vonandi ekki, fyrir okkur. Kannski eru það manna- breytingar sem eru að baki þessu, eins höfum við kannski ekki verið að spila af fuUri getu á undirbúningstímabil- inu, við stóðum okkur ekki vel á Reykjavíkurmótinu og vomm að spila æfmgaleiki þar sem ýmis vandamál vom í gangi. Flestir hafa lika styrkt lið sín meira heldur en við og ég held að miðað við það sé ósköp eðlilegt að menn spái okkur þessu sæti. Það hef- ur verið ákveðin tilraunastarfsemi hjá mér og hún hefur kannski ekki skflað sér eins og hún ætti að gera. Við verð- C^p Á i j í .J 1 1 veit að ÍR á eftir að verða gott lið eftir nokkur ár,“ sagði Kristinn Jónsson, þjálfari ÍR, sem var spáð neðsta sætinu í Nissandefld kvenna. Skrýtin spá „Ég veit ekki alveg á hvaða forsend- um menn eru að spá okkur fyrsta sæt- inu því liðið varð í áttunda sæti í fyrra. Við höfum reyndar fengið inn nöfn eins og Heiðu Erlingsdóttur og Brynju Steinsen. Heiða byrjar þó ekki mótið vegna meiðsla líkt og Inga Fríða Tryggvadóttir sem var lykilmaður í liðinu í fyrra. Með fuflt lið er ekki óeðlilegt að fólk spái okkur þessum árangri en mér finnst þetta skrýtin spá vegna þess að á liðum eins Víkingi og Gróttu/KR, sem voru miklu sterkari en Haukar í fyrra, hafa orðið litlar breytingum frá því á síðasta timabili. Ég held að vandamálið við Haukaliðið hafi ekki verið sjálfstraust- ið heldur spilamennskan. Sjálfs- traustið hefur kannski verið of mikið og liðið hefur verið að spila illa. Deildin verður annars hnifjöfn og það er ánægjulegt að aðrir hafa svona mikla trú á liðinu," sagði Ragnar Her- mannsson, þjálfari Hauka, sem var spáð öruggum sigri í Nissandeild kvenna á fundinum. -ÓK/ÓÓJ Spá þjálfara og fyrirliöa í Nissandeild karla 1. Afturelding .... 284 stig 2. Fram .... 279 stig 3. Haukar .... 256 stig 4. FH .... 246 Stig 5. KA .... 231 stig 6. Valur .... 202 stig 7. Stjarnan .... 201 stig 8. Grótta/KR .... 151 Stig 9. ÍBV .... 142 stig 10. ÍR .... 133 stig 11. HK 99 stig 12. Breiðablik 38 stig Spá þjálfara og fyrirliða í Nissandeild kvenna 1. Haukar .... 157 stig 2. Fram 3.-4. Víkingur .... 147 Stig 3.-4. Stjarnan .... 147 Stig 5. ÍBV .... 141 Stig 6. Grótta/KR .... 134 stig 7. Valur .... 132 Stig 8. FH .... 119 Stig 9. KA/Þór 99 stig 10. ÍR 93 stig um bara að vera þolinmóðir, bíta á jaxlinn og vinna okkur út úr þessu, við ætlum ekki að sætta okkur við það að vera þarna niðri. Ef eitthvað er þá er þetta til þess að peppa liöiö upp, það er von- andi að menn fái spark í aft- urendann og geri eitthvað af viti,“ sagði Páll Ólafsson, þjálfari HK, sem var spáð falli í 2. deild. Byrjendabolti „Við erum kandídatar eins og hvert annað lið en svona raðaðist þetta í dag, við stefn- um auðvitað á toppinn en hver gerir það ekki? Liöið er allt að koma til núna og ég hugsa að það fari að verða nokkuð vel mannað. Við eig- um eftir að sjá mikið til byrj- endabolta nú á miðvikudag (á morgun) og það eiga eftir að verða miklar sveiflur, alla- vega fyrstu tvær umferðim- ar. Síðan fer þetta að slípast hjá leikmönnum og liðunum og þá fer maður að sjá fram- farir. Tímabilið er langt og strangt og það þarf að halda rétt á spöðunum, það þarf að vera hægt að hvíla lykilmenn og keyra á öðrum leikmönn- Ágúst spáir 1. Haukar 2. Vikingur 3. Fram 4. Grótta/KR 5. Stjaman 6. FH 7. ÍBV 8. Valur 9. KA/Þór 10. ÍR Þorbjörn spáir 1. Afturelding 2, Haukar 3. KA 4. Fram 5. FH 6. ÍBV 7. Grótta/KR 8. Valur 9. Stjaman 10. ÍR 11. HK 12. Breiðablik um. Ég tel mig hafa góða breidd í liðinu, ég er með unga stráka sem eru reynslunni ríkari frá því í fyrra, þeir hafa verið að sýna stöðugleika og það er það sem ég er ánægður með í dag,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari Aft- ureldingar, sem er spáð meistaratitlinum. Erfiöur vetur „Þetta verður erfiður vetur hjá okkur. Við er- um búin að missa marg- ar stelpur en við ætlum að gera eins og í fyrra, að klóra í bakkann og gera okkar besta. Við erum með ungt lið og verðum að halda vel utan um þetta þannig að breiddin verði til staðar eftir nokkur ár og þetta er nokkurra ára áætlun í gangi hjá okkur. Flóttinn frá ÍR er áhyggjuefni en þetta er bara þriðji vetur- inn hjá okkur í barátt- unni, við erum með góð- an grunn af yngri stelp- um fyrir neðan og von- andi koma upp stelpur til að fylla í skörðin og ég Stelpurnar af stað - fimm leikir í Nissandeild kvenna í kvöld Fyrsta umferð í Nissandeild kvenna fer fram í kvöld en defldin var afar spennandi og skemmtileg í fyrra og það lítur út fyrir alveg eins góðan vetur og þá. Mörg lið hafa styrkt sig og ætla sér stóra hluti og það verður því gaman að fylgjast með stelpunum í vetur. Framkonur unnu Reykjavíkur- mótið á dögunum og er spáð öðru sætinu á mótinu. Fram tekur á móti FH í kvöld í Safamýrinni en FH-lið- ið hefur misst marga lykifleikmenn og er aðeins spáð 8. sæti. Haukar heíja leik á Akureyri gegn KA/Þór en Haukum var spáð nokkuð öruggum sigri í gær og tefla fram nokkrum nýjum leikmönnum. Það verður mikill slagur í Vík- inni þegar Vikingur tekur á móti Stjömunni en þessum liðum var báðum spáð þriðja sætinu. Bæði lið hafa fengið til sín leikmenn og ætla sér stærri hluti á næsta tímabili, sérstaklega Stjaman sem fékk eng- an bikar í fyrra. Valskonur taka á móti Gróttu/KR en þessi lið stóðu hlið við hlið í spánni og þetta verður örugglega hörkuleikur þrátt fyrir að Valur hafi misst marga lykifleikmenn og Grótta/KR hafi styrkst. Síðasti leikur kvöldsins er í Eyj- um þegar íslandsmeistaramir hefja titilvömina gegn ÍR sem var spáð neðsta sætinu í spánni. Allir leikir heljast klukkan átta nema leikur KA/Þórs og Hauka sem hefst klukk- an 18.30. -ÓÓJ Landsliðshópur Þorbjörns fyrir HM í Frakklandi: 48 í myndinni Þorbjöm Jensson landsliðsþjálf- ari tilkynnti á fundinum á Lykilhót- el Cabin i gær þá fyrirætlan sína að hafa eftirlit með 48 leikmönnum sem væru inni í myndinni fyrir heimsmeistarakeppnina sem fram fer í Frakklandi í janúar. Þorbjörn skoðar þennan hóp 48 leikmanna um mánaðartíma og síð- an hefur hann samband við þrjátíu leikmenn sem hann hefur augastað á. Þortbjöm ætlar sér að skoöa þá leikmenn enn frekar, hafa samband bæði við þá og þjálfara þeirra en hann leggur áherslu á að leikmenn segi það strax þá hvort þeir gefa kost á sér í verkefnið eða ekki. Eftir að hafa skoðað þessa 30 leikmenn verður enn skoriö, nú niður í 18 til 19 manna kjama en þó verða hinir 11 til 12 leikmennimir inni í mynd- inni svo lengi sem þeir gefa kost á sér. Á þessum mánuði sem er fram undan hafa þessir 48 leikmenn fimm umferðir til að sýna sig fyrir lands- liðsþjálfaranum. -ÓÓJ/ÓK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.