Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 Fréttir DV Lénsherrarnir velja málamyndaveiðigjald: Hlýða eins og hundar í bandi - segir Sverrir Hermannsson um væntanlega afgreiðslu stjórnarliða Frjálslyndi flokkurinn átti ekki full- trúa í þeirri auðlindanefnd sem skilaði af sér tillögum í gær, enda ekki búið að stofna flokkinn þegar skipað var í nefndina. „Við máttum heldur ekki vera með í sáttanefndinni frægu sem kosin var af Alþingi," sagði Sverrir Hermannsson, formaður flokksins. „Við fyrstu flettingu sýnist mér margt fróðlegt að sjá í álitsgerð auð- lindanefndarinnar. Til að ná öllum saman gefa þeir upp tvær alveg gjöró- líkar leiðir. Það er veiðileyfagjald og það er fyming. Það verður niðurstaða þjóna sæ- greifanna og lénsherranna í ríkisstjóm að velja eitthvert málamyndaveiði- gjald. Enda hafna fulltrúar lénshem- anna öllum fymingaraðferðum. Fymingin er hins vegar í því fólgin að allt að 20% yrðu tekin af kvótanum árlega og boðin upp á frjálsum mark- aði. Þannig kæmust nýir menn inn í greinina og þannig yrði losað um þetta á fimm árum. Þetta er greini- lega athyglisverð leið. Það era þó margar fleiri auka- ráðstafanir í byrjun sem þyrfti að grípa til, eins og rétt strandveiðiflotans í hin- um einstöku byggðarlögum og svo framvegis. Forsætisráðherra vill ekki sátt Það er mín sannfæring að þeir ætl- uðu sér aldrei að leysa neinn vanda, enda tala þeir núna opinskátt, bæði forsætisráðherra og sæ- greifamir, um að það verði aldrei nein sátt um sjávarút- vegsmál. Þeir vita að sátt gengi á sérhagsmuni þeirra og þeim ætla þeir ekki að sleppa. Nú- verandi ráðamenn era ekki á þeim buxunum að sleppa nein- um af sínum sérhagsmunum sem verið er að mylja undir þá. Nú þarf útlenda auð- menn Nú vill Halldór fá útlendinga inn í fiskveiðar. Það er vegna þes að útvegurinn er að verða stór- skuldugur vegna kvótabrasksins. Þeg- ar menn sem hafa fengið auðlindina gefms selja hana og stinga flármunun- um í vasann og fara til Costa del Sol eða Flórída og kaupa hús þá verða skuldimar eftir á sjávarútveginum. Þá þarf að fá nýja auðmenn frá útlöndum til að hægt sé að halda áfram að selja þeim þjóðarauðlindina. Hlýða eins og hundar í bandi Þessi auðlindatillaga rennur í gegn- um þingið. Allt stjómarliðið mun hlýða eins og hundar í bandi hjá for- ingjunum sem þjónar lénsherranna. Það þarf engum blöðum um það að fletta. Ég held líka að veiðigjaldið falli ákaflega vel í geð þeim sem stjómar stefnumótun Samfylkingarinnar í þessum málum, Ágústi Einarssyni." -HKr. Sverrir Her- mannsson Þeir ætluöu sér aldrei aö leysa rteinn vanda. Búnaðarbankinn stofnar banka í Lúxemborg: Stóð í mér en konan er spennt - segir nýráðinn bankastjóri sem fær hús og bíl ytra msii.Ta— Ágætur grunnur Ámi Mathiesen, sjávarútvegsráð- herra segir að niður- staða auðlindanefnd- ar sé ágætur grunn- ur til að vinna að frekari samstöðu um fiskveiðistjómunar- kerfið og vonast til að leggja fram frumvarp til nýrra fisk- veiðistjómunarlaga á næsta þingi. Vís- ir.is greindi frá. Eldur kviknaði í viftu Eldur kom upp á veitingastaðnum Veislulist í Mosfellsbæ um tvöleytið í dag. Allt tiltækt slökkvilið úr Skógar- hlíð og Tunguhálsi var sent á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá slökkvi- liðinu í Reykjavík kviknaði í viftu fyr- ir ofan steikingarpott. Eldurinn barst svo í 11-11-verslun við hliðina á veit- ingastaðnum. Vísir.is greindi frá. Samstarfssamningur Halldór Ásgríms- son utanríkisráð- herra, Björn Bjama- son menntamálaráð- herra og Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkj- anna, munu undir- rita í dag samstarfs- samning Rannsóknarráðs íslands og Vísindastofhunar Bandaríkjanna (National Science Foundation) við at- höfn í Ráðherrabústaðnum. Vísir.is greindi frá. Rán á Ránargötu upplýst Lögreglan í Reykjavík handtók í fyrradag ungan mann sem hún hafði grunaðan um rán í verslun við Ránar- götu á þriðjudagskvöld og hefur mað- urinn viðurkennt ránið. Vísir.is greindi frá. Nýr banki Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Veröbréfasviös Búnaöarbankans, Sólon Sigurösson, bankastjóri og Yngvi Örn Kristinsson, nýráöinn banka- stjóri, kynna stofnun nýja bankans í Lúxemborg. „Það stóð í mér að þiggja starf er- lendis vegna þess að ég er sveita- maður í mér og hef yndi af fjall- göngum og veiðum en konan var spennt fyrir að flytja,“ sagöi Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri peningasviðs Seðlabanka Islands, sem ráðinn hefur verið bankastjóri við alþjóðlegan banka sem Búnaðar- bankinn hyggst setja á laggimar í Lúxemborg. „Til að byrja með verð ég á flakki á milli landanna á með- an beðið er eftir starfsleyfi og ég þarf líka að ráða starfsfólk sem að hluta til kemur héðan frá íslandi," sagði Yngvi sem er kvæntur Guð- rúnu Tulinius, spænskukennara við Menntaskólann við Hamrahlið. Þau eiga fjögur böm, 19, 17, 15 og 9 ára, og eru þau öll, að sögn nýja banka- stjórans, jafn spennt og móðirin að flytja til Lúxemborgar þar sem bíð- Ný stjóm íslensku óperannar, undir forsæti Bjama Daníelssonar ópera- stjóra, sett saman af fulltrúum nýs Vinafélags íslensku óperunnar og nýs fulltrúaráðs hennar, hefur góða von um að á næstu árum takist að byggja upp samfellda, fjölbreytta og metnaðar- fuila starfsemi í húsinu. Bjöm Bjama- son menntamálaráðherra hefur lýst yfir stuðningi við þessi áform stjómar- innar og samningaviðræður eiga sér nú stað milli ráðuneytisins og Óper- unnar um fjárveitingar. „Ef samningar takast gefur það fyrirheit um framtíð Óperunnar," sagði Bjami á fundi með blaðamönnum í gær. Áætlanir stjóm- arinnar gera ráð fyrir tveimur frum- sýningum í vetur en umtalsvert meiri starfsemi frá og með hausti 2001, þegar á að fastráða 5-10 söngvara við húsið. „Það munu þykja tíðindi í hópi ópera- söngvara að þeir geti verið í fullu starfl við að syngja hér heima á ís- landi,“ sagði Bjami. Ekki munu laun- in þó freista þekktra söngvara og verð- ur kjami fastahópsins ungir söngvarar sem era að byija feril sinn. Tugir íslenskra óperasöngvara starfa nú við erlend óperuhús og full- yrti Kristinn Sigmundsson, formaður nýskipaðs listráðs íslensku óperunnar, að alla langaði þá til að syngja heima ur þeirra bankastjóraíbúð og banka- stjórabíll - í eigu Búnaðarbankans. Hinn nýi alþjóðlegi banki Búnað- við og við til að sýna hvað þeir gætu. Þeir Kristinn og Bjami tóku báðir undir gagnrýni sem fram hefur komið á Sinfóníuhljómsveit íslands fyrir val á einsöngvurum í konsertuppfærslur á óperum og sagði Kristinn að það sem þyrfti væri liðskönnun meðal ís- lenskra söngvara erlendis og að láta þá syngja fyrir. Nauðsynlegt er að vita hverjir þeir era og hvað þeir geta. Skilaboðum tekiö Rekstur Islensku óperunnar hefur verið þungur og var þess freistað sl. vetur að velja verkefni sem betur hæfa húsi sem hefúr svo lítið umleikis. Bjami Daníelsson vildi ekki meina að sú tilraun hefði mistekist beinlínis en fólk hefði ekki þust unnvörpum í Óp- erana til að sjá þessi verk. „Við feng- um skýr skilaboð um að áhorfendur vildu þekktari verk og við náðum þeim skilaboðum. Þegar starfsemin er orðin meiri og við höfum komið okkur upp fleiri sýningum og stærri áhuga- hópi þá verður pláss fyrir minna þekktar óperur." Fyrsta frumsýning starfsársins er um miðjan október á splunkunýrri bamaópera eftir Þorkel Sigurbjöms- son og Böðvar Guðmundsson, Stúlkan í vitanum, byggð á ævintýrinu um arbankans í Lúxemborg mun leggja áherslu á sérbankaþjónustu, lána- starfsemi og starfsemi á verðbréfa- Stúlkuna í tuminum eftir Jónas Hall- grímsson. Þorkell stýrir hljómsveit- inni sjálfúr en Hlín Agnarsdóttir er leikstjóri. Óhræsið sem heldur stúlkunni fanginni syngur Bergþór Pálsson. Atriði í sýningunni era svo svakaleg að ákveðið var að banna hana bömum, yngri en 9 ára, nema í fylgd með fullorðnum. Hins vegar verður öllum 10 ára árganginum boðið og gjaldeyrismörkuðum. Eigið fé hins nýja banka verður í upphafl 1300 milljónir króna. Auk þess að bjóða íslendingum víðtæka fjár- málaþjónustu mun bankinn fyrst um sinn leita eftir viðskiptum ann- ars staðar á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Mun samsetn- ing starfsfólks taka mið af þessum markmiðum bankans og verður starfsfólkið því flest af erlendu bergi brotið. Auk Yngva Arnar hef- ur Búnaðarbankinn ráðið Alf Muhlig sem bankastjóra hins nýja banka en hann hefur stafað sem að- stoðarbankastjóri í Union Bank of Norway International í Lúxemborg. „Ég geri ráð fyrir að starfsemin verði komin á fullan skrið um ára- mót,“ sagði Yngvi Öm sem er þegar farinn að pakka. Eftir áramót verður ein vinsælasta ópera tónbókmenntanna, La Bohéme eftir Puccini, sett upp með áhöfn margra bestu ungu söngvara okkar. Stjómendur verða erlendir en hönnuð- ir sviðs og búninga innlendir. Heilmik- 0 fræðslustarfsemi verður á vegum hússins, auk þess skipulagðir hádegis- tónleikar og glæsilegir vortónleikar í maí. -SA Samið um opinber innkaup ísland gerðist í gær aðili að samn- ingi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, um opinber innkaup. Aðildin var samþykkt samhljóða á fundi sér- stakrar nefndar aðildarríkja samnings- ins. Vísir.is greindi frá. Fagnar úrslitum í Júgóslavíu Halldór Ásgríms- son utanríkisráð- herra fagnar niður- stöðum nýafstaðinna forsetakosninga í Júgóslavíu. Halldór skorar á sitjandi for- seta að láta af ágrein- ingi um niðurstöð- una og viðurkenna ótvíræð úrslit kosninganna og þar með auðvelda nýj- um lýðræðislega kjömum forseta að taka við embætti. Vísir.is greindi frá. Afar óeðlileg hefð „Mér þykir þetta afar óeðlilegt og óheppilegt," segir Björgvin Brynjólfs- son, oddviti Samtaka um aðskilnað ríkis og kirkju, um þá héfð að þing- heimur gangi til guðsþjónustu við setningu Alþingis. Hann telur að með þessu sé gert upp á milli ólíkra trúar- bragða og sé það mjög miður í lýðræð- isríki. Vísir.is greindi frá. Móti erlendum fjárfestingum Einar K. Guðfinns- son, formaður sjávar- útvegsnefndar Al- þingis, vill ekki að ís- lendingar heimili út- lendingum að eiga hlut í útgerðarfyrir- tækjum. Þeir yrðu ekki lengi að eignast íslensku fyrirtækin og kæmust þannig bakdyramegin inn í landhelgina. Textavarpið greindi frá. Þjóðvangur við Vatnajökul Vinnuhópur á vegum Landvemdar leggur til að stofiiaður verði Vatnajök- ulsþjóðvangur, alls hátt í 32.000 ferkíló- metrar að stærð. Innan þjóövangsins verði 2 þjóðgarðar, hátt í 19.000 ferkíló- metrar. RÚV greindi frá. Eignast 17% í Skinnaiðnaði Framkvæmdasjóður Akureyrar hef- ur eignast 17,5% hlut í Skinnaiðnaði hf., eða sem samsvarar 15 milljónum króna að nafnvirði. Viðskiptin era gerð á grundvelli breytanlegs skulda- bréfs sem Framkvæmdasjóður Akur- eyrar átti og um er að ræða nýtt hluta- fé í Skinnaiðnaði. -bþg -EIR Von um tíaustari grundvöll undir starfsemi íslensku óperunnar: Fyrirheit um framtíð . OVWYND E.ÓL. Þau skipuleggja starfsemi Islensku óperunnar næstu ár. Frá vinstri: Ingjaldur Hannibalsson, varaformaöur Vinafélags íslensku óper- unnar, Kristinn Sigmundsson, formaöur listráös, Bjarni Daníelsson óperu- stjóri, Jón Ásbergsson, formaöur stjórnar, Guörún Ragnarsdóttir, varaformaö- ur stjórnar, og Snorri Welding, formaöur kórs íslensku óperunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.