Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 10
10 Skoðun LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11, 105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25,-simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Afskekkta álverið Það sker í augu, að sölumenn Kárahnjúkavirkjunar veifa núna jarðgöngum milli byggða á Austfjörðum framan í ráðamenn Norsk Hydro til að sýna fram á auk- ið framboð af mannauði í nágrenni Reyðarfjarðar og reyna þannig að lífga við áhuga þeirra á Reyðaráli. Með þessu er búið að bæta kostnaði jarðganganna við fyrirhugaðan virkjunarkostnað. Verið er að bjóða niðurgreiðslu ríkisins á orkuverði Landsvirkjunar og gera Reyðarál að stærsta styrkþega íslandssögunnar. Dæmið var vitlaust áður, en nú tekur steininn úr. Tilefnið er afdráttarlaus yfirlýsing forstjóra áldeildar Norsk Hydro um, að Austfirðir séu fámennis vegna ekki heppilegur staður fyrir álver. Hann segir meira að segja, að risastórt álver geti orðið skaðlegt annarri og fyrirferðarminni framleiðslu á Austurlandi. Það sker líka í augu, að Eivind Reiten forstjóri gerir grín að forustumönnum Reyðaráls og Afls fyrir Austur- land með þvi að vekja sérstaka athygli á, að þeir hafi engar áhyggjur af félagslegum áhrifum álversins, þótt yfirmenn Norsk Hydro séu uppteknir af þeim. Yfirlýsingin táknar ekki, að Norsk Hydro sé hætt við aðild að Reyðaráli. Hún felur frekar í sér, að íslenzkir samstarfsaðilar verði að leggja harðar að sér við að láta ríkið útvega fyrirtækinu á kostnað skattgreiðenda þá innviði, sem hann telur skorta austur á fjörðum. Við munum því sjá á næstu tveimur árum ýmsar ráðagerðir pólitíkusa um sértækan stuðning skattgreið- enda við Austfirði til þess að gera þá álvershæfa. Þar með eru talin göng milli fjarða meðan léleg umferðar- mannvirki valda stórslysum á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma munu Landsvirkjun og Reyðarál skammta okkur konfektmola úr hnefa í formi niður- staðna rannsókna á borð við þá, að strönd Héraðsflóa muni ekki breytast mikið við stíflur, sem fylla lón af aur i stað þess að hleypa honum fram til sjávar. Ekki mun takast að láta tímann vinna með Kára- hnjúkavirkjun og Reyðaráli á þennan hátt, því að önn- ur atriði koma á móti. Óhjákvæmilegt er, að efasemdir muni vaxa hjá íslenzkum lífeyrissjóðum um, að skyn- samlegt sé fyrir þá að standa undir Reyðaráli. Tilgangur lífeyrissjóða er að varðveita sparifé íslend- inga, svo að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af ellinni. Áhættufj árfesting í afskekktum þungaiðnaði er utan rammans. Vitrænna er fyrir lífeyrissjóðina að dreifa áhættunni með því að kaupa erlend verðbréf. Lífeyrissjóðir voru upphaflega ginntir til að taka þátt í undirbúningi Reyðaráls. Hætt er við, að fljótlega fari að hitna undir sumum fulltrúum lífeyrissjóðanna, þeg- ar menn fara að átta sig betur á, að þeir eru að leika sér óvarlega með afar viðkvæma öryggisfjármuni. Tíminn vinnur líka gegn Reyðaráli á þann hátt, að fleiri íslendingar munu smám saman átta sig á, að auðsuppspretta í framtíðaratvinnu felst ekki í láglauna- þungaiðnaði á borð við álver, heldur í hálauna-þekking- ariðnaði á borð við tölvur og hugbúnað. Ennfremur fjölgar stöðugt þeim íslendingum sem átta sig á, að kominn er tími tU að varðveita stærstu ósnortnu víðemi Evrópu. Þessi víðerni hálendisins eru í auknum mæli að verða helzti hornsteinn og einkenn- istákn tUveru íslendinga sem sjálfstæðrar þjóðar. Um langt skeið hafa aUar fréttir af Reyðaráli verið þess eðlis, að talsmenn þess hafa þurft að hlaupa upp tU handa og fóta tU að reyna að takmarka tjónið. Jónas Kristjánsson 1>V Valur Ingimundarsson stjórnmála- fsagnfræöingur Erlend tíðindi „fómarlamba-ímynd“ og minning- ar um hrottalega meöferð á Serbum í seinni heimsstyrjöld. í sjónvarpi voru sýndar myndir af tjöldagröfum svo að dögum skipti og af þvi er líkamsleifar serbneskra fómarlamba voru grafnar upp í Herzegóvínu. McU’kmiðið var að láta fólk fyllast reiði út í Króata vegna stríðsglæpa króatísku fasist- arhreyfingarinnar Ustasha á striðsárunum. Serbar væru mestu fómarlömbin og því hefðu þau rétt á þvi að því fara í stríð og hefna sín og fremja glæpi og nauðganir. Ekkert hefði vitaskuld verið minnst á glæpaverk serbneskra sérsveita i seinni heimsstyrjöld. Fórnarlömb og loftárásir Þegar ég tala um „vestræna sekt- arkennd" vegna loftárása NATO og þá staðreynd, að vestræn ríki hafi ekki verið tilbúin að færa neinar fómir til að hjálpa Kosovo-Albön- Konur gegn Milosevic Á þrettán ára valdarferli sínum hefur Slobodan Milosevic, forseti „Júgóslaviu", ekki aðeins beðið ósigur í grimmilegum þjóðernis- stríðum í Bosníu, Króatíu og Kosovo, stríðum sem hann átti mestan þátt í að efna til i nafni serbneskrar þjóðernisstefnu. Hver sem eftirmál kosninganna verða er ljóst, að staða Milosevics hefur aldrei verið veikari, enda hefur hann látlaust haldið því fram, að hann stjómaði í umboði serbnesku þjóðarinnar. Zarana Papic er feministi og aðstoðarprófessor við heimspekideild háskólans í Belgrad. Hún hefur barist gegn stjóm Milosevics um árabil og er félagi í andófssamtök- unum „Konum í svörtu." Hún segir stjórnvöld hafa beitt harðræði, en fullkomin skoðanakúgun hafi að- eins náð til fjölmiðla. Samt hafi reynst mjög erfitt að skipuleggja andstöðu gegn stjórn Milosovics vegna þess, hve mennta- fólk var tregt til þess. Serbneska andstaðan hafi auk þess verið ein- angruð jafnvel þótt hún hafi haft að- gang að óháðum fjölmiðlum. Og það sem verra er: Sumir stjómarand- stæðingar séu jafnmiklir „fasistar" og valdhafarnir vegna þess, að þeir hafi stutt þjóðernishreinansir Serba. Þeir hafi orðið fyrir áhrifum af áróðri stjórnvalda, trúi þeim folsku goðsögnum, að Serbar séu hin útvalda þjóð, trúi því að hetju- og gullöld serbnesku þjóðarinnar eigi rætur að rekja til Kosovo og „geri sér far“ um að sýna því „full- komið skilningsleysi", að NATO hafi gert loftárásir vegna þess, að það hafi „nákvæmlega engin ástæða verið til þess“. „Foringjadýrkun" Fyrir kosningarnar hafði Papic varað við því, að stjómarandstæð- ingar væru farnir að sýna „þreytu- lega uppsteytstilburði" á eftirfar- andi nótum: „Við höfum mótmælt stjórn Milosevics svo lengi, en fólk í öðrum löndum neitar að viður- kenna það og svo varpar það meira segja sprengjum á okkur." Með öðr- um orðum segir hún, að sumir stjórnarandstæðingar hafi orðið gagnsýrðir af þeim „sjálfhverfa áróðri“ stjórnvalda, að Serbar geti ekki gert nein mistök. Milosevic hafði þegar árið 1989 lagt grunninn að þeirri goðsögn, að stríð væri eini kosturinn fyrir Serba. Hún segir, að mjög margir Serbar hafi hrifist með og gefið sig Milosevic á vald - og gilti þá einu, hvort um var að ræða konur eða karla, unga eða aldna, menntað og ómenntað fólk. Eftir að Júgóslavía leystist upp Slobodan Milosevic hefur nú oröiö fyrir mestu áfalli á stjórnmálaferli sinum. Honum hefur nú verið hafnaö af almenningi í Serbíu. um eða stöðva þjóðernishreinsanir svarar hún: „Við skulum ekki gleyma því, að Frelsisher Kosovo kom ekki til sög- unnar fyrr en ofsóknimar höfðu náð hámarki eftir tíu ára kúgun. Mestu mistökin voru þau að fresta loftárás- unum frá október 1998 fram í mars 1999. Þetta gaf Milosevic tíma til að búa sig undir þær. Við höfum sann- anir fyrir því, að hann kom hermönn- unum fyrir í kjöllurum sjúkrahúsa til að gera þau að skotmörkum til að geta síðan nýtt sér þetta í áróðurs- stríðinu." Loftárásimar hafi síðan styrkt þá fómarlamba-ímynd, sem Milosevic hefur verið að innprenta serbnesku þjóðinni: Hún sé mjög kynferðisbund- in og gangi aðallega út á karlrembu. Stjómvöld hafi t.d. notað Lewinsky- málið kerfísbundið til að draga upp karlmennskulega mynd af „kjark- miklum Serbum" og kvenlega mynd af kjarklausum árárásaraðilum, sem þyrðu ekki að berjast við Serba á jörðu niðri. Við- kvæðið var: „Komdu úr loftinu, Clint- on, og þá munum við kenna þér lexíu í kynferðismálum." Milosevic hefur áður sýnt, að honum hefur tekist að lýsa yfir sigri í vonlausri stöðu, en kosningaósigur hans nú hefur aukið líkur á að það takist að bola honum frá völdum. Þótt allir stríðsaðUar á Balkanskaga hafi framið stríðsglæpi ber hann langmesta ábyrgð á þeim hörmungum, sem þar hafa átt sér stað. Meirihluti Serba hefur nú loks tekið skýra afstöðu gegn valdboðs- stjórn hans. Vonandi er það upphafið að því að afhjúpa þann lygavef, sem hann hefur spunnið um sögulegt hlut- verk Serba, og þá firringu, sem felst í því að boða þjóðarendumýjun í krafti- þjóðernishreinsana. hafi „leiðtoginn“ Milosevic boðað nýskipan samfélagsins: Hann hafi hvatt karlmenn til að berjast „hetjulega" fyrir einingu „Júgóslavíu“; skilaboðin til kvenna voru að þær skyldu halda kjafti. Til að styrkja þessa nýskip- an var nauðsynlegt að vekja upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.