Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 DV Helgarblað Sviðsljós Vill bara borða appelsínugulan mat Leonardo DiCaprio Billy Bob Thomton er vinsæll leik- ari í Hollywood sem hefur að undan- fórnu verið mikið í sviðsljósinu vegna hraðsoðins hjónabands síns við Ang- eline Jolie en þau stukku í hnappheld- una eftir afar skömm kynni. Um þessar mundir er Jolie við tök- ur í Evrópu en Billy er einn að slæp- ast vestur í Ameríku. Hann er að sögn sérvitrari í mataræði en góðu hófi gegnir. Á dögunum var hann lagður sjálfviljugur inn á sjúkrahús í Banda- ríkjunum og mun ætla að dvelja þar um hríð. I fyrstu töldu allir að hann væri þar vegna misnotkunar eitur- lyQa sem er nánast atvinnusjúkdómur leikara en nú hefur annaö komið á daginn. Billy Bob er haldiim þeirri þrá- hyggju að allur matur sem hann læt- ur ofan í sig verði að vera appelsínu- DiCaprio í banni Leonardo DiCaprio er stór- súama sem þarf ekki lengur að leika i kvikmynd- um til þess að kom- ast í fféttimar. Allt sem hann gerir eða gerir ekki em frétt- ir. Hann komst i blöðin á dögunum þegar hið virðulega hótel, Argyle i Los Angeles, setti hann á bannlista. Hér eft- ir fær DiCaprio ekki að gista á Argyle þótt hann feginn vildi. Ástæðan er sú að síðast þegar kapp- inn tékkaði sig inn var hópur vina hans í fór með honum. Þeir vom að skemmta sér og þegar þeir yfirgáfu staðinn vora herbergi þeirra algerlega i rúst þar sem búið var að bijóta og bramla allt laus- legt. Slík hegðun er alþekkt meðal stjamanna og margar þeirra skilja eftir sig sviðna jörð hvar sem þær gista. En Argyle-bændum þótti þetta heldur mikið og strikuðu DiCaprio út af gestalistan- um. Stjaman er í góðum félagsskap á svarta listanum en þar er næstur á und- an körfúboltajaxlinn Dennis Rodman. Hvílir bölvun á Crowe? Leikarinn Russell Crowe hefúr skotist upp á stjömuhimin- inn síðasta ár, sér- staklega eftir leik sinn í úrvalsmynd- inni The Insider og siðan í skylminga- tryllinum The Gladi- ator. Crowe er eng- inn nýgræðingur í leiklist en hann kem- ur ffá Ástraliu eins og Mel Gibson og Paul Hogan svo reynt sé að tengja hann við vinsælar hasarhetjur. Um þessar mundir stendur yflr und- irbúningur að tökum á kvikmyndinni Flora Plum þar sem Crowe á að leika að- alhlutverkið en Jodie Foster ætlar að leikstýra. Crowe meiddist við æfmgar og nú er talið að hann þurfi að gangast undir aðgerð vegna meiðslanna. Þetta setur áætlanir allra í uppnám og sérlega er þetta óþægilegt fyrir Foster sem hafii- aði hlutverki í Hannibal, framhalds- myndinni af Lömbin þagna sem allri bíða eftir. Þetta er í þriðja skiptið sem óhöpp verða þegar Crowe starfar að tökum eða æfmgum á kvikmyndum. Við tökur á The Gladiator lést gamli skarfúrinn Oli- ver Reed áður en tökum var að fullu lok- ið. Við tökur á Proof of Life, þar sem Crowe leikur á móti Meg Ryan, varð slys og aukaleikari lést. Það er því ekki að undra þótt hjátrúarfullt fólk í kvik- myndaiðnaðinum sé farið að velta því fyrir sér hvort ef til vill hvíli bölvun á Crowe. Russell Crowe Hann þótti góö- ur í Gladiator en nú er feríll hans í hættu vegna meiðsla. gulur á litinn. Þetta er gott og blessað þegar t.d. appelsínur eru annars veg- ar en litaháð mataræði af þessu tagi er ekki eins hollt og Billy Bob heldur. Vegna þessarar sérvisku er fullyrt aö hann þjáist af einhverjum hörgulsjúk- dómum sem stafa af skorti á nauðsyn- legum vítaminum og bætiefnum. Venjulega verður slíkra sjúkdóma aðeins vart í þróunarlöndum þriðja heimsins þar sem fólk skrimtir á barmi hungursneyðar alla ævi. En það er greinilega víða pottur brotinn í þessum efnum. Rafmagnsgitar, magnari nveffekt, ól og snúra. Aður 40.400 kr. Nú 27.900 kr. Kassagitarar frá 6.900 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.