Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 Helgarblað DV Satt og logið um rautt hár: Rauðkur og rauðhausar Rauðhærðir hafa mátt þola ýmsa fordóma í gegnum tíðina. Þeir hafa verið kallaðir negrar hvíta mannsins og sagðir vera mun graðari en aðrir. Samt hafa þeir einnig verið öfundaðir fyrir sér- kennilegt útlit og jafnvel talið að þeir búi yfir yfirnáttúrlegum hæfileikum. „Rautt hár er býsna ólíkt öðru hári. Það er í eðli sínu bæði grófara og sver- ara, auk þess sem rauðhært fólk er yf- irleitt með færri hár á höfðinu en aðr- ir. Dökk- eða ljóshærðir eru með 100-130 þúsund hár á höfðinu en rauð- hærðir eru að meðaltali einungis með 90 þúsundsegir hársnyrtirinn Torfi Geirmundsson sem rekur samnefnda hárgreiðslustofu við Hlemm. Það er þó ekki einungis gerð hársins sem skilur rauðhært fólk frá öðru fólki. Alls konar mýtur í sambandi við rauðhærða hafa verið á flugi í gegnum tíðina og í íslenskum þjóðsögum er t.d. sagt frá því að rauðhærðir strákar hafi verið eftirsóttir í beitu hjá útlendum sjóurum. Rauðhærðar konur voru einnig gjaman taldar vera nomir á miðöldum og sums staðar hafa rauð- hæröir ámóta slæmt orð á sér og svart- ir kettir og því ekki talið gott að mæta þeim á götu. Ótrúar eiginkonur vom sagðar eignast rauðhærð böm og víða er því haldið fram að rauðhærðum sé ekki treystandi. Guðrún Arnardóttir íþróttakona Rau&hærðar konur spólgraðar Ein lang- lífasta sagan varðandi rauð- hærða er sú að þeir eiga að vera mjög villt- ir í rúminu. Á þetta sérstak- lega við um rauðhærðar konur sem hafa fengið á sig það orðspor að vera al- mennt mun graðari en kon- ur með annan háralit. Kyn- lifspistlahöfúnd- inn og hjúkrun- arfræðingurinn Ragnheiður Eiríks- dóttir hefúr þetta um málið að segja: „Ég hef heyrt þessa mýtu en held hún eigi ekki við rök að styðjast. Ég held þetta hafi frekar með nýjunga- gimi að gera. Allt sem er nýtt og öðm- vísi er spennandi og þar sem ekki er mikið um rauðhært fólk þá þykir það meira spennandi en annað og þannig hefúr líklega þessi saga farið af stað,“ segir Ragnheiður sem kannast ekki við að háralitur fólks geti haft eitthvað með kyngetu þess að gera. Það sé því að hennar áliti ekki hægt að alhæfa að rauðhærðar konur sé kynþokkafyllri en aðrar en hún bendir jafnframt á að auðvitað falli margir karlmenn fyrir rauðkum enda smekkur manna mis- jafn. Jón Gnarr hrekur einnig þessar sög- ur og segist hafa áreiðanlegar heimild- ir fyrir því að þessi saga standist ekki hvað varðar kyngetu rauðhærðra kvenna. Rauðhæröir nördaleglr Hvað sem kyngetu rauðhærðra kvenna líður þá hafa rauðhærðar kon- ur verið vinsælar sögupersónur í eró- tískum bókmenntum en hins vegar bregður þeim sjaldan fyrir í klassísk- um ástarsögum. Þar er góða stúlkan yfirleitt ljóshærö og bláeygð og vonda stúlkan dökkhærð en rauðkumar em yfirleitt alls ekki hafðar með. Aftur á móti em nördamir í bók- menntum oftast hafðir rauðhærðir og gott dæmi um það er Anna í Grænu- hlíð, sem breyttist reyndar í mynd- arstúlku, en það var vegna þess að rauða hárið á henni varð koparbrúnt með aldrinum. „Ég er nú svo hepp- inn að vera ekki þessi týpíski rauð- haus þó svo ég sé með rautt hár. Ég hef sloppið vel við þetta nördalega útlit sem yfirleitt fylgir rauðhærðu fólki,“ segir Páll Rósin- krans og nefnir frænda sinn, Jón Gnarr, sem gott dæmi um nördalegan rauð- haus. Sá hefúr oftar en ekki gefið þær yfirlýs- ingar að en gekk svo langt í að leyna því að hún litaði meira að segja skapahár sín. Skáldið Þórbergur Þórðarson var einnig rauðhærður og var mjög með- vitaður um það og talaði oft um hára- lit sinn í verkum sínum sem fótlun og eitthvað sem væri sér til trafala. Talið rauð- Júdas var rauð- hæröur Þrátt fyrir að sumum fmnist eitthvað nörda- legt við það að vera rauðhærður þá heldur Jón Gnarr því fram að rauðhært fólk sé yfirleitt mun gáfaðra og hæfileikarík- ara en annað fólk. „Flest það hæfileikaríka fólk sem ég þekki er rauðhært þannig að ég tel full- víst að gáfur fýlgi þessum háralit," seg- ir Jón. Það gæti verið satt því að sag- an geymir allnokkrar sögufrægar rauðhærðar persónur, eins og Marilyn Monroe sem mun hafa verið rauðhærð hærður og þess vegna hafi menn feng- ið illan bifúr á þessum háraht. Hvort sem það er rétt eða ekki þá hefúr rauð- hært fólk allavega ekki verið algengt á gömlu menningarsvæðunum við Mið- jarðarhafið og því hafa rauðhærðir þótt sérkennilegir og framandi og álitnir varasamir og jafn- vel hættulegir. í Biblíunni er einnig sagt að einn mesti garp- ur sög- unnar, Davíð kon- ungur, hafi verið rauðhærður. „Honum er lýst sem rauöleitum og fagurlega vöxnum þannig að við eig- um margt sameig- inlegt,“ segir Páll Rósinkrans sem segir að háralitur- inn hafi aldrei orð- ið sér til trafala í lífinu. „Það sést best á því að ég á þessa fal- legu konu og ekki setti hún háralit- inn fyrir sig.“ Páll Róslnkrans tónlistarmaöur mundsson vel við og minnist þess að þegar hann var unglingur þá hafi ver- ið mikið af rauðhærðum krökkum í Blesugrófmni sem voru álitnir hinir mestu villingar og sérlega uppivöðslu- samir. Torfi er þó á því að alls ekki sé eins mikil hjátrú í sambandi við rautt hár i dag og fyrir um 30 árum. „Það er ekkert mál að lita bara á sér hárið og þannig er ekki eins endanlegt að vera rauðhærður í dag og áður,“ segir rit- höfúndurinn Kristín Steinsdóttir sem mátti þola ýmsar glósur vegna háralit- ar síns þegar hún var yngri. „Ég verð að játa að mig lang- aði miklu frekar til þess að vera dökk- hærð og brúneygð heldm- en rauðhærð. Það var ekki fyrr en ég var komin í menntaskóla að ég tók háralitinn í sátt,“ segir Kristín sem hafði æpandi rautt hár sem hrein- lega logaði í sólskin- inu á hippaárunum Skýringuna á hára- lit hennar var, að hennar sögn, lengi að finna í því að faðir hennar var kommi og því var hún með rautt hár. „Ég ímyndaði mér þegar ég var bam að ef Erfiöara aö vera feitur Það að vera rauðhærður eru ekki verstu örlög sem hægt er að hugsa sér. Kristín, sem hefur verið bamaskóla- kennari, telur að það sé erfiðara fyrir bam að vera feitt en rauðhært í dag. „Stríðni veröur alltaf til og krakkar leita eftir einhverju sem er öðruvísi. Ég var eina rauðhærða stelpan í bekknum mínum svo það var ekki nema von að mér væri strítt," segir Kristín sem hefur aldrei litað hárið á sér með öðrum lit og myndi ekki vilja skipta um háralit í dag. Fínt í fjáriiættuspili Rautt hár hefúr þó alls ekki bara verið talið til bölvunar heldur hefúr það einnig verið hann hafi verið nörd þegar hann var yngri og viður- kennir að háralit- urinn hafi ömgg- lega átt sinn þátt í því. „Ég var alla- vega kallaður Rauð- skalli Brennivínsson í æsku,“ segir Jón Gnarr. Ofstopafullir vill- ingar Því hefur einnig verið haldið fram að rauð- hært fólk sé tilfinninga- lega Sveiflu- kennt og hafi hræðilegt skap. Þessa sögu kann- ast hár- snyrtir- inn Torfi Geir- Eiríkur Hauksson tónlistarmaður pabbi hefði verið sjálfstæðismaður þá hefði ég líklega verið dökkhærð," segir Kristín og skellir upp úr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.