Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 19 DV Helgarblað Jóhannes Guðnason, betur þekktur sem út- varpsstjaman Jóhannes á Fóðurbílnum á Bylgj- unni, leitar logandi Ijósi þessa dagana að atvinnu á Akureyri. Skemmtilegar atvinnu- auglýsingar hans í dag- blaðinu Degi að undan- fömu hafa vakið verð- skuldaða athygli en að hans sögn hafa þœr ekki borið nægan ár- angur. Vill góð laun Jóhannes, sem er Reykvíkingur fæddur 1957, hefur víðtæka starfs- reynslu. Hann hefur þó aðallega unnið á trukkum og treilerum síðustu 20 árin, bæði sem vinnuVeitandi og hjá öðrum. Síðastliðin 2 ár hefur Jóhannes Alltaf léttur á því verið búsettur á Akureyri, en þó að- Jóhannes á Fóöurbílnum vill flytja til Akureyrar en finnur þar enga vinnu við sitt hæfi. Ef atvinnuauglýsingarnar bera eins um helgar, þar sem hann hefur engan árangur er-hann jafnvel aö hugsa um að gera eitthvað upp á eigin spýtur eins og það að opna nektardansstað starfað í Reykjavík, enda haft þar fin með karlstrippurum, sem greinilega sárvantar i bæjarfélagið. s Utvarpsstjarnan Jóhannes á Fóðurbílnum er í atvinnuleit: „Kannski ég fari bara að strippa“ - segir Jóhannes sem gerir næstum hvað sem er til þess að fá vinnu á Akureyri laun og verið að vinna hjá góðu fyrir- tæki. Nú er hann hins vegar orðinn leiður á því að flækjast á milli um helgar og vill freista þess að fá vinnu við sitt hæfi fyrir norðan. „Ég er opinn fyrir öllu og einu skil- yrðin sem ég set eru þau að launin séu góð,“ segir Jóhannes og skellir upp úr. Hann vill ekki endilega hætta að keyra, það eina sem hann vili er að starfa fyrir norðan þar sem konan hans býr og bætir við að þetta mikla flakk hans um landið hafi nú þegar eyðilagt eina sambúð fyrir honum og hann ætli ekki að láta það endurtaka sig. Vantar stríppstaö fyrir konur Jóhannes varð þjóðþekkt persóna þegar hann var „uppgötvaður" af Mar- gréti Hrafnsdóttur á Rás 2 árið 1989. Síðan þá hefúr Jóhannes verið viðloð- andi útvarpsstöðina Bylgjuna og heyr- ist vikulega í honum í þáttrnn Hemma Gunn á laugardögum. „Ég gæti vel hugsað mér að starfa meira í skemmtanabransanum, t.d að vera með minn eigin útvarpsþátt eða álíka,“ segir Jóhannes, sem er vongóð- ur um að hann fái vinnu fyrir norðan. „Ef ekki, þá verð ég bara að frnna upp á einhveiju sjálfúr," segir hann og hugmyndimar vantar ekki. „Það vantar t.d alveg strippstað með karlkynsstrippurum fyrir konumar. Ég er alveg viss um að það væri mark- aður fyrir þannig stað. Nú þegar em fjórir strippstaðir fyrir karlmenn í bænum en enginn fyrir konumar. Það verður að fá jafiivægi í þetta,“ segir Jó- hannes, sem hefur ágætis sviðsfram- komu sjáifúr, enda hefúr verið vinsælt að fá hann sem veislustjóra í hinum og þessum veislum. Hann segist munu íhuga þennan möguleika alvarlega ef allt um þrýtur. „Mér líður svo vel á Akureyri. Það er ailt svo miklu afslappaðra hér. Það er líka frábært að ef maður þarf að fara eitthvað þá getur maður gengið á milli staöa,“ segir Jóhannes, sem hefur einu sinni áður reynt að búa út á landi. Það var í Vestmanneyjum en þar entist hann einungis í 6 mán- uði þar sem honum fannst landið of lítið. Jóhannes segist ekki skilja þær sögusagnir um Akureyringa að þeir séu lokaðir og erfitt sé að kynnast þeim, því það sé síður en svo hans reynsla af heimamönnum. „Ég hef alla vega ekki átt í vand- ræðum með að kynnast fólki héma og á nú þegar mitt fasta sæti á ein- um skemmtistaðnum héma,“ segir Jóhannes, sem hefur verið að svipast um eftir vinnu í bænum síðan í vor. Einhver atvinnutilboð hefur hann nú þegar fengið en eins og hann seg- ir sjálfur em launin fyrir norðan, því miður, mun lægri en þau sem er í boði fyrir sunnan. „Bæjarstjórinn á Akureyri segir að það sé allt á upp- leið i bænum þannig að ég vona bara að einhver atvinnurekandi fyrir norðan hafi efni á mér. Ég bíð átekta við símann,“ segir Jóhannes og rek- ur upp eina af sinum frægu og smit- andi hláturrokum. -snæ FemiCare® hylki með mjólkursýrugerlum fyrir leggöng. Hluti af náttúrulegrí fióru konunnar! Fæst í Apótekinu, Lyfju, Lyf og heilsu og apótekum landsins. Káppa Kilmanoc LUHTA TOPPMERKI A LAGMARKSVERÐI NÓATÚN 17 S 511 4747 na( pumn SPEU X) GA.BB.IáMO m 17 Opið: laugardag 10,00 -18,00 sunnudag 11,00 -17,00 rVjíJ!('
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.