Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 Helgarblað DV Sex ára fegurðardrottning barna kyrkt í Bandaríkjunum: Foreldrarnir grunaðir um morðið JonBenet Ramsey var drottning drottninganna í barnafegurðarsam- keppnum í Bandaríkjunum. Hún var ekki bara fræg í heimabæ sín- um, Boulder í Colorado heldur um öll Bandarikin eftir að hafa sigrað í 50 keppnum. Margir fylgdust þó með árangri JonBenet litlu með blandinni ánægju. Það voru ekki allir sáttir við að sex ára stúlka skyldi koma fram í kjólum sem kostuðu þúsund- ir dollara og baða sig hvað eftir ann- að í sviðsljósinu. Hún var þrátt fyr- ir ailt lítið barn. Árið 1996 voru fegurðarsam- keppnir fyrir böm milljarða dollara viðskipti. Þúsundir barna og mæð- ur þeirra tóku þátt. Haldnar voru yfir 500 keppnir þetta ár og voru fyrstu verðlaun allt að 100 þúsund dollarar. Engri telpu gekk jafnvel og Jon- Benet litlu sem var dóttir auðugs kaupsýslumanns, Johns Ramseys, og eiginkonu hans, Patsy. En árang- urinn varð dýrkeyptur. Svo virtist sem litlu fegurðardísinni hefði ver- iö rænt af lúxusheimil foreldranna annan í jólum 1996. Mannræningj- arnir kröfðust lausnargjalds í bréfi sem þeir skildu eftir. Þeir kröfðust þó ekki hærri upphæðar en 118 þús- unda dollara. Sporlaust horfin Patsy Ramsey hafði vaknað um tvöleytið um nóttina við það að henni fannst ókunnugir vera í hús- inu. Hún fór strax inn í herbergi bamanna og fann níu ára son sinn, Burke, í fastasvefni. En JonBenet var horfin sporlaust. Skömmu síðar fann móðirin þriggja síðna hand- skrifað bréf þar sem þvf var hótað að litla stúikan yrði drepin yrði samband haft við lögregluna og al- ríkislögregluna. Skelfingu lostnir foreldramir höfðu hótunina að engu og hringdu strax í lögregluna í Boulder. Hópur lögreglumanna kom Foreldrarnir Patsy og John Ramsey á leiö frá skrifstofu lögmanna sinna eftir tveggja daga yfirheyrslur hjá lögreglu í ágúst síöastliðnum. þegar í stað á vettvang. í millitíðinni hafði John Ramsey hringt i bankastjórann sinn og til- kynnt að hann hygðist greiða lausn- argjaldið. Peningar skiptu engu málið þegar um líf og öryggi litlu dóttur þeirra var að ræða. Sérstæð sakamál Hálfri klukkustund eftir útkallið leitaði flokkur lögreglumanna um allt hús Ramseyhjónanna en án ár- angurs. Um þrjúleytið hurfu lög- reglumennimir á brott en kváðust koma snemma næsta morgun. Þeg- ar lögreglan var farin gekk John Ramsey enn einn hring um húsið og kom að verkfærageymslu þar sem lögreglan hafði greinilega ekki leit- að. Skerandi óp Þar fann hann líkið af sex ára gamalli dóttur sinni. Litla stúlkan hafði verið kefluð og bundin og síð- an kyrkt. Patsy Ramsy, sem sat í stofunni með nágranna er reyndi að hughreysta hana, heyrði skerandi óp. Því næst kom John Ramsey æð- andi inn með JonBenet litlu í fang- inu. Hjónin reyndu árangurslaust að lífga dóttur sína við á meðan ná- granninn hringdi á lögregluna. Morðið á litlu fegurðardrottn- ingunni var aðalfrétt fiölmiðla dag- inn eftir. Syrgjandi foreldrarnir komu fram í sjónvarpi og lýstu eftir upplýsingum sem gætu leitt til handtöku morðingjanna. John Ramsey hét 100 þúsund dollara greiðslu fyrir upplýsingamar. Það kom þó ekki í veg fyrir að lögreglan grunaði Ramsey og fiöl- skyldu hans um voðaverkið. Ramseyhjónin voru yfirheyrð í þrjá daga. Tekin vom blóðsýni úr þeim og hársýni og rithandarsýni. Með uppáhaldsbangsann í kistuna John Ramsey greindi frá því að fiölskyldan hefði gengið snemma til náða á jóladag þar sem fyrirhugað var að fljúga til sveitaseturs fiöl- skyldunnar snemma dags annan í jólum. JonBenet hafði farið í rúmið klukkan átta um kvöldið. Engan grunaði neitt fyrr en Patsy Ramsey leit inn í herbergi dótturinnar um nóttina og sá að það var mannlaust. Öll bandaríska þjóðin tók þátt í sorg Ramseyfiölskyldunnar. Hún fékk rúmlega 2 þúsund samúðarbréf og yfir 1 þúsund syrgjendur voru viðstaddir útfór JonBenet. Hún var lögð til hvílu í þúsunddoUarakjóln- um sínum og með uppáhaldsbangs- ann sinn í fanginu. En lögreglan var enn sannfærð um að Ramseyfiölskyldan vissi meira um morðið en hún vildi viðurkenna. Það var margt óljóst í Að loknu lygaprófi Samkvæmt lygaprófi, sem Ramseyhjónin gengust undir í maí síöastliðnum, vita þau ekki hver myrti dóttur þeirra fyrir fjórum árum. JonBenet Ramsey Hún var drottning allra barnafeguröardrottninga í Bandaríkjunum. JonBenet var myrt á grimmiiegan hátt. tengslum við málið. Hvers vegna voru engin merki um innbrot í húsið? Og hvers vegna hafði háþróað öryggiskerfið ekki virkað? Aðalspumingin var hins vegar sú hvers vegna JonBenet hefði verið myrt? í ljós kom að hún hafði verið myrt nokkrum klukkustundum áður en foreldramir fundu bréfið „Hálfri klukkustund eftir útkallið leitaði hópur lögreglumanna um allt hús Ramseyhjónanna en án árangurs. Um þrjúleytið hurfu lögreglumennirnir á brott en kváðust koma snemma næsta morgun." við húströppumar. Auk þess hafði stúlkan verið lögð á stað þar sem hún myndi örugglega finnast. Viðbrögð Ramseyhjónanna við grun lögreglunnar vora þau að þau neituðu allri samvinnu. Þau fengu sér framúrskarandi lögmenn og öryggisverði. En samkvæmt ráðlegginum lögmanna sinna komu Patsy og John Ramsey samt sem áður í viðtal á CNN-sjónvarps- stöðinni og lögðu á það áherslu að þau hefðu engan þátt átt í dauða dóttur sinnar. „Okkur hryllir við ásökununum um að við séum tengd þessum glæp,“ sagði John Ramsey. Hann bætti því við að hann hefði ráðið í þjónustu sína fyrrverandi alríkislögreglumanninn John Douglas til þess að rannsaka málið. Samtímis hækkaði Ramsey upphæðina til þeirra er veitt gætu upplýsingar um 50 þúsund dollara. Mánuði seinna kvartaði lögreglan undan því að John og Patsy Ramsey hindruðu gang málsins þegar þau neituðu að gefa ný blóð- og rithandarsýni. Saksóknarinn Alex Lést á leið í Hunter hótaði að fara fram á dómsúrskurð og þá féllust hjónin á samvinnu. En þegar viku seinna var málið komið í hnút á ný er hann krafðist enn fleiri blóð- og rithandarsýna. Foreldrarnir hundeltir Tíðar komur Ramseyhjónanna til morðdeildar lögreglunnar leiddu til þess að fiölmiðla fór að gruna að foreldramir lægju undir grun. Rúmlega 2 þúsund fréttamenn víðs vegar að úr heiminum eltu foreldrana þegar þeir flýðu úr einum felustaðnum í annan. Þann 12. febrúar 1997 kærðu lögmenn Ramseyhjónanna eftirförina. „Við búum við algert helvíti. Það er eins og að missir dóttur okkar sé ekki næg refsing,“ sagði Patsy Ramsey. Nú eru næstum fiögur ár liðin frá því að JonBenet litla var myrt á grimmilegan hátt. Saksóknarinn Alex Hunter vinnur stöðugt við málið. Hann er viss um að foreldrarnir séu ekki hafnir yfir allan grun. Ekki séu þó til nægar sannanir til að ákæra þá. Hunter kveðst þó viss um að hinir seku verði látnir svara til saka. frelsið Becker var sýknaður af morði en lést í bflslysi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.