Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 Helgarblað DV George Clooney George hefur gengiö afar vel aö und- anförnu en hann baröist eitt sinn viö Brad Pitt um htutverk og tapaöi. Tapaði fyrir Brad Pitt George Clooney er afar vinsæll leikari og meðal þeirra sem hvað mest hræra við hjartastrengjum kvenna um allan hinn vestræna heim. Clooney komst inn í hugskot almennings sem læknirinn og kvennagullið Ross í þáttunum Bráðavaktin en hefur hætt leik þar og sinnir einungis kvikmyndaleik. Clooney sagði nýlega frá því að þegar hann var fyrir mörgum árum að reyna að komast inn í kvikmynd- ir stóð mikil barátta milli hans og Brad Pitt um aukahlutverk í kvik- myndinni Thelma og Louise á móti Geenu Davis og Susan Sarandon. Á endanum fékk Pitt rulluna og gerði þetta litla hlutverk svo eftirminni- lega að það er varð upphafíð að frægðarferli hans. Clooney er nógu metnaðargjam til þess að hann varð öskuvondur og gat ekki horft á myndina fyrr en heilu ári eftir að hún var sýnd við miklar vinsældir. Fram að þeim tima komst hann úr jafnvægi aðeins við að heyra nafn Pitts nefnt. En tíminn læknar öll sár og nú eru þeir félagar að leika saman i kvikmynd sem heitir Ocean’s El- even og þar má telja víst að Clooney sé ofar á vinsældalistanum en Brad. Heygarðshornið A heimleið Sigríöur Karlsdóttir á Sel- fossi á mynd september- mánaöar. Þetta er skemmti- leg mynd sem sýnir bræö- urna Einar Karl og Gunnar Pál Júlíussyni halda heim á leiö eftir skemmtilegan dag á Kristnihátíð. Bróöurkær- leikurinn og góöa veöriö, sem er í algleymingi, gerir myndina sérlega hlýlega. Til hamingi'u, Sigríður! Krútt Hvaö er sætara en lítill kettlingur? Sendandi: Sigrún Lóa Sólbað Allir elska sólina, það sannast best á þessari mynd þar sem 90 ára aldurs- munur er á fyrirsæt- unum. Sendandi Hulda Stefánsdóttir, Hafnarfiröi. Ríkishljómsveit Geirmundar? Guðmundur Andri Thorsson skrifar í Helgarblaö DV. Vandi Ríkisútvarpsins virðist vera sá að menn þar á bæ geta ekki horfst í augu við að það er ekki eini ljósvakamiðill landsins. Ráðamenn ríkisútvarpsins virðast telja það meginhlutverk stofnunarinnar að sjá fólki fyrir „afþreyingu“. Stofn- unin virðist telja sig þurfa að þjóna öllum, bjóða upp á efni við allra hæfi, því að ella eigi fólk þess ekki kost að njóta afþreyingarefnis. Ráðamenn Ríkisútvarpsins virðast í fullri alvöru telja að nyti stofnunar- innar ekki við þá væri hér hörgull á afþreyingarefni handa almenningi. Öðruvísi er naumast hægt að skilja grein Markúsar Arnar Ant- onssonar útvarpsstjóra í Morgun- blaðinu á dögunum. Væri þetta viðhorf ríkjandi á öðr- um sviðum menningarinnar mætti hugsa sér að ríkið starfrækti ekki einungis sinfóníuhljómsveit, heldur og hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar, með þeirri röksemd að ekki eigi allir þess kost að njóta þeirrar hljómsveitar ef hún spili bara á böll- um á vegmn einkaaðila. Þetta hljómar vissulega fáránlega í flestra eyrum, en er þetta ekki í rauninni sambærilegt við það að ríkið starfræki rás tvö og sjónvarp- ið sé undirlagt skemmtiefni af léttasta tagi? Sem þar að auki þarf að falla i geð markaðsmönnum hjá stórfyrirtækjum sem ákveða hvort kosta beri efnið. Nú þegar er öll inn- lend dagskrárgerð að kalla kostuð - það er að segja látið er sem efnið sé i boði valinkunnra fyrirtækja. Þeg- ar verst hefur látið hefur útkoman orðið sú að yfír okkur hafa dunið langdregnar auglýsingar þessara fyrirtækja í dulargervi heimilda- mynda og ekki hefur reynst unnt að horfa á útsendingar frá Ólympíu- leikunum án þess að þurfa alltaf að hlusta fyrst á eitthvert þungbærasta lag íslenskrar dægurlagasögu, My friend and I. Þessi kostunarstefna hefur líka orðið til þess að öll efnistök verða linari og dauflegri en ella þyrfti að vera. Fyrir- tækin vilja leggja nafn sitt við efni sem er indælt og vek- ur jákvæðar kenndir með fólki og fyrir vikið sjást ekki gagnrýn- ar heimildar- myndir þar sem reynt er að grafast fyrir rnn óþægilegar staðreyndir, hvað þá að splundra við- teknum mýt- um íslendingá um sjálfa sig. Náin samvinna dagskrárdeildar sjónvarpsins og markaðsdeilda ein- hverra stórfyrirtækja við gerð eínis hlýtur að skerða trúverðugleika stofn- unarinnar þegar til lengi tíma er htið: þegar við hættum að líta svo á að stofnunin sé sjálfstæð og engum háð þá hættum við um leið að taka jafn mikið mark á efninu sem frá henni kemur. Þegar sjónvarpið lét undir höfuð leggjast að ijúfa útsendingu á löngu gleymdum fótboltaleik þegar fyrri jarð- skjáiftinn reið yfir Suðurland vann stofnunin sjálfri sér óbætanlegan skaða því allt í einu rann upp fýrir mönnum að stórviðburður gæti átt sér stað á íslandi án þess að sjónvarpið sinnti honum - allt í einu varð sjón- varpið ekki hinn eðlilegi vettvangur þjóðlífsins: á meðan þjóðin hugsaði um atburði hér á landi var sjónvarpið að horfa á fótbolta. Menn hafa tíðkað það mjög undan- farið að velta RÚV upp úr velgengni Skjás eins og sagt sem svo að þama sé lítil sjónvarpsstöð að framleiða fuilt af góðu íslensku efni og spurt hvers vegna í ósköpunum ríkisstöðin geti ekki gert eins. Nú má að vísu deila um Þegar sjónvarpið lét undir höf- uð leggjast að rjúfa útsend- ingu ú löngu gleymdum fót- boltaleik þegar fyrri jarð- skjúlftinn reið yfir Suðurland vann stofnunin sjúlfri sér óbætanlegan skaða því allt í einu rann upp fyrir mönnum að stórviðburður gœti átt sér stað á íslandi án þess að sjón- varpið sinnti honum - allt í einu varð sjónvarpið ekki hinn eðlilegi vettvangur þjóðlífsins: á meðan þjóðin hugsaði um atburði hér á landi var sjón- varpið að horfa á fótbolta. hversu gott allt íslenska efnið á Skjá einum er. Stöðin nýtur velvildar vegna þess að fólki finnst framtakið gott og er tilbúið að fyrirgefa einkennilega ófyndna gamanþætti, eins og sjást þar stundum. Samt er þessi litla stöð bæði með prýðilegan bókmenntaþátt, Tví- punkt, og bráðfjörugan þjóðmálaþátt, Silfúr Egils, en hvort tveggja eru þetta þættir af því tagi sem ekki virðast þrif- ast í andrúmsloftinu hjá RÚV. Þeir hjá RÚV ættu samt ekki að örvænta og það síðasta sem þeir ættu að gera væri að reyna að líkjast Skjá einum, gleypa það sem þar er að gerast. Forráða- menn stofhunarinnar verða að átta sig á að Skjár einn er eins og hann er. Stöð tvö eins og hún er, og meira að segja er heil sjónvarpsstöð komin undir popp- vídeóin. Og eflaust skammt að bíða ís- lenskrar íþróttarásar. Þetta ailt léttir skyldum af RÚV og ætti að verða til þess að stofnunin geti hafist handa við að finna sin einkenni, sinn tón, og gera það sem aðrir eru ekki færir um að gera. Þá er grundvallaratriði að aflétta auglýsingum og áframhaldandi dag- skrárstjóm hjá markaðsdeildum stór- fyrirtækjanna. Brot af innsendum myndum: Sumarmyndasamkeppni DY og Kodak - lokaúrslit verða kunngerð í næsta helgarblaði DV Mynd sr- mánaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.