Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 / 60 Tilvera DV Við viljum - við getum! Hljómsveitarstarf byggt á bjartsýni Thorshov skoles Musikkorps frá Noregi hefur starfaö í 28 ár. Lúðrasveitin Thorshov skoles Musikkörps heldur tónleika ásamt hljómsveit- inni Pluto í dag og á morgun í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 15-17. Fyrst flytur Thorshov skoles Musikkorps fjöl- breytta dagskrá en síðan leikur hljómsveitin Plútó fyrir dansi. Allir eru velkomnir i ráð- húsið til að hlusta á þetta frábæra tónlistarfólk sem hefur að einkunnarorðum Við viljum - við getum! Aögangur að tónleikum í ráðhúsinu er ókeypis. Dagana 27. september til 4. október er stödd hér á landi lúðrasveitin Thorshov skoles Musikkorps frá Noregi. Lúðra- sveitin er skipuð 70 þroskaheft- um hljóðfæraleikurum á aldrin- um 10-40 ára. Thorshov skoles Musikkorps er fyrsta lúðrasveitin sem ein- göngu er skipuð fötluðum hljóð- færaleikurum. Hún hefur haldið hljómleika víða og er vel þekkt i Evrópu. Sveitin hefur oft komið fram með lúðrasveitum atvinnu- manna sem þurfa þá að vinna með sveitinni á hennar forsend- um með því að tileinka sér merkjakerfi sveitarinnar. Að sögn stjómanda lúðrasveitarinn- ar fer þar fram aðlögun ófatlaðra að fötluðum eða nokkurs konar öfug blöndun. Hjá Fullorðinsfræðslu fatlaðra starfar danshljómsveitin Plútó. Hún hefur leikið víða hér álaridi og farið í hljómleikaferð rn’.a. til Danmerkur. Plútó kemur fram sem gestgjafi lúðrasveitarinnar meðan á íslandsdvölinni stend- Danshljómsveit Plútó hefur leikið víöa hér á landi og fariö í hljómleikaferö m.a. til Danmerkur. Harold Pinter sjötugur: Afmælis- veislan í beinni Þann 10. október næstkomandi fagn- ar eitt merkasta leikskáld okkar tíma, Harold Pint- er, sjötugsafmæli sínu. Af því tilefni mun eitt af hans fyrstu verkum, Af- mælisveislan, verða leiklesið á Stóra sviði Borgar- leikhússins næst- komandi sunnudag, 1. október kl. 14. Afmælisveislan er samvinnuverkefni Borgarleikhússins og Útvarpsleikhúss- ins og verður flutningurinn sendur út beint á Rás 1. Hér er því komið einstakt tækifæri fyrir fólk sem hefur dreymt um að fylgjást með framkvæmd og útsend- ingu útvarpsleikrits. Það er Lárus Ýmir Óskarsson sem leikstýrir en leikarar eru Gísli Alfreðssori, Gísli Rúnar Jónsson, Hjalti Rögnvaldsson, Katla Margrét Þor- geirsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Ólafur Darri Ólafsson. Harold Pinter fæddist í verkamanna- hverfi í East End í London og fékk leik- listaráhuga strax i skóla þar sem hann lék m.a. Macbeth og Rómeó. Eftir leik- listarnám í RADA starfaði hann í nokk- ur ár sem leikari, einna helst i Shakespe- are-sýningum en 1957 skrifaði hann fyrsta leikrit sitt, Herbergið, eftir pöntun leiklistarnema við háskólann í Bristol. Eftir hann liggur fjöldi leikverka, meðal þeirra þekktustu eru Húsvörðurinn, Heimkoman, Afmælisveislan og Tungl- skin. í tilefni afmælisins verður síðar í mánuðinum sérstakt kvöld til heiðurs Pinter í Borgarleikhúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.