Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2000, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2000 Skoðun 1>V í Flatey á Skjálfanda Jarövegssýnisborun á fullu (myndin er tekin 1982). Setlög á hafsbotni við ísland - umræðuna upp á yfirborðið Trúir þú á drauga? Nei, þaö geri ég ekki. Júltus Valdimarsson verkefnastjóri: Nei, en ég hef fundiö fyrir drauga- gangi í eigin kolli og annarra. Björg Ólöf Helgadóttir nemi: Nei þaö geri ég ekki. Alice Snorradóttir nemi: Aldrei aö vita. Ingvar Valgeirsson verslunarmaður: Alls ekki, ég er ekki hjátrúarfullur. Stefán Örn Gunnlaugsson tónlistar- maður: Alveg fullkomiega. Björn Kristjánsson skrifar: Ég vaknaði eins og af draumi þegar ég barði augum lesendabréf í DV hinn 25. sept. sl. um olíumálin og þá vit- neskju sem íslenskir ráðamenn hafa fengið um setlög á Norðausturlandi og úti fyrir landinu og sem erlendir vís- indamenn hafa látið í veðri vaka að kunni að geyma vinnanlega olíu. Ég man nefnilega vel þegar nokkrir þingmenn lögðu fram þingsályktunar- tillögu á Alþingi um að ríkisstjórnin léti kanna sem fyrst hvort þessi setlög hefðu að geyma vinnanlega olíu. Þeir eru þó nokkrir sem ég hef rætt við um þetta mál nú á allra síðustu dögum og þeir eru undrandi á að ráðamenn hér skuli ekki vera betur vakandi yfir þessu, á sama tíma og Færeyingar eru að láta fullkanna lík- leg olíuvinnslusvæði á sínu yfirráða- svæði. Grænlendingar voru ekki lengi að láta kanna hvort þar væri um ein- hverja olíu að ræða í eða við landið. skrifar: Það er rangt sem fram hefur kom- ið í fréttum af lágum árangri Al- freðs Karls Alfreðssonar á Ólympíu- leikunum að leirdúfuskotfimi sé „ung“ á íslandi. Þessi keppnisgrein hefur verið æfð á Islandi í að minnsta kosti fjörutiu og sjö ár og íslandsmeistaramót í greininni hafa farið fram í marga áratugi. Til dæmis var Ólafur Tryggvason ís- landsmeistari í „Skeet“ fyrir þrjátíu „Það yrði því ekki lítil bú- bót fyrir okkur sem byggj- um nánast allt á einum at- vinnuvegi hefðum við eina eftirsóttustu auðlind jarðar rétt við bœjardyrnar. “ Nú er komið í ljós að þar verður ekki um neina olíuvinnslu að ræða. Það var líka talið fremur ólíklegt, enda engin setlög þar til staðar eins og hér. í landi þar sem setlög hafa þegar fundist og gefa vísbendingu um að þar kunni að vera vinnanleg olía er ekki verjandi að láta sem ekkert sé og horfa í aðrar áttir. Olíuverð er nú að verða óviðráðanlegt víða um heim, ekki síst í nágrannalöndunum. Það yrði því ekki lítil búbót fyrir okk- ur sem byggjum nánast allt á einum atvinnuvegi hefðum við eina eftirsótt- ustu auðlind jarðar rétt við bæjar- Þessi keppnisgrein hefur verið œfð á íslandi í að minnsta kosti fjörutíu og sjö ár og íslandsmeistara- mót í greininni hafa farið fram í marga áratugi. “ árum. Þá er það einnig rangt í fréttun- um að íslendingar séu „nýlega farn- dymar. Vera kann að einhverjum íslend- ingum standi ógn af þvi ef hér fyndist olía, t.d. útgerðarmönnum, en sann- leikurinn er sá að ekkert samband þarf að vera á milli fiskveiða og olíu- vinnslu. Það sannar atvinnuástand í Noregi. Olía og vinnsla á henni yrði auðvitað ríkisrekin, enda sameign þjóðarinnar (um það hljóta allir að geta sammælst!), og það er því skylda ríkisstjórnar hér, hver sem hún er eða verður, að láta kanna þetta mál til hlítar. Nú bíða landsmenn eftir því að tek- ið verði á þessu máli strax i þingbyrj- un. Annað er vítavert kæruleysi, við þær aðstæður sem hér eru að skapast, með síauknum viðskiptahalla og óvissu í gjaldeyrismálum á komandi misserum. Ríkisstjórnin á strax að auglýsa erlendis útboð á rannsóknum þeirra setlaga sem hér hafa fundist. hálfa öld ir að keppa á erlendri grund“ i leir- dúfuskotfimi. íslendingar hafa keppt erlendis í þessari grein á tug- um móta á síðastliðnum fimmtán árum - t.d. á Isle of Man árið 1985. Sú venja, að upphefja slakan ár- angur íslenskra leirdúfuskotmanna með röngum og hlutdrægum yfirlýs- ingum, sem tíðkast hefur í fiölmörg ár, virkar ekki hvetjandi fyrir þá sem þessa keppnisgrein stunda. Slík hlutdrægni heyrir vonandi brátt sögunni til. Leirdúfuskotfimi í Dagfari Handplokkað í heimahérað Sumir eru á þeirri skoðun að samgönguráðu- neytið sjálft eigi að flytjast í kjördœmið Sturla Böðvarsson samgönguráðherra er maður ekki einhamur. Hann hefur nú ákveðið að heimahöfn Sjóslysanefndar verði í Borgar- nesi. Einhver lögfræðingur úr Borgarfirði mun að ákvörðun ráðherrans stjóma rannsóknum á sjóslysum í framtíðinni. Þetta er auðvitað mjög skynsamlegt hjá Sturlu þar sem lögfræðingur í Borgamesi er algjörlega laus við vanhæfi í mál- um sem snúa að sjávarútveginum. Engin hætta er á því að sveitungar lögfræðingsins trufli starf hans og rannsóknir þar sem þeir hafa meiri áhuga á beljum í haga en skuttogurum og ferjum í háska. Þama er því fundið kjömm- hverfi til ítarlegra rannsókna. Sturla er meðal öflugustu landsbyggðar- manna og jafnframt þeirra skýrustu. Ráðherr- ann var einn aðalhvatamaður þess að Land- mælingar fóm á Akranes. Dagfara er ekki ljóst hvert hlutverk hans var en líklega var ílutning- urinn sjálfur á ábyrgð ráðherra samgöngumála. Þá er ljóst að daglegar rútuferðir milli Reykja- víkur og Akraness með starfsmenn sem hafa nátt- stað í höfuðborginni hugnast ráðherranum vel enda hlýtur aukin umferð á vegum og um göng að vera samgönguráðherra þóknanleg. Starfsmenn Land- mælinga hafa fátt annað að gera en að mæla götur Akraness enda týndust flest kort þeirra í flutningun- um sem skipti heldur ekki máli því enginn vill versla við þá lengur. Ávinningur af flutningi stofn- unarinnar í kjördæmi ráðherrans er ótvíræður því götur Skagamanna verða mældar mjög ítarlega og kortlagðar í framhaldi þess. Starfsmennimir úr Reykjavík hafa ekki annað að gera en mæla götum- ar en einnig munu þeir daglega mæla leiðina frá Reykjavik til Akraness; í báðar áttir. Þetta eru því alvöru landmælingar þó fiölbreytnin mætti kannski vera meiri. En það er fleira á forræði ráðherrans. Eitt er Flugslysanefnd sem hugsanlega verður hægt að flytja í Húsafell. Það er þó ekki kjörstaður vegna þess að á staðnum er ílugvöllur. Það væri því ráðlegra að koma upp aðsetri fyrir nefndina í gangnamannakofa á Arnarvatns- heiði. Nýjan formann nefndarinnar má finna á kvótalausum bæ í uppsveitum Borgarfiarðar. Þjóðin bíður í ofvæni eftir næsta útspili Sturlu og sumir eru á þeirri skoðun að samgöngu- ráðuneytið sjálft eigi að flytjast í kjördæmið. Við hæfi þykir að sprengt yrði fyrir það útskot í Hvalfiarðargöngunum; Akranesmegin. Enn aðrir telja eðlilegt að því verði komiö fyrir í sprungu í Snæfellsjökli. Flytja mætti fiárreiður embættisins undir Kaupfélagið í Króksfiarðar- nesi. Hvað sem þeim bollaleggingum líður rík- ir mikO spenna um framhaldið og þeir sem for- vitnastir eru fylgjast grannt með búslóðaflutn- ingum norður Hvalfjarðargöng. Heimamenn i kjör- dæmi ráðherrans bíða þess með eftirvæntingu að mjólkurbíllinn beri þeim boð um að þeir hafi verið handplokkaðir af ráðherranum til að takast á hend- ur ábyrgð í þágu samfélagsins. Eigfatl Vetrardagskrá sjón- varpsstöðvanna Hrafnhilclur skrifar: Ekki ætlar Sjónvarpið hjá ríkinu að ríða feitum hesti frá vetrardagskrá sinni fremur venju. Hjá hinum sjón- varpsstöðvunum, t.d. Stöð 2, Sýn og Skjá einum, morar allt í nýjum þátt- um, innlendum ekki síður en erlend- um. Verðbréfaumræðan er einnig komin í dagskrámar eins og vera ber, svo mjög sem þessi mál era á dagskrá meðal almennings. En svo eru inn- lendir spjallþættir fyrirferðarmiklir, bæði á Skjá einum og hjá Stöð 2. Ég sé ekki að Sjónvarpið sé með neina ný- breytni sem umtalsverð er. Þátturinn „Þetta helst“ sem var veruleg vinsæll hverfur og kannski kemur eitthvað í hans stað en það er ekki nóg. Sjón- varpið ætti að ganga á undan með góðu fordæmi um viðamikla innlenda dagskrá. En það er öðru nær. Lélegt á Lagarfljótsormi Kristinn hringdi: Það var gott fram- tak að fá skip til að sigla á Lagarfljóti. Ég varð hins vegar fyrir vonbrigðum með þjónustu um borð, sem er nú ekki viðamikil, og kannski engin von til þess. En mér er sama. Kaffi og meðlæti ætti að geta verið boðlegt. En það var það ekki í ágúst þegar ég fór með skipinu. Þetta var um hálffimmleytið. Kaffi var að vísu til staðar en ekkert meðlætið nema hart og gamalt kaffibrauð og úr- valið náttúrlega ekkert. Svarið var að þetta væri „frá því í gær“ og dagur væri nærri kveldi og því ekki talin þörf á að panta meira. - Tvö þúsund færri ferðamenn fóru i sumar með skipinu en í fyrra. Fólk finnur fljótt hvað að því snýr i farþegaþjónust- unni, hér sem annars staðar. Óttinn við vinnu- markaðinn Sig. Magnússon skrifar: Mig langar til að taka undir les- endabréf í DV mánud. 25. sept. um at- vinnuauglýsingar í blöðum sem oftast eru hannaðar af auglýsingastofum og tiltaka þessar svokölluðu „kröfur" um hitt og þetta og ítreka að þama sé um „krefiandi" starf að ræða. Þetta orða- lag setur skrekk í marga, sem hætta gjarnan við að sækja um starfið vegna þessa orðalags, sem er svo ekkert nán- ar útlistað. Margt ágætt fólk hugsar sér til hreyfings á vinnumarkaði, vill gjama skipta um starf o.s.frv. en legg- ur ógjarnan upp í þá ferð eftir að hafa rekið augun í hinar ógnvekjandi „kröfur" í hinu „krefiandi" starfi. En þetta virkar kannski bara vel á suma! Á Lagarfljóti Fátt um fínan kost um borö? Óstyrkt innan- landsflug Skattborgari skrifar: Hvað sem líður samgönguleysi í lofti við lands- byggðina og kröf- um einstakra þing- manna fyrir hönd Flugleiða er útilok- að að ríkið fari að styrkja innan- landsflug enn á ný. Ekki fáum við hin sem búum t.d. hér sunnanlands og austan, jafnvel langt frá Reykja- vík, neina samgöngustyrki. Innan- landsflugið hefur löngum reynst baggi á þjóðinni, en eftir að ríkisstyrkir voru aflagðir í þessu flugi og til Flug- leiða hér á árum áður á ríkið ekki að koma styrkjakerfínu í gang á nýjan leik. Það mun mælast illa fyrir. innanlandsflug- inu Hefur löngum reynst baggi á þjóöinni. PV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reylgavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.