Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2000, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 2 5 Fréttir Hæstiréttur: Ríkið krafið um 27 milljónir - Kio Briggs sat í gæsluvarðhaldi í 263 daga Skaðabótamál Kios Alexanders Ayobambeles Briggs gegn íslenska ríkinu var tekið fyrir i Hæstarétti i gær en hann krefst rúmlega 27 millj- óna í skaðabætur fyrir að hafa setið í gæsluvarðhaldi að ósekju í 263 Sigrún María Kristinsdóttir daga og sætt farbanni í 56 daga. Briggs, sem er breskur að þjóð- erni, var handtekinn við komuna til landsins 1. september 1998 með rúmlega 2000 e-töflur í farangri sin- um. Hann var úrskurðaður í gæslu- varðhald en hélt fram sakleysi sínu. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Briggs í 7 ára fangelsi en Hæstirétt- ur sýknaði hann, þar sem tengsl ís- lensks karlmanns við málið voru ekki rannsökuð nægilega, en við vitnaleiðslur viðurkenndi sá maður að hafa sagt lögreglunni frá Briggs. „Áfrýjandi var dæmdur sýkn saka með óáfrýjanlegum dómi, það er dómi Hæstaréttar," sagði Helgi Jóhannesson hrl., veijandi Briggs, í Hæstarétti í gær. Hann bætti því við að það hefði verið nægjanlegt að setja Briggs í farbann á meðan á rannsókn málsins stóð i stað gæslu- varðhalds. „Það er ljóst að það á frekar að dæma bætur ef vafl er heldur en að sleppa því. Þetta er eina leiðin fyrir þennan mann að fá einhverjar sára- bætur,“ sagði Helgi. „Það er ekki til neinn taxti yfir það hvað mannorð manns kostar." Helgi útskýrði að upphæðin væri fundin þannig að þær miskabætur, sem tveimur mönnum er sátu sak- Kio Briggs Mál Bretans Kios Briggs var tekiö fyrir í Hæstarétti ígær en Briggs krefur ríkiö um 27 milljónir fyrir aö hafa setiö í gæsluvarðhaldi í 263 daga aö ósekju. Hann var handtekinn í Flugstöö Leifs Eiríkssonar með 2031 e-töflu í farangrí sínum í september 1998. lausir í gæsluvarðhaldi i tengslum við mannshvarfsmál á áttunda ára- tugnum, Guðmundar- og Geirfínns- málinu, voru greiddar, voru upp- færðar til dagsins í dag og tvöfaldað- ar. Lögmaður íslenska ríkisins, Skarphéðinn Þórisson, krafðist þess að engar bætur yrðu greiddar til Briggs þar sem eðlilegt sé að hinn grunaði sitji í gæsluvarðhaldi með- an á rannsókn málsins stendur. „Það fór ekki á milli mála að áfrýjandi var með mikið magn flkniefna, jafnvel þótt hann hafi Bættir vegir á sunnanverðum Vestf jörðum: Nýttu hana í sláturtíð, framtíð, berjatíð, nútíð, vertíð og gúrkutíð þvf verðið er í þátíð Sú blákalda staðreynd, að AEG frystikisturnar okkar hafa verið á sama verði í ríflega eitt ár, ætti að ylja mönnum um hjartarætur. neitað því að hafa átt það,“ sagði Skarphéðinn og bætti því við að við rannsókn málsins breytti Briggs framburði sínum itrekað. Dæmdur í Danmörku Tæpu hálfu ári eftir að Briggs yf- irgaf ísland var hann handtekinn fyrir e-töflusmygl í Danmörku og dæmdur í árs fangelsi þar. Einnig var hann gerður útlægur frá Norð- urlöndunum í fimm ár. í Hæstarétti í gær kom fram að verjandi hans hefur einungis einu sinni heyrt frá skjólstæðingi sinum frá því Briggs yfirgaf landið eftir að farbanni hans lauk. Það var þegar Helgi tilkynnti Briggs að Héraðsdómur hefði synjað skaðabótakröfunni sem nú er fyrir Hæstarétti. Einnig sagðist Helgi ekki vita hvað Briggs hefði haft fyr- ir stafni atvinnulega séð síðan hann yfirgaf landið en á meðan hann var i farbanni vann hann hjá rafvirkja á íslandi. Dómararnir fimm hafa fjórar vik- ur til þess að kveða upp dóm sinn. íslenska ríkið greiðir málskostn- að af skaðabótamálinu þar sem sam- kvæmt lögum fá þeir sem setið hafa í gæsluvarðhaldi og svo verið sýkn- aðir af sakargiftum gjafsókn ef þeir vilja fara í skaðabótamál vegna frelsissviptingar sinnar. -SMK Þverun fjarða, brú eða jarðgöng Verðfrysting - Fjórðungsþing Fjóröungsþing Vestfirðinga, sem haldið var í Súðavík um helgina, tekur undir kröfur um heilsársveg frá Vesturbyggð til annarra hluta Vestfjarða. Fundurinn vill að í kjölfar ákvörðunar um varanlega vegalagn- ingu um Klettsháls og Kollafjörð á Barðaströnd verði hið fyrsta tekin ákvörðun um vegarlagningu frá Skálanesi í Kollafirði að Króksfjarð- amesi í Reykhólasveit. Hreppsnefnd Reykhólahrepps og samgöngunefnd Barðastrandarsýslu vill heilsársveg funduðu um málið þann 26. ágúst. Þar var samþykkt að beina því til Vegagerðarinnar að skoða valkosti í vegtengingu á milli Skálaness og Króksíjarðarness. Þá er óskað eftir hagkvæmnisathugun á þeim leiðum sem til greina koma. Rætt er um nokkra kosti. Þar er m.a. um að ræða jarðgöng eða brú frá Skálanesi í Reykjanes, þverun Þorskafjarðar, Djúpaijarðar og GufuOarðar, eða núverandi leið um hálsana. -HKr. Brottrekinn framkvæmdastjóri: Landsmótsstjóri á Egilsstöðum? DV, BORGARBYGGD:___________________ Samkvæmt heimildum DV eru miklar líkur á því að Ingimundur Ingimundarson, sem nýverið pakk- aði saman og lét af störfum sem for- stöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar í Borgamesi eftir að hann hafði ver- ið færður niður í starfi, sé á forum til Egilsstaða til að verða fram- kvæmdastjóri 23. landsmóts Ung- mennafélags íslands, sem verður haldið á Egilsstöðum á næsta sumri. Ingimundur hefur mikla reynslu af störfum innan íþróttahreyfingar- innar. Hann var meðal annars for- maður landsmótsnefndar þegar mótið var haldið i Borgamesi 1997. Tókst sú framkvæmd með afbrigð- um vel. Ingimundur hefur auk þess verið framkvæmdastjóri UMSB, stjómarmaður í UMFÍ, unnið að blaðamennsku fyrir Morgunblaðið og Borgfirðing og nú síðast í stjóm Körfuknattleiksdeiidar Skallagríms. -DVÓ 3 á ra ábyrgð Vörunr. Heiti Brútto Litrar Netto Litrar Hæð sm. Breidd sm. Dýpt sm. Körfur sem fylgja Læsing Einangrun þykkt i mm. Rafnotkun m/v 18°C umhv.hita kWh/24 klst Verð áður Tilboðsverð 12HS HF120 132 126 86 55 61 1 Nei 55 0,60 43.092 29.900 23HL HFL230 221 210 86 79 65 1 Já 55 0,84 47.843 33.900 29HL HFL290 294 282 86 100 65 1 Já 55 1,02 51.039 35.900 38HL HFL 390 401 382 86 130 65 2 Já 55 1,31 54.599 39.900 53HL EL 53 527 504 86 150 73 3 Já 60 1,39 65.116 46.900 61HL EL 61 607 581 86 170 73 3 Já 60 1,62 73.287 53.900 BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is jfk RÖDIOs^SSÍáSs Geislagötu 14 • Sími 462 1300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.