Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2000, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 DV Fréttir Slokkviliðið villtist - reiðir sig á götukort í símaskránni sem reyndist gefa rangar upplýsingar DV, MOSFELLSBÆ: Um kl. 14 á föstudag varö eldur laus i steikarpönnu í eldhúsi Veislu- lands í Háholti 24 i Mosfellsbæ. Eld- urinn barst þegar í loftrásir en eig- endurnir, Birgir Ásgeirsson og Þröstur Magnússon, börðust með öllum tiltækum ráðum við eldinn og náðu að slökkva hann, nema að sjálfsögðu í loftrásunum. Mikill reykur barst inn i verslunina 11-11 en verslunarstjórinn,Úlfur Eggerts- son, rýmdi verslunina þegar af fólki. Meðan starfsfólkið barðist við eld og reyk heyrði það sírenur slökkvi- bils nálgast en síðan fjarlægðist sírenuhljóðið á ný. Var þá augljóst að eitthvað hafði misfarist í neyðar- aðstoðinni og leið drykklöng stund þar til tveir slökkviliðsbílar birtust við húsið. Rufu slökkviliðsmenn loftrásina og náðu að slökkva eldinn - . t 1*1 DV-MYNDIR GYLFI GUÐMUNDSSON. Húsið sem kviknaði í Háholt 24, Mosfellsbæ, sem hýsir m.a. 11-11 verslun og veisluþjónustuna Veisluland sem er hægra megin i húsinu. Eldurinn fór í loftrásir sem liggja um húsiö og fylltist 11-11 verslunin af reyk. Hættulegur eldsmatur Loftrásir i Veislulandi, kolbrunnar, en eldurinn kom í þær frá steikarpönnu og inni í stokkunum er mikill og gób- ur eldsmatur. samstundis og reykræstu eins og hægt var. Þeir höfðu á orði að þarna hefði ekki mátt miklu muna að illa færi. En það er af slökkviliðsmönnum að segja að fyrri bíllinn hafði lent i vegvillum, haldið áfram Vestur- landsveginn fram hjá brunanum og inn að verslunarhúsinu Kjarna, sem er við Þverholt, allnokkru norðar. Þar munu þeir hafa spurt vegfar- endur til vegar sem bentu þeim á rétta leið að brunastaðnum. Að sögn Hrólfs Jónssonar hjá Slökkviliðinu í Reykjavík voru sendir tveir slökkvibúar samtímis í Mosfellsbæinn og voru þeir báðir 10 mínútur á leiðinni og komu sam- tímis á brunastaðinn. Annar var sendur frá höfuðstöðvunum við Skógarhlið og hinn frá slökkvistöð- inni við Tunguháls, sá sem villtist af leið, en hefði átt að vera talsvert fyrr á staðinn. Ástæðan var sú að áhöfn bílsins fór eftir korti úr síma- skránni sem sýndi að Háholt liggi milli Þverholts og félagsheimilisins Hlégarðs en Bjarkarholt liggi milli Langatanga og Þverholts. Þessi upp- dráttur í símaskránni er alrangur og mun þetta vera í fyrsta sinn sem slökkviliðsmenn reka sig á slíkt. DV óskaði eftir upplýsingum um hvort slökkviliðið og bifreiðar þess væru ekki búnar tölvuvæddum kortagrunni af gatna- og húsakerfi á sínu svæði. Svarið var að tvær bif- reiðar hefðu slíkan búnað í dag og önnur þeirra einmitt bifreiðin sem fór frá Tunguhálsi. Þessi búnaður kom hins vegar ekki að gagni. Við athugun kom í ljós að gagnagrunn- urinn af gatnakerfl Mosfellsbæjar var rangur, á sama hátt og í síma- skránni. Augljóst er að þessi staða er háskaleg með tilliti til almanna- vama, ennfremur eru tafir fyrir slökkviliðið að komast að Suður- landsvegi frá stöðinni við Tungu- háls en skipulaginu var breytt eftir að stöðin var sett upp og hamlar slökkvibifreiðum útrás. Þess má geta að í dag eru öll fyrirtæki í Há- holti 24 í fullum rekstri. -GG Nýtt bjorgunarskip til Vestfjarða - nýja skipið hlaut nafnið Gunnar Friðriksson eins og hið gamla dv.Tsafirði: DV-MYNDIR HAFÞÓR GUNNARSSON Allt í botni Eins og sjá má sýndu skipverjar á hinum nýja Gunnari Friðrikssyni alla bestu takta skipsins. Hér er spýtt i og stefnan sett á ísafjarðarkaupstaö. Mikill mannfjöldi kom saman við Sundahöfn á ísaflrði á laugardag þegar nýtt björgunarskip fyrir Vest- firði lagðist að bryggju. Skipið er fengið frá Bretlandi og var því siglt til Immingham og komið á skip Eimskipafélagsins þar. Frá Reykja- vík var siglt til Suðureyrar og síð- asta spölinn til ísafjaröar í fylgd nokkurra báta. Tekið var á móti björgunarskipinu með hátíðlegri at- höfn og um kvöldið var efnt til fagn- aðar. Við móttöku skipsins fluttu ávörp Halldór Halldórsson bæjarstjóri, sem er jafnframt formaður Björgun- arbátasjóðs Vestfjarða, og Jón Gunnarsson, formaður Slysvamafé- lagsins Landsbjargar. Gunnar Frið- riksson, fyrrum forseti SVFÍ, af- hjúpaði nafn skipsins sem fékk nafn hans. Eldra skip, sem einnig bar nafn hans, hefur verið selt til Nor- egs. Séra Magnús Erlingsson flutti blessunarorð. Fjöldi manns fór um borð og skoðaði nýja björgunarskip- ið. -HG Sölumaður dæmdur DV, AKUREYRI:____ Akureyringur á tvítugsaldri, sem starfaði sem sölumaður hjá verslun í Kringlunni í Reykjavík, hefur ver- ið dæmdur í Héraðsdómi Norður- lands eystra fyrir að hafa dregið sér ýmsan varning úr versluninni., Maðurinn var ákærður fyrir að hafa dregið sér 160 þúsund krónur í peningum og fyrir að hafa stolið tölvu, prentara, myndlesara, þráð- lausri mús og tveimur farsimum. Við yfírheyrslur viðurkenndi hann brot sín skýlaust og skilaði megn- inu af vörunum og endurgreiddi peningana. Með tilliti til þess og þess að pilturinn hefur ekki áður gerst sekur um refsilagabrot var refsins hans talin hæfileg 3 mánaða fangelsi, skilorðsbundin í 2 ár. -gk Akureyri: Kona kastaði glasi í konu DV, AKUREYRI: Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt konu á þrítugsaldri á Akureyri í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kastað glasi í andlit annarrar konu á skemmtistað á Ak- ureyri snemma á árinu. Atburðurinn átti sér stað á skemmtistaðnum Club 13. Til orða- hnippinga kom milli kvennanna vegna stympinga sem félagar þeirra höfðu átt í skömmu áður. Lauk orðahnippingum kvennanna þannig að önnur kastaði glasi í höfuð hinn- ar þannig að hún hlaut skurð á vanga. Stúlkan sem kastaði glasinu hef- ur þrívegis gengist undir sektar- refsingu frá árinu 1998 og undir dóm á sl. ári vegna minni háttar líkamsárásar og brots gegn vald- stjóminni og með brotinu nú rauf hún skilorð. Einnig var við uppkvaðningu dómsins litið til þess að árásin var háskaleg og án slíks tilefnis að virt verði henni til málsbóta. Refsing var ákveðin 4 mánaða fangelsi en vegna ungs aldurs stúlkunnar þegar hún framdi brotin var refsingin skilorðsbundin við 3 ár. Stúlkunni var gert að greiða all- an málskostnað. -gk Ford Econoline E250 4,9, f. skrd. 30.12.1991, ekinn 60 þús. km, rauður, ssk., bensín, 9 manna, 1 eigandi, háþekja. Verð 2.250 þús._____ Heimagisting í leyfisleysi kærö DV, VATNSLEYSUSTROND:______________ A síðasta fundi hreppsnefndar Voga á Vatnsleysuströnd var tekið fyrir bréf frá Sólveigu Bragadóttur þar sem kemur fram að hún hafi hafið heimagistingu í Austurkoti. Hreppsnefnd bendir á að ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir breytta notkun húsnæðisins. Sýslumaður gefur út leyfið og það mun hann ekki gera fyrr en fyrir liggur sam- þykki hreppsnefndar. Hreppsnefnd átelur harðlega að starfsemin skuli þegar vera hafín án tilskilirma leyfa og hefur þegar sent sýslumanni til- kynningu þess efnis. -DVÓ Borgartúni 26. ámor 561 7510 & 5ól 7511

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.