Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2000, Blaðsíða 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000______________________________________________________________________________________________ I>V Útlönd Eiginkona Milosevics vill ekki örlög Ceaucescus Slobodan Milosevic Júgóslaviu- forseti hefur ekki gefist upp en það hefur Mira, eiginkona hans, gert. Hún veit að flýi þau ekki land verð- ur staða þeirra brátt svipuð og Ceaucescuhjónanna í Rúmeníu, að sögn háttsetts heimildamanns Sunday Telegraph. Mira er því hætt að berjast fyrir því að Milosevic sitji kyrr á forsetastóli. Hún reynir nú að telja forsetann á að flýja land á meðan hægt er. Keppi- nautur Milosevics í forsetakosning- unum, Vojislav Kostunica, hefur lýst því yfir að hann muni ekki framselja Milosevic til striðsglæpadómstólsins í Haag. Þar með gætu hjónin verið kyrr í sínu eigin landi. En Mira ótt- ast að þjóðin taki málin í eigin hend- ur og að þeirra bíði sömu örlög og Nicolai og Elenu Ceaucescu. Einræð- isherrann og eiginkona hans voru skotin til bana af aftökusveit eftir að honum hafði verið bolað frá völdum í desember 1989. Milosevic viðurkennir enn ekki ósigur í forsetakosningunum fyrir Jörg Haider Haider tekur ásökununum meö ró og kveöst ekkert vita um leyniskjalamáliö. Lögreglumaður: Flokkur Haiders fékk upplýsingar úr leyniskjölum Frelsisflokkur Jörgs Haiders i Austurríki hefur um árabil fengið upplýsingar um einkahagi pólítískra andstæðinga sinna úr leyniskjölum lögreglunnar. Þetta fullyrðir fyrrverandi lögreglumað- ur, Josef Kleindienst, í viðtali við austurríska vikuritið Format. Samkvæmt frásögn Kleindienst var samvinna stuðningsmanna Frelsisflokksins innan lögreglunnar og forystu flokksins svo góð að að minnsta kosti 5 lögreglumenn fengu um 300 þúsund íslenskra króna á ári fyrir að týna skjölum. Frelsisflokkurinn vísar ásökun- um á bug og segir þær fáránlegar. Emst Strasser innanríkisráðherra hefur fyrirskipað rannsókn á mál- inu. Bretar ólíklegir til að taka upp evru á næstunni John Major, fyrrum forsætisráð- herra Bretlands, segir ekki líklegt að Bretar taki upp evruna, sameig- inlegan gjaldmiðil Evrópusam- bandsins, á næstu árum. Hann seg- ir ástæðumar bæði efnahagslegar og pólitískar. Annar liðsmaður íhaldsflokksins, John Redwood, efasemdarmaður um ágæti Evrópusamstarfsins, spá- ir því að Verkamannaflokkur Tonys Blairs forsætisráðherra taki ekki sénsinn á að boða til þjóðarat- kvæðagreiðslu um evruna eftir að Danir höfnuðu henni í síðustu viku. Breskir íhaldsmenn halda lands- fund sinn í Boumemouth þessa dag- ana. Mótmæli í Belgrad Hundruö þúsunda efndu í gær til mótmæla víös vegar um Serbíu í gær. Kröföust mótmælendur afsagnar Milosevics. Götur undir vatni íbúar í Belís þurftu aö vaöa götur höfuöborgarinnar í gær í úrhellisrigningu af vötdum fellibylsins Keith sem fór þaryfir. Óöveöriö olli miklu tjóni og aö sögn yfirvalda er þaö metiö á milljónir dollara. Tjón varö einnig í Gvatemala, Níkaragva og Mexíkó. Heldur hefur dregiö úr veöurofsanum. Fellibylurinn Keith: Manntjón og þús- undir á vergangi Fellibylurinn Keith varð fimm manns að bana í Níkaragva og hrakti þúsundir manna frá heimil- um sínum í Mexíkó um helgina. Seint í gærkvöld hafði dregið nokk- uð úr vindhraðanum í Keith en hann var þó enn talinn vera hættu- leg hitabeltislægð. Keith olli miklum usla þegar hann fór yfir Gvatemala, Belís og Yucatan-skagann í Mexíkó, með til- heyrandi flóðum og skriðufollum. í Belís var tjónið metið á milljón- ir dollara og fór forsætisráðherra landsins, Said Musa, fram á aðstoð erlendra ríkja. „Við höfum orðið fyrir gífurlegu tjóni,“ sagði forsætisráðherrann við fréttamann Reuters. Stjómvöld í Gvatemala þurftu að lýsa yfir neyðarástandi í einu sveit- arfélagi þar sem um tíu þorp og fimm hundruð bóndabæir eru undir tíu sentímetra djúpu vatni. Vind- hraðinn í Keith var kominn niður í 110 kilómetra á klukkustund. Ím ■■ ■ ■ ÞflKSKBÚFUR rúmri viku. í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar sagði hann stjómarand- stöðuna vilja setja Balkanlönd und- ir stjórn Vesturlanda. Forsetaframbjóðandi stjórnarand- stöðunnar hélt samtímis frétta- mannafund. Á honum sakaði Kost- unica Rússa fyrir að vera óákveðnir og Bandaríkjamenn fyrir að ganga óbeint erinda Milosevics með því aö setja fram kröfur sem ekki væri hægt að uppfylla. Hundruð þúsunda Serba efndu í gær til fjöldafunda og verkfalla til að þrýsta á Milosevic að segja af sér. í glugga einnar verslunarinnar, sem hafði verið lokað, var miði sem á stóð: „Lokað vegna þjófnaðar." Stjórnarandstaðan sakar Milosevic um að hafa stolið kosningunum. Hafa stjómarandstæðingar heitið því að halda uppi mótmælum þar til kosningasigur þeirra hefur verið viðurkenndur. Svissnesk yfirvöld hafa fryst 100 bankareikninga bandamanna Milos- evics. Morðingi Johns Lennons vill losna úr tukthúsi Mark David Chapman, maðurinn sem skaut bítilinn John Lennon til bana á Manhattan fyrir tuttugu ár- um, hefur óskað eftir reynslulausn. Mál hans verður tekið fyrir i dag. Yoko Ono, ekkja Lennons, hefur ritað bréf til skilorðsnefndar New York ríkis þar sem hún leggst gegn því að Chapman verði sleppt. Hún segist hafa áhyggjur af öryggi sínu og tveggja sona Lennons, þeirra Seans og Julians, að þvi er breska blaðið Sunday Times greindi frá. Blaðið sagði enn fremur að Yoko væri óttaslegin vegna banatilræðis- ins við George Harrison, félaga Lennons í Bítlunum, og eiginkonu hans í desember síðastliðnum. Chapman, sem nú er 45 ára, var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Leitar á náöir forsetans Tommy, yngsti sonur Suhartos, fyrr- um Indónesíuforseta, vill náöun. Sonur Suhartos óskar eftir náðun Tommy, yngsti sonur Suhartos, fyrrum harðstjóra í Indónesíu, óskaði í morgun eftir því að forseti landsins náðaði hann vegna átján mánaða fangelsisdóms fyrir fjár- plógsstarfsemi. Tommy gengur laus þar til beiðni hans hefur verið afgreidd. Frétta- skýrendur telja þó afar ólíklegt að Abdurrahman Wahid forseti muni verða við ósk Tommys vegna þeirr- ar reiðiöldu sem reis þegar spilling- armálið á hendur forsetanum fyrr- verandi var látið niður falla í síð- ustu viku. Mikill viðbúnaður er i Jakarta, höfuðborg Indónesíu, vegna hugsan- legra óláta stuðningsmanna Suharto-fjölskyldunnar fari svo að Tommy verði stungið inn. Fjárlög Færeyja gera ráð fyrir milljarða afgangi Færeyska landstjórnin gerir ráð fyrir að tekjuafgangur fjárlaga árs- ins 2001 nemi sem svarar um fimm milljörðum íslenskra króna. Karsten Hansen fjármálaráðherra segir að þar sem sjálfstæði eyjanna sé mál málanna hjá landstjórninni hafl hann einsett sér að hafa afgang á fjárlögunum til að sýna að það sé hægt. Hansen segir að haldið verði aft- ur af hagvextinum og því ekki lagt út í miklar opinberar fjárfestingar. Ekki er gert ráð fyrir skattalækkun- um í frumvarpinu eins og lögmað- urinn er hlynntur. Heithúðaðar Allar gerðir festinga fyrír klæðningar á lager. ..það sem fagmaðurinn notar! Ryðfríar fll. 'SiS' ArmúU 17, WB Reyhjavih Sími: 533 1334 fax: 5GB 0499

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.