Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 Skoðun DV Ætlarðu að sjá myndir af kvikmyndahátíð bíóanna? Jóhann Sigurösson nemi: Já, ætli maöur veröi ekki aö gera þaö. Þá myndi ég vilja sjá eitthvað af þessum framandi myndum. Tryggvi Björgvinsson nemi: Þaö gæti vel hugsast. Helst aö sjá danskar myndir þá. Karl Sigurðsson: Nei, ég fer lítið í bíó. Arna ívarsdóttir skrifstofudama: Nei, ég er aö fara heim, noröur á Ak- ureyri. Birgir Orn Thoroddsen fjöllistamaöur: Já, ég ætla aö reyna aö fara en það er óvíst hvort ég kemst vegna vinnu. Borgar Þór Einarsson blaðamaður (Breki Þór): Já, ég ætla að reyna aö sjá sem mest. Dagfari Einfaldlega íbúanna í viðkomandi landshiutum að bjarga málunum, ekki ríkisins. Á flugveliinum á Þórshöfn á Langanesi. Ekki fleiri ríkisstyrki Bjarni Sigurðsson skrifar: Það er haft fyrr satt, að þegar líður að lokum funda fjárlaganefndar Al- þings, komi þeir hver um annan þver- an úr dreifbýlinu, og leggi fram beiðni um styrki til hinna og þessara verk- efna í heimabyggð. Það er hins vegar skiljanlegt. Það er hins vegar ekki skiljanlegt þegar þingmenn viðkom- andi heimabyggðar og landshluta eru eins og þeytispjöld til fundar við Qár- laganefnd til að hygla sinum kjósend- um í héraði. - Þingmenn Reykjavíkur hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir að beita ekki þessum töktum fyrir sitt kjördæmi. En af tvennu illu, er þó skárra að þingmenn sýni ekki yfir- gang á kostnað alþjóðar, með yfir- gangi fyrir sitt kjördæmi. Nú er að koma í ljós alveg nýr takt- ur hjá þingmönnum dreifbýlisins, taktur sem maður hélt að væri liðin tíð. Ég á hér við að krefjast rikis- styrks fyrir flugrekstur til og frá landsbyggðinni. Og það fyrir hönd ekki heldur í samgöngur Nú er að koma í Ijós alveg nýr taktur hjá þingmönn- um dreifbýlisins, taktur sem maður hélt að vœri lið- in tíð. Ég á hér við að krefj- ast ríkisstyrks fyrir flug- rekstur til og frá lands- byggðinni. “ eins ákveðins aðila í fluginu. Nefni- lega Flugfélags Islands. Þingmenn vita sem er, að fáir aðilar í fluginu munu geta sinnt samgöngum í lofti, svo vel sé, nema sá sem lengst hefur sinnt þeim, þ.e. Flugfélag íslands. Samgöngur í lofti innanlands eru líka best komnar hjá því félagi, svo langt sem þær ná. En að ætlast til að Flug- félag íslands stundi flug til þeirra staða sem ekki bera sig, og hafa raun- ar stórtap af, er heimska. Nánast hel- ber frekja af heimamönnum i strjál- býlinu. Einn ofannefndrá þingmanna hefur nú krafíst fundar í samgöngunefnd Alþingis vegna ástandsins í flugsam- göngum viðlandsbyggðina, og segir það vera stórmál ef hægt sé „að leggja niður flugleiðir í landinu fyrirvara- laust“. Veit ekki þessi góði maður, að það er tap af fluginu, t.d. til Siglufjarð- ar og Húsavíkur? Er verið að „halda heilu landshlutunum í óvissu í flug- samgöngum"? Og á eitthvað að „vera að gera i þessum málum“ af hálfu rík- isins? Ef úrlausnin þolir enga bið, er það einfaldlega íbúanna í viðkomandi landshlutum að bjarga málunum. Ekki ríkisins. Það er nóg komið af ríkisstyrkjum nú þegar. Þá á að minnka en ekki auka. Afþreyingarsjónvarp, flugsam- göngur og hljómleikahald með sinfón- íu eru ekki þættir í almannaþörfum. Ekki frekar en ríkisútgerð, ríkisdag- blað eða popptónleikar á vegum hins opinbera. - Eru þingmenn ekki enn með á nótunum? Ekki annan hagfræðing í ASÍ-stólinn Baldur Sigurðsson skrifar: I fjölmiðlum undanfarið hefur verið rætt um að sá ágæti maður, Grétar Þorsteinsson, formaður ASÍ, muni fá mótframboð frá Ara Skúlasyni, hag- fræðingi ASÍ. Grétar er traustur mað- ur en hæglátur og ekki mikið fyrir að vekja á sér athygli. Ekki er hægt að setja út á störf hans síðustu árin þótt hann hafi heldur ekki unnið nein stórvirki. Ari er einnig ágætur maður og skynugur. Mér finnst hins vegar rangt ef launþegar ætla aftur að fá hagfræðing til forystu fyrir sig. Við munum hann Ásmund! Hagfræðingar eru menn málamiðlana en ekki hug- „Hagfrœðingar eru menn málamiðlana en ekki hug- sjóna. Þeir eru langskóla- gengnir hálaunamenn sem skilja ekki verkalýðsbar- áttu og kjör alþýðunnar. “ sjóna. Þeir eru langskólagengnir há- launamenn sem skilja ekki verkalýðs- baráttu og kjör alþýðunnar. Það sem við heyrum frá þeim er „að mikilvæg- ast af öllu sé að vernda stöðugleik- ann“. Sem sé; í meginatriðum sami söngurinn og hjá hagfræðingum vinnuveitenda! Síðan hverfa þessir menn til hálaunastarfa eftir nokkur ár hjá fyrrum samningsaðilum sínum hinum megin við borðið. t verkalýðsstétt er a.m.k einn mað- ur sem stendur upp úr fjöldanum og gæti orðið verðugur foringi launþega. Sá maður hefur þorað að standa upp og beita sér, hafi honum þótt ástæða til. Þessi maður er formaður Rafiðn- aðarsambandsins, Guðmundur Gunn- arsson. Geti einhver hrist doðann af launþegasamtökunum þá er það þessi maður. Ég hvet launþegasamtökin til að líta sér nær og velja sér a.m.k. for- mann úr eigin röðum, í stað lang- skólagenginna sérfræðinga þótt ágæt- ir kunni að vera. Tvisvar í bíó og popp með 10*/. SKATT A '/a HLUTA UFEYRIS- JJÓDSGRE1QSLN& Aldraðir og öryrkjar skríða nú fram úr skúmaskotum landsins með kröfuspjöld á lofti og kreppta hnefa. Að því er Dagfari hef- ur komist næst vill þetta fólk fá kjör sín bætt og vísar til góðæris í landinu. s Dagfari furðar sig á þessu, því sjálfur Dav- AFNEMUM íð hefur sagt að allir hafi það býsna gott. fÁT/EKTlNA Einnig er sagt að fátækt þekki íslendingar ekki nema af afspum. Það þurfi helst að leita til elstu manna sem hugsanlega gætu munað eftir einhverri vesöid. Fjármálaráðherrann Geir H. Haarde hefur nú líka sannað fyrir okkur orð Davíðs, að víst sé góðæri í landinu. Það hefur meira að segja verið svo mikið að út úr ríkiskassanum flóir sem aldrei fyrr. Slíkt og þvílíkt hefur aldrei áður sést í íslenskri hagsögu. Það að heilir 30 milljarðar króna, með öðrum orðum þrjátíu þúsund milljónir króna, standi út af í rík- isbókhaldinu sannar þetta svart á hvítu. Hvað eru gamlingjar þá að vilja upp á dekk? Varla eiga þeir nokkurt tilkall til þessara 30 millj- arða. Dagfari veit ekki betur en þegar margt af þessu fólki var upp á sitt besta hafi fæstir íslend- ingar vitað hvað peningar voru - nema kannski af afspurn. í þá daga stunduðu menn vöruskipti og prönguði um fisk- og kýrverð. Nei, þetta fólk á ekkert tilkall til peninga i kassa Davíðs og Geirs. aldraðir m f.U Það cetti þó altént að fá svo sem tvö þúsund kall í aðra hönd. Þá gœti þetta fólk kannski leyft sér að fara í leikhús, eða tvisvar í bíó og popp með. - Hvað vill fólk meira? Þessir aurar urðu sko alls ekki til á einhverju slor- og sláturbraski. Þetta eru peningar sem urðu til í bönkum til að byrja með og síðan uxu þeir enn meira í verðbréfaviðskiptum og því um líku. Gamla fólkið sem fæddist og ólst upp í torfkofum á sko ekkert tilkall til þessara fjár- muna. Annars hefur Dagfari það fyrir satt að af einskærri góðmennsku þeirra félaga Davíðs og Geirs verði öldruðum og jafnvel öryrkjum líka gefinn kostur á að vinna meira fyrst þessu fólki bráðvantar svona peninga til að bruðla með. Þannig hefur heyrst að gömul hjón geti önglað saman heilum þúsundkalli eða svo á mánuði til viðbótar án þess að rík- issjóður taki svo mikið sem krónu af því í skatt. Svo hefur Geir gert lýðum ljóst að um áramótin fái gamla fólkið heilla 4% kaup- hækkun, heilu prósenti meira en almennir launþegar. Ef við reiknum þetta t.d. í takt við þokkaleg forstjóralaun þá myndi þetta gera svona nokkurn veginn 60 þúsund kall á mánuði. Varla er nú hægt að gera betur en það. Að vísu er gamla fólkið með kröfuspjöldin á Austurvelli ekki alveg með eina og hálfa milljón á mánuði, svo vel má vera að hækkunin til þeirra verði eitthvað lægri. Það ætti þó altént að fá svo sem tvö þúsund kall i aðra hönd. Þá gæti þetta fólk kannski leyft sér að fara í leikhús, eða tvisvar í bíó og popp með. - Hvað vill fólk meira? _ r> . Xfí. Sjónvarpið álaugardegi Kristrún skritar: Ég er nú farin að skilja hinar tíðu og réttmætu kvartanir fólks um af- spymu lélegu dagskrá Ríkissjónvarps- ins. Hef þó látið kyrrt liggja af minni hálfu þar til nú. Sl. laugardagskvöld og raunar allan daginn var lítið um annað að ræða en myndir frá Olymp- íuleikunum. Alls 7 dagsrkárliðir! Á kvölddagskránni var sama uppi á ten- ingnum, nema ein kvikmynd, „Græna kortið", sem var allgóð mynd. En síð- an ekki söguna meir, utan hvað sýnd var sænsk stuttmynd um hvemig belj- ur á bási míga og skíta. Þetta er nú brenglun hjá ráðamönnum Sjónvarps- ins. Nema hvað? Hvers eigum við nauðugir áskrifendur að gjalda? Umferðar- merkin glitri Helgi Gústafsson leigubílstj. skrifar: Nýlega hafa hvít glitmerki verið sett á nokkur umferð- armerki eða legg þeirra. Þetta virð- ist helst gert við þau merki sem mest hætta er á að ekin séu niður. Glitmerki þessi hafa verið sett víða við Bústaðaveg og eins um Vesturberg og á umferðareyja- klasann í Hólunum og í Breitholti. Með þessu eru merkin eða skiltin nú nánast upplýst, og sjást langt að og gefa til kynna að upplýsingaskilti séu framundan og varúðar sé þörf. Ástæða er til að þakka gatnamála- stjóra þetta framtak til aukins öryggis í umferðinni, og hvetja hann til að færa þessa tilraun út um borgina alla. Ógeðsleg auglýsing Ari hringdi: Mér stendur ekki á sama hvernig vörur eða þjónusta er auglýst í þeim flölmiðlum sem ég kaupi og berast inn á heimilið. Margar auglýsingarnar eru næsta óþolandi, bæði vegna heimsku og ógeðslegheita. Fyrir síðustu helgi birtist auglýsing frá íslenskum get- raunum, að ég held, um Tvöfaldan pott og 50 milljónir í 1. vinning. „Við erum rómantískir" hét auglýsingin og sýndi karl á skítugum nærbrókunum einum fata með rós i munni og dillaði sér fyr- ir framan dömuna sína í rúminu. Af- káralegt með afbrigðum. En hverjir voru „rómantískir"? Hann einn kannski? Hvaða „við“ voru þetta? Þeir hjá Getraunununum? Umferðarmerkin verða að sjást Glitmerki veröi á þeim flestum. I uppreisnarhug Formaöur Þróttar mundar dæluna. Þróttur lamar engan Sveinbjörn Sveinbjörnsson hringdi: Formaður Þróttar segir það einfalt mál að lama alla starfsemi olíufélag- anna, haldi þau áfram þessari glóru- lausu verðlagningu án nokkurrar sam- keppni, eins og hann orðar það. For- maður Þróttar veit fullvel, að hér er ekki um samstöðu olíufélaganna um verðhækkanir að ræða. Olían hefur hækkað um heim allan og hin þrjú ol- íufélög hér hljóta að fylgja hinni er- lendu hækkun. Við einkabílaeigendur höfum lengst orðið að þola verðhækk- un á bensíni. Ekki hefur vörubílstjóra- félagið Þróttur látið mikið í sér heyra' þá. En nú hækkar olían mest og þá þorir Þróttur. En staðreyndin er að ís- land ber ekki þá umsetningu sem við höfum þóst geta borið. Samdráttur og samþjöppun í verslun, viðskiptum og lífsmáta er nú óumflýjanleg. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverhotti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.