Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 27 Útgáfufélag: Frjáls flölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deiidir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugeró: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu fonni og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Þjóðarsátt og -illindi Álit Auðlindanefndar var langrar biðar virði, óvenju- lega ítarlegt og yfirgripsmikið, vel rökstutt og skýrt fram sett. Enn merkilegri er sáttin, sem náðist um niðurstöð- una meðal nefndarmanna, sem valdir höfðu verið með hliðsjón af fjölbreytilegum sjónarhólum þeirra. Nefndarsáttin og textastíllinn er glæsilegur endir á efnahagspólitískum ferli Jóhannesar Nordal. Sem formað- ur nefndarinnar vann hann það afrek að stilla saman strengi allra niu nefndarmanna í eina hljómkviðu, sem á að vera öllum áhugamönnum skýr og skiljanleg. Niðurstöðurnar ná að vísu hvergi nærri eins langt og ákjósanlegt hefði verið. Uppboðsleiðin, sem kölluð er fyrn- ingarleið í plagginu, er ekki nógu þungt á metunum. Of langt er gengið til móts við sérhagsmuni kvótaeigenda í því skyni að slá vopnin úr hendi þeirra. Á hinn veginn fellur niðurstaðan ekki heldur að óskum hagsmuna-gæzlumanna í pólitikinni. Forsætisráðherra segist sjálfur hefði kosið aðra útkomu, en segist um leið kunna að meta þessa tilraun til að ná sáttum í þjóðfélag- inu. Tilraunin sé stóratburður í samtímasögunni. Aðrir hagsmuna-gæzlumeim í pólitíkinni hafa síður kunnað að hemja gremju sína. Sjávarútvegsráðherra og formaður vinstri grænna hafa hvor um sig talað um nið- urstöðuna sem ágætt plagg inn í væntanlega umræðu um enn frekari sátt í þjóðfélaginu um þetta mál. Spyrja má þessa hagsmuna-gæzlumenn, hvaða sátt í þjóðfélaginu geti verið meiri sátt en kraftaverkið i auð- lindanefndinni. Hvaða aðrar niðurstöður finnast, sem eru nær meðaltals-sjónarmiðum en þessar? í þjóðfélagi, sem leikur á reiðiskjáifi, hvenær sem minnst er á kvóta? Hagsmuna-gæzlumennirnir eiga raunar við sátt milli þjóðarsáttar annars vegar og hagsmuna umbjóðenda þeirra hins vegar. Þannig verði til dæmis ekki valin fyrn- ingarleið i aflakvótanum og þannig verði aukið hlutfall veiðigjaldsins látið renna til byggðamála. Sú verður einmitt framvinda málsins, að hagsmunaað- ilar munu beita umboðsmönnum sínum til að krukka í niðurstöðumar og fá nýja útkomu, sem er íjær raunveru- legri þjóðarsátt, en nær hagsmimum umbjóðendanna. Um slíka útkomu verður samt engin þjóðarsátt. Sjávarútvegsráðherra, formaður vinstri grænna og aðr- ir slíkir hafa sjálfsagt afl til að skekkja útkomuna. Niður- staðan verður þá engin þjóðarsátt til langs tíma, heldur enn eitt ofbeldið, sem leiðir til hatrammrar umræðu og klofnings í þjóðfélaginu, svo sem verið hefur. Þótt nefndarmenn auðlindanefndar hafi næga víðsýni til að standa að niðurstöðu, sem í einhverjum atriðum er hverjum einasta nefndarmanni ekki að skapi, verður ekki hið sama sagt um íslenzka pólitíkusa. Þeir munu breyta þjóðarsátt nefndarinnar i ný þjóðarillindi. í þjóðarsátt nefndarinnar er þegar búið að gera ráð fyr- ir, að helmingur auðlindagjaldsins í sjávarútvegi renni til sjávarplássa. Þar er þegar búið að gera ráð fyrir, að fym- ing kvóta gerist á löngum tíma, svo að kvótaeigendur geti lagað rekstur sinn að skilyrðum hvers tíma. í þjóðarsátt nefndarinnar er þegar búið að reikna af- komu fiskveiðanna og spá i burði þeirra til að standa imd- ir auðlindagjaldi, hvort sem það er í formi fymingar eða veiðigjalds. Þannig er þegar búið að taka tillit til sérhags- muna í varfærinni niðurstöðu nefndarinnar. Forsætisráðherra hefur raunar minnt gæzlumenn sér- hagsmima á, að til lítils sé að setja svona vinnu af stað, ef menn ætli ekki að taka mark á henni. Jónas Kristjánsson DV Skoðun Skemmdarverkin gegn landsbyggðinni Það er nöturlegt að fylgjast með verkum ríkisstjórnar- innar og meirihlutans á Al- þingi þegar landsbyggðin á í hlut. Hvert axarskaftið öðru verra riður yflr og nánast óskiljanlegt hvernig staðið er að málum. Tvennt vil ég nefna úr aðgerðasafni stjórn- valda síðustu misseri: Stór- skaðlega kjördæmabreytingu og óhönduglegar tilraunir með stofnanaflutning sem ætla að reynast hin mesta hefndargjöf. Hjörleifur Guttormsson fyrrv. alþingismaDur Onothæf kjördæmi Það virðist nú vera að renna upp fyrir ýmsum að nýleg kjödæmabreyt- ing var mikið glappaskot, ekki síst gagnvart dreifbýlinu. Nægir að minna á ritstjómargrein í Morgunblaðinu um málið fyrir skemmstu og skrif ýmissa málsmetandi blaðamanna. Með því að þenja kjördæmin út eins og raun ber vitni og draga mörk þeirra þvert á gömul stjórnsýslumörk er verið að rjúfa tengsl þingmanna við umbjóðend- ur sína og raska hefðbundnu samstarfi sveitarfélaga. Hvaða vit halda menn til dæmis að verði í starfi þingmanna sem eiga að þjóna svæðinu frá Lónsheiði norður um til Siglufjarðar? Um leið eru höggvin sundur umdæmi sveitarstjómarsam- banda á Austurlandi og Norð- urlandi eystra en á gmnni þeirra hefur þróast marghátt- að samstarf. Með því að klippa Hornafjörð frá Austur- landi og sameina afganginn Eyjafjaröarsvæðinu er verið að kippa gruiminum undan heilum landsfjórðungi sem á rætur allt aftur á þjóðveldis- öld. Ábyrgð á þessum tiltekt- um bera núverandi stjórnarflokkar, þótt þeir hafi fengið til liðs við sig kratasafnið sem nú gengur undir nafn- inu Samfylking. Hví þögðu fjölmiðlarnir? Full ástæða er til að kanna, þótt seint sé, hvers vegna tillögumar að kjördæmabreytingu fengu í tvígang sáralitla almenna umfjöllun í samfélag- inu. Ætti hér þó að vera mál á ferðinni sem almenningur hafi skoðun á sem og trúnaðarmenn fólks í sveitarstjómum vítt og breitt um landið. Um svipað leyti geisaði fjörleg umræða á síðum dagblaða um gagnagrunn á heilbrigðis- sviði, hálendismál og stóriðju. En þeg- „Tilburðir ráðherra og stjómarliða íByggðastofnun til að flytja heilar stofnanir frá Reykjavikursvæðinu út á land hvila á veikum grunni ekki síður en kjördæmabreytingin. Þessum mönnum virðist fyrirmunað að læra stafrófið í far- sælli stjómsýslu. “ - Frá Sauðárkróki. ar kom að undirstöðu pólitískrar starf- semi í landinu þögðu flestir þunnu hljóði og létu sinnulitla flokksformenn teyma sig á asnaeyrunum. Hvar eru þingmenn Reykjavíkur? Fátt hefur sett meiri svip á póli- tískt tal síöustu ára en örvæntingar- full hróp um byggðaröskun. Hið voðalega orð „suður“ hefur þar svip- aða merkingu og orðið „helviti“ hjá prestunum. Allt slæmt er „fyrir sunnan". Þar er allt ríka fólkið og þar eru allir ríkir. Úti á „landsbyggð- inni“ situr fátæk alþýðan bjargar- laus i hallæri. Stjórnmálamenn sem eru miklir hugsjónamenn eins og allir vita og hugsa aldrei um sjálfa sig eru því eins og sjálfskipuð björgunarsveit að reyna með öllum ráðum að draga björg upp úr gróðapottinum „fyrir sunnan“ handa lang- soltnum fómarlömbum hallærisins á landsbyggð- inni. Fátt hefur þó orðið um afla, utan nokkrir opinberir kontóristar sem sagðir eru mjög atvinnuskapandi og næringarríkir. „Byggðaröskunin er ekkert annað en eðlileg þróun frá gömlu bændasamfélagi til þjóðfélags iðnaðar, verslunar og þjónustu. Ekkert hefur verið gert til að efla byggða- kjama annars staðar en í Reykjavík og því sjálfgert að fólkið hópist þangað. “ Með og á móti Byggðaröskun afsönn- uð Nú hefur þessi fræga byggðarösk- un verið afsönnuð. Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur kannaði búferlaflutninga í Reykjavík á sið- asta ári. Alls voru flutningar um 30 þúsund. Þar af komu aðeins 2 þús. utan af landi og álíka margir erlend- is frá. Flutningar innan borgar voru því um 25 þús. Aðfluttir leita ekki síður á leigu- markaðinn og má því sjá af þessu að flutningar til borgarinnar hafa engin marktæk áhrif haft á fasteignaverð hér. Mega þeir vita sem vilja að kap- ítalistar sáu að íbúðaverð hafði varla hækkað í áratug og hófu uppkaup á íbúðum, ekki síst leiguíbúðum, spenntu síðan upp verðið í samráði og seldu íbúðirnar aftur á mun hærra verði. Hældu strákar sér af því að hafa grætt nokkrar milljónir kr. á því einu að eiga ibúðir í nokkra mánuði. Byggöaröskunin er ekkert annað en eðlileg þróun frá gömlu bænda- samfélagi til þjóðfélags iönaðar, verslunar og þjónustu. Ekkert hefur verið gert til að efla byggðakjarna Jón Kjartansson frá Pálmholti formaöur Leigjenda- s amtakanna aimars staðar en í Reykja- vík og því sjálfgert að fólk- ið hópist þangað. Fortíðin verður ekki endurreist, þótt sumir virðist halda það. Reykvísk alþýða hús- næðislaus Allt hefur þetta bitnað harkalega á reykviskri al- þýðu. Nú eru 2 þúsund manns á biðlistum eftir leiguíbúðum og á fjórða hundrað húsnæðislausir samkvæmt opinberum upplýsingum. Þetta er aðeins toppurinn. Vandinn er miklu stærri og alls ekki allur á skrám. Fregnir af þessu birtast í rok- um, án markvissrar umræðu. Það minnir á pólitíska ritskoðun. (Sbr. grein Ásgríms Sverrissonar i Mbl. 23 sept. sl.) Ríkisstjórnin hefur lagt nið- ur félagslega húsnæðislánakerfið, borgin hefur einkum sinnt gælu- verkefnum og skipulagt lóðaskort. Ýmsir aðilar eru tilbúnir að reisa og reka leiguíbúðir en allt strandar á fjármögnuninni. Viðráðanleg fram- kvæmdalán fást ekki og lífeyrissjóð- unum er bannað að lána nema á hæstu vöxtum. En hvar eru þing- menn Reykjavíkur? Hvers vegna sinna þeir ekki sínu fólki eins og landsbyggðarmenn þó reyna? Væri þessi vandi á Vestfjörðum væri trú- lega búið að leysa hann fyrir löngu. Er ekki tímabært að þingmenn Reykjavíkur hætti að koma af fjöll- um í eiginlegri og óeiginlegri merk- ingu og fari að sinna fólkinu í stað þess að vemda óbyggðir? Eftirspum eftir gámum er þegar hafin. Jón Kjartansson frá Pálmholti. isóknarfíokkurinn að hverfa? Siglir að feigðarósi j „Samkvæmt J&L síðustu skoðana- K könnunum hefur fylgið hrunið af Framsóknarflokknum og ef fram heldur sem horfir og framsóknarmenn taka sig ekki á þá mun flokkurinn hverfa að lokum. Ástæðumar era að mínu mati þrjár: í fyrsta lagi eru framsókn- armenn varaformannslausir og skortir leiðtoga i Reykja- vík. í öðru lagi hefur framganga Al- freðs Þorsteinssonar í borgarmálum Sigurður Kari Kristjánsson formaöur SUS stórskaðað flokkinn. Og í þriðja lagi hefur Framsókn- arflokkurinn, sem áður var í fararbroddi í andstöðu við Evrópusambandsaðild, skyndilega opnað á mögulega aðild íslands að Evrópusam- bandinu. Skyndileg stefhu- breyting stjórnmálaflokks í svona mikilvægu og stóru máli hlýtur að veikja tiltrú fólks og kjósenda á Fram- sóknarflokknum. Þess vegna virðist Framsóknarflokkurinn sigla aö feigðarósi.“ Langt í frá „Það er langt í IBbK frá að Framsóknar- flokkurinn sé að hverfa. I tveimur siðustu Gallup- könnunum höfúm við verið að bæta við okkur en í þessari síð- ustu könnunn DV var til þess að gera lítið úrtak og mjög margir óákveðnir. Þess vegna tel ég DV-könnunina vart marktæka. Hins vegar er ég mmmmm viss um að í marktækari skoðanakönn- unum framtíðarinnar eigum við fram- sóknarmenn eftir að sýna það og sanna að við erum langt í frá að hverfa. Isólfur Gylfi Pálmason alþingismaöur Vantaði þó ekki gagnrýniraddir á Alþingi eins og frá Þingflokki óháðra og síðar Vinstrihreyfingunni grænu framboði sem bentu á brotalamimar og holklakann undir hinni nýju skip- an. Stofnanasirkusinn Tilburðir ráðherra og stjómarliða í Byggðastofnun til að flytja heilar stofn- anir frá Reykjavíkursvæðinu út á land hvíla á veikum grunni ekki síður en kjördæmabreytingin. Þessum mönnum virðist fyrirmunað að læra stafrófið í farsælli stjórnsýslu. I stað þess að eyða kröftum í að skáka fáeinum stofnunum út á land, oft til óhagræðis jafnt fyrir landsbyggð sem höfuðborgarsvæði, bíða svæðisbundin verkefni í hrönnum á sviði opinberrar stjómsýslu. Það vantar aðeins skilning og fjár- magn til að koma fólki tO gagnlegra starfa, þar á meðal í stofnunum sem margar hverjar eru þegar til staðar á landsbyggðinni. í staðinn er hægt að draga úr eða taka fyrir vöxt hliðstæðr- ar starfsemi á vegum hins opinbera syðra. Fátt ætlar að verða landsbyggð- inni jafn dýrkeypt Qg að hafa falið for- sjá sína stjórnmálamönnum sem sjá ekki lengra nefi sínu. Hjörleifur Guttormsson Við framsóknarmenn höfum verið að vinna að mjög mörg- um góðum málum og munum gera það áfram hvað sem öll- um skoðanakönnunum líður. Framsóknarflokkurinn hefur hlutverki að gegna í íslensku samfélagi og án hans yrði hið pólitíska litróf einhæfara. Hins vegar er margsannað mál, og sagan kennir okkur það, að í skoðanakönnunum komum við alltaf verr út en í kosningum. í sjálfu sér hef ég enga skýringu á hvers vegna svo er og er ekki einn um það.“ -EIR Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar DV minnkar fylgi Framsóknarflokksins stöðugt. Danskt Nei róar umræðuna „Það er vaxandi andstaða við það i fleiri Evrópuríkjum en Danmörku að færa meiri og meiri völd frá þjóðríkj- unum til fjarlægs miðstjórnarvalds í Evrópusambandi sem þarf ekki að beygja sig undir lýðræðislegan dóm kjósenda. Finni Evrópusambcmdið ekki leiðir til að veita almenningi meiri áhrif á stjórn og stefnu banda- lagsins mun þessi andstaða magnast. Nei-sigurinn mun líklega róa umræð- una um hugsanlega aðild íslands að Evrópusambandinu." Elias Snæland Jónsson, í leiöara Dags 30. sept. Sjálfumglaður forseti „Forseti íslands á ekki að auka úlfúð, for- seti íslands á ekki að tala tungum tveim, for- seti íslands á ekki að vera eins og stjómmála- flokkur. Forseti Islands á ekki að upphefja sjálfan sig td að mynda á kostnað Alþingis eða þjóðar- innar i heild...Forseti íslands á að vera eitt af ankerum þjóðfélags okkar, en er það ekki fullmikil sjálfumgleði þegar forsetinn segir um sjálfan sig þegar lýt- ur að löglegri stjóm landsins að hann sé „sá öryggisvörður sem ábyrgð verður að axla ef annað þrýtur...“? Árni Johnsen alþm. í Mbl. 30. sept. Samfylkingin í langhlaupi „Við emm í langhlaupi. Þótt flokk- urinn sé byggður á gömlum merg er hann eigi að síður nýr...Ég er stoltur af Samfylkingunni. Ég finn inn í merg að hún hefur sögulegu hlutverki að gegna í stjómmálum...Við eigum eftir grýttan slóða, víst er það, og kannski verða pyttir á leiðinni. En mér hefur lærst í lífinu að erfiðleikamir em til að sigr- ast á. Á endanum bæta þeir mann. Samfylkingin verður seigari vegna andstreymisins sem hún lenti í.“ Össur Skarphéöinsson, form. Samfylk- ingarinnar, í Degi 30. sept. Sveigjanleiki vinnu- markaöarins „Með því að miða við virkar vinnustundir i stað hefðbundinnar vinnúviku gefast áður óþekkt tækifæri til að gera vinnutímann sveigj- anlegan, eða sveigjan- legri. Það hentar ekki öllum félags- mönnum að taka álagstímabil út i yfir- vinnu, svo að dæmi sé nefnt...Megins- forsenda þess að hér verði áfram öflugt atvinnulíf er að auka sveigjanleika vinnumarkaðarins.“ Magnús L. Sveinsson, form. VR., í Mbl.30. sept. Tískuræktun lands Ætli við verðum ekki að fara að beygja okkur fyrir þeirri staðreynd að tísku- sveiflur ráða á öllum svið- um mannlífsins - ekkert undanskilið - tískusiðferð- ishugmyndir, tiskutrúar- hegðun, tiskulifsstíll og tískubaráttumál, tískupóli- tík. Þegar upp verður staðið kemur í ljós að engin raun- veruleg rök hafa legið fyrir áherslubreytingum okkar heldur höfum við einfald- lega orðiö leið á hveiju máli og breytt til. Þegar leiðinn læðist að eru okkur rétt tilboð um mál sem við stökkvum á í heilum hjörðum svo úr verður tiskusveifla. Sá sem átti bolt- ann sem gripinn er af fjöldanum get- ur svo hrósað happi. Fjöldinn mun bera mál hans uppi um hríð og stundum skilar það jafnvel ótöluleg- um aurum í vasa viðkomandi. Árangur aukaatriði Fatatíska er auðvitað mjög aug- ljóslega svona fyrirbæri og bylgjurn- ar ganga hratt yfir. En það er dálítið erfitt að kyngja því að sömu ómerki- legu lögmálin gildi á öllum öðrum sviðum líka. Að viðleitni manna til þess aö hafa áhrif á umhverfi sitt ráðist ekki af djúpstæðari þörf en þörfinni fyrir tilbreytingu. Ákjósan- legt hefði verið að mega trúa því að maðurinn væri sífellt að reyna að bæta sig. Að hann væri sífellt að reyna að ná betri tökum á þessum fyrrgreindu helstu sviðum mannlifs- ins. Eða það að árangur á einhverju sviði væri forsenda fyrir því að menn sneru sér að næsta máli á dag- skrá. Þó svo að varanleiki tískusveiflu í fatastíl geti verið allt niður í þrjá mánuði þá eru þrjátíu ár eða meira nær lagi á öðrum sviðum. Frjálsræði í ástalífi, austræn áhrif í trúmálum, flóttamannhjálp, byggðastefna - eru ágæt dæmi um áherslur sem koma og fara í stærri tímaeiningum en það sem við venjulega fellum undir hug- takið tískusveifla. En sömu lögmál virðast gilda - við verðum einfald- lega leið á málinu og snúum okkur í kjölfarið aö öðru, óháð tökum pkkar eða árangri í því sem efst hafði vér- ■ ið á baugi. Skollaleikur í skógi Ræktunarmál hér á landi eiga sér sínar tískusveiflur eins og annað. Nægir að benda á alla skurðina sem grafnir voru til að þurrka mýrlendi en eru nú fylltir upp aftur til að end- urheimta vötlendið. Ein er sú tísku- sveifla sem vert verður að fylgjast með en það er skógræktin. Áherslan Sigfríöur Björnsdóttir tónlistarkennari á skógrækt um allt land hefur aldrei verið meiri og er ekki til það nes eða sker, afdalur eða heiði sem ekki hefur verið flokkað með til- liti til þess hversu vel skóg- ur muni þar vaxa. Fyrir erfiðu svæðin eru svo gefnar út sérhæfðar leiðbeiningar en á bestu svæðunum eru mönnum gefin tré og borguð vinna við niðursetningu. Fyrir sextíu árum mun það ekki hafa verið til siðs að setja niður tré. Aðeins einstaka sérvitr- ingur reyndi það, oft þá af erlendu bergi brotinn. Fyrir þrjátíu ámm gerðu menn svo sérstaka afmarkaða reiti við hvern sveitabæ og settu í hann nokkrar hríslur. Ungmennafélögin áttu þama hlut aö máli og eru þessar litlu vinjar oft kallaðar ungmennafélagsskógar. Nú rækta bestu bændur upp skjólbelti við akra sína og þess eru dæmi að heilu jarðirnar séu settar undir skóg. Eru þá jafnvel bestu beitilönd og mikil tún rist í sundur og í þetta settar hríslur. Nú er öldin önnur Fyrir þrjátíu árum var meginá- herslan önnur. Almenningur allur fylgdist lítið með þeirri litlu trjárækt sem þá fór fram. Mesta hitamálið á ræktunarsviðinu var baráttan við uppblástur og landeyðingu. Kynslóð- in sem nú er um fertugt ólst upp við stöðuga umræðu um þessi mál. Rík- ■* issjónvarpið sýndi ítrekað myndir af rjúkandi moldarbörðum og stundum jafnvel af sama moldarbarðinu með nokkurra mánaða millibili. Þá skyldi mönnum ljóst að þetta var al- vörumál því moldarbarðið góða varð á skömmum tíma að grátlegum ein- toppungi sem að lokum missti gróð- urkollinn niður í sandinn sem flaut allt um kring. En nú er öldin sem sagt önnur. Bömin okkar sjá sundurrist túnin tilbúin til skógræktunar og heyra ekki minnst á uppblástur. Það er líka hljótt um Dimmuborg- ir sem sökkva hægt en örugglega í sandhaugana og viðvaranir um lakk- skemmdir á bílum í sumarsand- stormum á Suðausturlandi boða ^ ekki lengur neina vá. Það er svo miklu skemmtilegra að rækta í grónu landi og árangurinn öraggari og fjölskylduvænni. Sigfríður Bjömsdóttir. „Það er lika hljótt um Dimmuborgir sem sökkva hœgt en örugglega í sandhaugana og viðvaranir um lakk- skemmdir á bílum í sumarsandstormum á Suðaustur landi boða ekki lengur neina vá.“ - íDimmuborgum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.