Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2000, Blaðsíða 28
ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 Aldraðir mótmæla: Davíð þyk- „ ir vera seinlátur „Ég á von á því að við munum láta heyra i okkur áfram þótt ég voni að ríkisstjórnin sjái að sér. Við höfum lagt fram okkar út- reikninga sem sýna að tekjur aldraðra þurfa að hækka um 18% til að ná sama hlutfalli og þær voru í árið 1991,“ segir Benedikt Davíðsson, formaður Landssam- bands eldri borgara, sem mót- mæltu á Austurvelli í gær við setningu Alþingis. Aldraðir borgarar voru þar fjöl- mennir og greinilegur hiti í ~ mönnum. Þannig voru gerð hróp að Davíð Oddssyni forsætisráð- herra þegar hann kom út úr Al- þingishúsinu og honum ekki vandaðar kveðjurnar. „Fundarmönnum þótti Davíð seinlátur við að koma út til okk- ar eins og hann hefur reyndar verið í öðru gagnvart okkur,“ seg- ir Benedikt Davíðsson. -gk t Bílvelta í Hvera- dalabrekku Ökumaður fólksbils sem var á leið niður Hveradalabrekkuna skömmu fyrir klukkan 2 í nótt missti stjóm á bílnum í krapi á veginum með þeim afleiðingum að bíllinn valt og hafnaði á hvoifi utan vegar. Að sögn lögreglunnar á Seifossi sluppu stúikumar tvær sem i bílnum voru ómeiddar, enda báðar spenntar í bílbelti. Bíllinn er hins vegar talinn ónýtur. -SMK Aldraðir eru líka fólk dv^iynd þók Aldraðir létu vel í sér heyra á Austurvelli í gær við setningu Alþingis þar sem þeir kröfðust leiðréttinga á kjörum. Hróþ voru gerð að Davíð Oddssyni forsætisráðherra þegar hann kom út úr Alþingishúsinu. „Heiðra skaltu föður þinn og móður, “ mátti heyra frá hinum öldruðu. 100 milljónir á aukafjárlögum vegna E1 Grillo: Siv er hörkustelpa - segir bæjarstjórinn á Seyðisfirði sem fagnar með íbúum Össur Skarphéðinsson: Dapurlegt fjárlaga- frumvarp „Það er dapur- legt að i fjárlaga- frumvarpinu er hvergi gert ráð fyr- ir að aldraðir og öryrkjar fái til sin aukinn skerf af góðærinu,“ segir Össur Skarphéð- insson, formaður Skarphéðinsson Samfylkingarinn- ar, um fjárlagaí'rumvarp ríkisstjóm- arinnar. „Hinn mikli tekjuafgangur frum- varpsins er fjármagnaður með sjúk- dómseinkennum óhóflegrar þenslu, viðskiptahalla og ofspennu á vinnu- markaði en ekki ráðdeild í rekstri eins og sést best á því að ríkisút- gjöld munu vaxa umfram verð- bólgu,“ segir Össur. Nánar á bls. 2 og 6. -gk Flugmaðurinn brást rétt við ATR-flugvél Flugfélags Is- lands, með 35 manns innan- borðs, lenti heilu á höldnu á öðrum hreyflinum á Reykja- víkurflugvelli i gærkvöld. Bilun kom upp í vélinni, sem var að koma frá Vestmanna- eyjum skömmu eftir klukk- an 22, og drapst á öðrum hreyflinum. ,ATR-flugvél íslandsflugs. „Þegar vélin lenti virtist fólkið vera svona frekar i rólegri kantinum en maður skilur alveg að fólki bregði, það er ekkert gaman að sitja þama og sjá hreyfilinn hætta að snúast," sagði Jón Karl Ólafsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags íslands. „Olíuþéttihringur færðist eitthvað úr stað,“ útskýrði Jón Karl. „Þegar vélin fór í loftið fór hún að missa olíu- þrýsting út af olíuleka og flugmaðurinn brást alveg rétt við og drap á hreyflinum.“ Bilun í startara vélarinnar hafði áður tafið flugtak vélarinnar frá Eyjum og var flugvirki kallaður út til þess að setja nýjan startara í hana. Lögreglunni og slökkviliðinu var til- kynnt um bilunina klukkan 22.15. Al- mannavömum ríkisins var gert við- vart. Sjö sjúkrabílar vora á staðnum eða á leiðinni út á völl þegar útkallið var afturkallað þar sem flugmönnun- um tókst að lenda án frekari vandræða klukkan 22.23. Flugfélag íslands leigir vélina frá íslandsflugi. Hún er komin í flug aftur. -SMK Engih j allamáliö: Rannsókn á lokastigi - gæsluvarðhald lengt Gæsluvarðhaldi yfir 23 ára göml- um manni, sem grunaður er um að hafa átt þátt í dauða 21 árs gamallar konu, sem fannst látin utan við fjöl- býlishús í Kópavogi i lok maí, hefur verið framlengt í sex vikur, til 13. nóvember næstkomandi. Dánaror- sök konunnar var fall af svölum á 10. hæð hússins. Lögreglurannsókn málsins er á lokastigi en niðurstöður DNA-rann- sókna hafa borist frá Noregi. Búist er við að málið verði sent embætti ríkissaksóknara í þessari viku þar sem tekin verður frekari ákvörðun um framhald málsins. -SMK i i i i i i i i i i i i i i i i Myndband Bjarkar Guðmunds- dóttur, „All Is Full of Love“, sem leikstýrt var af Chris Cunning- ham, fékk tvenn verðlaun þegar tónlistarmyndbandaverðlaun tón- listarstöövarinnar MTV voru af- hent í New York í síðustu viku. Myndbandið var valið besta tíma- mótamyndbandið og fékk einnig verðlaun fyrir tæknibrellur. -DVÓ „Við gerum ráð fyrir að að E1 Grillo fái 100 milljónir króna á aukafjárlögum ársins í ár. Þannig á að vera hægt að hefja hreinsun og bjóða verkið út. Ef verkið verður dýrara þá verðum við að horfast í augu við það þegar þar að kem- ur,“ sagði Geir Haarde fjármála- ráðherra þegar hann kynnti frum- varp til fjárlaga í gær. Þessi upphæð á að duga til þess að hægt verði að bjóða út hreins- Siv Friðleifsdóttir un á oliu úr tönkum E1 Grillo sem legið hefur á hafsbotni í Seyðis- firði í rúma hálfa öld. Talið er að um 3500 lítrar af olíu séu í tönkum skipsins og þá olíu verður að fjar- lægja áður en skipinu verður lyft af hafsbotni og endanlega fjarlægt úr firðinum: „Siv er hörkustelpa og Seyðfirð- ingar eru í sjöunda himni með hana. Siv tókst það sem fyrirrenn- urum hennar reyndist ómögulegt og stelpan sú hefur sannað sig sem umhverfisráðherra svo um munar með þessu afreki," sagði Ólafur Sigurðsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, í gær en mikil gleði ríkti í bænum þegar fréttir af E1 Grillo-milljónun- um bárust aust- ur. „Nú er bara að bjóða verkið út á alheimsvísu og ég veit að menn horfa mjög til Kananda- manna sem sýnt hafa verkinu mikinn áhuga," sagði bæjarstjórinn sem bjóst við að verkið yröi annaðhvort unnið í marsmánuði eða þá síðla sumars. í mars eru birtuskilyrði best en síðsumars er hitastig sjávar með þeim hætti að olían er þykkust og því meðfærilegust. -EIR Olafur Sigurösson Hagsmunaaðilar atvinnu- og einkabifreiða: Aðgeröir í undirbúningi Hagsmunaaðilar atvinnu- og einkabifreiða hittust á fundi í gær til að bera saman bækur sín- ar um verðhækkanir á olíu og bensíni sem hafa orðið á undan- fömum mánuðum. í ályktun sem félagið sendi frá sér eftir fundinn kemur meðal annars fram að í undirbúningi séu viðbrögð og að- gerðir vegna nýjustu hækkana. Einnig telja menn að þessar hækkanir sem nema tugum pró- senta hafi neikvæð áhrif á af- komu fyrirtækja og einstaklinga sem háðir em olíu- og bensín- Fundað um verðhækkanir Telja að olíufélögin séu sek um ólöglegt og óþolandi verðsamráð notkun í rekstri sínum. Hags- munaaðilamir telja að olíufélög- in hafi gerst sek um ólöglegt og óþolandi verðsamráð og lýsa furðu sinni á viðbrögðum sam- keppnisyfirvalda sem eru engin. Þeir vilja að olíufélögin leggi fram tölur um verðgrunn dísilol- íunnar og krefjast skýringa á þeim mikla mun sem er á hækk- un flotaolíu annars vegar og dísilolíu hins vegar. Fundurinn skoraði á stjómvöld að lækka skattaálögur sem eru á eldsneyti. -MA Björk fékk tvenn verðlaun Tilboösveró kr. 4.444 brother Lítil en STÓRme 5 leturstærðir 9 leturstillinciar prentar í 2 linur borði 6, 9 og 12 mm 4 gerðir af römmum Rafaort P-touch 1250 Rmerkileg merkivéi Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport Gæði og glæsileiki smoft C s 6 I b a ð s t o f al Grensásvegi 7, sími 533 3350. FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö f DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.