Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 Fréttir DV Óveðursský hrannast upp í vesturbænum: Andra hótað illu - KR fær líklega ekkert í sinn hlut, en óskar skýringa frá Andra og lögmanni hans Siguröur G. Guöjónsson Menn tryggja ekki eftir á. Stjóm rekstrar- félags KR hefur óskað eftir skýr- ingum á ásökun- um um að stjóm- armaður í félaginu hafi haft í hótun- um við Andra Sig- þórsson, knatt- spymumann og helstu hetju KR- inga. „Við lítum þetta mjög alvar- legum augum og - höfum farið fram á skýringar, bæði frá Andra sjálfum, svo og lögmanni hans, Sigurði G. Guðjónssyni. Málið hefur verið rætt ítarlega meðal stjómar- manna og við viljum fá botn í það,“ sagði Halldór Eyjólfsson, varaformað- ur rekstrarfélags KR. „Það er rétt að Andra Sigþórssyni heíur verið hótað lífláti. Það var einn af stjómarmönnum í rekstrarfélagi KR sem hótaði honum á Rauða ljóninu á Eiðistorgi þegar KR-ingar vom að fagna nýfengnum íslandsmeistaratitli í knattspymu,“ sagði Sigurður G. Guð- jónsson, lögmaður Andra Sigþórsson- ar, einnar skærastu knattspymustjömu landsins, sem gert hefur samning viö austur- ríska knattspyrnuliðið Zalsburg. Framferði stjómarmannsins er lið- ur í deilum sem staðið hafa á milli Andra og KR vegna brotthvarfs hans frá félaginu en KR- ingar era ekki sáttir við að missa Andra án þess að fá neitt fyrir sinn snúð. Þumbast við „Nú er ljóst að KR fær ekkert fyrir Andra. Andri er frjáls af samningum sinum við félagið nú, þegar leiktíðinni er lokið, og í síðasta lagi um áramót ef KR-ingar halda áfram að þumbast við,“ sagði lögmað- urinn. Andri hefur reynt að koma til móts við sitt gamla félag, meðal annars með tilboði um að verði hann seldur frá Zalsburg fyrir meira en 500 þúsund þýsk mörk fái KR 10 prósent af þeirri Andri Sigþórsson Stórstjarna KR flyst til Austurríkis og skiiur félag sitt eftir i uppnámi og sárum. upphæð. Því tilboði hafa KR-ingar hafnað. „Þeir fá því ekkert. Þeim hefði verið nær að semja um það fyrir fram. Mað- ur tryggir ekki eftir á,“ sagði Sigurður G. Guðjónsson. Andri Sigþórsson vildi ekki tjá sig um meinta morðhótun í sinn garð en benti á lögmann sinn. Gunnar Skúla- son, formaður rekstrardeildar KR, sagði hins vegar: „Ég hef engar upplýs- ingar um að þessir atburðir hafl átt sér stað,“ Pústrar á Rauða Ijóninu Róstusamt mun hafa verið á Rauða ljóninu á Eiðistorgi þegar KR-ingar fógnuðu Islandsmeistaratitlinum um miðjan síðasta mánuð. Tókust menn þar á með orðum og pústrum vegna samningamála Andra Sigþórssonar og er jafhvel talið að menn hafi verið slegnir í gólfið. Hótanir era hins vegar litnar alvarlegum augum í stjómar- búðum KR og er þvi beðið svara frá Andra og Sigurði G. Guðjónssyni vegna þessa. Verulegir hagsmunir era í húfi fyr- ir KR enda ljóst að töluvert tap hefui’ verið á rekstri meistaraflokks og ann- ars flokks félagsins á árinu. Sáu stjóm- armenn leið út úr fjárhagsvandanum með sölu Andra Sigþórssonar til Aust- urríkis en samningaklúður þeirra sjálfra, eins og komið hefúr fram í DV, hefur nú orðið til þess að þeir fá ekk- ert. Skýrir það að stórum hluta þau óveðursský sem hrannast hafa upp í vesturbænum síðustu vikurnar og sér ekki fýrir endann á. -EIR Íslandssími í samkeppni við færeyska landssímann: Færeyjum stungið í samband segir Eyþór Arnalds, forstjóri íslandssíma DV, TORSHAVN: tslensk fyrirtæki hafa í auknum mæli verið að hasla sér völl í Færeyj- um. Nú síðast bættist Islandssími hf. þar við. I gær var tilkynnt í Norræna húsinu í Þórshöfn um stofnun nýs simafélags á eyjunum, TeleF. Fyrir- tækið er stofnað af Íslandssíma og fyrirtækinu TeleServe sem er að hálfu í eigu íslenskra aðila og var stofnað fyrr á þessu ári og hefur rek- ið fjarskiptaþjónustu í samkeppni við færeyska landssímann, Föreya Tele. TeleF mun á næstu dögum hefja upp- setningu á nýjum búnaði til að sinna talsímaþjónustu, millilandasímtölum, internetþjónustu og gagnaflutning- um. Með samstarfi við Íslandssíma mun nást hagkvæmni með samnýt- ingu tæknibúnaðar þannig að fjárfest- ingar hins nýja símafélags verða inn- an við 100 milljónir íslenskra króna. Markmið TeleF er að lækka síma- kostnað Færeyinga auk þess sem þjónusta á að batna til muna. Þegar DV-MYND GS Íslandssími í Færeyjum Eyþór Arnalds kynnti í gær nýtt símafyrirtæki sem hefja mun starfsemi í Færeyjum. Hér heilsast þeir Eyþór og Billy Hansen frá Færeyjum. hafa verið ráðnir til starfa menn með sérþekkingu á fjarskiptamarkaði. Fyrirsjáanlegur vaxtarbroddur er í farsímakérfinu en einungis um fjórð- ungur Færeyinga á og notar farsíma þannig að mikið verk er óunnið við uppbyggingu GSM-kerfisins á eyjun- um. Fjarskiptamarkaðurinn í Færeyj- um velti á síðasta ári hátt á þriðja milljarði íslenskra króna þannig að eftir nokkra er að slægjast enda stefn- ir TeleF að því að ná 10-15% mark- aðshlutdeild strax á fyrsta starfsári sínu. „Með þessu samstarfí nýtum við betur fjárfestingu okkar í Cantat 3 sæstrengnum sem liggur frá Bret- landi urn Færeyjar og Island til Bandaríkjanna og í öðru lagi er þetta fyrst skrefið i útrás fyrirtækisins. Strengurinn lá ónotaður héma og því ekki annað að gera en að stinga í samband. Þá er ekki síður mikilvægt að þetta er upphaf þess að flytja fjar- skiptaþekkingu frá íslandi til ann- arra landa og í því liggja miklir vaxt- armöguleikar," segir Eyþór Arnalds, forstjóri Íslandssíma. Hann segir að fleiri skref verði vonandi stigin í útrás fyrirtækisins fyrir sumarmál en að ekki sé hægt að segja til um um hvaða land verði fyr- ir næstu innrás fyrirtækisins en í út- rásinni felist vöxtur og styrkur ís- landssíma. -GS Þak yfir höfuöiö Guömundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri Rangárvallahrepps, viö nýju húsin á Hellu Fyrstu húsin flutt: Kapphlaup viö tímann - segir sveitarstjórinn DV, SUDURLANDI: I fyrradag var byrjað að ganga frá fyrstu flmm bráðabirgðahúsunum á Hellu sem munu hýsa fólk sem varð að yfirgefa skemmd hús sín vegna jarðskjálftanna í sumar. Húsin eru flutt á Hellu í heilu lagi frá Árbakka sem er skammt frá Hellu. Þar eru húsin sett saman af vöskum hópi trésmiða sem vinna látlaust á vökt- um við verkið. Húsin eru tæpir 80 fermetrar að stærð. I þeim verða þrjú svefnher- bergi, stofa og eldhús. „Við vonumst til að fólk geti farið að flytja í fyrstu húsin innan tíu daga, það er eftir að ganga frá lögnum og tengingum í húsin og ljúka þeim að fullu að inn- an en við reiknum með að það ætti að hafast að klára fyrstu húsin fljót- lega,“ sagði Guðmundur Ingi Gunn- laugsson, sveitarstjóri Rangárvalla- hrepps, í gær. Á Hellu eru allnokkr- ar fjölskyldur sem bíða þess að kom- ast í öruggt húsnæði fyrir veturinn, tilkoma húsana kemur því til með að gera tilveru þess fólks öruggari. „Ég heyrði það strax í gær að fólk varð bjartsýnna þegar það sá að húsin voru komin hingað og komin á undirstöðumar. En þetta er kapp- hlaup við tímann þegar veturinn er fram undan,“ sagði Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri Rangárvallahrepps. -NH Dalvík: Sláttuvél stolið Sláttuvél var stolið úr geymslu- húsnæðinu Hreiðrinu fyrir ofan Dalvík um helgina. Sláttuvélin er með mótor og sæti fyrir sláttumann. Lögreglan á Dalvík er með málið í rannsókn og biður þá sem hafa orð- ið varir við mannaferðir við Hreiðr- ið um helgina að hafa samband við sig í síma 466 1222. -SMK EBSMHi W(8 REYKJAVÍK AKUREYRI $ Á? Sólarlag í kvöld Sólarupprás á morgun Síðdegisflóó Árdegisflóö á morgun 18.45 07.49 22.58 11.36 18.26 07.37 03.31 16.09 g&ýis&'igatf á VttartálúMKw )«i<VINDÁTT <1— HITI . ino ' ■- ’ VINDSTYRKUR R HHÐSKÍRT í nietrmn ó sekóndu N * O' LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKYJAÐ ALSKYJAÐ Víöa léttskýjað Noröan 3 til 8 m/s og víöa léttskýjaö, en 5 til 10 og lítilsháttar skúrir eöa slydduél noröanlands. Noröan og noröaustan 10 til 13 m/s meö rigningu austanlands síödegis. RIGNING EUAGANGUR RRUMU- VEÐUR SLYDDA SNJOKOMA -j- = SKAF- RENNINGUR Œsm Hálkublettir á nokkrum þjóðvegum Hálka eða hálkublettir eru á Dynjandisheiði, Steingrtmsfjaröarheiði og á Möörudalsöræfum, þæfingafærð er á Þorskafjarðarheiði. Að öðru leyti er greiöfært um helst þjóðvegi landsins. Ekki er vitað um færö víða á fjallvegum. • A /ýjy’K CZl SNJÓR OREIOFÆRT MM ÞUNGFÆRT ...HÁET tm ÓFÆRT Rofar til austanlands Lægir og rofar til austanlands í fyrramáliö, annars hæg breytileg átt og skýjaö með köflum eöa léttskýjaö. Suöaustan 8 til 10 m/s og þykknar upp vestast seint á morgun. Hiti 2 til 7 stig, en sums staðar vægt frost. mmwm. Vindun V J,—. 5-10 m/» j \ Hiti 6“ til 9° Vindur f ''s 5-8 m/*~K Hiti 4° til 9° Suðlæg átt 5 tll 10 m/s. Suðvestan 5 tll 8 m/s. Þurrt aö mestu Þurrt að mestu noröaustan noröaustantll en rigning í og austanlands en rignlng öðrum landshlutum. Hiti 6 í öörum landshlutum. Híti tll 9 stlg. 4 tll 9 stlg. Hiti 6° til 9° Hæg breytlleg átt, dálítll rlgnlng sunnan og vestanlands og fremur mllt. 'ó AKUREYRI hálfskýjaö 0 BERGSTAÐIR rigning 1 BOLUNGAVÍK rigning 3 EGILSSTAÐIR 2 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað 1 KEFLAVÍK léttskýjaö 2 RAUFARHÓFN skúrir 4 REYKJAVÍK léttskýjaö 2 STÓRHÖFÐi úrkoma 4 BERGEN súld 14 HELSINKI alskýjaö 13 KAUPMANNAHÖFN þokumóða 12 ÓSLÓ alskýjaö 12 STOKKHÓLMUR súld 6 ÞÓRSHÖFN skýjað 6 ÞRÁNDHEIMUR hálfskýjaö 8 ALGARVE heiðskírt ' 15 AMSTERDAM alskýjað 12 BARCELONA léttskýjað 14 BERLÍN skýjaö 14 CHICAGO þokumóöa 12 DUBLIN léttskýjað 8 HALIFAX léttskýjað 15 FRANKFURT alskýjað 11 HAMBORG lágþokublettir 9 JAN MAYEN alskýjaö 5 LONDON skýjaö 13 LÚXEMBORG þokumóöa 8 MALLORCA léttskýjaö 15 MONTREAL heiöskírt 13 NARSSARSSUAQ léttskýjaö -3 NEWYORK heiöskírt 20 ORLANDO alskýjaö 24 PARÍS alskýjað 13 VÍN þokumóöa 13 WASHINGTON þokumóða 18 WINNIPEG heiöskírt -3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.