Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2000, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 DV 5 Fréttir Hafnfirðingar harðir í tóbaksvarnarbaráttunni: Birta nöfn sökudólganna Reykvíkingar hefja herferð gegn sölu til unglinga ltaairMHafnarfirði ilana sem selja tóbak krökkum yngri en 18 90 80 70 60 50 40 30 20 10 % - tk 93 81 8 56 57 ' S' 1996 1997 1998 1999 t SjggP 43 'i feí « - 2000 Æskulýðs- og tómstundaráði Hafn- arfjarðar hefur orðið allvel ágengt í baráttunni gegn sölu tóbaks til ungs fólks undir lögaldri. Reglubundnar kannanir sýna að þeim verslunum og sjoppum fækkar stöðugt sem stunda slík viðskipti. Kannanimar eru þannig gerðar að unglingur fer í verslanir og sjoppur í fylgd með tveimur fulltrúum ráðsins og falast eftir tóbaki. Síðan er birtur listi í Fjarðarpóstinum yflr þær verslanir sem selja unglingum tóbak og hinum sem gera það ekki. Þetta hef- ur gefið góða raun enda sniðgengur fólk þær verslanir eftir að hafa séð list- ann í bæjarblaðinu. „Eina vömin er að vinna á viðhorf- inu,“ sagði Ámi Guðmundsson, æsku- lýðsfulltrúi í Hafnarfirði. „Það vantar hreinlega löggjöf. Ef einhver væri með kjötborð þar sem allt væri í pöddum og jukki myndi hann hreinlega missa leyfið. En þama gerist ekkert því sönn- unarbyrðin er svo gríðarlega sterk. Þegar fögin vora endurskoðuð hefði átt að vera þar inni ákvæði um sölu- leyfi á tóbaki, gera ákveðnar kröfur og láta menn borga tiltekna upphæð fyrir leyflð sem rynni til forvarna." í Reykjavík er nú einnig að fara af stað herferð gegn sölu á tóbaki til ung- linga undir lögaldri. Að henni standa Reykjavíkurborg, Tóbaksvamamefnd og Verslunarmannafélag Reykjavík- ur.Verslanimar 10-11, 11-11, Hagkaup, Nóatún, Nettó og Nýkaup hafa gerst aðilar að átakinu. Á næstu vikum verður það kynnt öðrum söluaðilum tóbaks i borginni, að því er fram kom í gær hjá þeim sem að átakinu standa. Auk þessa verða á komandi vetri allir útsölustaðir tóbaks í Reykjavík heimsóttir í þrigang til að athuga hvemig reglunum sé fylgt. Komi í ljós misbrestur þar á verður Heilbrigðiseft- irliti Reykjavíkur falið að fylgja mál- inu eftir með formlegum hætti. Þannig gæti sala tóbaks til bama og unglinga leitt til áminningar og síðan banns við sölu á tóbaki, ef um ítrekuð brot er að ræða. í könnunum sem gerðar hafa verið undanfarin ár í Reykjavík hefur sýnt sig að allt að 70 prósent útsölustaða selja bömum og unglingum tóbak. -JSS IVIikið og án sjúkdóma Menn eru yfír sig ánægöir með þaö sem kemur undan grösunum á fqósömum kartöfluökrum Hornfiröinga. Metuppskera á kartöflum: Fimmtánföld uppskera DV, HQRNAFIRÐl:________ Mikil og góð spretta hefur verið á kartöflum í Homafirði í sumar. Að sögn Valþórs Ingólfssonar i Græna- hrauni er metuppskera hjá þeim, eða rúmlega fimmtánfóld. Við erum mjög ánægð ef við fáum tífalda uppskera að hausti, hvað þá eins og núna. Valþór segir að þau hafi sett niður í um fimm hektara lands og að ekki séu þar neinir kartöflusjúkdómar. „Við höfum reynt að halda þessu svæði einangr- uðu síðan við gátum farið að fá útsæði frá gróðrarstöðinni í Dilksnesi sem sér alveg um stofnræktunina," sagði Val- þór. Hann segir .að bændur séu búnir að taka upp úr görðum sínum og það hafi gengið fljótt og vel, enda tíðarfar verið einstaklega gott. -JI DV-MYND HILMAR ÞÓR Samstillt átak Átakgegn sölu tóbaks tii barna og unglinga er aö fara afstaö i Reykjavík. Fulitrúar Reykjavíkurborgar, Tóbaksvarnarnefnd og Verslunarmannafélags Reykjavíkur kynntu átakið ígær. Sams konar átak hefurgefiö allgóöa raun í Hafnarfiröi. Baleno Wagon er rúmgóður og mjög vel búinn fjölskyldubíll. Nú bjóðum við enn veglegri fjórhjóladrifinn bíl, Wagon 4x4 Limited á 1.725.000 kr.! 12.699,- á mánuði Dæmi um meðalafborgun miðað við 950.000 kr. útborgun (t.d. bíll tekinn upp i), í 84 mánuði. $ SUZUKI SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 482 83 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elfasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Hvammstangi: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 22 30. isafjörður: Bílagarður ehf., Grænagarði, sími 458 30 95. Keflavík: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Auk þess er í 4x4 Wagon Limited: • Leðurklætt stýri . Leðurklæddur gírstangarhnúður . Viðaráferð á mælaborði . Álfelgur . Geislaspiiari • Sílsalistar . Þokuljós . Samlitir speglar . Fjarstýrð samlæsing SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is BALENO WAGON 4x4 Limited Staðalbúnaður i Baleno Wagon er m.a.: . ABS-hemlar . Vökvastýri • 2 loftpúðar • 16 ventla 96 hestafla vél . Þakbogar • Rafmagn i rúðum og speglum . Vindskeið • Styrktarbitar i hurðum . Samlitir stuöarar Er kominn tími tíl að kaupa nýjan og StðETTI ? w ^cA^ldunnar?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.