Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Page 1
15 Búist við 18 þúsund áhorfendum á leikinn Reiknað er með 18 þúsund áhorfendum á landsleik Tékklands og íslands í forkeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem verður háður í borg- inni Teplice sem er um 100 km frá höfuðborginni Prag. Leikvangurinn tek- ur um 18 þúsund manns í sæti og reikna Tékkarnir með að uppselt verði á leikinn. Þeir hafa ákveðið að þrír leikir liðsins fari fram í Teplice, gegn Búlgörum, N-írum og Möltubúum en viðureign þeirra gegn Dönum, sem leika í sama riðli, fari fram í Prag. íslenska landsliðið kom i gærkvöld til Prag en þar mun liðið gista meðan á dvöl þess stendur í Tékklandi. Liðið mun æfa tvívegis í dag. Fyrri æfing- in verður í Prag en seinni æfingin síðdegis verður á leikvanginum í Teplice en þangað er um klukkustundar akstur. Gott veður hefur verið síðustu daga í Tékklandi og í gær var um 20 stiga hiti við komu liðsins. Veðurfræðingar spá því að veður fari hins vegar kóln- andi og á laugardag, þegar leikurinn fer fram, verði komin rigning. Viður- eign Tékklands og íslands hefst klukkan 15 að íslenskum tíma á laugardag. -JKS - Svíum sem leika í sama riðli og íslendingar á HM í Frakklandi Allir gömlu jaxlarnir úr hinu sigursæla sænska landsliði i hand- knattleik ætla að halda áfram að leika með landsliðinu. Fyrir Ólympiuleikana í Sydney var talið að það yrði síðasta stórmót þeirra. Á sl. tíu árum hafa Svíar þrivegis orðið heims- og Evrópumeistarar og það eina sem vantaði í safn þeirra var Ólympíugull. Svíar urðu undir í úrslitaleikn- um við Rússa í Sydney og varð það þeim mikið áfall. Sviar töpuðu einnig fyrir Rússum i úrslitaleik um gull á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Leikmennirnir sem hér um ræð- ir eru Tomas Svensson, markvörð- ur hjá Barcelona, Pierre Thorsson, Bad Schwartau, Staffan Olsson, Kiel, Magnus Wislander, Kiel, Tom- as Sievertsson, Granollers, Ola Lindgren, Nordhorn, og Magnus Andersson, Drott. Þessir sjömenn- ingar hafa borið uppi sænska landsliðið og samkvæmt upplýsing- um frá skrifstofu sænska hand- knattleikssambandsins ætla þeir allir að leika með sænska landslið- inu á heimsmeistaramótinu í Frakklandi i janúar en Svíar eru í sama riðli og íslendingar í keppn- inni. Samningar flestra þeirra við fé- lagslið þeirra rennur út næsta vor og má þá líklegt telja að þeir leggi skóna á hilluna. Bengt Johansson, landsliðsþjálfari Svia, er með samning sem gildir fram yfir heimsmeistaramótið í Frakklandi. Sænska landsliðið ætlaði að koma til íslands í janúar til þátt- töku í móti, sem fyrirhugað var, en hefur afboðað komu sína. Því er borið við að á sama tíma sé verið að leika í sænsku deildinni og fái leikmenn því ekki frí. -JKS/EH Þeir^lagnus Ancterson og Staftari Olson octía ab enda sigurailan fandstÉÍsforil fneð Sviþjoð með þf iðja Ölymp!usitfr)pu i röð tjeldur safna itðí og fvl.ua rtasstu di ettir aramót# • storkeppni, W*iFrak Knattspyrna: Landsliðinu boðið á mót á Indlandi Knattspymusamband íslands hefur þekkst boð um að taka þátt i 16 þjóða knattspymumóti sem haldið verður á Indlandi dagana 10.-25. janúar nk. Nokkuð er síð- an KSÍ fékk þetta boð i hendur en í vikunni var ákveðið að þekkjast það. Þátttökuliðum í mótinu verður skipt i fjóra riðla og komast tveir efstu áfram í 8 liða útsláttarkeppni. Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, sagði í gær- kvöld að um boðsferð væri að ræða og liðið, sem færi á mótið, yrði eingöngu skipað leikmönn- um sem leika með íslenskum fé- lagsliðum. Hann hélt að hópinn myndu skipa 18 leikmenn auk fararstjórn. „Við höfum við fengið boð frá svipuðum slóðum áður en ákváðum að slá til núna. Liðin i mótinu koma flest frá S-Amer- íku og Asíu. Einhverjar Evrópu- þjóðir auk okkar verða með lið þarna en ég held að a.m.k. Júgóslavar ætli að senda lið,“ sagði Geir Þorsteinsson. -JKS 300 íslendingar á leikinn í Teplice Um 700 íslendingar verða staddir í Prag um helgina en þrjár íslenskar ferðaskrifstofur stóðu fyrir hópferðum þangað. Mikill áhugi er í hópnum fyrir landsleik Tékklands og ísland á laugardag í forkeppni HM í knattspyrnu. Talið er að ekki færri en 300 ferðalangar muni leggja leið sína á leikinn en frá Prag til Teplice þar sem leikur- inn fer fram er um klukkustund- ar akstur. -JKS Kamerúnar náðu jöfnu gegn Frökkum Nýkrýndir Ólympíumeistarar i knattspyrnu, Kamerúnar, gerðu jafntefli, 1-1, við heims- og Evrópumeistara Frakka í vin- áttulandsleik i París i gærkvöld. Sylvain Wiltord skoraði fyrir Frakka en Patrick Mboma jafn- aði fyrir Kamerúna. -JKS Engar breytingar fyrirsjáanlegar á sænska landsliðinu í handbolta: vu sm íj jjjai) Tryggvi vill fara frá Tromsö Tryggvi Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður norska liðsins Tromsö, íhugar að fara frá liðinu þegar tímabil- inu lýkur í næsta mánuði. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum en segir í samtali við staðarblað- ið í Tromsö að tími sé kominn til að breyta til. Nokkur lið á Bretlandseyjum hafa Eyjamanninn knáa undir smásjánni. -JKS Tekur Lippi við Barcelona? Miklar vangaveltur voru í fjölmiðlum á Ítalíu i gær hver yrði næsti þjálfari Inter Mil- an í stað Marcello Lippi sem látinn var taka pokann sinn í fyrradag. Nokkur nöfn hafa verið nefnt í tengslum við nýjan þjálfara og þykir langlíklegast að Daniel Passarella hreppi stöðuna. Passarella þekkir vel innviði Inter því hann lék með liðinu í fjögur ár. Umræður voru ekki minni um það hvað tæki við hjá Marcello Lippi því allir þekkja hæfni hans við þjáifun þótt hlutirnir hafi ekki gengið upp hjá Inter. Menn þykjast fullvissir um að hann gangi ekki lengi um atvinnulaus. Forsvarsmenn Barcelona eru allt annað en ánægðir með gengi liðsins í upphafi tímabilsins og er staða Ferrers þjálf- ara orðin veik. íþróttablöðin á Spáni í gær töldu ekki útilokað að Barcelona liti hýru auga tU Lippis ef ekki úr rættist hjá Ferrer með stjóm Barcelona á næstunni. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.