Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 •4 A 21 árs bið á enda? Michael Schumacher er maðurinn sem getur bundið enda á 21 árs bið Ferrari eftir heimsmeistara- titli í Formulu 1 kappakstri. Ferrari átti síðast heims- meistara 1979 en um næstu hegi getur Schumach- er tryggt heims- meistaratitilinn er næstsíðasta keppni Formulu 1 keppninnar fer fram í Japan. Schumacher nægir ekki að- eins að sigra í keppninni held- ur þarf helsti keppinautur hans, Mika Hakkinen að ganga frekar illa. Einmitt þetta gerðist í síöustu keppni og ríkir mikil spenna fyr- ir keppnina í Japan. -SK Frá undírritun samnings KKÍ og Kjöríss til þriggja ára í gær. DV-mynd E.ÓI Kjörís í stað eggjabændanna Körfuknattleikssam- band íslands og Kjörís hafa komist að sam- komulagi og undirritað þriggja ára samning þess efnis að Kjörís verði styrktaraðili bik- arkeppninnar í körfuknattleik sem und- anfarin ár hefur verið styrkt af Samtökum eggjabænda og nefnd Eggjabikarinn. Baráttan um Kjörís- bikarinn hefst annað kvöld. Um bikarinn leika 16 bestu liðin frá leiktíðinni í fyrra. Lið númer 16 mætir liði númer 1 og svo koll af kolli. Liðin leika fyrst á heimavelli þess liðs sem varð neðar í röðinni í fyrra en um er að ræða úrvalsdeildarliðin 12 og fjögur efstu liðin í 1. deild karla. Kjörís er þriðji styrkt- araðili bikarkeppninnar í körfuknattleik en áður hafa íslenskar getraunir og Samtök eggjabænda styrkt keppnina og hún borið nafn fyrirtækj- anna. í fyrstu leikjum Kjörísbikarsins annað kvöld mætast ÍA- Njarðvík, Stjarnan-KR, KFÍ-Þór Ak„ SnæfeU- Tindastóll og Þór Þ.- Grindavík. Liðin leika síðan á ný á sunnu- dagskvöld. 8 liða úrslit, undanúrslit og úrsiita- leikur eru síðan á dagskrá helgina 19.-21. október. -SK Formula 1: Ecclestone neitar að selja Bernie Ecclestone svarar orðróminum um að bílarisarnir í Formulu 1 ætli að kaupa hlut í sjónvarpsréttarfyrirtæki formúl- unnar á þann veg að hann ætli ekki að selja. Bílaframleiðendurnir sem taldir eru vera DaimlerChrysler, Fiat, Ford, Renault og BMW hittust á bDasýningunni í París í gær til að ræða hugsanlegt boð þeirra í 30% hlut í SLEC, fyrirtæki Bernies Ecclestones sem á allan sjónvarps- og auglýsingarétt af formúlunni. Ecclestone á 50% í SLEC eftir að hafa selt þýska fjölmiðlarisanum EM. Hann hefur sagt BBC Online að hann hafi engan áhuga á að losa sig við meira. „Enginn hefur talað um að kaupa bréfm. Við munum ekki selja okkar hlut í fyrirtækinu," sagði Ecclestone. „Það verður fundur meðal framleiðendanna en ég veit ekki hverjir mæta og hvort hann verður í dag.“ Það lítur því út fyrir að framleiðendurnir verði að leita á náðir EM.TV ef þeir viija eignast hlut. Þýska fyrirtækið hefur orðið fyrir vonbrigðum með fjárfestinguna og gæti þvi haft áhuga. Talið er að bílarisarnir vilji kaupa sig inn í formúluna til að tryggja fjárfestingu sína í henni og einnig hafa af því tekjur. Þeir myndu líklega vinna með Ecclestone sem hefur heitið að stjóma formúlunni meðan hann er enn þá ofar moldu. Hvannadalsá í ísafjarðardjúpi: Hrun „Laxveiðin var svakalega róleg í Hvannadalsá í sumar. Ætli það hafi ekki komið á land um 10 laxar og mjög lítið af bleikju, nánast ekki neitt,“ sagði veiðimaður sem hefur veitt þá nokkra í Hvanna- dalsá í gegnum tíðina. Reyndar má segja það sama um laxveiðiámar í Djúpinu að engin á hafi verið slappari en Hvanna- dalsáin og niðurstaða sumarsins er hrun. „Það gengu ekki margir laxar í hana í sumar. Það er eitthvað meira en lítiö að gerast. Þegar Hvannadalsá gaf best var hún í 200 löxum og munurinn er orðinn ansi mikill," sagði veiðimaður sem veiddi lax í henni í sumar, einn af þeim fáu sem komu á land. í Laugardalsá í ísafjarðardjúpi veiddust 155 laxar og Langadalsá, semlíkaerí Djúpinu, gaf ámilli 70 og 80 laxa. Bleikjuveiðin var góð í Langa- dalsánni, þó svo hún renni í sjó í næsta nágrenni við Hvannadalsá þar sem lítið veiddist. Krossá gaf aðeins 33 iaxa „Veiðin gekk ekki vel hjá okkur, við fengum aðeins 33 laxa og það er ekki mikið. Það er alls staðar minni veiði héma í Dölunum í lax- inum,“ sagði Trausti Bjamason, bóndi á Á á Skarðsströnd, er við spurðum um lokatölumar úr Krossá á Skarðsströnd. „Ég veit ekki hvort það verður dregið á í klak núna héma í veiði- ánum. Það vantar meiri lax til þess,“ sagði Trausti. Það er sama hversu vel er rýnt í veiðitölur úr Dölunum, alls staðar er laxveiðin minni en áður. í sumum veiðiánum er hún næstum helmingi minni. Nægir þar að nefna Haukadalsá og Laxá í Döl- um. -G. Bender „Gassinn* með birting Guömundur R. Jónsson, KR-ingur og liösstjóri landsliösins í knattspyrnu, meö 7,5 punda sjóbirting úr Laxá í Kjós. Með honum er sonur hans, Elías, meö annan minni. Nokkrir iþróttamenn sem tóku þátt í Ólympíuleikunum í Sydney hafa ekki skilað sér í ílugvélar sem áttu að flytja þá frá Ástralíu. Hér má nefna box- ara frá Gabon, fjóra íþróttamenn frá Georgíu og lyftingamann frá Túnis. Allir þessir íþróttamenn áttu pantað far til síns heima og var farangur sumra þeirra kominn um borð í flugvélar er þeir hlupu á brott. íþróttamennirnir hafa .vegabréfsáritun sem gildir til 1. nóvember en hafi þeir ekki skil- að sér þá verður þeirra leitað. Michael Owen, sóknarmaður Liverpool í enska boltanum, hef- ur i fyrsta skipti lýst því yfir að hann hafi áhuga á að leika með öðru liði en Liverpool. Dietmar Hamann, Þjóðverjinn í liði Liverpooi, hefur hvatt Owen til að líta í kringum sig og er ekki ólíklegt að þessi snjalli sóknar- leikmaður fari að hugsa sér til hreyfings. Michael Owen verður í eldlín- unni um næstu helgi þegar hann verður í fremstu röð ásamt Andy Cole er Englendingar mæta Þjóðverjum í undankeppni HM. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.