Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Blaðsíða 2
2 ______________FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 Fréttir X>V Kyrrahafslax veiddist í á austan við Vík í Mýrdal: Fyrsti coho-laxinn sem veiðist hér - það ljótasta sem ég hef veitt, segir veiðimaðurinn Sérkennilegur laxfiskur veiddist á vatnaskilum Vatnsár og Kerling- ardalsá fyrir austan Vík í Mýrdai í síðustu viku. Veiðimaðurinn, Ás- geir Guðmundsson flugmaður, kom honum til greiningar á Veiðimála- stofnun. Að áliti fiskifræðinga þar er um að ræða Kyrrahafslax af teg- undinni coho, stundum kallaður siifurlax á íslensku. Latneska heitið á fiskinum er Oncorhynchus kisutch. Að sögn Guðna Guðbergs- sonar fiskifræðings á Veiðimála- stofnun er þetta í fyrsta sinn sem fiskur af þessari tegund veiðist hér á landi svo vitað sé. „Þetta var mjög ljótt kvikindi og óeölilegt," sagði Ásgeir við DV. „Þetta er það ljótasta sem ég hef veitt. Hann barðist um í þetta 5-10 mínútur eftir að hann hafði bitið á en steinhætti síöan. Ég er aö hugsa um að láta stoppa hann upp.“ Ásgeir setti veiðina í frysti um leið og hann kom heim. Fyrir milli- göngu DV var flskurinn síðan rann- sakaður á Veiðimálastofnun. DV-MYND Um langan veg Þessi Kyrrahafslax veiddist í á austan viö Vík í síöustu viku. Hann er kominn um langan veg og talinn sá fyrsti sinnar tegundar sem veiöist hér. Veiöimaö- urinn, Ásgeir Guömundsson, heldur á honum. Á innfelldu myndinni sést gjöria aö laxinn er meö „gogg“ sem sveigist niöur, sjón sem íslenskir veiöi- menn eiga ekki að venjast. „Þessi fisktegund er upprunalega vötnin á landamærum Kanada og úr ám á Kyrrahafsströnd Ameríku en Bandaríkjanna," sagði Guðni. „Eins menn fluttu þá og slepptu í stóru var löxum af þessari tegund sleppt í Maine á austurströnd Bandaríkjanna. Vitað er að þessi tegund hefur náð „uggafestu" í stóru vötmmum á landamærunum. Sennilega hafa þeir borist þaðan um Lorange-fljótið og út í Atlantshaf. Þaöan er þetta eintak komið hingað, að því er við teljum." Guðni sagði að ratvisi laxfiska væri mjög góð. Þegar tegundir væru fluttar milli svæða, þar sem göngu- mynstur væri ekki þróað, þá væri meiri hætta á því að fiskar færu á flakk. Þetta hefði t.d. gerst þegar Rússar slepptu miklu af hnúðlaxi í ár á Kólaskaga á 7. og 8. áratugnum. Þá hefði mikið borið á þeirri tegund í íslenskum ám. Hnúðlaxinn hefði síðan horfíð úr þeim en virtist vera að koma aftur núna. Allt að tíu hnúðlaxar veiðast í islenskum ám á hverju ári. „En það veit enginn sem ég hef rætt við hér til þess að coho-lax hafi veiðst hér fyrr,“ sagði Guðni. „Það að þessi fiskur skuli veiðast hérna er býsna merkilegt. Það sýnir að sé ekki farið varlega í að flytja flska út fyrir sitt útbreiðslumynstur þá er ekki að vita hvert þeir geta farið. Það má segja almennt að ef menn eru að fikta við að flytja fiska út yflr sín útbreiðslumörk þá er ekki vitað fyrir fram hvaða áhrif þeir geta haft í þeirri vist sem þeir eru fluttir i né hvað þeir geta borið með sér.“ -JSS Forstjóri Samskipa með glæsifley á frönsku Rívíerunni: Eins og veglegt sumarhús - segir Ólafur Ólafsson sem keypti bátinn í vor í smábátahöfninni í franska strandbænum Antibes við Miðjarðar- hafið liggur 33 brúttólesta glæsifley, prýtt íslenska fánanum og merkt heimahöfn sinm, Um írskur sem Kópavogi. borð er skipstjóri svarar því til þeg- ar hann er spurð- ur um íslenska fánann og Kópa- vog að fleyið sé í eigu íslendings. Samkvæmt skipaskrám er eigandi bátsins hlutafélagið Kjal- ar ehf., sem er í eigu Ólafs Ólafsson- ar, forstjóra Samskipa, og fjölskyldu hans: „Ég keypti bátinn notaðan í vor og sigldi honum sjálfur frá Englandi til Frakklands. Þetta er atvinnutæki sem ég leigi frönskum aðilum sem aftur leigja bátinn út til skemmtisigl- Olafur Olafsson „Þetta er flottur bátur. “ I hofninni í Antibes Aquarius/7510/Kópavogur bundinn viö bryggju á frönsku Rívíerunni. inga fyrir evrópska og japanska ferðamenn. Þess vegna er skipstjóri um borð,“ segir Ólafur forstjóri sem er stoltur af fleyi sínu. „Þetta er flott- ur bátur og kostar ekki meira en veg- legt sumarhús. En á móti kemur að ég hef af honum leigu- tekjur.“ - Hvað kostar báturinn? Aquarius 33 brúttólest- ir, 16,5 metrar aö iengd og 6,5 metrar á breidd. „Nokkra tugi milljóna." - 50 milljónir? „Langt undir því,“ segir Ólafur Ólafsson sem aðeins einu sinni hefur eytt sumarleyfi sínu um borð í skemmtibátnum ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu Kristjánsdóttur. Glæsifley Ólafs forstjóra ber heitið Aquarius og er tæpir 17 metrar að lengd, 4,5 metrar á breidd og búið fullkomnustu tækjum. -EIR Sleipnisbeiöni hafnaö Reykjavíkurborg hefur hafnað beiðni Bifreiðastjórafélags- ins Sleipnis um að fé- lagið fái samningsrétt fyrir strætisvagna- stjóra sem vildu vera félagar í Sleipni frem- ur en í Starfsmanna- félagi Reykjavíkurborgar. Sleipnir hef- ur því ákveðið að steöia borginni fyrir félagsdóm. RLTV sagöi frá. Styikt gegn vímuefnum Samskip hafa ákveðið að veita tíu milljónir króna á þessu ári og því næsta til forvama og meðferðar vegna fíkniefnavandans. Samskip styrkja fjóra aðila, Götusmiðjuna, Foreldra- hópinn og Vímulausa æsku, evrópsku ungmennasamtökin PATH og lögregl- Ólögmæt auglýsing Samkeppnisráð segir að auglýsing BT um GMS-síma, sem kosti eina krónu, sé ófullnægjandi og villandi og því ólögmæt. Þegar upp sé staðið sé um að ræða skuldbindingu fiá tæpum 13.000 til 21.000 króna. RÚV sagði frá. Andvígir fymingarteiö Stjóm Landssambands smábátaeig- enda leggst gegn því að farin verði svokölluð fyrningarleið verði það nið- urstaða Alþingis að hækka opinber gjöld hjá þeim sem fiskveiðar stunda. íbúðarhús stórskemmt Eldur kom upp í íbúðarhúsi á Dunkárbakka í Miðdölum, skammt frá Búðardal, í gærdag. Húsið, sem er 32 ára gamalt timburhús, er stórskemmt. Eldri maður og vinnukona hans vom í húsinu er eldurinn kom upp og sluppu þau ómeidd. Hótað uppboði Hópur tekjulágra ellilifeyrisþega í Reykjavík hefur undanfama daga fengið bréf frá Tollstjóranum í Reykja- vík þar sem þeim er gefmn sjö daga frestur til að greiða vangoldin fast- eignagjöld áður en undirbúningur nauðungarsölu hefst. Þessi bréf em send þeim sem greitt hafa útsenda greiðsluseðla en eiga rætur að rekja til þess að eftir birtingu álagningarskrár 1. ágúst sl. hefur afsláttur af fasteigna- gjöldum verið lækkaður eða felldur niður. Mbl. segir frá. Flugi hætt til Húsavíkur Flugfélag íslands er hætt beinu flugi til Húsavíkur. Reiknað er með að Flugfélagið bjóði áfram ferðir þangað um Akureyri, í samstarfi við SBA og BSH. Ekki hefúr verið ákveðið hvort beint flug til Húsavíkur verður tekið upp aftur næsta sumar. Mbl. segir frá. Kveikt í gámi Brennuvargar kveiktu i drasli í gámi við áhaldahúsið í Keflavík í nótt. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og engar skemmdir urðu á áhaldahúsinu. Lögreglan í Reykjanesbæ er með mál- ið í rannsókn. Kaupmáttur auklst um 20% Davíð Oddsson for- sætisráðherra segir að talnaleikur af því tagi sem stundaður hefur verið í tengslum við umræðu um bætur og tryggingar eldri borg- ara sé ekki boðlegur. Mbl. segir frá. Áflog í kjötfar áreksturs Lögreglan í Reykjavík var köOuð að bílaplani Morgunblaðshússins um fjög- urleytið í gærdag þar sem komið hafði tU áfloga í kjölfar áreksturs á bUaplan- inu. Emn maður var fluttur á lögreglu- stöðina. -SMK/JSS/HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.