Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 Fréttir DV Skoðanakönnun DV: Ríkisstjórnin með 60 prósenta fylgi - hefur sigið um 8,7 prósent á tæpum tveim árum Ríkisstjórnin nýtur greinilega mikilla vinsælda meöal landsmanna samkvæmt nýrri skoðanakönnun DV. Fylgjendur ríkisstjórnarinnar eru 60% á meöan andstæðingar telj- ast vera 40%. Sex hundruð manns voru spurðir að því hvort þeir væru fylgjandi eða andvígir ríkisstjóminni. Alls tóku 433 afstöðu í málinu eða 72%. Óá- kveðnir og þeir sem svöruðu ekki voru 167, eða 28%. Dvínandi vinsældir Vinsældir ríkisstjórnarinnar virðast þó heldur vera á niðurleið miðað við fyrri skoðanakannanir. í september í fyrra voru 63,2 prósent fylgjandi stjóminni og 36,8 prósent andvíg. Þá hafði fylgið lækkað úr Davíð í eldlínunni Ríkisstjórnin nýtur enn mikilla vinsælda, þó frekar halli undan fæti. Forsætisráöherra haföi í nógu aö snúast eftir aö þingiö kom saman aö nýju. Lítill munur eftir búsetu Ekki er mikill munur á afstöðu fólks á höfuð- borgarsvæðinu og á landsbyggðinni, aðeins munar 2% hvað höfuð- borgarbúar eru jákvæð- ari í garð ríkisstjómar- innar en landsbyggðar- fólk, eða 61% höfuð- dv-myndþök borgarbúa og 59% landsbyggðarfólks. 68,7%, eða um 5,5 prósentustig, frá könnuninni þar á undan, sem var gerð í febrúar 1998. Fleiri karlar styðja stjórnina Munur á milli karla og kvenna er aðeins meiri, en 62% karla em fylgj- andi ríkistjórninni á meðan 58% kvenna eru sama sinnis. -HKr. Stuðningur viö ríkisstjórnina Fylgjandi 60% Héraðsdómur Reykjavíkur: Spilafikill dæmdur - gaf út innstæðulausar ávísanir fyrir 1,5 milljónir króna Héraðsdómur Reykjavikur hefur dæmt tæplega sextugan Reykvíking fyrir útgáfu á átta innstæðulausum ávisunum fyrir rúma eina og hálfa milljón króna. Maðurinn keypti getraunamiða fyrir 1.563.400 krónur með ávísun- um í verslun í Breiðholti í ágúst og september 1999, þegar eigandinn var í sumarfríi. Maðurinn, sem hef- ur ekki áður verið dæmdur fyrir sams konar mál, játaði brot sitt fyr- ir dómi en taldi að þar sem viðtak- andi ávísananna hefði vitað um inn- stæðuleysi þeirra ætti hann að vera sýknaður. Maðurinn, sem er mikið fyrir spilamennsku, hafði í nokkrar vikur keypt getraunaseðla af versl- unareiganda með innstæöulausum ávísunum sem eigandinn geymdi, yfirleitt fyrir 35 til 40 þúsund krón- ur. Maðurinn kom svo og leysti Spilafíkn Spilafíknin getur oröiö mönnum kostnaöarsöm. ávísanimar út með vinningum sín- um. Stuttu eftir að eigandinn kom heim stöðvaði hann þessi viðskipti mannsins og bar hann fyrir dómi að þessi viðskipti hefðu haft þær af- leiðingar að hann varð að láta fyrir- tækið frá sér. Þegar reikningi mannsins var lokað í september 1999 var staða hans neikvæð um tæpar 1,7 miOjón- ir króna. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp dóminn og er manninum gert að greiða 150.000 krónur í ríkis- sjóð eða sitja í fangelsi í 26 daga hafi sú upphæð ekki verið greidd innan fjögurra vikna. Auk þessa á ákærði að greiða allan sakarkostnað og endurgreiða verslunareigandanum skuld sína auk dráttarvaxta og inn- heimtukostnaðar. -SMK Ellert B. Schram. KR-deilan í gerðardóm: Ellert er sár „Mig tekur það sárt að horfa upp á þessar deilur í mínu gamla félagi. Ég vona hins vegar og treysti þvi að mönnum takist að leysa þetta eins og þeir hafa gert hingað til þegar eitt- hvað hefur á bjátað í KR,“ sagði Ell- ert B. Schram, forseti íþróttasam- bands íslands, um deilumar sem staðið hafa um samninga knatt- spyrnustjömunn- ar Andra Sigþórs- sonar við KR. „En ég hef ekki sett mig inn í þessar deilur enda ný- kominn frá Ólympíuleikun- um í Sydney.“ Málið verður tekið fyrir í gerðardómi þar sem sitja þrír dómarar: einn frá Knattspymu- dómstóli KSÍ og tveir frá sinn hvor- um deiluaðila. Niðurstaða gerðar- dóms er bindandi en dómurinn mun eingöngu taka fyrir og fjalla um lengd samningsins sem Andri Sigþórsson gerði við KR á sínum tíma. Deilt er um hvort samningurinn renni út um miðjan þennan mánuð eða um ára- mót. Eftir stendur þá deilan um hvort rekstrarfélag KR fær eitthvað fyrir samning þann sem Andri hefur gert við austurríska knattspyrnuiiðið Salzburg. Andri Sigþórsson og lögmaður hans hafa þegar boðið KR-ingum 10 prósent af kaupverði Andra verði hann i framtíð- inni seldur frá Salzburg fyrir meira en 500 þúsund þýsk mörk. Því tilboði höfn- uðu KR-ingar.og fa því ekki neitt,“ eins og Sigurður G. Guðjónsson, lögmað- ur Andra, orðaði það hér í DV. -EIR Fjárlög: Logreglumenn óánægðir Landssamband lögreglumanna undrast þann niðurskurð á fjárveit- ingum tU öryggis- og löggæslumála sem gert er ráð fyrir i frumvarpi til fjárlaga á næsta ári. „Stjómvöld hafa undanfarin ár sett fram háleit markmið um stórfellda fækkun alvarlegra umferðarslysa, vímuefnalauss lands og fækkun af- brota. Þau markmið verða að engu sé starfsemi lögreglunnar lömuð vegna fjárskorts. Fjárframlög til öryggis- og löggæslumála hafa undanfarið ekki endurspeglað að hugur fylgi máli,“ segir í ályktun. -SMK Veðriö i kvöld Solargangur og sjavarföll Veðrið a morgun ' -■! Skýjað og skúrir Suðvestan 5 til 8 og léttir til austanlands undir kvöld. Suölæg eöa breytileg átt, 5 til 8 m/s og skýjaö meö köflum á Norðurlandi í nótt en skúrir í öðrum landshlutum. REYKJAVIK Sólariag í kvöld 18.38 Sólarupprás á morgun 07.58 Síödeglsflóö 12.50 Árdeglsflóö á morgun 01.32 Skýringar á veðurtáknum ^VINDÁTT 10V-Hm ‘10L ■vFROST .VINDSTYRKUR S metfum á sekúnöv '' AKUREYRI 18.20 07.421 17.23 06.05 HEIDSKÍRT ■nHli tmmm vsnmnmm 3D £> ö LÉTTSKÝJAÐ HÁLF SKÝJAÐ SKÝJAD ALSKÝJAÐ w © RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA V =a= ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Hálkublettir á Mývatnsöræfum Greiöfært er um helstu þjóövegi landsins. Þó eru hálkublettir á Mývatnsöræfum. Skúrir vestanlands Suðvestan 8 til 13 m/s og skúrir vestanlands á morgun en hægari og skýjaö með köflum á Austurlandi. Hiti 5 til 10 stig í dag en síðan kólnandi veður. Siuiiuulijgif Vindun V ví-—\ Hiti 3° tll 8” ' Suölæg eöa breytlleg átt, 5 tll 8 m/s og víba skúrir eöa dálitll rignlng en skýjaö meö köflum og þurrt á Noröuriandl. Hltl 3 tll 8 stig. Vindur: 10-15 m/í Hiti 5° til T í Sw Noröan 10 tll 15 m/s norðvestanlands en annars breytileg átt, 5 til 10 m/s og viba rignlng eöa skúrlr. Hlti 2 tll 7 stlg. Þnðjndiigu Vindun 8-10 t • c m/a ^ Hiti 5” til 7° Búast má vlö ákveöinnl noröanátt meö slyddu norðanlands en þurru veörl fyrir sunnan. Fremur svalt veröur i veöri. AKUREYRI BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL.. KEFLAVÍK RAUFARHÖFN REYKJAVÍK STÓRHÖFDI BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN ÖSLÓ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBLIN HALIFAX FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK 0RLAND0 PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG alskýjað rigning rigning rigning súld skýjað rigning 8 9 10 12 ngnmg rigning þoka rigning þokumóða 12 skúrir 13 léttskýjað. 7 hálfskýjað 8 þokumóða 15 skúrir 10 alskýjað 17 þokumóða 14 alskýjað 8 skýjað 5 skúrir 9 léttskýjað 8 skýjað 9 snjóél 0 6 hálfskýjað 6 súld 16 7 snjókoma 0 súld 16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.