Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 DV 5 Fréttir Björk i dálæti hjá lagaræningjum Á veraldarvefnum má flnna tugi þúsunda laga til að afrita yflr á geisladisk, auk geisladiska sem hægt er að kaupa gegn vægu verði með því að brenna þá á diska í gegn- um Netið. Björk Guðmunds- dóttir er vinsæl meðal sjóræningja Netsins. Á einni vefsiðunni er birtur listi yfir þau lög sem vinsælast er að stela á þennan hátt. Á listanum er Björk með tvö lög og annað þeirra er „All is full of love“. -DVÓ Sementssalan sló met: Mesta sala síðan 1982 Hollendingurinn fljúgandi: Málið á leið til saksóknara Dómsmálaráðherra boðaði umferðarátak lögreglu og Vegagerðar: Hann bætti því við að lögreglan hefði unnið með Vegagerðinni í þessum bílum hingað til og hafi ein- beitt sér meira að stórum bílum, svo sem flutningabílum. „í sumar var gerður sérstakur samningur við Ríkislögreglustjóra um að bílamir sem Vegagerðin á yrðu málaðir i lögreglulitum og verksvið lögreglumannsins, sem hefur verið í þessum bílum með okkar mönnum, verður aukið. Hann á að vinna meira að almennri um- ferð en ekki bara þessum stóru bíl- um,“ sagði Sigurður. Þessir bíiar, sem bera merkingar Vegagerðarinn- ar og lögreglu, verða áfram reknir á kostnað Vegagerðarinnar og á hún allan þann búnað sem notaður er í bílunum. „Mjög góð blanda“ Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoðar- maður Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra, útskýrði í sam- tali við DV að lögreglumaðurinn í þessum bílum færi með ákvörðun- arvaldið þegar kæmi að lögreglu- málum. „Vegagerðarmennimir hafa ekk- ert lögregluvald, þeir hafa ekki vald til þess að fara í neyðarakstur eða beita þvingunaraðgerðum. En segja má að það sé tvennt sem gerir það mjög hagkvæmt að hafa þá með, annars vegar öryggisatriði varðandi vitnahlutann og hins vegar að vega- gerðarmenn eru sérfræðingar á til- teknum sviðum. Vegagerðin hefur eftirlit með ökuritum og gerir þungamælingar," sagði Ingvi Hrafn. „Þetta er mjög góð blanda til þess að vera í þessu þjóðvegaeftirliti, þar sem lögreglumennimir hafa lög- regluvaldið og vegagerðarmennirn- ir eru sérfræðingar á tilteknum sviðum sem lögreglumaðurinn er að fást við.“ Hjálmar Björgvinsson, aðalvarð- stjóri umferðardeildar Ríkislög- reglustjóra, sagði að samstarf lög- reglu og Vegagerðarinnar hefði ver- ið mjög gott í fjölda ára og bætti þvi við að enn væri ekki búið að full- gera starfsreglumar fyrir starfs- menn þessara bíla sem hefja störf sín 1. nóvember. DV, AKRANESl:________________________ Salan á sementi hjá Sementsverk- smiðjunni hf. í september var 15.784 tonn eða 21,4% yfir áætlun þess mánað- ar. Þetta er mesta sala í september- mánuði síðan 1982. Salan fyrstu níu mánuði ársins er 106.733 tonn eða 10,6% yfír áætlun. Salan fyrstu níu mánuði síðasta árs var 100.005 tonn. Salan er því 6,7% meiri í ár á þessu tímabili. í október er áætlað að sal- an verði 12.000 tonn. -DVÓ Mál Hollendings, sem handtekinn var á Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði með rúmlega 14.000 e-töflur í farteskinu, er á leið til saksóknara. Maðurinn var á leið frá Amsterdam til New York og millilenti flugvélin á íslandi. Verið er að kanna sögu hans, bæði í Hollandi og Bandaríkjunum. Að sögn Sævars Lýðssonar, fulltrúa sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, er búist við að rannsóknarstofa Há- skóla íslands ljúki við greiningu efnisins sem hann var tekinn með í þessari viku og verður málið þá sent saksóknara sem tekur ákvörð- un um framhald þess. Sævar sagðist ekki hafa trú á því að maðurinn yrði dæmdur í Hollandi ef mál hans verður sent úr landi á þessu stigi. Ef maöurinn verður dæmdur hér á landi kemur til greina að senda hann til síns heimalands til þess að afplána dóm- inn. Þetta er almesta magn e-taflna sem fundist hefur á Islandi og er talið að söluverðmæti þess hérlend- is sé nálægt 50 milljónum króna. Ekki er talið að maðurinn hafi ætl- að að losa sig við neitt af efninu á ís- landi. -SMK Eldhúsið komið heim og saman fyrir jól FJÖLBREYTT ÚRVAL - STUTTUR. AFGREIÐSLUTÍMI Úrval HTH-innréttinganna er mjög fjölbreytt, þar sem útfærslur geta verið margvíslegar. Afgreiðslutími á HTH-innréttingum er fjórar vikur, en getur farið í sex vikur ef um sérsmíði er að ræða. ÖLL TÆKI í ELDHÚSIÐ Auk eldhúsinnréttinga er boðið upp á öll tæki, sem þarf í nútímaeldhús, svo sem margvísleg eldunartæki, viftur, háfa, kæliskápa, frystiskápa, vaska, blöndunartæki, Ijós o.fl. Ef raftækin eru keypt með eldhúsinnréttingunni, bjóðast þau með 20% afslætti. Bílarnir málaðir upp á nýtt - ekkert nýtt í ákvörðuninni, segir yfirmaður Vegagerðar Á fundi sínum í sumar, þar sem blásið var til herferðar gegn dauða- slysum í umferðinni, sagði dóms- málaráðherra, Sólveig Pétursdóttir, frá þeirri ákvörðun að ráða þrjá nýja lögreglumenn og setja þá I bíla með vegagerðarmönnum. Þessir vegagerðarmenn eiga að vinna með lögreglumönnunum sem vitni, sem og sinna sérhæfðum störfum vega- gerðarmanna sem er til dæmis eftir- lit með ökuritum og þungamæling- ar ökutækja, og eiga þessir bilar að hefja starfsemi 1. nóvember næst- komandi. Þetta er hins vegar ekki nýtt fyr- irbæri. Að sögn Sigurðar Hauksson- ar hjá Vegagerðinni hefur þetta fyr- irkomulag verið stundað í tæpa þrjá tugi ára. „Það er alls ekki verið að búa til neitt nýtt batterí," sagði Sigurður. „Vegagerðin er búin að gera út svona bíla í mörg ár þannig að það er engin breyting á þessu hjá okk- ur.“ Booao til umferoarataks Dómsmálaráðherra boðaði / sumar til umferðarátaks þar sem hún kynnti meðal annars nýjan samning milli Ríkislög- reglustjóra og Vegagerðarinnar. Samstarf milli lögreglu og Vegagerðarinnar hefur hins vegar verið til staðar í mörg ár. Venjubundin umferðarlög- gæsla Ingvi Hrafn sagði að samkvæmt lögum gætu lögreglumenn kallað á aðstoð borgara við handtökur, þar með talið vegagerðarmennina. „Mjög ólíklegt er þó að það komi upp úti á þjóðvegunum, þetta er fyrst og fremst bara venjubundin umferð- arlöggæsla,“ sagði Ingvi Hrafn. Vegagerðarmennirnir undirrita ekki sérstakan þagnareið í sam- bandi við þetta starf en Ingvi Hrafn útskýrði að í starfsmannalögum rík- isins komi fram að starfsmönnum beri að gæta þagmælsku um þau at- riði sem lög kveða á um eða sem samkvæmt eðli málsins eiga að fara leynt. -SMK HÖNNUN OG RÁÐGJÖF Við veitum fólki ráðgjöf og leggjum fram hugmyndir um hvernig þest er að haga innréttingunni, þar sem þarfir fjölskyldunnar eru hafðar í fyrirrúmi. Thal Expfess Laugavegi 126 105 Reykjavík Sími 561-29-29 Fax 561-11-10 e-mail: tomasb@simnet.is Góður taílenskur matur Líttu inn í glæsilegan sýningarsal að Lágmúla 8, 3 hæð og kynntu þér málið. BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is ! i J 4111 \ irrr—^4 iiU if jt\

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.