Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 Fréttir I>V Skoðanakannanir DV og kosningaúrslit: Ótrúlega nálægt kosningaúrslitum 7% 6 Frávik skoðanakannana frá kosningaúrslitum 5,5 1,1 „„1,1 mm m 111 II 1,3 1,3 DV j Félagsvísindastofnun Hagvangur 1 Skáís jGallup iMarkaössamskipti 2,2 i .i iil iii iii Borgstjkosn. Þingkosn. Borgstjkosn. 1990 1991 1994 Þingkosn. 1995 Borgstjkosn. Þingkosn. 1998 i itrwjoi i. . ■ 1999 ll Sveitastjórnakosningar í Reykjavík 1998 53 - meðaKrávik skoðanakannana ^ 75 1,6 1,4 1,2 1,0 0,8 0,6 0,4 0,2 0 0,15 DV 0= Úrsllt kosninga Félagsvísinda- GALLUP stofnun Markaös- samskipti Skoðanakannanir DV má rekja til forvera blaðsins, DB og Vísis. DV hefur alla tíð lagt mikla áherslu á skoðanakannanir. Öðru hverju hef- ur verið slegið fram sleggjudómum um óáreiðanleika kannanna DV sem þó eiga alls ekki við rök aö styðjast. Algengast er að stjórnmála- menn sem ganga í gegnum niður- sveiflu leiti skjóls í því aö lýsa könnunum marklitlum. Fyrstu skoðanakannanir á Vísi voru gerðar árið 1967 en áður voru skoðanakannanir í þjóðfélaginu mjög stopular. Frá árinu 1968 voru kannanir á Vísi í höndum Hauks Helgasonar hagfræðings. Hann tók upp þráðinn er hann fluttist yfir á DB sem stofnað var árið 1975. Við sameiningu blaðanna undir nafni DV var haldið áfram á sömu braut. Frá upphafi var sú leið farin við gerð skoðanakannana á DB að taka slembiúrtak úr símaskrá - hafa jöfn skipti á milli kynja og landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Þessi að- ferð var gagnrýnd í gegnum tíðina af samkeppnisaðilum. Þrátt fyrir alla gagnrýni töluðu staðreyndimar sínu máli. Skoðanakannanir DV hafa iðulega reynst nákvæmari öðrum könnunum og næst raunveruleikanum. Lítil skekkja Skoðanakönnun sem Dagblaðið, DB, gerði þremur dögum fyrir for- setakosningarnar 29. júní 1980 fór ótrúlega nálægt úrslitunum sjálfum. Aðeins skeikaði að meðaltali 0,4 prósentustigum. Vigdis Finnboga- dóttir sigraði, sem kunnugt er, með 33,7 prósenta fylgi, var með 34 pró- sent í könnun DB 26. júní það ár. Guðlaugur Þorvaldsson kom næstur með 32,3 prósent atkvæða í kosning- unum, var með 32,4 prósent í síð- ustu könnun DB fyrir kosningar. Albert Guðmundsson hafnaði í 3. sæti, með 19,9 prósent, 0,3 prósentu- stigum minna en í könnun DB. Pét- ur Thorsteinsson varö neðstur með 14,1 prósents fylgi í kosningunum, mældist með 13,4 prósenta fylgi í DB-könnuninni. Af þeim aðilum sem gerðu skoð- anakannanir fyrir forsetakosning- arnar 1980 komst Dagblaðið næst niðurstöðunum. Vísir gerði nokkrar kannanir. Sú síðasta fór þó ekki eins nálægt úrslitunum og DB eða með 2,3 prósenta meðaltalsskekkju. Úrslltin í Reykjavík Skoöanakönnun DV, sem gerð var 2. maí 1998 vegna sveitarstjóm- arkosninganna 23. maí, var lýsti nánast sjálfum úrslitunum. í Reykjavík mældist Reykjavíkurlist- inn með 53,4%, Sjálfstæðisflokkur með 45,1% og önnur framboð með 1,5% atkvæða. Niðurstaðan varð sú að R-listi fékk 54% atkvæða og Sjálf- stæðisflokkur 45%, svo öllu nær var varla komist, meðalfrávikið aðeins 0,15 prósent. I skoðanakönnunum vegna þess- ara kosninga hafði DV vinninginn og næst DV komst Félagsvísinda- stofnun sem gerði könnun fyrir Hörður Kristjánsson blaðamaður Morgunblaðið en þar var meðal- frávikið 0,8% frá úrslitunum en 1,45% ef einungis er miðað við R- og D-lista. Gallup gerði könnun fyrir fréttastofur Sjónvarpsins og Ríkisútvarpsins. Meðalfrávik Gallups var 1% og 1,85% ef aðeins er litið til útkomu R- og D-lista. Markaðssamskipti gerðu könnun fyrir Stöð tvö og þar var meðalfrá- vikið 1,75% en heil 3% ef einungis er miðað við áðurnefnda flokka. Enn nálægt úrslitum Fyrir þingkosningar 1999 sýndi skoðanakönnun, sem DV gerði 6. maí, fylgi flokkanna sem ekki varð fjarri úrslitum kosninganna þrem dögum seinna. Þetta gerðist þrátt fyrir mikla óvissu sem m.a. skapaðist af tilkomu Frjálslynda flokksins og Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs. í könnuninni var Framsóknar- flokkur með 21% atkvæða og 14 þing- menn, Sjálfstæðisflokkur með 42% og 28 þingmenn, Frjálslyndi flokkurinn með 2,9% og tvo þingmenn, Samfylk- ingin með 25,2% og 16 þingmenn og Vinstrihreyfmgin - grænt framboð með 7,5% atkvæða og 5 þingmenn. Niðurstaðan varð sú að Framsókn- arflokkur fékk 12 þingmenn, Sjálf- stæðisflokkur fékk 26 þingmenn, Frjálslyndi flokkurinn fékk 2 þing- menn, Samfylkingin fékk 17 þing- menn og Vinstrihreyfingin - grænt framboð fékk 6 þingmenn. Meira þarf í raun ekki að segja um áreiðanleika skoðanakannana DV. Svona er hægt að rekja áfram en stað- reyndirnar sýna ótvírætt að skoðana- kannanir DV endurspegla mjög vel allar hræringar í þjóðfélaginu. -HKr. Trillusjómaður í Þórshöfn í Færeyjum: Öfunda ekki íslenska starfsbræður - selur húsmæðrum aflann Vlgtaö Aflinn veginn og metinn á markað fyrir húsmæður í Þórshöfn. DV, TÓRSHAVN: „Þetta var ágætt í dag, ég er með um 200 pund af þorski sem ég sel hér á bryggjunni. Það skiptast á skin og skúrir, stundum fiskast vel og stund- um ekki. Hann er mjög tregur inn á Regin Oisen trillusjómaöur. milli. Það fæst bara svo lítið fyrir þetta að þetta er varla gerlegt," segir Regin Olsen, trillusjómaður í Þórshöfn í Fær- eyjum. Hann hefur verið sjómaður í liðlega 40 ár og segist ekki kunna neitt annað. Fiskimiðin hans eru um klukkutíma fjarlægð frá höfninni. Regin rær með handfæri og selur aflann sinn við borð- stokkinn og það eru helst húsmæður sem koma og kaupa sér í soðið nýjan og spriklandi flsk. Hann segist ekki stunda neina stórútgerð þannig að hann er laus við allar hömlur kvóta- kerfis. „Ég öfunda ekki þá íslensku starfsbræður mína sem búa við kvóta- kerfi,“ segir hann. Mikill fjöldi smábáta er gerður út frá Þórshöfh en nokkur hluti hans er einungis til tómstunda og skemmtun- ar. „Það er ekki lengur gott að gera úr frá Þórshöfn og varla að hægt sé að lifa af þessu en ég hef verið sjómaður svo lengi að ég kann ekki neitt annað og mun halda þessu áffam þrátt fyrir laka afkomu. Það er þó alltaf gaman að hitta konumar þegar þær koma að fá sér soðningu,“ segir Regin flskimaður. -GS Sandkorn _____ Uriss.on: Hörður Kristjánsson netfang: sandkom@ff.Is Fögur fyrirheit Lögreglumenn undrast mjög að samkvæmt nýja fjár- lagafrumvarpinu eigi að skera enn meira niður í lög- gæslunni en orðið er. Minnast lög- reglumenn fagurra fyrirheita Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra og stjómvalda sem mjög hafa gum- að af aukinni gæslu. Sólveig lagði t.d. heilt flugskýli undir blaða- mannafund um stórátak í vegaeftir- liti sem áður var nýlega búið að skera niður. Eftir Kristnihátíð sást hins vegar vart lögreglubíll á sveimi á götunum vegna fjárskorts. Þá hafa lögreglumenn lýst því að ekki þurfi að búast við að lögreglu- menn þvælist fyrir í umferðinni það sem eftir liiir árs, hvað þá að þeir sinni fikniefnarannsóknum. Peningaleysi sjái til þess... Flókið Mekkanó Markaðsfyrirtækið sem varð til úr GSP-almannatengslum og Gæða- miðlun heitir Mekkanó. Listinn yfir viðskiptavini fyrirtækisins þykir merkileg samsuða og minna á ýmis furðuverkin sem ungir drengir bjuggu til úr mekkanói á árum áður. Þama eru t.d. bæði Samskip og Eimskip tilgreind sem viðskipta- vinir. Þykir óvenjulegt að fyrirtæki í hörkusamkeppni njóti ráðgjafar frá sama aðilanum. Kaupþing og ís- lensk erfðagreining eru einnig á viðskiptavinalistanum. Þau slógust af heift á sínum tíma þegar Kaup- þing taldi hlutabréf ÍE ofmetin. Gánmgar telja þetta sýná einstaka markaðssnilli hjá Gunnari Steini Pálssyni markaðsráðgjafa. Nú geti hann gefið Kára Stefánssyni og Sig- urði Einarssyni góð ráð sitt í hvort símtólið... Fyrrum sýsli kátur Sigurður Gizurarson, áður sýslu- maður á Akranesi, er kampakátur þessa dagana. Á sinum tíma hrökklaðist hann úr embætti vegna framúrkeyrslu I fjárframlögum sem embættinu voru ætluð til að halda þjónustunni gangandi. í refs- ingarskyni var jafnvel rætt um að flytja Sigurð nauðugan til að gegna embætti sýslumanns á Hólmavík. Ástæðan fyrir kátínu Sigurðar nú er að framúrkeyrsla embættisins hefur ekkert minnkað siðan hann hvarf á braut og nýframlagt íjár- lagafrumvarp viðurkennir vandann og þar segir að óhjákvæmilegt sé að taka á honum með þvi að auka framlög til embættisins ef viðhalda eigi núverandi þjónustustigi... Heiðra skaltu Aldraðir mótmæltu fyrir framan Alþingishúsið við þingsetningu á mánudaginn. Telja þeir sig lítt hafa orðið vara við góð- æri Davíðs sem fram kemur í áætl- uðum 30 milljarða tekjuafgcmgi hjá ríkissjóði. Séra Halldór Gröndal, fyrrum sóknar- prestur í Grensás- sókn, stóð á með- al aldraðra þeim tii halds og trausts. Þegar þingmenn gengu frá kirkju til þinghúss heyrðist kallaði upp eitt af boðorð- unum tíu og sagt er að mörgum þingmanninum hafi orðið illilega hverft við. Virtust sumir þeirra vita upp á sig skömmina þegar þeir heyrðu þama boðorðið heiðra skaltu föður þinn og móður. Urðu þeir svo enn skömmustulegri þegar þeir ráku augun í sr. Halldór í hópi mótmælenda...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.