Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Blaðsíða 11
11 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000_ IÚtlönd Fagnað og dansað í Belgrad í alla nótt Stjómarandstæðingar vom enn á götum Belgrad í morgun eftir að hafa fagnað alla nóttina bylting- unni sem gerð var í gær. Hundruð þúsunda dönsuðu í nótt á götum úti fram á morgun. „Serbía er frelsuð," sagði stjóm- arandstöðuleiðtoginn og forseta- frambjóðandinn Vojislav Kostunica frammi fyrir mannfjöldanum. Áður höfðu brotist út átök þegar mótmælendur réðust bæði að þing- húsinu og ríkissjónvarpinu. Um skeið logaði í báðum byggingunum og ailar þrjár sjónvarpsstöðvarnar rufu um kvöldið sendingar sínar. Ekki leið á löngu þar til þær til- kynntu: Þetta er nýtt ríkisútvarp Serbíu." Óeirðalögregla beitti fyrst táragasi gegn mótmælendum fyrir framan þinghúsið en .vék siðan fyr- ir mannfjöldanum. Nokkrir lög- reglumenn fleygðu skjöldum sínum og hjálmum og gengu til liðs við mótmælendur. Mótmælendur höfðu unnið orrustuna um þinghúsið. Þá var röðin komin að sjónvarpshús- inu sem um árabil hafði sent út boðskap Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta. Mannfjöldinn stefndi að sjónvarpshúsinu sem er i nokkur hundruð metra fjarlægð frá þinghúsinu. „Við höfum beðið í 13 ár. Nú getur ekkert stöðvað okkur,“ hrópaði maður. Einhvem veginn tókst mótmælendum að komast inn. Lögregla hleypti af skotum. Sumir sögðu að lögreglan hefði síðan hjálpað þeim. Mannfjöldinn var svo gífurlegur að slökkviliðsbilar komust ekki leiðar sinnar til þinghússins. Þegar leið á kvöldið þárust þó þær fregn- ir að slökkviliðsmenn hefðu ráðið niðurlögum eldsins, bæði í þinghús- Atlaga gegn þinginu Eldar loguðu í þinghúsinu í Belgrad í gær eftir áhlauþ stjórnarandstæð- inga. inu og sjónvarpshúsinu. Greint var frá því að herbílar hefðu reynt að aka að þinghúsinu en þeir hefðu ekki komist áfram. Samkvæmt fréttastofunni Beta var stúlka skotin til bana í óeirðun- um í gær. Samkvæmt öðrum heim- ildum varð stúlkan undir vélskóflu. Rúmlega 100 særðust í mótmælun- um. Ríkisfréttastofan Tanjug til- kynnti í gær að hún væri nú á bandi fólksins i landinu. Blaðið Politika, sem hingað til hefur stutt Slobodan Milosevic, hefur einnig lýst yfir stuðningi við stjómarand- stæðinga. Á forsíðu blaðsins í morgun er Vojislav Kostunica kall- aður nýr forseti landsins og ræða hans frá í gær birt undir fyrirsögn- inni: Lýðræði er að komast á í Serbíu. Lögreglumaður faðmaður Lögreglumenn gengu til liös við mót- mælendur í gær. Herinn gríþur ekki til aðgerða nema í varnarskyni. Herinn grípur ekki til aðgerða Júgóslavneski herinn mun ekki grípa til hernaðaraðgerða nema liðsmönnum hans og búnaði verði ógnað, að þvi er Tanjug fréttastofan greindi frá i morgun. Hafði frétta- stofan þetta eftir heimildarmönnum nátengdum hernum. Fréttastofan sagði að yfirstjórn hersins hefði fundað í morgun en ekki gefið út neina yfirlýsingu að fundi loknum. Engin hreyfing er á hernum í Júgóslavíu. Clinton fagnar uppreisn alþýð- unnar í Belgrad Bill Clinton Bandarikjaforseti fagnaði í gærkvöld uppreisn almenn- ings í Júgóslavíu gegn Slobodan Milosevic forseta. „Serbneska þjóð- in hefur talað með atkvæðum sínum, hún hefur talað á götunum. Ég vona að sú stund renni brátt upp þegar rödd hennar heyrist og við getum boðið hana velkomna meðal lýðræðisþjóða, meðal Evrópu- þjóða og meðal þjóða heims,“ sagði Clinton í ræðu í Princeton háskóla í New Jersey. Bandarískir embættismenn fylgj- ast grannt með gangi mála í Júgóslavíu og í morgun voru þeir ekki tilbúnir að útiloka að Milos- evic myndi gera úrslitatilraun til að halda völdum. Þeir sögðu þó ólík- legt að honum myndi takast að stöðva lýðræðisbylgjuna sem nú færi yflr Júgóslavíu. Madeleine Albright utanríkisráð- herra sagði atburðina í Júgóslavíu þá mikilvægustu á nærri fjögurra ára embættisferli sinum. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í morgun að refsi- aðgerðum Evrópusambandsins gegn Júgóslaviu yrði aflétt á mánudag ef Vojislav Kostunica, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar, yrði settur í emb- ætti forseta um helgina. Kostunica segist hafa fengið hreinan meirihluta atkvæða í for- setakosningunum í Júgóslavíu í september. Vesturlönd styðja þá fuflyrðingu Kostunica. ígor ívanov ræðir við bæði Kostun- ica og Milosevic ígor ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, hittir bæði Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta og stjórnarandstöðuleiðtogann Voj- islav Kostunica í heimsókn sinni tfl Belgrad í dag, að því er júgóslav- neska fréttastofan Tanjug hafði eftir stjómarerindrekum í morgun. Tanjug sagði einnig að ívanov, sem kom til Belgrad snemma í morgun, myndi hitta patríarka serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og júgóslavneska utanríkisráðherr- ann, Zivadin Jovanovic. Rússneski forsætisráðherrann Míkhaíl Kasjanov sagði i morgun að rússnesk stjómvöld væru ekki að íhuga að veita Milosevic hæli í Rússlandi. Rússar hafa lengi verið helstu bandamenn Júgóslavíu. PHOSPHATIDYLSERINE BETRA MINNI - SKARPARI HUGSUN BRAINBOW er fæðubótarefni sem eflir starfsemi heilans og talið er bæta verulega minnið með því að hjálpa taugaboðum að berast á milli taugamóta, Eldar í Belgrad Mótmælendur virða fyrir sér þrennandi þílflak í miðborg Belgrad, höfuðborgar Júgóslavíu, seint í gærkvöld. Hundruð þúsunda manna þustu út á götur Belgrad í gær og lögðu undir sig þinghúsiö og aðrar oþinberar byggingar. Milosevic sagður vera enn í Belgrad Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti er enn í Belgrad, að því er bróðir hans, Borislav Milosevic, sem jafnframt er sendiherra Júgóslavíu í Rússlandi, greindi frá í morgun. „Slobodan Milosevic er í Belgrad. Þið getið fullvissað ykkur um það eftir nokkrar klukkustundir þegar hann hittir ígor ívanov, utanríkisráð- herra Rússlands," sagði Borislav Milos- evic í viðtali við sjón- varpsfréttaþjónustu Reuters. Sendiherrann sagði einnig í við- talinu að stjómarandstaðan gæti ekki litið á sig sem lögmæta stjóm- endur landsins nema síðari umferð forsetakosninganna færi fram. Heimildarmenn úr röðum stjóm- arandstæðinga héldu því fram fyrr í morgun að Milosevic forseti hefði flúið frá Belgrad og hefðist nú við í neðanjarðarbyrgi í þorpinu Beljanica, sem er um 40 kílómetra vestur af borginni Bor, nærri landamærunum að Rúmeníu og Búlgar- íu. Stjórnarandstæð- ingar sögðu að þar nyti hann vemdar liðs- manna úr júgóslav- neska hemum. Stuðningsmenn Milosevics fengu að finna fyrir reiði al- mennings í gær þegar þeir urðu fyrir barð- inu á mótmælendum í hefndarhug. í bænum Leskovac í sunnan- verðri Serbíu lögðu mótmælendur eld að húsi leiðtoga flokks Milos- evics í bænum, að því er óháða fréttastofan Beta greindi frá í nótt. Mótmælendurnir létu greipar sópa um húsið áður en þeir kveiktu í því. Þá kveiktu þeir einnig í skrif- stofum sósíalistaflokksins. Enn í Belgrad Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti ku víst halda til í höfuöborginni. Starfsmenn í byggingavinnu Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. óskar eftir að ráða eftirfarandi starfsmenn nú þegar. Verkamenn í byggingavinnu. Verkstaðir: Lyngháls, upplýsingar gefur Gunnar í síma: 696 8562 Barðastaðir, upplýsingar gefur Þorkell í síma: 861 2966 Naustabryggja, upplýsingar gefur Ómar í síma: 696 8565 Skógarhlíð, upplýsingar gefur Árni í síma: 696 8563 Ársalir, upplýsingar gefur Knstján í síma: 892 1148 Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. var stofnaó árið 1984. BYGG hefur byggt þúsundir fermetra af húsnæói á höfuóborgarsvæóinu og er nú eitt öflugasta byggingaféLag Landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.