Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Blaðsíða 12
L 12 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 Skoðun DV purning dagsins Ætlarðu í leikhús í vetur? Arni Friöriksson verslunarmaöur: Já, ég ætla að sjá Lé konung og svo sé ég alltaf sýningar Hugleiks. Hulda Osk Þ. Jónasdóttir afgreiöslu- stúlka: Já, en ég er ekki búin að ákveða hvaða sýningar. Dagbjört Omarsdóttir (Dagur Omar) i barneignarfríi: Já, það ætia ég að vona, ef ég kemst. Margrét Þórisdóttir sjúkraþjálfari: Já, endilega, en ég er ekki búin að ákveða hvaö mig langar að sjá. Svanhiidur Harðardóttir ritari: Ég ætla að reyna það, í Ósló þar sem ég er búsett. Birgir Pétursson: Já, ég ætla að sjá hvað sem er með Jóni Gnarr. Viö Lagarfljót Að hækka vatnsborðið veidur miklum spjöllum. Að tala einni röddu Siguröur Lárusson frá Gilsá skrifar: Laugard. 2. sept. sl. birtist mjög at- hyglisverð grein í DV eftir Guðmund Andra Thorsson og leyfi ég mér að nefna þennan greinarstúf sama nafni. Ég er greinarhöfundi sammála en mig langar að bæta nokkrum orðum við. Ég hef alið allan aldur minn á Aust- urlandi og tel mig þekkja þar sæmi- lega til. Ég efast stórlega um að meiri- hluti atkvæðisbærra Austfirðinga myndi samþykkja að veita Jökulsá á Dal í Lagarfljót væru þeir spurðir um það. Ég held að menn hafi ekki gert sér ennþá fulla grein fyrir þeim spjöll- um sem það ylli á landi og lífriki þess á láglendinu meðfram Lagaríljótinu. Ekki eru nema 5 ár síðan vatnsborð Lagarfljóts hækkaði svo mikið í júni að vatnið komst naumast undir Lag- arfljótsbrúna og flæddi þá yfir tugi hektara láglendisins, t.d. yfir stóran hluta af Egilsstaðatúninu og í kring- um flugvöllinn svo að aðflugstæki „Ekki eru nema 5 ár síðan vatnsborð Lagarfljóts hækk- aði svo mikið í júní að vatnið komst naumast undir Lagar- fljótsbrúna og flæddi þá yfir tugi hektara láglendisins. “ flugvallarins urðu óvirk um tíma. Hvemig hefði farið þá ef búið hefði verið að veita Jökulsá á Dal í Lagar- fljótið? Flugvöllurinn hefði trúlega farið undir vatn með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum og margs konar skað- ar hlotist af. Mér finnst nógur tími til þess að rífast um þessa hluti þegar komin er vissa fyrir að samningar hafa náðst um byggingu álversins og umfram allt um verð á raforkunni. Ég hef enga trú á að eigendur vænt- anlegs álvers borgi nægilega hátt verð fyrir rafmagnið svo að þá yrði þetta vonlaus rekstur. Þó að þeir fengjust til að borga eitthvað hærra verð en ál- bræðslan í Straumsvík er það engan veginn nóg. Ríkisstjórnin er alltaf að gorta af því að hún sé að greiða niður erlend- ar skuldir en þá er hún að ráðgera að taka miklu hærri erlend lán í sam- bandi við virkjunarframkvæmdirnar. Mér fmnst að þetta brambolt allt hafi verið sett á svið af framsóknarmönn- um til þess að reyna að bæta sér upp það fylgistap sem þeir urðu fyrir í Austurlandskjördæmi í síðustu al- þingiskosningum. Finnur Ingólfsson fór hamforum í þessum málum og mætti vel segja mér að fylgishrun Framsóknarflokksins á Austurlandi, og kannski víðar, hafi verið ein aðal- orsökin fyrir fylgistapi flokksins. Að lokum vil ég minna á að síðan ísland fékk full yfirráð sinna mála 1944 hefur hagur þjóðarinnar og alls almennings batnað til stórra muna jafnt og þétt. En illu heilli hefur frjáls- hyggjudraugurinn fitnað sem púkinn á fjósbitanum síðasta áratuginn. Umönnunarstörf of lágt metin Gunnar G. Bjartmarsson skrifar: Orsökin fyrir því að ekki fást starfskraftar til að starfa við umönn- un eru lág laun en alls ekki þenslan i þjóðfélaginu. Ef þessi störf eru jafn- mikilvæg og af er látið og það af ráða- mönnum í þjóðfélaginu hvernig væri þá að greiða því fólki sem vinnur við umönnun sjúkra og aldraðra mann- sæmandi laun? Stefnan er líklega sú að bjóða þetta allt út til verktaka og þá þurfa ríkið og sveitarfélögin ekkert að hafa fyrir því að semja um kaup og kjör við launþegafélögin í náinni framtíð. - Er þetta það sem fólkið í verkalýðshreyf- ingunni vill sjá? Ég held varla. Allir sjá hvernig hefur tekist til í „Stefnan er líklega sú að bjóða þetta allt út til verk- taka og þá þurfa ríkið og sveitarfélögin ekkert að hafa fyrir því að semja um kaup og kjör við launþegafélögin í ná- inni framtíð. - Er þetta það sem fólkið í verkalýðshreyf- ingunni vill sjá?“ Svíþjóð með að bjóða út heilbrigðis- þjónustuna! Það bendir einnig allt til þess að svo muni fara hér líka. Nú á dögunum var opnuð öldrunardeild á Háskólasjúkrahúsinu við Hringbraut, á deild sem var búin að vera lokuð. Nú voru allt í einu og skyndilega til peningar. Þetta er að mínu mati ein- faldlega undanfari þess að bjóða þessa starfsemi út til verktaka fyrir eitt- hvert lágmark. Og þar með verður veitt einhvers konar lágmarksþjón- usta. Og þar með losnar ríkið undan sínum skyldum. Og það sama mun gerast hjá sveitarfélögunum. ísland er að verða eitt allsherjar bananalýðveldi í flestum greinum. Þrátt fyrir hið margumtalaða góðæri ríkir hér mikil fátækt víða og einkum á höfuðborgarsvæðinu. Ráðamenn þjóðarinnar sjá þetta en vilja ekki við- urkenna það. Góðærið á aö ná til allra en gerir það alls ekki. Skítt með landslög Á tyllidögum, þegar allt leikur í lyndi, tala menn innan knattspyrnuhreyfingarinnar á íslandi um að Knattspyrnusamband íslands sé rekið eins og hvert annað fyrirtæki. Þeg- ar fara á að landslögum kveður við annan tón. Nýlegur og eðlilegur úrskurður Sam- keppnisstofnunar þess efnis að KSÍ hafi brotið lög, er sambandið þvingaði fólk til að kaupa miða á tvo landsleiki samtímis, fór að vonum illa í kóngana hjá KSÍ. Þá kom for- maðurinn grátandi í fjölmiöla og lýsti því yfir að stofnunin hefði örugglega eitthvað þarfara að gera en að vasast í saklausum fé- lagasamtökum. Skilgreining KSÍ á almenningi, sem enn hefur áhuga á að sækja fótboltaleiki, er að þar sé ekki um neytendur að ræða. Það voru jú Neytendasamtökin sem kærðu viðskipta- hætti KSÍ til Samkeppnisstofnunar. Virðing- arleysi KSÍ fyrir því fólki sem hefur áhuga á fótbolta er algjört. Reyndar kom það mörg- um á óvart hve margir létu til leiðast og keyptu miða á Danaleikinn á dögunum og íraleikinn sem fram undan er. Þegar formaður KSÍ var spurður að því í fjöl- miðlum hvort KSÍ hygðist endurgreiða því fólki Skilgreining KSI á almenningi, sem enn hefur áhuga á að sœkja fótboltaleiki, er að þar sé ekki um neytendur að rœða. andvirði aðgöngumiðans á Iraleikinn sem þess óskaði, sagði hann slíkt ekki vera til umræðu. Lengi hafa forystumenn KSÍ skorið sig úr þegar litið er yfir forystumenn íþróttahreyf- ingarinnar á íslandi. Þar ræður hrokinn ferðinni og lítilsvirðing í garð þeirra sem ekki lifa fyrir knattspyrnuna. Allar aðrar íþróttagreinar eru einskis virði þrátt fyrir að við íslendingar höfum staðið okkur betur á erlendum vettvangi í flestum öðrum íþróttagreinum en knattspyrnu. Nægir þar að nefna íþróttamenn á borð við Vilhjálm Einarsson, þristökkvara, spjótkastarana Einar Vilhjálmsson og Sigurð Einarsson, Bjarna Friðriksson júdókappa, Völu Flosa- dóttur, Guðrúnu Arnardóttur, Jón Amar Magnússon og íslenska landsliðið í hand- knattleik karla. Vonandi gera forystumenn knattspyrnu- hreyfingarinnar á íslandi sér grein fyrir því fljótlega að þeirra er, eins og annarra, að fara að landslögum íslendinga. Þeir eru ekki hafn- ir yfir landslög þrátt fyrir að þeir hafi áhuga á knattspyrnu. Of lágir umferðar- ljósastaurar LeigubTlstjóri skrifar: Það verður sífellt erfiðara og erfiðara að koma auga á um- ferðarljósin á þess- um gömlu, lágu um- ferðarlj ósastaurum. Þetta á einkanlega við þegar háir bílar eru fram undan og maður bíður eftir grænu ljósi - og þarf ekki háa bíla til. Þetta á við víða i _____________ Reykjavík, t.d. á Miklatorgi er maður kemur I umferðar- kraðakinu Ljósln verða að sjást vel. austur eftir Hringbrautinni og vill beygja til vinstri. Næsta illmögulegt að sjá ljós- in sé maður ekki fyrstur í röðinni. Umferðarljós þurfa að vera á háum skiltum eða staurum, og þau eru kom- in allvíða, en betur má ef duga skal. Erlendis eru umferðarljós víðast ofar- lega svo að þau sjást vel úr fjarlægð. Þannig á það að vera hér. íþróttamenn og þjálfun þeirra Þórir Olafsson skrifar: Ég hef verið að lesa skrif þeirra sem fjalla um íþróttir og afrek okkar fólks í Sydney á Ólympíuleikunum. Einhvers staðar las ég að þessi þrjú sem lengst komust af okkar fólki mættu þakka árangurinn góðri þjálf- un erlendra manna. Ég reikna með að það sé nærri sanni. Víkverji í Mbl. ræddi nýlega þessi mál í sínum pistli og varð tíðrætt um styrkina úr Af- reksmannasjóðnum og hina og þessa fjármögnunarmöguleika til handa íþróttafólki okkar. Ekki minntist hann á þetta atriði um þjálfunina. Það er eins og það sé of viðkvæmt atriði til að ræða opinberlega. En sjón er sögu ríkari. Menn vita betur. Norðmenn skúbba í þorskinum Pétur Pétursson skrifar: í þröngum hópi innan sjávarútvegs- áhugamanna heyr- ist að Norðmenn séu í þann veginn að taka frumkvæði í þorskeldi í tjörðum sínum og annars staðar þar sem skil- yrði eru best hjá þeim. Er þetta ekki eitt af því sem ein- hverjir framsýnir íslendingar ætluðu Fiskurinn fóðr- aður Norðmenn í far- arbroddi? sér en ekkert hefur orðið úr frekar venju? Hætt er við að Norðmenn skúbbi algjörlega í þessari framtíðar- atvinnugrein en þeir eru svo heppnir að ekki munu margir aðrir verða til þess að fylgja í fótspor þeirra í þess- um efnum. Aðeins tvær þjóðir, Norð- menn og íslendingar, hafa þarna möguleika en Norðmenn munu lík- lega hafa vinninginn úr því sem kom- ið er. GSM í Færeyjum Hákon skrifar: Það er ekki ofsögum sagt af land- vinningum okkar íslendinga víða um heim í verðbréfum, fjarskiptum og fjárfestingum almennt. Nú síðast heyrir maður að íslenskt fjarskipta- fyrirtæki ætli sér að gera strand- högg i Færeyjum með því að síma- væða eyjaskeggja með GSM-símum vegna þess að þar sé enn lítið um að menn noti GSM-síma. Það mun þó verða erfitt verkefni. Færeyingar eru ekki ginnkeyptir fyrir svona nokkru, þeir eru rólegir í tíðinni og það er einmitt þess vegna sem þeir berast ekki mikið á með GSM-sím- tólum. En það sakar ekki að reyna! Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, ÞverhoHi 11, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.